FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stuttur Cruser

by Magnús Hallur Norðdahl

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stuttur Cruser

This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Smári Sigurbjörnsson Smári Sigurbjörnsson 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.03.2007 at 14:16 #199956
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant

    Hvernig reinast gömlu stuttu crusarnir 62 ,70 og 73 tegund og hvaða stærð að dekkum er verið setja þessa bíla á 35 eða 38 t eða stæra, eru þessir bílar ekki flestir með 100 % læst að aftan, hvernig eru þessar hásingarnar að reinast og hvesu sterkar eru þær miða við dana 30 ,35, 44 eða ?
    ( þeir sem vita meira um þessa bíla væri gott vita af þeira reinslu )
    kv,,, MHN

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 37 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 19.03.2007 at 14:52 #585128
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Sæll MHN
    Ég get sagt þér af minni reynslu.
    Minn er 87 módel (styðsta týpan) og þjást af alvarlegri grindargliðnun… ábyggilega 10 í útvíkkun ef út í það er farið (finnst líklegt að flestir á þessum aldri séu það). Nýja hlutverk hans er að verða notaður í varahluti. Þetta er 2,4 bensin með flækjum. Ég setti 38" dekk undir hann og það er nú sennilega aðeins of mikið af hinu góða fyrir hann. Held að það þurfi kraftaverk ef hann á að bæla stærri dekk… nú eða lesta hann með mig og barböru þá ætti það að nást… (of þungar)… hann var fínn á 36". (35" á sumrin). En það er algjört möst að hleypa loftinu úr dekkjunum í snjóakstri. Hann er með tregðulæsingu eða einhvern fjandann svoleiðis. Það var fín miðstöð í honum… þangað til hún bilaði.
    Gallin við hann er að hann er bara 2ja dyra sem að er hundleiðinlegt. Tala nú ekki um ef verið er með börn. Plássið fyrir aftan aftursæti … í sumum bílum kallað skott… er töluvert meira heldur en maður býst við… Minn passaði illa í för eftir aðra … já og svo eru þeir snöggir að snúa sér á vegum. Hastur var hann þangað til að ég lét setja undir hann nýja gorma…. var að leita að gömlu góðu lödu sport mýktinni…Hins vegar er bráðskemmtilegt að þvælast á þeim ofan í ár og upp úr aftur og hefur hann fengið mikla reynslu af því, þó sérhæft sig í Krossá. Já og hásingarnar eru tvær og eru þær báðar í heilu lagi… (siðast þegar ég leit á hásingu þá var það undir patta … og var hún brotin ;->)
    En vera einn eða tveir að ferðast á svona bíl getur verið stórskemmtilegt.
    kv. stef. ;->
    –
    p.s. svo á hitamælirinn til í að sveiflast á suðu en ég var búin að finna það út að þetta er sennilega streitumælir og alveg ótengdur hitaelamentinu.





    19.03.2007 at 21:27 #585130
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Sæll

    ég er þrælánægður með minn, reyndar búinn að setja í hann vél úr 60 krúser, en þannig er hann mjög góður.

    ég er með hann loftlæstan hringinn og á 38" dekkjum. grindargliðnun þekki ég ekki, en hann snýst hratt ef maður missir hann í hálku.

    kveðja,
    Lárus





    19.03.2007 at 23:02 #585132
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Gaman að þessu MHN.
    –
    Hann Lárus er svo ánægður með bílinn…
    sérstaklega þó eftir að hann setti nýja vél í hann….
    "Stutti-valtur, stundum kallaður Hámarkshraðinn, gjarnan stytt í "Hraðinn" vegna leti í gamladaga þegar 2.4 dísel var í hesthúsinu… Núna prýðir 6cyl línuvél húddið, 4L túrbó úr 60 krúser, nægur kraftur :)" (stal þessu úr profile-num hans)
    –
    Hann vill ekki kannast við neina grindargliðnun… en ég er kannski að rugla þessum bíl við annan sem að var myndasería af þegar sett var í ný vél, grindinni framlengt og síðan bætt með töluvert af bleyjubútum á grindina… ekki það að hún hafi verið að gliðna (eða að tærast) í sundur.
    Já já Lalli ég veit ekkert um þetta, ég var ekki einu sinni á staðnum. ;-> (er bara að hafa gaman af þessu).
    –
    En þrátt fyrir það Maggi þá eru þetta ágætis bílar… láttu mig bara vita þegar þig vantar varahluti… nú eða þá x-tra létta grind …
    special price for you my friend.

