Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Straumbreytaspurning
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 15 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.04.2009 at 17:25 #204246
Nú var ég að setja í bílinn hjá mér 600w straumbreyti.
Þau tæki sem maður tengir við breytinn meiga þau alls ekki fara yfir 600w eða er allt í lagi að setja segjum upp í 700 eða 750??? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.04.2009 at 17:33 #645768
Er þetta 600W peak eða 600W continuous?
15.04.2009 at 18:18 #645770Spurningin er náttúrulega sú hvort þetta sé alltaf að brenna 700W. Eins og bent var á í fyrri þræði.
Ef svo er myndi ég fá mér stærri breyti, en þeir kosta töluvert. Hvað í ósköpunum ertu annars að setja í samband við þetta sem er svona rosalegt?
.
kkv, Úlfr
E-1851
15.04.2009 at 19:00 #645772Nei bara ég fékk þennan að gjöf og setti hann í kaggann í dag. Svo var maður bara að velta fyrir sér hvað maður gæti sett í samband við þetta sem til var á heimilinu. Svo sem hraðsuðuketilinn, samlokugrillið og svo framvegis…… Jafn vel Georg Forman grillið
Þessi straumbreytir sem ég er með er 600 watts Continuous power.
Hvað þýðir þetta hér???
600w output power
1200w output power surge
15.04.2009 at 20:43 #645774600 watt continous merkir að hann eigi að þola að drífa tæki sem tekur 600 vött samfellt.
Ennfremur merkir 1200 watt surge að hann eigi að geta skilað út 1200 vatta toppafli í mjög stutta stund — ca. eitt augnablik.
Ef þú ert að hugsa um nota orkufrek rafmagnstæki í bílnum skaltu hafa í huga að rafgeymirinn er fljótur að tæmast með svoleiðis notkun og venjulegir geymar þola illa að tæmast.
600 vött í 2 klst jafngildir a.m.k. 100 Amperstunda notkun á 12 Volta kerfi og geymar af algengum stærðum eru þá löngu orðnir tómir.
Meðan vélin er í gangi þá kemur svo hleðsla á móti frá alternatornum, en magn hennar er bæði háð stærð alternatorsins, snúningshraða vélarinnar og því hversu mikið önnur tæki taka til sín, ljós, blásarar o.þ.h.Ágúst
15.04.2009 at 23:03 #645776Maður er ekkert að fara keyra á þetta eitthvað svakalegt. Bara að þetta geti haldið hleðslu á fartölvuni, hitað vatn, og samlokugrillið litla þá er maður sáttur. Samlokugrillið er nátturlega ekki lengi í einu þannig að það ætti að sleppa….
15.04.2009 at 23:47 #645778600w er meira en nóg , þeir sem eru að setja stæri eru bara tægja óðir . Oftast eru menn setja þetta í fyrir tölfu og sjónvarp
sem dugar fyrir þá sem eru með bara 300w . 800w eða 1200w er bara rugl .kv;;;;MHN
16.04.2009 at 00:14 #645780Hef notað í morg ár 70w breytir sem ég keypti í byko á ca 1500kr. Dugar til að hlaða myndavélar og þessháttar.Hef ekki fundið þörf fyrir stærri.
16.04.2009 at 11:45 #645782Ég er með 300W inverter og hann dugar fínt fyrir mig. Get hlaðið tölvuna, tengt lóðbolta og notað lítil rafmagnstæki.
Eru flestir að nota innstunguna á inverternum eða eru menn að koma fyrir innstungum í t.d. miðjustokk? Ég á nefnilega 2 nokkuð vatnsheldar innstungur sem gæti verið sniðugt að nota í svona.
16.04.2009 at 13:09 #645784Ég setti straumbreytinn upp vinstramegin afturí rétt fyrir aftan aftursætin. Svo setti ég upp tvær innstungur hægramegin frammí og tengdi saman.
Ætti maður að setja öryggi frá breyti og að innstungu frammí??
Er með 30amp öryggi fyrir breytinn frá geymi.
16.04.2009 at 13:46 #645786ég mundi halda að hafa öryggi að inverter og svo er alveg örugglega öryggi í straumbreytinum sjálfum væri alveg nóg, ef þú ferð að bæta við öryggjum á milli innstungna og inverters þá ertu kominn með það inná 220 v og það held ég að flæki bara málin
kv Gísli
16.04.2009 at 16:16 #64578830A var er alltof lítið fyrir græju sem er gerð fyrir 600W útgangsafl, 1200W peak.
Í raun þyrftir þú c.a. 100A-120A var á þetta svo dæmið eigi að ganga upp. Kaplar sem eiga að þola viðlíkan straum væru 25q ef mig misminnir ekki. 10-16q ættu þó að duga því þetta er ekki undir stöðugu álagi.
.
kkv, Úlfr
E-1851
16.04.2009 at 16:53 #645790Ég var að fletta í gegn um manualinn aftur og sá að það á að vera 70-80 amp öryggi á þessu.
17.04.2009 at 02:12 #645792Ég er með 500W breyti, sem er gefinn upp fyrir 1000W peak. Sennilega er allt of grannt að honum hjá mér, þyrfti að beintengja með almennilegum vír til að gera þetta raunhæft. Allavega, mér finnst ekkert að því að hafa straumbreyti sem ræður við lítinn slípirokk. Svoleiðis verkfæri er alveg rosalega fjölhæft og að mínu mati næstum nauðsynlegt apparat. Því miður slær minn út við 500W rokkinn sem ég á(púlsar honum áfram en nær ekki snúning), en ég ætla að prófa að leggja sverara að breytinum til að sjá hvað gerist.
Ef það gerir ekkert (sem ég á nú frekar von á), þá er ekkert annað að gera en að fá sér stærri breyti eða minni slípirokk. Veðja samt frekar á stærri breyti…..Ég prófaði þessa Byko-græju einusinni, bræddi úr henni við fartölvuna eina saman. Mæli ekki með neinu innan við 200W fyrir svona smádót.
Ég get ekki verið sammála því að það sé einhver pissukeppni að vera með meira en 300W inverter. Þetta er bara spurnig um að geta hagnýtt sér alvöru græjur sem hvort sem er eru til á heimilinu eða í skúrnum. Hinn möguleikinn er að vera með rafstöð, en þær geta alveg ótrúlega lítið miðað við þyngd, umfang, stærð og verð. Kýs frekar inverter að svo komnu.
kv
Grímur
17.04.2009 at 10:42 #645794Ef menn eru í vafa setja þá bara sverari vír svona frá 40g til 60g við það færir þú tregðuna til örigið sem ræður straum nokun málið leist . sverar vír hefur meir hita þol og er með betri einangrun .
KV,,, MHN
17.04.2009 at 10:56 #645796Hversu stór er alternatorinn í þessum bílum? Þarf ekki að hugsa ögn um það?
17.04.2009 at 14:08 #645798Svona frá 80 til 140 alternatorinn ætti að duga og geimir lámark 80am þeim mun stæri því bettra, ég er með 80 am og geimir líka og ætla stækka bæði , alternatorinn í 140 og geimir í 110am og start cca 800am, ég miða við það pláss sem ég hef í húttinu , ÉG þoli ekki ramagnsleisi
kv,,,, MHN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.