Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stórviðburður í vændum…
This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2003 at 10:51 #192113
Ég ætlaði bara að senda inn línu til að undirbúa ykkur undir stórviðburð sem í vændum er. Viðburður þessi hefur farið mjög leynt, tengist þó ekkert Porsche kynningunni sem Benni var með á fundinum í gær.
Ýmsar vísbendingar hefur mátt sjá sem undanfara þessa atburðar. Ein þeirra er sú að ákveðinn aðili er algjörlega hættur að skrifa hérna á spjallið. Þessi maður hefur verið afar fylginn sér varðandi ákveðna bílategund.
Ástæðan fyrir því að hann mun ekki hafa skrifað undanfarið, mun vera sú að hann hefur verið í tegunda-afeitrun. (Stundum kallað Toyota-Afeitrun).
Afeitrunin mun reyndar hafa mistekist algjörlega, því hann smitaðist af vonlausu tilfelli.
Með von um bata
Eiríkur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.03.2003 at 23:31 #467770
Sæll Þorri og til hamingju með nýja trukkinn
hann er stórglæsilegur á að lítasvona fyrir forvitnissakir hvaða hlutföll eru orginal í bílnum?
Ég vildi nú líka benda á að bílinn er ekki grindarlaus
heldur er grindinn innbyggð í boddýinu..
það er eins og margir átti sig ekki á þessu…
kv
pæjinn
21.03.2003 at 23:49 #467772Menn eru búnir að venja sig á það að kalla bíla sem eru á sjálfberandi grind grindarlausa bíla enda er ekki neinn grindarrammi undir boddýinu á þessum bíl frekar en öðrum slyddurum..
Annars væri nú gaman að sjá svona dúkku á háum hælum (44") en ég efast um að hún hafi þroska og burði til að vera á svoleiðis búnaði nema kannski kyrstæð á bílaplani.
Krapakveðja Hlynur R2208
22.03.2003 at 11:07 #467774Sælir kappar.
Jú, það er mikið rétt, auðvitað er "grind" í bílnum, en hún er eins og Hlynur bendir á innbyggð í yfirbygginguna. Við breytinguna er örlítið klippt úr fremsta hluta sílsins aftan við framhjólið og þá sá maður vel hvernig þetta er uppbyggt. Þarna er fimm eða sexfalt 1-1,5 mm stál beygt í U eins og hefðbundin grind og krumpað eftir kúnstarinnar reglum til að fá út úr því styrk. Auðvitað er burðurinn í bílnum þarna, þótt þetta sé sambyggt yfirbyggingunni. Þetta er sýnist mér mjög svipuð uppbygging og t.d. í Cherokee.
Hlutföllin sem bíllinn kemur original á eru 1:3,9 en nýju hlutföllin eru 1:4,88. Það á nú svo sem eftir að reyna almennilega á þennan búnað við alvöru erfiðar aðstæður, en hingað til hefur ekkert komið uppá. 4ra ferða helgin er framundan og þá verður væntanlega tekið almennilega á þessu, en reyndar er Jóhannes kominn á fullt með sinn bíl í túristakeyrlsu.
Ég sé því ekkert til fyrirstöðu Hlynur að svona dúkka verði sett á "44 hjól, enda hef ég látlaust hvatt menn til að setja LC 90 á svoleiðis hjól á original framfjöðrunarbúnaði. Eina ástæðan fyrir því að ég fór ekki þá leið er sú, að ég nota bílinn minn mjög mikið í daglegu snatti í bænum og nenni því ekki að túttast á þessum "44 kringlum. En fyrir þá sem nenna því á annað borð, þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu.
Ferðakveðja,
BÞV
22.03.2003 at 14:34 #467776Jú Björn Þorri þú sérð alveg hvað það er fáranlegt að setja
svona bíl á 44"
BÍLLINN ER EKKI Á GRIND og það að setja grindarlausan bíl
á 44"hjól er bara ekkert sniðugt, ekkert bull B.Þ.V um að
grindin sé eithvað innbyggð eða hvað þið nú kallið þetta
það er bara ekki grind í bílnum.44" útfærsla á LC90 er þannig útfærð að allt undan LC 100
er flutt yfir.(bara flott)mér skilst á Heklu mönnum að ennþá sé verið að leysa mál eins og hlutföll,læsingar aðframan og ýmislegt smálegt eins og þeir kalla það (hversu smálegt skildi það nú vera.)
kv.Lúther
22.03.2003 at 17:16 #467778Sælir félagar.
