Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Styðjið keppnis og æfingabraut í Kapelluhrauni
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Már Gestsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.05.2006 at 15:49 #197884
Á vef kvartmíluklúbbsins er kominn undirskriftalisti til stuðnings uppbyggingar keppnis og æfingabrautar í Kapelluhrauni.
Skráið ykkur og stuðlið að því að hraðakstur færist af götunum yfir á lokað og „öruggt“ svæði, þar sem jeppa eigendur og aðrir mótorsport áhugamenn geta slett úr klaufunum og reynt ökutæki sín til hins ýtrasta.
Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hafa þarna jeppabraut, þar sem menn geta reynt á fjöðrun akstur í hliðarhalla klifur o.s.frv.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.05.2006 at 17:31 #551614
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú bara þannig að þeir banna mönnum nu að koma þarna og spyrna á kvartmilubrautinni, nema á þeim timum sem þeim hentar, lögreglan hefur verið kölluð til og rymt svæðið þegar menn hafa farið þarna til að fá útrás, sem er fáranlegt því þá er bara farið úti umferðina,
ég skil alveg rökin fyrir því að þeir vilji takmarka aðgengið að núverandi braut, enn mer finnst fáranlegt að menn séu hissa að menn stundi þá hraðakstur á götum borgarinnar því það er hvergi hægt annarstaðar, enn þá vil eg frekar vita af þessum mönnum úti á braut enn að buast við þeim framan á nefið á mer úta götu.
01.05.2006 at 17:41 #551616úbbs… auðvitað tvöfalt.
01.05.2006 at 17:41 #551618á þá að fara í samkeppni við [url=http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060424/FRETTIR01/60424053/1091&ms=1#sk:3nt7avz6]fyrirhugaða braut[/url:3nt7avz6] ? 😉
01.05.2006 at 19:02 #551620Það er ekki alveg sanngjarnt að gagnrýna KK fyrir að loka brautinni. Henni var lokað fyrir mörgum árum vegna ítrekaðra skemmdarverka. Á hverju vori hefur bæði verið mikið viðhald og hreinsun (sumir litu á þetta sem nýja Gufuneshauga). Það er ótrúlegt hvað menn leggja á sig, kapallinn fyrir tímatökubúnaðinn var grafinn upp og skorinn í sundur, skúrinn skotinn í tætlur, kveikt í bílhræji á brautinni ofl. ofl. Það spaugilegasta sem ég hef séð af drasli sem hent var við brautina var uppblásin dúkka til brúka í svefnherbergjum.
.
Lögreglan bað svo KK um að hafa brautina opna og KK varð við því (þrátt fyrir aukinn kostnað og vinnu klúbbsins vegna skemmda).
.
Síðan tóku einhverjir snillingar uppá því að spyrna brautina í öfuga átt að nóttu til og enduðu útí hrauni. Það var mesta mildi að það skildi ekki verða banaslys. Eftir það var lítið annað hægt en að hafa brautina lokaða, en opna hana reglulega og leyfa mönnum að keyra undir eftirliti.
.
JHG
01.05.2006 at 19:39 #551622Það á ekki að fara í samkeppni við brautina á Akranesi heldur óska þess að hún verði byggð í hrauninu í staðinn
01.05.2006 at 20:19 #551624
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þekki nú til þessa slyss sem um ræðir á brautinni, þetta var hrikalegt slyss, enn það er einmitt a svona stað sem þetta á að gerast enn ekki uti á götu innan um saklausa borgara td börnin okkar og fjölskyldur,
og án þess að ég sé að áfellast nokkurn þá var þessi braut algert djok, það átti nottlega að ýta út með jarðytu gott öryggissvæði allan hringinn i kringum brautina, og minnir mig að eitthvað hafi nu verið lagað til þarna eftir slysið.
Skemmdar verk viðgangast a mörgum svona stöðum sem eru utan alfaraleiða og þyðir litið að ætla að læsa þessi svæði af því menn finna oftast leið, væri nær að ganga frá svæðinu þannig að litið se hægt að skemma þarna og lagmarka fjarhagslegt tjón,
auðvitað ætti svo nyja brautin að vera i rvk þar sem stærsti markhópurinn er, nóg landsvæði til að bua til góða braut og þá jafnvel hægt að gera flott svæði sem nytist i svona spyrnur og spól.
nóg að sinni Mikki
01.05.2006 at 22:08 #551626Auðvitað er reynt að lágmarka tjón. Kvartmíluklúbburinn var samt með opið þrátt fyrir skemmdarverk.
