This topic contains 7 replies, has 5 voices, and was last updated by Pétur Friðrik Þórðarson 10 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Jæja. Úr Skorradal var ætlunin að skutla börnunum okkar og tengdabörnum inn í Hvalfjarðarbotn þar sem þau ætluðu að ganga Síldarmannastíginn, þaðan og inn að botni Skorradalsvatns. Þessi leið er um 5 tíma ganga. Síðan stóð til að sækja þau inn að botni vatnsins að göngu lokinni. Þegar við lögðum af stað úr bústaðnum var beðið eftir okkur inn í Hvalfirði af göngufélaga sem tengist okkur.
Þar sem ég var á gamalli og góðri skruggukerru, Chevy Astro sem hafði sjaldnar orðið föst í snjóskafli en bilað ók ég nokkuð greitt. Ég tek það fram að það var ekki honum að kenna að hann festist í þetta eina skipti heldur rangt mat hjá mér á íslenskri harðneskju að vetri til. Þessar tvær bilanir mátti rekja til þess að ég var með viftuspaða úr Ford.
Nú, það vita allir sem vita vilja að íslenskir malarvegir eru holóttari en Atlandshafið úfið.
Á leiðinni yfir úfinn Dragann og við enda brúarinnar milli Geitabergs og Þórisvatns var djúp og hvöss holuskratti. Við höggið á vinstra framhjól hrökk bíllinn úr (drive) gírnum en ég kom konum í hann strax aftur. Ekki var sjálfskiptistöngin að virka eðlilega til að byrja með. Frekar stíf og erfið og ekki hægt að koma henni í hlutlausan og hvað þá aftur á bak.Eftir að hafa komið krökkunum á sinn stað (Krakkar flest á fertugs aldri) tekið stóra aflíðandi beygja og haldið til baka var ég nokkuð kvíðin leiðinni til baka. Rétt fyrir austan Ferstykklu ók ég fram á litla japanska dömu með stærðarinnar bakpoka sem vinkaði mér ákaft. Ég með mitt víkingabóð í æðum á mínum breitta fjallajeppa gat nú ekki ekið fram hjá en stoppaði með bílinn í drævinu meðan sú litla ýtti bakpokanum undan sér upp fótstigin og í framsætið. Ég veit ekki hvað var í þessum bakpoka hennar en stuttu seinna fór að banka upp í stýrið hjá mér við ójöfnur í malbikinu. Hún tók greinilega eftir þessu og sagði. „Nice car you have“
Við Ferstikklu vissi ég ekki hvort var á undan úr bílnum bakpokinn eða sú stutta.Þá var að yfirgefa malbykið og halda á malarveginn holóttann. Að sjálfsögðu var farið varlega en án þess að nenna að athuga hvað væri að og í von um að komast á áfangastað.
Við Geitabergsvatnið þar sem sauðfjárveikivarnargrindin er í veginum datt bíllinn niður með hávaða smelli á vinstra framdekkið á lítilli ferð og ég rétt kom honum út í vegkantinn.
Hver andskotinn. Mér hitnaði eilítið og roðnaði á báðum vöngum. Var þetta svona slæmt. Ég drap á bílnum og steig út og sá aumingjalegan framhjólagorminn liggjandi á sauðfjárveikivarnargrindinni. Ég stökk til og greip gorminn og mátti hafa mig allan við til að ekki yrði keyrt yfir mig við að sækja gorminn. Þar voru á ferð íslendingar í leit að sólinni.
Nú var ráðaleysið dýrt en lausnin betri. Efra gormasætið hafði gefið sig. Gormurinn hafði skotist fram, slitið demparann í tvennt og laskað barkann frá sjálfskiptingunni og upp í stýrið. Þrír landar blússa fram hjá.
Þegar svona er statt fyrir mönnum er gott að hafa góðan tjakk í bílnum. Bíllinn var jú uppi rétt á áðan og þá er best að lifta boddíinu upp frá hásinginni.
Tveir sóldýrkendur keyra næstum yfir fæturna á mér.
Ég gekk niður að vatni til að steita skapi mínu á grjóti við vatnsborðið. Fæstir þeirra hreifðust en einn þeirra tók ég með upp að bílnum, skellti honum á neðra gormasætið og slakaði síðan grindinni ofan á steininn.
Erlend hjón, hjólandi áttu leið framhjá og buðu aðstoð. Ég afþakkaði og sagðist vera með síma og vera bjartsýnn að komast áfram.
Ég átt alls ekki von á að komast alla leið í einum áfanga inn að bústað með grjót fyrir gorm en það gekk á 5 km. hraða og upp í 10 á malbikinu.
Daginn eftir útbjó ég úr furu-stauraefni 10*10 kubb frá neðri gormasæti og upp í grind og ók heim með hann í staðin fyrir gorm á um 70 km. Hleypti að vísu úr dekkinu niður í 14 pund til að mýkja höggin.
Ég segi frá þessu atviki til að hvetja menn til að nota vefsíðuna okkar betur og til að efla tengsl félagsmanna í klúbbnum.
Kv. SBS. Vefnefnd.
You must be logged in to reply to this topic.