Ég sé að skemmtinefndarformaðurinn Lúther er að fara á taugum í dag, enda frúin á fjöllum og hann í húsmóðurshlutverkinu og slíkt er bara ekki fyrir hvaða eiginmann sem er……!
Svo er kallinn einnig að fara á límingunum,vegna þess að einhver hér að framan hefur nefnt að Pæja sé að koma á 44 tommur og auðvitað er það skiljanlegt, því enginn hefur enn þorað að fara á 44 tommu Barbí. Nú er búið að breyta tveimum 38 Pæjum og eru þær bara flottar. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvort græjan drífi við erfiðustu aðstæðurnar.
Að mínu mati skiptir það engu hvort grindin er inn í boddíinu eða hvort hún er á gamla mátan, ef menn ætla að troða undir bílinn stór hjól ! Allt hlítur þetta að komast undir og snýst um hönnun og burð. Geri bara ráð fyrir því að þeir skáeygðu hafi vitað hvað þeir voru að hanna í byrjun og eins og með aðra bíla er barasta ekkert mál að setja 44 tommu hjól undir af alvöru mönnum, eins og við þekkjum hér heima. Til stuðnings þessu máli, er hægt að skoða torfærubílinn hans Halla Pé með sinni sjálfberandi grind. Held að bíllinn sá arna sé nú heldur betur eiganda sínum til sóma, bæði hvað varðar hugvit og smíð.
Svo kastar Lúther stórum steinum úr glerhúsi og íjar að því fullt að smáhlutum eigi eftir að leysa……þegar hann og hans félagarar á Nýbílaveginum eru enn með grundvallarbreytingarnar á nýja Barbí niðrum sig, ef marka má þann tíma sem hönnun, smíði og þess háttar hefur tekið hjá þeim ágætu mönnum. Átta mig þó á því að þetta er skrifað á persónulegum nótum, en ekki fyrir hönd vinnuveitandans.
Til upplýsingar fyrir alla, þá eru bara pöntuð hlutföll í bílinn að utan og fyrsta settið er bara ekki komið enn. Einhver sagði að það hefði komið tvö framsett á dögunum, þannig að þetta er allt að koma. Þekki ekki til framlássins, en væntanlega er bara hægt að panta hann frá Rallý-Art, sem gerir út þá bíla sem hafa unnið öll heimsins erfiðustu rallkeppnir heimsins, s.b. París Dakar og fl. Þar er líka hægt að panta úrhleypibúnað, sem er bara skrúfaður í bílinn……Ekkert mix takk fyrir….Svo ég tali nú ekki um alltar tegundirnar að kraftsettum, sem auka tog / hestöfl og fl. Búið var að fá eitt slíkt sett og er það í gamla Pajero hans Jóa.
Hins vegar vill ég fullyrða að annar eins hraði á breytingum á bíl, hefur ekki átt sér stað fyrr, amk ekki að hálfu umboðsaðila. Aron fékk fyrsta bílinn til skoðunar 4 vikum áður en tveir bílar litu dagsins ljós í 1000 bíla ferðinni. Byrjaði hann þó ekki strax á breytingunni, en ein vika leið áður en hafist var handa. Þar að auki veit ég ekki til þess að umboð / breytingaraðilar hafi nokkru sinni áður ákveðið að breyta tveimum pródótýpum jafnt. Slíkt er aðdáunarvert og lýsir hug og ákveðni manna í verkefninu.
Annars óska ég þeim félögum mínum Jóa og Bjössa til hamingju með "ógeðslega" flotta bíla. Get líka játað það hér að ég er pínu öfundsjúkur, en líka stoltur að þeim að þora þetta……! (en ég jafna mig, vonandi..
