Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stórviðburður í vændum…
This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2003 at 10:51 #192113
Ég ætlaði bara að senda inn línu til að undirbúa ykkur undir stórviðburð sem í vændum er. Viðburður þessi hefur farið mjög leynt, tengist þó ekkert Porsche kynningunni sem Benni var með á fundinum í gær.
Ýmsar vísbendingar hefur mátt sjá sem undanfara þessa atburðar. Ein þeirra er sú að ákveðinn aðili er algjörlega hættur að skrifa hérna á spjallið. Þessi maður hefur verið afar fylginn sér varðandi ákveðna bílategund.
Ástæðan fyrir því að hann mun ekki hafa skrifað undanfarið, mun vera sú að hann hefur verið í tegunda-afeitrun. (Stundum kallað Toyota-Afeitrun).
Afeitrunin mun reyndar hafa mistekist algjörlega, því hann smitaðist af vonlausu tilfelli.
Með von um bata
Eiríkur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.02.2003 at 11:41 #467730
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er verst að þetta brambolt þitt- BÞV-hefur gjörsamlega eyðilagt annars mætan mann sem er mjög tengdur mér
(8 menningur og mágur) "gaf" Patrolinn sinn og þykist ætla á fjöll á bílnum "þínum" en menn vita jú að með nýrri konu (barbí) er vandamálið að menn ráða sér ekki-"koma" of snemma þykjast "geta" það of oft en enda svo með því að brotna niður og þið vitið jú að þessi maður er nokkuð heilsutæpur sérlega á sunnudagsmorgnum í jeppaleiðöngrum.
Þetta eru því mjög alvarlegar afleiðingar af gjörðum þínum og hugsanlega hægt að lögsækja svona hegðun þar sem heilsu manna og annarra er stefnt í voða. Ég sé framá mikla aukavinnu vegna þessa(við að styðja viðkomandi og fjölskyldu hans eftir brotlendingu) og á ég þá að rukka fjársjúkan mann sem er orðin öreigi vegna fífldirfskulegra fjárfestinga í nýrri konu eða þann sem valdur er að heilsutjóninu. Ja mér er bara spurn ?
19.02.2003 at 12:33 #467732Já þá höfum við þetta hér með skjalfest. Um er að ræða vonlaust tilfelli, eins og skrifað var í fyrsta skeytið í þessum þræði.
Það sem er öllu verra að hann er búinn að smita félaga sína af þessari óværu. Reyndar þurfti Jói að fá sér nýjan bíl, því hann fór Kjalveg á Landsfundinn í haust, Kjalvegur var þá mjög holóttur. Pajeroinn hans Jóa var ónýtur eftir ferðina, ég held að hann hafi farið beint í Sorpu. Talandi um Sorpu, er það ekki miklu sniðugra nafn á nýja bílinn, tengist líka Sóðagenginu …, er það ekki kvenkyns?
Þetta er nú alveg ótrúlegt með Björn, ekki það að ég skil alveg að hann hafi hent Toyotunni. Ég var hins vegar búinn að benda honum á skynsamleg orð eins félaga okkar úr Skagafirðinum, og ekki eru orð "jsk" síðri hér í þræði sem heitir Patrol. Hann segir:
"Eftir að hafa undanfarin ár átt ýmsa jeppa á 31-33" dekkjum þá er fjölskyldan nú búin að ákveða að koma sér upp alvöru ferðajeppa sem hægt er að nota í vetrarferðalög. Fyrir valinu varð gott eintak af Patrol árg. 1995."
Sáuð þið þetta "alvöru ferðajeppa", enda mín skilgreining að jeppi er fjórhjóladrifin bifreið með háu og lágu drifi og röri að framan. Restin er bara fjórhjóladrifnir bílar/sportbílar. Ég geri þar af leiðandi ekki greinarmun á Pajero eða Subaru Impreza.
En annars… til hamingju með nýju bifreiðina Björn Þorri :)))
Kveðja,
Eiríkur
19.02.2003 at 13:26 #467734Humm, já búinn að eiga einn stuttan landcruser, tvo 4runnera, pajeró og pattinn sem ég var að kaupa er sá nr. 2. Af þessum bílum þá er það Patrol sem gerir flesta hluti best og tekur breytingu betur en hinir (mín skoðun). Barbí krúser á 38" prófaði ég hér á bílasölu og fannst ekki góður, mundi reyndar taka pajeró af (95-99 með sjálfstæðri grind) fram yfir barbí. Það verður reyndar gaman að sjá nýjan pajeró á 38" En Patrol ber af:-
jsk
19.02.2003 at 13:50 #467736Hvað ætla menn að gera varðandi drifhlutföll og læsingar? Hver er niðurfærslan í lágadrifinu?
Það er ekki rétt að Hummer á 38 eða 44 tommu dekkjum komist lítið. Ég hef farið allmargar ferðir þar sem slíkir bílar voru með í för. Það þurfti lítið að hjálpa þeim og drif og fjöðrunarbúnaður virkaði ágætlega.
Það væri þjóðþrifaverk ef Kára tækist að finna öfundargenið sem margur Íslendingurinn þjáist illilega af.
