Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stórviðburður í vændum…
This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2003 at 10:51 #192113
Ég ætlaði bara að senda inn línu til að undirbúa ykkur undir stórviðburð sem í vændum er. Viðburður þessi hefur farið mjög leynt, tengist þó ekkert Porsche kynningunni sem Benni var með á fundinum í gær.
Ýmsar vísbendingar hefur mátt sjá sem undanfara þessa atburðar. Ein þeirra er sú að ákveðinn aðili er algjörlega hættur að skrifa hérna á spjallið. Þessi maður hefur verið afar fylginn sér varðandi ákveðna bílategund.
Ástæðan fyrir því að hann mun ekki hafa skrifað undanfarið, mun vera sú að hann hefur verið í tegunda-afeitrun. (Stundum kallað Toyota-Afeitrun).
Afeitrunin mun reyndar hafa mistekist algjörlega, því hann smitaðist af vonlausu tilfelli.
Með von um bata
Eiríkur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.05.2003 at 18:08 #467810
Usss ljótt að heyra í þér Lúter, þú gengur með lafandi tunguna ú um allan bæ til þess að fá að taka í Dömuna
Er svo kominn rómantík í þetta hjá ykkur Birni eftir ástarljóða sendingarnar.PS eru þeir bara ekki á sama meðalhraða með læsingarnar og hlutföllin og þú forðum daga þegar þú fórst í Setrið.
Ha Ha Ha HAAAAaaah.
Slóðríkur.
23.05.2003 at 12:37 #467812Venjulegur afgreiðslutími í Heklu er um tvö ár þannig að þetta er eðlilegur prosess hjá þeim.
Sniðugt hjá þeim að smíða Pajeroinn eftir gamla Trabbanum, vonandi kemur hann jafnvel út.
23.05.2003 at 21:47 #467814og gaman að sjá að þú ert sloppinn úr samskiptabanninu!
Af því að þú ert réttilega að velta fyrir þér hlutfallamálum í Pajero, þá tek ég undir það með þér, að mér finnst þetta allt of langur tími og ég ekki enn kominn með hlutföll í Dömuna! Ég er búinn að vera á henni stöðugt í rúma tvo mánuði og vildi gjarnan fara hægar yfir… hún er varla fyrir eldri menn eins og mig á þessu farti…
Reyndar eru hlutföllin klár, en beðið er efitir læsingu sem kemur í næstu viku. Ég er reyndar ennþá að spá í að vera ekki að tefja mig á þessu læsingabulli, en eins og þú veist, þá sá ég ekki ástæðu til að læsa barbí inni og komst þó ágætlega um… Reyndar spilaði verðlag á lás í svoleiðis græju heilmikið inní, þannig að maður veit svo sem aldrei ef prísarnir eru í lagi…
Annars þreytist ég ekki á að spyrja þig svars með þennan (nýja) 120 bíl, er búið að breyta slíkum "38 bíl sem er hæfur í umferð… Einhver nefndi við mig að bremsudiskarnir væru ennþá í austurlöndum fjær… Eru þeir allir bremsulausir ennþá.
Annars var ég að heyra á dögunum að 120 bíllinn hentaði svo illa til breytinga, að sérfræðinga AT (sem kalla nú ekki allt ömmu sína) séu búnir að vera með dæmið í höndunum síðan í nóvember á síðasta ári, og ekkki enn komnir með ökuhæfan bíl… Það gæti auðvitað verið skýring á því að ævintýrið kosti eitthvað, fyrst vinnan við þetta er svona mikil…
En Lúther, ég spyr aftur um AT 405, því ég er enn að gera upp við mig hvort ég býð Dömunni upp í sumardansinn á svoleiðis dekkjum eða á "37 GoodYear. Skemmtilegra finndist mér að hafa dekkin í fullri stærð. Get ég það í sumar með AT 405?
Kveðjur í Kópavoginn
BÞV
24.05.2003 at 11:57 #467816Sæll Björn Þorri
Héðan úr kópó er allt frábært að frétta.