Kv
Palli
22.03.2003 at 23:04 #467780Sæll Palli
Já kannski á ég það til að virka full harðorður og allt í lagi fyrir mig að taka það til greina.
Hins vegar Palli er það alveg rétt að jeppi þarf grind
þetta vita allir og ég er ekki að sega að pæjan sé grindarlaus heldur hljóta að vakna upp spurningar hvort
þessi grind eins og liggur í pæjum er nógu traust, sér í
lagi fyrir 44" dekk.Svo skrifa ég ekki á netið fyrir hönd míns vinnuveitanda
enda hann sjálfsagt ekki alltaf sammála mér.
Ég hef séð þessa nýju bíla sem eru komnir á 38"hjól og
reyni ekki að leyna því að þetta eru með flottustu bílum
í flotanum, bara stór flott smíði hjá Aron og allur frágangur á bílnum Aroni og hans fyrirtæki til sóma.LC 90 bíllin stendur til sýnis í salnum og er búinn að
fara á fjöll og reyndist hann rosavel,það er búið að afhenta
einn bíl á 35" og eru þessir bílar að mínu áliti ekkert síðri en nýji Pajeroinn.Svo ég sé ekki að A.T sé með neitt niðri um sig eins og þú segir.Auðvitað komu upp vandamál Palli enn þau voru ekki
frá A.T kominn enda sáum við ekki um hönnun bílsins.
Enn að mínu viti eru tæknimenn og strákarnir á breytingav.
hjá A.T búnir að vinna frábært verk til að gera þennan bíl
að einum traustasta fjallajeppa sem í boði er.þú nefnir í pósti þínum "ekkert mix takk" það er nefnilega
hugtak sem er ekki til í orðasafni Toyota.Enn konan er kominn í pottinn á Hveravöllum bíllinn heill og ég miklu rólegri.
kv.Lúther
12.05.2003 at 23:05 #467782Ræs!
Ég stóðst ekki mátið Lúther minn að ýta þessum úr vör aftur… Nú er liðinn meira en hálfur annar mánuður frá því að þú varst að tjá þig hér að framan og enn sé ég ekki þennan nýja "einn traustasta fjallajeppa sem í boði er" (LC 120) breyttan á götunum, hvað þá á fjöllum…
Þú skrifaðir: "Svo ég sé ekki að A.T sé með neitt niðri um sig eins og þú segir. Auðvitað komu upp vandamál Palli enn þau voru ekki frá A.T kominn enda sáum við ekki um hönnun bílsins. Enn að mínu viti eru tæknimenn og strákarnir á breytingav. hjá A.T búnir að vinna frábært verk til að gera þennan bíl að einum traustasta fjallajeppa sem í boði er".
Hvernig stendur þetta mál í dag? Verða 2003 bílarnir sem kynntir voru með pompi og pragt hinn 4. janúar sl. orðnir ársgamlir eða jafnvel meira þegar loksins verður hægt að koma þeim á "38 hjól??? Hentar þessi bíll bara nokkuð til breytinga? Þarf ekki nánast að skipta um allt? Ein klassísk í lokin; nú er ég að leita að sumardekkjum, hvenær koma AT-405???
Lúther skemmtó leikur sér,
lætur móðann mása.
Verst og berst sem vera ber
ferst þó lítt að blása…Já, það er pínu púki í mér í kvöld, þó hef ég ekki fengið (á) bauk(inn) ennþá… Kannski er það vegna þess að ég er svo góður í skrokknum – Grindarskekkjan háir mér ekki lengur…
Ferðakveðja,
BÞV
13.05.2003 at 08:39 #467784Torkennilegur bíll sást koma af Langjökli á annan í páskum. Vitið þið nokkuð hvernig bíll þetta var. Félagar mínir sáu til bílsins og grunaði helst að þetta væri breyttur Trabant. Ástæðan mun vera sú að hjólin hölluðu líkt og á Trabantinum. Hefur einhver séð til þessa bíls?
kv.