.
Það var farið með jarðítu á hraunið fyrir nokkrum árum síðan. Ég man ekki hvort það var fyrir eða eftir þetta slys. Þessir kjánar sem lentu þarna í slysi spyrntu brautina í öfuga átt og eðlilega var ekkert öryggissvæði þeim megin. Það er regla að brautin er spyrnt í eina átt og farið til baka um sérstakan veg.
.
Nú orðið eru gerðar miklu harðari kröfur á KK vegna trygginga og öryggismála. Ég veit ekki hvort KK gæti orðið ábyrgir vegna slysa á brautinni sem hugsanlega yrðu ef hún væri opin án eftirlits, en ef fær lögfræðingur gæti náð fram skaðabótakröfu á klúbbinn þá efast ég um að klúbburinn réði við það.
.
KK fær stórann sinna rekstrartekna af félagsgjöldum, og þeir sem greiða félagsgjöldin er brot af þeim sem eru í þessum klúbb. Það á það sama við KK og F4x4 að opinberir styrkir eru ekki að þvælast fyrir klúbbnum. Það er því ekki mikið aflögu til að bæta fyrir skemmdarverk.
.
Það að félagsmenn í Kvartmíluklúbbnum séu tilbúnir að fórna föstudagskvöldum til að færa allavegana hluta af spyrnum á lokað svæði er mjög virðingarvert (ekki er þetta gert peningana vegna).
.
Ég vona því að sem flestir að styrki klúbbinn í þessu, hann hefur verið að gera góða hluti undanfarin ár og þarf á öllum stuðning að halda til að gera enn betur (eins og plön klúbbsins stefna að).
.
JHG
félagi í bæði F4x4 og KK
01.05.2006 at 22:32 #551628Svona brautir hljóta að vera af hinu góða. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þær ættu eingöngu að vera notaðar undir eftirliti, þó ekki væri nema fyrir viðbrögð í neyðartilfellum.
Ég get engan vegin samþykkt að lokanir eða takmarkanir á svona brautum – né heldur vöntun á þeim – sé beinn áhrifavaldur á að fólk láti eins og hálfvitar undir stýri. Hvort sem það er að stelast inn á brautir eða stunda hraðakstur á vegum og götum.
Þó svo að æfingabraut (NB undir eftirliti (og helst leiðsögn líka, að t.d. breskri fyrirmynd)) hjálpi kannski einhverjum að blása út einhverju sem hann heldur að sé hraðaþörf – þá á ekki að þurfa nema snefil af skynsemi til að hafa hemil á þeim hvötum.
Ef það er lokað í Bónus, þá brýst maður ekki bara inn og réttlætir það með því að maður hafi "þurft" að fá sér Bónus-brauð. Maður virðir bara opnunartímann og kemur daginn eftir.Kv.
EE.
01.05.2006 at 22:51 #551630Ég er hvorki félagi í KK né 4×4 og er reyndar jeppalaus í augnablikinu, geng örugglega í 4×4 þegar ég fæ mér jeppa aftur og KK þegar þeir hætta að rífast um reglur.
Mín skoðun er sú að það ætti að kosta svipað inná svona braut og í sund og þarna ættu að vera brautarverðir til að sjá til þess að allt fari fram eftir kúnstarinnar regum og að enginn fari sér að voða (alveg eins og í sundi).
Brautina þarf náttúrulega að hanna þannig að áhorfendum sé ekki hætta búin og ökumönnum sem minnst. Það er ábyggilega hægt að fá uppskriftina að brautinni erlendis. Ég veit til þess að t.d. á Nurburgring í þýskalandi er selt inn á ákveðnum dögum, þar eru reglurnar hjálmur og belti ef menn eru á götubíl og einhverjar reglur eru um að víkja fyrir hraðskreiðari bílum. Ef menn eyðileggja bílinn sinn er það þeirra mál.
01.05.2006 at 22:55 #551632Ég er hjartanlega sammála því að skortur á braut afsakar ekki lögbrot. Hef oft heyrt þennan málflutning og aldrei skilið þau rök. Þó það væri komin fullkomin braut þá er ég viss um að hraðaakstur mun ekki hverfa. Að öllum líkindum mun skipulögðum (ólöglegum) götuspyrnum samt fækka.