    Kv. stef ;-> (með alzheimer advanced)





    19.03.2007 at 23:18 #585134
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Þú ert að tala um gömlu gömlu sem voru með 3L og 3,4L mótornum og eru með sömu drif og öxla og eru í 60 cruisernum minnir mig???





    19.03.2007 at 23:24 #585136
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 285

    Þannig að þú hefðir ekki vilja vera á þeim stutta í þessari (smá) hálku sem var frá húsafelli í gær stef :)

    Kveðja Sæmi sem varla tók eftir hálkunni þar sem hann var orðinn svo hrikalega seinn í nautasteikina :) og Fordinn liggur svo vel í hálkunni á sínum 1000 vörubílanöglum :)





    19.03.2007 at 23:33 #585138
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Sæmi
    Ef ég hefði verið á þeim stutta… þá hefði ég misst af góðum drætti. (FORD 46").
    Þá hefði ég ekki þurft að ganga í gegnum Stockholm-syndromið og sjá að þetta er eini rétti bíllinn fyrir mig (FORD á humongus dekkjum)… næsti bær við snjóbíl/troðara.

    Auk þess þá eru mín 38" dekk negld og mikroskorin … í geymslunni…
    Til að svara spurningunni þá hefði ég alla vega ekki farið geyst á litla lúsernum í hálkunni.

    kv. stef. (með stokcholm syndrome)
    hverjum dettur í hug að segja að FORD sé MÁTTURINN og DÝRÐIN… ;->





    20.03.2007 at 10:06 #585140
    Profile photo of Sölvi Oddsson
    Sölvi Oddsson
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 93

    ég er búinn að eiga ca 3 svona stutta og einn millilangan með 4,2 vélinni. þetta eru fínir bílar ef það tekst að halda boddíi ryðlausu. 38" er fínt á þessa bíla lítið mál að breyta og klippa. en það mætti vera meiri kraftur……..





    20.03.2007 at 13:20 #585142
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Já ég er að tala um þessa stærð sem er á lengt 4.075 L
    og 1,690 B mér þætt gaman að vita hvað vélar voru í
    þessum bílum veit um 1 sem ég er lítur bara vel út
    og hef verið haldið vel við, Hann er með 2,4 bensín
    finn lítið um þessar vélar sem voru í þessum bílum

    [img:1z99kl99]http://www.brian894x4.com/i-1_B_L.jpg[/img:1z99kl99]
    Þessi bíl er á 35 t

    ( Milli stærð er 4,365 á lengt )
    kv,,, MHN





    20.03.2007 at 13:46 #585144
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Eftir því sem ég best veit þá voru þessir stuttu eingöngu fluttir hingað inn með litlu 2.4 túrbódísel (2L-T) eða 2.4 bensín.

    einhver sagði mér að þeir hefðu verið framleiddir svona til 2002, en eftir 9og eitthvað voru þeir ekki fluttir hingað til evrópu þvi´þeir uppfylla ekki mengunarstaðla.

    er samt ekki 100 % á þessu





    20.03.2007 at 14:21 #585146
    Profile photo of Þórarinn Þórarinsson
    Þórarinn Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 186

    veit um einn til sölu 35" og 36" dekkjum loftlæstur fr og aftan búið að taka boddýið allt í gegn og mála 2,4 bensín uppl hjá Hemma í s:6960666





    20.03.2007 at 14:55 #585148
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Hann er frátegin fyrir mig er á þvi að kaupa hann
    kv,,, MHN





    20.03.2007 at 15:17 #585150
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Ég er búinn að eiga stuttan, sem er of stuttur, og á nú millilangan. Sterkir bílar, með alaflvana hreyfla orginal(nema 4,2).
    Þungir miðað við stærð. Millilangur er með jafna þyngdardreyfingu, en stutti rassþungur.





    20.03.2007 at 20:12 #585152
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Þá var millilangi bíllin til í tveimur mismunandi útfærslum, annarsvegar bíll sem var nánast bara lengri útfærsla af þessum stutta með gormafjöðrun sömu hásingum og litlu vélunum og hinsvegar bíll sem var meira í ætt við stóra langa 70 crucerinn, allt sverara og á blaðfjöðrum og stærri vél. Útlitsmunurinn var hins vegar lítill. Er þetta kannski vitleysa hjá mér? Einn kunningi minn á svona stuttann bensínbíl á 35" (sumar) og 36" (vetrar) og hann virðist sallaánægður með hann. Minnir samt að hann hafi verið að nöldra einhvertíman um að nokkur hestöfl til viðbótar myndu ekki skaða. Mín reynsla af bílum sem eru lítið lengri en þeir eru breiðir er hinsvegar sú að í hálku er nóg að gera og eins gott að menn séu sæmilega klárir ökumenn.