Eiríkur
13.05.2003 at 20:43 #467786
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Ég óska þér til hamingju með bílinn, en ég tók eftir því að
enginn hefur spurt um verð á græjunni með breytingu.
Er mikill verðmunur á pajero og 120 cruser með 38" breytingum.
Kveðja Þórður R2939.
13.05.2003 at 21:34 #467788Maðurrr er orðinn svo lengi að spóla niður eftir þræðinum að það er spurning hvort Bjössi verði ekki að hefja nýjan þráð umdir nafninu Daman, Þáttur 2.
Jón Snæland.
14.05.2003 at 16:14 #467790Veit einhver um karlinn? Af hverju svarar hann mér ekki? Ég trúi því ekki að búið sé að setja hann í samskiptabann…
Ferðakveðja,
BÞV
14.05.2003 at 16:32 #467792Þú verður bara að senda honum vísu – þú ert upprennandi kraftaskáld.(Eða þannig sko…..) Ekki veit ég hvað hann Björn Hjálmarsson hefði sagt meðan hann var og hét ef hann hefði séð þessa vísu eftir dótturson sinn og nafna hérna rétt fyrir ofan á þræðinum! (ekki móðgast)
14.05.2003 at 19:10 #467794Úpps mér var nú bara bent á þessa þvælu út í bæ, og að
Björn Þorri væri farinn að semja ástarljóð til mín.Ég hef nú miklu meiri áhyggjur af þróun þinni en okkar hér
í Kópavogi Björn Þorri minn, þú verður bara að koma í heimsókn og líta alla dýrðina augum
Nei það er kannski ekki góð hugmynd þín vegna.það er verið að breyta c.a 12 bílum í 38" sem allir eiga að vera komnir á götuna í Júní.
Söluhæðsti 38" bíllinn?? og já ætli það ekki enn eitt árið.Enn Björn Þorri ég svara þér bara þannig að ég býð þér í kaffi og hafðu með þér eitthvað róandi.
Kv. Lúther
15.05.2003 at 08:49 #467796Blessaður Lúther og gaman að sjá að þú ert enn á lífi.
Ég veit að það er tómt kjaftæði að þér hafi verið bent á fyrirspurn mína úti í bæ, enda ertu meiri aðdáandi spjallsins en svo…
Verst er þó að engin svör eru við spurningum mínum, aðeins keyrt á framtíðarvæntingum Það hefur ekki alls staðar gefist vel, sérstaklega ekki þar sem þær eru stórlega ofmetnar…
Eins og ólsarinn benti réttilega á, þá sendi ég þér ástarljóð og allt til að reyna að fá viðbrögð. Auðvitað er ég ekkert skáld en þetta er það besta sem ég kann. Ég hefði reyndar engar áhyggjur af móðurafa mínum ólsarinn, hann hefði alveg fyrirgefið mér, en ég er meira óviss um ömmu, því hún var mikið í að yrkja og kveða vísur.
Ferðakveðjur, bæði til hugaðra, bugaðra og allra annarra.
BÞV
15.05.2003 at 09:55 #467798Pirraður hann kom á spjallið
sjálfsagt svíkur daman
kannski dreif hún ekki fjallið
það finnst þorra miður gaman.kv.Lúther
15.05.2003 at 11:24 #467800Já, ég veit það, að Þorbjörg heitin hefði vafalaust ekki verið hrifin. En hitt er annað mál, að þú ert orðinn stórskáld miðað við húskarlinn á Nýbýlaveginum. Hans innslag minnir mig á kveðskap sem varð til við skurðgröft á Hofsósi. Þar var lítill flokkur manna að grafa skurð með handverkfærum fyrir hreppinn, sem þá var sjálfstætt sveitarfélag. Eitthvað hafði kastast í kekki með þeim félögum og einn vildi svara fyrir sig með vísu, sem hljóðaði svo:
"Gerið ekki grín að mér
með gamla húfu og ljóta.
Ég gef mér þó tíma til
að fara í mat og kaffi".Þar með lauk deilunni að sjálfsögðu!
