FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stýris-, gírkassa- og bremsuvesen

by Einar Elí Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stýris-, gírkassa- og bremsuvesen

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Elí Magnússon Einar Elí Magnússon 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.11.2004 at 12:50 #194817
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant

    Jæja, nú þarf ég að leita í smiðju mér reyndari manna.

    Viðfangsefni dagsins er Cruiser 60 og þau vandamál sem til umræðu eru að þessu sinni eru eftirfarandi:

    -Stýri.
    Bíllinn er hækkaður með því að færa fjaðrir ofan á hásingu. Kæmi mér ekki á óvart þó að það væri það eina sem var gert. Stýrisvesenið lýsir sér þannig að það er „hálfdautt“ slag í miðjum ganginum. Þ.e.a.s. þegar hjólin snúa beint fram er smá slag í stýrinu sem skilar reyndar örlítilli stefnubreytingu í hjólin ef maður snýr því, en þegar maður er kominn framhjá slaginu verður stýrið þyngra og stefnubreyting hjóla meiri þegar maður snýr því. Ég mundi skjóta á að spindilhallinn væri vitlaus (?) en kann þó hvorki að sjá það né breyta. Einnig hefur mér dottið í hug stýristjakkur (?).

    -Gírkassi
    Kassinn er 5 gíra, virðist vera í fínu lagi og ekkert hringl í stönginni. Hinsvegar er eins og stýringarnar í gírana séu ofurstífar og það er beinlínis erfitt að koma honum í gír einstaka sinnum. Þá er eins og einhver mekkanismi hindri að stöngin detti í gír, svipað og ef maður reynir að setja í fyrsta gír á mikilli ferð.

    -Bremsur
    Kvikyndið bremsar, en „travelið“ á pedalanum er mikið og fer nánast niður í gólf. Það er býsna erfitt að fá hann til að læsa alveg, en hann hægir þó á sér. Grunur minn beinist að dælunni, sökum þess hversu mjúkt ástigið er.

    -Nú væri gott að heyra frá einhverjum sem hafa lent í svipuðu eða sama. Það er algjör óþarfi að eyða tíma í „fáðu þér bara annan bíl“ pósta – ég er alveg nógu fyndinn til að segja mér það bara sjálfur :-)

    Með von um fróðleg og skemmtileg svör.

    Kv.
    Einar Elí

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 09.11.2004 at 13:09 #508410
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    hæbb
    ertu búinn að athuga hvort það sé slag í einhverjum samsetingum í stýrisganginum? Þannig var það alla vega á hiluxnum mínum. ég skipti um einhverja hálfmána og málið var dautt! Alveg þar til mér fannst aftur vera slag í stýrinu, en þá fann ég einhverja stilli skrúfu á stýrismaskínunni, herti aðeins á henni og bíllinn er eins og 2 ára corolla í stýrinu núna!
    Þetta er örugglega svipað í þessum bíl þó þeir séu ekki eins :)

    en ertu búinn að kaup’ann?

    Baldur





    09.11.2004 at 13:32 #508412
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Getur verið að það sé röng olía á gírkassanum?

    kv
    Rúnar





    09.11.2004 at 13:35 #508414
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Stýri:
    Ef allt er í lagi með stýrisenda og spindillegur þá þarf sjálfsagt að herða aðeins uppá maskínuni svipað og var gert á þessum hilux. Ef ég man rétt þá er 60 krúser með cross-over stýri og þá ekki með hálfmána og gorma í togstönginni.

    Gírkassi:

    Hljómar frekar eins og kúplingin sé að stríða þér og slíti ekki alltaf 100%.

    Þetta með bremsurnar er eflaust rétt hjá þér að dælan sé orðin léleg, annars er þetta bara loft á kerfinu. Ódýrara að byrja á því að reyna að lofttæma bremsurnar áður en þú rífur höfuðdæluna úr. Byrjaðu á því að leita að smiti í kringum bremsudælur því að einhverstar kemst loftið inn og þá líka vökvi út.

    P.s.
    Ekki selja trukkinn





    09.11.2004 at 13:40 #508416
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Saell granigaml.
    thad sem mer dettur i hug med girkassan er ad a honum se of thykk olia, lysir ser oft thannig ad billinn er erfidur i girana thegar hann hann er kaldur en lagast thegar hann hitnar. Setja a syneteska oliu og tha lagast thetta ef thetta er raunin.