    20.03.2007 at 20:25 #585154
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Það eru eiginlega [b:3rj45jrt][u:3rj45jrt][url=http://www.toyotalandcruiser.dk/modeller/default.asp?serie=J7:3rj45jrt]aðeins[/url:3rj45jrt][/u:3rj45jrt][/b:3rj45jrt] of margir möguleikar í þessu hjá Toyota.
    -haffi





    20.03.2007 at 20:35 #585156
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Það er ekki fyrir fólk með valkvíðaröskun að kaupa Land Cruiser 😉

    HDJ80 eigandi… (held ég…)





    20.03.2007 at 20:46 #585158
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    þeir eru báðir með sömu breid, eini munurin er að dekkin á stæri bílnum eru
    aðeins utar en sá stutti sem er á framan 1435 og 1420 á aftan milli hjóla en
    stutti með framan 1415 og 1400 aftan milli hjóla sama hæð á báðum bílum
    sem er 1880 cm þessar upplsingar er teknar úr grunmynd .
    kv,,, MHN





    20.03.2007 at 21:35 #585160
    Profile photo of Sigmar Þrastarson
    Sigmar Þrastarson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 90

    finns vel við hæfi að minna menn á sem eru í þessum pælingum með crúsana litlu og skort þeirra á aflleysi að ég á til advanceadapters bellhausing kit. Sem sagt bolt on kúplingshús til þess að skrúfa flest allt frá gm á kassann (v6 4.3,sbc283-400,lt1 og big block ef því er að skipta)

    alger snilld og engin þörf á að semja við hvalbakinn né tala grindina til !!!

    er með 350 í mínum stutta og þetta dettur þarna niður með flækjum og öllu. ef einhver hefur áhuga er ég tilbúin að láta húsið á sangjarnan aur!

    s.8663188

    k.v. simmi





    21.03.2007 at 00:26 #585162
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Runnu einhvertíman tveir eins af færibandinu hjá þeim?





    21.03.2007 at 08:58 #585164
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Nokkuð víst að fleiri en tveir eins hafi komið af færibandinu hjá þeim, þar sem framleiðsla á þeim hófst 1984 (eða fyrir 23 árum síðan, sem er nóta bene um það leiti sem heimilistölvan var fundinn upp), og þeir eru ennþá framleiddir í nokkrum módelum.

    Þetta var arftaki 40 cruiserins gamla góða. Komu upphaflega með sömu stóru drifunum (9.5") með blaðfjörðum að framan og aftan og með stórum vélum (3.4-4.2 diesel og 4-4.5 lítra bensín).

    Einnig kom á markaðin svona fjölskylduvænni og léttari útgáfa, sem var með gormafjöðrun að framan og aftan og með vélum og drifum eins og Hiluxinn (2.4 bensin og diesel, og síðar 3.0 lítra diesel). Sú gerð var svo endunýjuð 1997 með 90-krúsernum og aftur 2003 með 120 krúsernum.
    Þessi léttari útgáfa er sú sem var flutt hingað inn. Nokkur eintök af stóra bróður virðast einnig hafa ratað hingað (millilangir og svo náttúrulega þessir löngu sem P.sam flutti inn í kringum 2000).

    Fáir bílar verið framleiddir eins lengi og þessi…

    Myndinn sem mhn setti inn er af stóra bróðurnum, það sést á lengra og mjórra húddi en var á stærri bílnum.

    kv
    Rúnar.





    21.03.2007 at 10:34 #585166
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Myndin er af minni bílnum hér eru fleiri myndir svo menn geta séð
    mismunin á stærðum bílana. Á stæri bílnum er dekkið ekki við
    hurðastafinn eins og er á þeim stutta .

    [img:3b5lij5d]http://www.brian894x4.com/i-10_B_L.jpg[/img:3b5lij5d]
    Stuttur

    [img:3b5lij5d]http://www.brian894x4.com/LC73whiteOz.jpg[/img:3b5lij5d]
    Milli stærð

    [img:3b5lij5d]http://www.brian894x4.com/T-salesfolder08d.jpg[/img:3b5lij5d]

    3 stærðir
    kv,,, MHN





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 37 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.