En svo er til fræg vísa eftir Jón Thor Haraldsson heitinn, sem kallaði sig gjarnan Snúlla þegar hann þurfti að geta höfundar varðandi vísur sínar. Þegar Halldór Blöndal var að byrja að yrkja undir nafninu Hákur í gamla Vísi minnir mig, þá þótti JTH vísur hans ekki vel gerðar og fór þetta þá á flot, kannski á það ekkert síður við þig, Lúther!
"Þú hrepptir lítinn skammt af skáldamiði
þeim skapadómi fær víst enginn breytt.
En góði, láttu ferskeytluna í friði,
formið hefur ekki gert þér neitt."Útrætt í bili.
kv. að norðan
16.05.2003 at 00:38 #467802Það er naumast pirringurinn í Pajero eigendum, kom þessi grindalausi Pajero ekki fyrir ári eða tveim???????
Og rétt núna að drífa uppá 38".
Má ekki búa til smá eftirvæntingu eftir 38" LC90 þannig að ykkur Pajero eigendum gefist tími til að setja lægri drif og lása í ykkar nýju Pajeroa þannig að uppítökuverðið verði hærra uppí nýja Cruiserinn.
16.05.2003 at 00:54 #467804Sælir félagar.
Ég var feginn að sjá framan í Lúther félaga minn í kvöld og sjá að hann kann ennnþá að brosa og að samskiptabannið er ekki í gangi…
Af því að Ólsarinn heldur lífi í kveðskapnum, þá er rétt að ég upplýsi ykkur um "kviðling" sem varð til eftir frækinn þorrablótstúr Lúthers og félaga í skemmtinefndinni (stytt: skemmdin) í vetur, þar sem þeir buðu náttúrunni byrginn og fóru (ekki) klakklaust um Klakkinn á þottablót í Setrinu (sjá nánar annan þráð). Hér á ég að sjálfsögðu við fyrra blótið. Ekki hika við að gangrýna kveðskapinn, hann er langt í frá settur fram sem fyrsta flokks, en ef einhver brosir út í annað, þá er tilganginum náð!
Lúther alltaf af sér lætur
leiða gott og þykir skarpur
Kjökrar ei um kaldar nætur
klúbbsins mesti fjallagarpur."Klakklaust" komst á enda í Setrið
keyrði sína fáu hesta,
hart svo mjög að sálartetrið
stöðugt við það var að bresta.Fjörið kom og fjörið fór
færðist grín í flesta gesti
orðinn býsna stæltur – stór
skemmtinefndar maður mesti.Glöddust gumar ekki lengi
gistu nú í fjallakofa
Ferðahraðinn fagra drengi
neyddi til að fara að sofa.Á heimleið hugðist þunnur njóta,
hamaðist því við að starta
sínum hvíta fararskjóta
þótt aldrei sjái ljósið bjarta…Ég þarf svo endilega að leyfa þér að taka í Dömuna og njóta nútíma fjöðrunar Lúther!
Ferðakveðja,
BÞV
16.05.2003 at 09:15 #467806Sælir
Engin séð Trabbann á götum höfuðborgarinnar, sbr. póst hér að ofan?
kv.
Eiríkur
22.05.2003 at 14:04 #467808hvað er að sjá, ég get ekki lesið betur úr þessum síðasta pistLI Björns Þorra en ÉG fái hlý orð frá honum, ekki mikið en samt smá og það eru nú tíðindi útaf fyrir sig.
Ég hef nú samt rosalegar áhyggjur af því að þú Björn hafir tekið mig of bókstaflega mep róandi töflurnar og sért að sturta þeim í þig, því þetta er mikill heiður fyrir mig að mega taka í konuna… nei ég meina dömuna.
Ég er mikill dellukarl og þætti það rosalega gaman enda fallegur bíll.En Páll þetta hlýtur að vera vitleysa með að hlutföll og læsingar séu ekki til í pajeróinn, ég meina það eru 2 ár síðan hann kom á markaðinn, þeir hljóta að vera búnir að redda þessu. vááá tvö ár jú þetta hlýtur að vera vitleysa Páll er það ekki????
kv Lúther
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.