Nú vantar bara mann eins og þig til að prufa græjuna
maður úr umferðarstofu var að bremsutékka nýja bílinn
og var útkoman úr hans mælingum sú að bíllinn bremsaði nánast eins og á orginal dekkjum, hann hafði ekki séð
38" bíl gera það áður.(enn ein rósin fyrir tæknimenn okkar)vonandi geturðu keypt nýja skó handa dömunni í júlí.
komdu svo á Mánudag og prófaðu nýja LC bílnum.
Kv Lúther
24.05.2003 at 13:43 #467818
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kom við á verkstæðinu í vikunni og þar var allt troðfullt af bílum í breytingu! Ég held að það fari einhverjir í afhendingu í komandi viku. Bíð hins vegar eins og fleiri eftir dekkjunum.
bv
26.05.2003 at 19:12 #467820Blessaður Lúther og takk fyrir prufutúrinn í dag!
Þessi LC 120 er klárlega djúsí vagn að aka ooooooooog …… hann bremsar bara fínt!
Til lukku með þetta!
Freyr tróðst fram fyrir þig og tók í Dömuna, þú færð bara næsta rúnt í staðinn…
Kv. BÞV
27.05.2003 at 01:36 #467822Ég rakst á þetta: "Ég er reyndar ennþá að spá í að vera ekki að tefja mig á þessu læsingabulli, en eins og þú veist, þá sá ég ekki ástæðu til að læsa barbí inni og komst þó ágætlega um… "
og langar að commentera á þetta viðhorf.Ekki það að ég ætli í ritdeilur við BÞV um gildi læsinga. Mig hefur lengi langað að skjóta í víðara samhengi á þetta villuviðhorf sem ég hef heyrt mikið haldið á lofti. Reyndar held ég að það sé tvennt sem kemur þessari villuréttlætingu af stað:
1. Níska (má stundum kalla blankheit).
2. Læsing fæst ekki og eigandinn afneitar þeirri neyð.Ég botna ekki í mönnum sem telja sig ekki þurfa læsingar. Þetta er grundvallaratriði til að komast áfram þegar í harðbakkann slær. það er ekkert sem getur reddað læsingaleysi þegar á reynir. Reyndar getur góð fjöðrun og fleira hjálpað mikið, en þegar á reynir, þá þarf læsingar bæði að framan og aftan. Barbie hefur góða fjöðrun en ég hef líka séð hvernig það er eins og hálfslokkni á þeim í alvöruerfiðu færi.
Undanfarin ár hefur mikið borið á tegundum sem læsing fæst einfaldlega ekki í. Og menn hafa talað um þessar tegundir eins og alvöru jeppa sem hægt er að gera öfluga. Ég sé það bara ekki sem neinn alvöru efnivið. það er kannski hægt að gera þetta þokkalegt en það mun alltaf vanta punktinn yfir i-ið í þessum tegundum.
BÞV, ég ætla rétt að vona að það komi fljótt læsing að framan og að þú tímir að kaupa hana, fyrr getur þetta ekki orðið alvöru Pæja hjá þér.
Annars er alltaf gaman þegar menn gera eitthvað nýtt (of lítið orðið um það í seinni tíð). Og ég hlakka til að sjá til nýju Pæjunnar í snjó og sjá hvenig vissir þættir í sjálfstæðu fjörðunninni að aftan hegða sér.
Bestu kveðjur
Sing
27.05.2003 at 07:18 #467824Held nú að okkar ágæti BÞV hafi verið að tala í hálfkæringi eins og honum er lagið um læsingar. Hitt vil ég taka undir með verkfræðingnum Snorra Ingimars, að það kemur fátt, ef nokkuð, í staðinn fyrir góðar læsingar. En eitt í sambandi við læsingarnar; mér fannst stundum vera gott að geta bara læst að framan en ekki að aftan. Það er hinsvegar svo með sumar "original" læsingar, að það er ekki hægt að læsa að framan nema vera búinn að læsa að aftan fyrst. Mín reynsla var hinsvegar sú, að við vissar aðstæður, t.d. í hliðarhalla, gat verið gott að læsa bara að framan. Nú eru hönnuðir bíla sjálfsagt með eitthvað í huga þegar þeir ganga þannig frá að einungis sé hægt að læsa að framan þegar afturdrifið er líka læst og þá spyr ég fróða menn eins og Snorra Ingimars, er það vegna þess að þetta veldur of miklu álagi á millikassann, eða er það vegna þess að framdrifið þoli minna? Eða kannski eitthvað annað? By the way, hefur einhver breytt Ford F 250 SuperDuty með nýju Power Stroke 6 lítra vélinni fyrir alvöru dekk hér um slóðir? Þetta er satt að segja draumabíllinn minn. Kannski er hann alltof þungur, ég veit það ekki, en svona tæki á 44", með skriðgír og læstur aftan og framan hlýtur að vera alvöru græja!