.
Sem dæmi um það að þegar Kvartmíluklúbburinn byrjaði með föstudagsæfingar fyrir nokkrum árum þá snarminnkuðu svokallaðar Grandaspyrnur.
.
Ég vona að KK nái að gera þessi plön að veruleika, ekki bara til að draga úr ólöglegum kappastri, heldur líka til að fá meira líf í mótorsport hér á landi.
.
JHG
01.05.2006 at 23:11 #551634Daginn
Ég er þeirrar skoðunnar að svona braut þurfi að vera opin almenningi á ákveðnum tíma og sanngjarnt þætti mér að lítilsháttar aðstöðugjaldtaka ætti sér stað.
Tryggingamál eru annar hlutur og væri t.d. athugandi að hluti gjaldsins væri trygging á meðan kappaxturinn færi fram. Það væri síðan Kvartmíluklúbbsins að ná samningum við tryggingafélag að tryggja alla bíla sem á brautinni aka svo fremi sem ökumenn séu allsgáðir, með gilt ökuleyfi, beltin spennt og á skoðuðum bíl.
Þessa umræðu ætti 4×4 að taka fullan þátt í og fylgjast grannt með því að það gæti komið í okkar hlut að byggja og reka slíkar brautir eins og tíðkast í Noregi og trúlega víðar. Náttúruverndarsinnar æpa og góla að þeir vilji gera hállendið að helgireit sem ekkert megi hrófla við, vegalaust og mannlaust. Gott ef 4×4 er ekki nýgengið til liðs við slík samtök.
Ef til þessa kemur þá verðum við, sem jeppaklúbbur, að standa skil á samskonar æfingabraut og Kvartmíluklúbburinn stendur skil á.
Kv Izan
01.05.2006 at 23:20 #551636Ætli Orkustofnun mundi leyfa okkur að þræða einstigi á milli borholanna þeirra á Hellisheiði? Eftir lestur eftirfarandi skýrslu sýnist mér að OR sé einráð þegar kemur að ráðstöfun á þessu svæði og að umsögn Umhverfisstofnunar sé lítið annað en nöldur í þeirra augum.
http://www.or.is/media/files/HH%20stækkun.PDF
Já – maður er svo bitur á mánudögum
Kv.
EE.
01.05.2006 at 23:41 #551638
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er alltaf heillavænlegastur á lokuðum svæðum undir eftirliti.
En talandi um akstursíþróttir þá hef ég heyrt að það sé eitthvað svæði í bígerð í keflavík, en það gæti svosem bara verið kostningarloforð.
kv Siggi
01.05.2006 at 23:49 #551640Kvartmílubraut í [b:317qgo4i]Vatnsmýrina.[/b:317qgo4i]
Þarf lítið annað að gera nema að setja upp startljósin. Svo mætti gera góðan hring líka og nota hluta af Öskjuhlíðinni í hliðarhallaæfingar jeppamanna.
-Garðar
02.05.2006 at 00:25 #551642…þetta var góð hugmynd, af hveju ekki að nota allt þetta svæði sem flugvöllurinn tekur og búa til einn hring sem væri líka hægt að brúka sem kvartmílubraut?
–
Stjórnamálaflokkar…hættið að tala eins og allir séu ellilífeyrisþegar eða fólk með 3 börn í leikskóla og einbeitið ykkur að því að fá hraðakstur af götunum og minnka banaslys í umferðinni í Reykjavík!
–
kv, Ásgeir…sem er ekki gamall né á barn sem er í leiksóla þannig að mér er slétt sama hvað kostnaður fjölskyldu með 3 börn í leikskóla er!
02.05.2006 at 00:31 #551644Á vef KK fann ég þessa teikningu:
Þarna er þessi fíni línuvegur og allt fyrir 4×4:)
[url=http://kvartmila.is/spjall/files/aksturssa3okt05__4_.jpg:9pszspkk][b:9pszspkk] Smellið hér til að stækka myndina[/b:9pszspkk][/url:9pszspkk][img:9pszspkk]http://kvartmila.is/spjall/files/aksturssa3okt05__4_.jpg[/img:9pszspkk]
02.05.2006 at 18:11 #551646væri gaman að sjá góða drullu og þrautabraut fyrir jeppa þarna hjá mótorcross brautinni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.