This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja, nú þarf ég að leita í smiðju mér reyndari manna.
Viðfangsefni dagsins er Cruiser 60 og þau vandamál sem til umræðu eru að þessu sinni eru eftirfarandi:
-Stýri.
Bíllinn er hækkaður með því að færa fjaðrir ofan á hásingu. Kæmi mér ekki á óvart þó að það væri það eina sem var gert. Stýrisvesenið lýsir sér þannig að það er „hálfdautt“ slag í miðjum ganginum. Þ.e.a.s. þegar hjólin snúa beint fram er smá slag í stýrinu sem skilar reyndar örlítilli stefnubreytingu í hjólin ef maður snýr því, en þegar maður er kominn framhjá slaginu verður stýrið þyngra og stefnubreyting hjóla meiri þegar maður snýr því. Ég mundi skjóta á að spindilhallinn væri vitlaus (?) en kann þó hvorki að sjá það né breyta. Einnig hefur mér dottið í hug stýristjakkur (?).-Gírkassi
Kassinn er 5 gíra, virðist vera í fínu lagi og ekkert hringl í stönginni. Hinsvegar er eins og stýringarnar í gírana séu ofurstífar og það er beinlínis erfitt að koma honum í gír einstaka sinnum. Þá er eins og einhver mekkanismi hindri að stöngin detti í gír, svipað og ef maður reynir að setja í fyrsta gír á mikilli ferð.-Bremsur
Kvikyndið bremsar, en „travelið“ á pedalanum er mikið og fer nánast niður í gólf. Það er býsna erfitt að fá hann til að læsa alveg, en hann hægir þó á sér. Grunur minn beinist að dælunni, sökum þess hversu mjúkt ástigið er.-Nú væri gott að heyra frá einhverjum sem hafa lent í svipuðu eða sama. Það er algjör óþarfi að eyða tíma í „fáðu þér bara annan bíl“ pósta – ég er alveg nógu fyndinn til að segja mér það bara sjálfur
Með von um fróðleg og skemmtileg svör.
Kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.