kv.
gþg
27.05.2003 at 09:55 #467826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með einn af þessum leiðinda rofum sem gera ráð fyrir því að aðeins sé hægt að læsa að aftan og svo á báðum drifum. Hins vegar til þess að geta læst bara að framan er vírunum í rofann víxlað, en það þýðir að vísu að ekki er hægt að læsa bara að aftan. Skrárra þannig en annar eru þetta leiðinda rofar.
Kv – Skúli H.
27.05.2003 at 11:07 #467828Þegar ég setti á sínum tíma ARB-loftlæsingar í minn góða HiLux, þá var þannig frá því gengið að ég gat læst hvoru drifi fyrir sig óháð hinu. Þetta líkaði mér afspyrnu vel. Það eru nú líklega ein þrettán ár síðan þetta var gert og vafalaust hafa læsingar og ísetning þeirra breyst á þeim tíma, þó nú væri, (og valkostum fjölgað). Ekki veit ég hvort kit-ið frá ARB er eins í konstruktion nú eins og þá. Ég varð nú fyrir því í krapatúrum að loftslöngurnar gáfu sig, en það var þá auðvelt að gera við þær, fannst manni þá a.m.k. Menn mega nú ekki taka þessar vangaveltur mínar sem svo að ég hafi eitthvað á móti rafmagnslæsingum eða barkalæsingum, síður en svo, þetta hefur allt sér til ágætis nokkuð. En vörurnar frá ARB eru fjári góðar, ég var líka með ARB-túrbínu við 2,8 (3L) vélina og veit ekki annað en hún sé enn í bílnum (KT 376) Aðal kosturinn við hana fannst mér vera hvað hún kom inn snemma á snúningssviðinu.
27.05.2003 at 11:44 #467830Þetta með að læsa verði fyrst að aftan svo að framan er að því að ég held einhvað reglugerðarvesen frá einhverju útlandinu. Á líklega að minnka líkurnar á að maður læsi bílnum óvart að framan og missi þar með stýrishæfileikann.
Átti einu sinni bíl sem var bara læstur að framan og diggaði það í tætlur…
Rúnar.
29.05.2003 at 09:04 #467832Sæll Snorri.
Ég tek undir það með þér að auðvitað eru menn ekki að fara alla leið í breytingum ef þeir sleppa læsingu eða læsingum, þá vantar punktinn yfir iið eins og þú segir.
Það vantar svo sem líka þann punkt meðan menn sleppa milligírnum, "44 dekkjum, spilinu, snjóakkerinu… Þetta er auðvitað alltaf spurning um það hvar á að stoppa.
Þú nefnir tvær ástæður fyrir því að menn fái sér ekki læsingar. 1 níska/blankheit 2 læsing ekki til. Hvorug þessara ástæðna átti við um þá meðvituðu ákvörðun mína að kaupa ekki framlæsingu í Barbí. Þar var læsingin til, en bara á fáránlegu verði, kvartmilljón eða meira í komin í upphafi frá AT og ca 200 þús Algrip hjá BB eftir að hún bauðst.
Verðið spilaði því inní, en ég vil ekki fallast á að blankheit eða níska séu réttu ástæðurnar (þótt ég sé reyndar alltaf bæði blankur og nískur :)). Barbí er léttur bíll og drífur almennt séð mjög vel í flestu færi þótt ólæstur sé að framan. Ég sætti mig bara við það að taka kannski 3 eða 4 tilhlaup í brekku sem ég hefði annars farið í 1 eða 2 atrennum og var alltaf kvartmilljón ríkari… En þetta er auðvitað alltaf spurning. Núna er Daman u.þ.b. 200 kg. þyngri og ég set framlás í hana. Hlutföllin eru líka klár fyrir nokkru síðan og vonandi fæ ég þetta allt sett í í næstu viku.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.