    Bremsurnar hja ther gaetu verid svona vegna thess ad pinu loft se inni a kerfinu, prufa ad pumpa kostar ekkert, svo gaetu lika gummi i hofuddaelunni verid leleg.

    Profadu ad yfirfara alla styrisenda a bilnum og skodadu lika skrufuna sem Baldur nefnir hun getur gert mikid.

    kvedja Hilmar





    09.11.2004 at 13:43 #508418
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Sæll Baldurg

    er sjens á að þú getir tekið mynd af þessari skrúfu? eða komið með nánari lýsingu á þessu? langar alveg rosalega að herða aðeins upp á stýrismaskínuni minni 😀

    kv.
    Lallirafn





    09.11.2004 at 14:24 #508420
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er margt sem getur valdið því að bremsupedalinn fer niðurundir gólf:
    [list:36reia9u][*:36reia9u]Loft á kerfinu[/*:m:36reia9u]
    [*:36reia9u]Slitnir borðar[/*:m:36reia9u]
    [*:36reia9u]Vantar að herða borðana út í, fastar útíherslur[/*:m:36reia9u][/list:u:36reia9u]
    Mér finnst ekki líklegt að þessi einkenni stafi af lélegri höfuðdælu, ef pedalinn sígur þegar staðið er áhonum, án þess að það sé sýnilegur leki á bremsuvökva, þá myndi ég kenna höfuðdælunni um það.

    -Einar





    09.11.2004 at 17:23 #508422
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    ég get svo sem tekið mynd af þessari skrúfu, en þá þarf ég að rífa hlífðarplötuna undan, og því nenni ég ekki í kvöld allavega :)

    en til þess að nálgast þessa skrúfu þarf að taka hlífðarplötuna undan (ef hún er til staðar). best að komast að þessu neðanfrá; leggjast undir bílinn og horfa upp hjá outletinu á vatnskassanum, þar sér maður í maskínuna og já hægri hliðinni á henni er ró, sem er 18 mm, og inní rónni er eins og lítill snittteinn sem er búið að taka útúr fyrir skrúfjárni, og þetta ku vera skrúfan.
    til að herða á þessu er ekkert annað að gera en að losa þessa ró, setja skrúfjárn í skúrfunna og herða. ath að halda við rónna má meðan hert er. svo herða rónna aftur og halda þá við skrúfuna! og BINGÓ! allt annar í stýrinu.

    reyndar prófaði ég nokkrum sinnum áður en ég varð sáttur við stýrið, en ég held samt að ég hafi hert aðeins of mikið á því og ætla að prófa að losa smá.

    gangi ykkur vel og góða skemmtun

    Baldur
    Þ-455





    09.11.2004 at 22:36 #508424
    Profile photo of Valdimar Oddur jensson
    Valdimar Oddur jensson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 198

    það er allavega hálfmánar hægrameginn í togstonginni lennti í þessu með slagið í 60 cruser kv oddur





    09.11.2004 at 23:30 #508426
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Þakka rosalega vel fyrir mjög góð og skilmerkileg svör – greinilegt að hér var rétt spurt, fyrst menn vissu svörin :-)

    Fleiri hugmyndir eru vel þegnar, ef fleiri möguleikar skyldu vera fyrir hendi.

    En til að svara Baldri og Stebba sérstaklega þá er ég "in the process" að kaupa hann og er með hann til reynslu (fjölskyldumál sko…). Ef ég kemst framhjá þessum þremur atriðum sem ég minntist á að ofan reikna ég fastlega með að festa mér trukkinn og hlúa enn meira að honum – og hann verður sko ekki seldur svo glatt!

    Kv.
    Einar Elí





    09.11.2004 at 23:34 #508428
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    þetta skyldi þó ekki vera Einar Elí frá selfossi sem var í Grunndeild Rafiðna ’93 ???





    10.11.2004 at 01:59 #508430
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    … bókstaflega.

    Er það Stefán Stefánsson úr Hveragerði?





    10.11.2004 at 02:06 #508432
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Akkúrat





    10.11.2004 at 02:38 #508434
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Ja hvur andsk…

    einareli@isl.is





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.