19.02.2003 at 14:19 #467738Just in case…ef "eik" tókst að lesa einhveja öfund út úr mínum pistli, þá væri gaman að láta Kára rannsaka úrlestrargenið hans bara svona í leiðinni. Og í sambandi við Hummerinn þá er margt gott um hann að segja. Hann drífur fínt meðan færi er þokkalegt en þegar þyngist á fer hann að ver4ða til vandræða. Kemur einna best út óbreittur í léttustu útgáfunni. En það er önnur saga, þessi þráður er víst um Pajeró….hann lengi lifi húrra húrra húrra..
kveðja
Pétur Gíslason
19.02.2003 at 14:25 #467740Sæll eik.
Original hlutföllin eru 1:3,9 Það eru til hlutföll 1:4.88, þannig að það mál leysist vel (reyndar aðeins umfram aukið ummmál hjólanna) og vegur þá eitthvað upp tiltölulega hátt hlutfall í lágadrifi millikassans sem er rétt tæplega 1:2
Nú ef það dugir ekki setjum við bara dúkkuna á lyfið "lóló" sem er þunglyndislyf sem hefur komið vel út á þunglyndum Patrol eigendum undanfarið.
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2003 at 14:29 #467742… ég gleymdi, það er 100% lás í afturdrifinu og verið er að kanna með lás að framan fyrir þá sem það vilja.
Ég hef reyndar aldrei verið með 100% lási í framdrifi, en kannski er öruggast að eiga séns á því núna… 😉
BÞV
19.02.2003 at 17:57 #467744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er gaman að sjá að menn eru til í að prófa eitthvað nýtt og vil ég bjóða Björn Þorra velkominn í hóp Mitsubishi eigenda.
Ég hef alla tíð frá ég sá þennan bíl fyrst langað til að sjá hann (eiga hann) á "38.
Mágur minn vinnur við að breita bílum fyrir Heklu, og hef ég margoft spurgt hann hvenær eigi að breita nýja pajero fyrir "38. Samkvæmt því sem hann hefur sagt mér var þessi breiting til á teikniborðinu frá því að bíllinn kom í sölu, en það hefur enginn lagt í að útfæra hana.
Hefur það verið minn heitasti draumur að verða sá fyrsti til þegar ég kem heim á klakann aftur eftir nám. Enn nú verð ég bara að vera annar til þar sem Björn Þorri nældi sér í brautriðjandatitilinn. Vonast ég bara til að eiga einhvern tímann kost á að fara samferða Birni Þorra í jeppaferð (þeir sem þora´ð ak´um á almennilegum bíl jeppaferð).
Annars langar mig að þakka öllum virkum, óvirkum og ofvirkum aðilum sem að skrifa slúður, fréttir og/eða almennt spjall á síðu 4×4. Það að hafa tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast í jeppamensku á klakanum, á meðan ég hangi illatilneiddur í útlandi vegna náms, kemur manni í gott skap í annars daglegu lærdóms og snjóleysisþunglindi.
Hils.
19.02.2003 at 22:42 #467746Sælir félagar.
Var að renna yfir þráðinn og sé að ég hef ekki klárað allt sem fram er komið. Vinnan tefur mann svo frá áhugamálunum… En… í réttri röð ca svona:
Lúther: Þú talar um "erfiða slóð"… en þú veist að við toy… menn fílum betur að klára slíkar slóðir… 😉
Þú spyrð líka "hvenær sjáum við afraksturinn". Best að lofa engu, en vonandi fyrr en menn ætla. Auðvitað tekur þetta allt tíma eins og þú veist, en það er valinkunnur hópur manna að vinna í að klára málið.
ólsarinn: Hekla tekur ekki þátt í þessu máli umfram það sem önnur umboð hafa gert og bara svo það sé á hreinu, þá þigg ég ekki greiðslur frá þeim ágætu mönnum.
PalliHall: "Pajerobróðir" Takk fyrir jákvæð orð vinur minn, en auðvitað varð annar hvor okkar að gefa eftir (sá vægir sem vit…) Ég er sammála þér, Aron í Jeppaþjónustunni er að leysa þetta mál lystavel, enda ekki von á öðru úr þeirri átt.
PBG: Ég er líka læknaður af ameríska draumnum… hef reyndar ekki þjáðst af slíkum draumförum frá því að ég átti CJ5 með 8 gata vél og tusku hér um árið…
egillr: Ég er ekki hissa á að Gulli skyldi falla fyrir Barbí. Ég er klár á því að hann verður "sunnudagshressari" úr þessu, enda fer daman þannig með mann að maður vaknar endurnærður og langar "strax út að keyra" ef maður er í tygjum við svona dömur… Gulli og nýja daman eiga eftir að ná vel saman, það er ég viss um… Fjölskyldumálin get ég ekki leyst að öðru leyti…
Eiki: Ég kannast ekki við að Jói hafi sett pæjuna sína á Sorpu eftir ómerkilega Kjalferð… Þessar dömur éta nú svoleiðis spotta í sig án þess að finna fyrir þvi… er mér sagt… og þetta með nafngiftina, ég gef þessu ekki séns… Og bara að lokum, ef ég kem ekki til með að drífa meira á fjöllum á Sindý en Subaru Impreza, þá máttu eiga dúkkuna fyrir mér…
Jsk: "LC 90, prófaði á bílasölu…" erum við ekki að tala um reynslu af jeppum…?
siggias: Takk fyrir jákvæðnina. Leiðinlegt að "stela af þér" fyrsta eintakinu, en ég er reyndar búinn að röfla í mönnum hér á spjallinu í marga máuði og skora á þá að fara út í þetta "project" en enginn er árangurinn, svo það er ekkert annað en að prófa bara sjálfur. Þú talar um að þetta hafi verið til á teikniborðinu lengi, það veit ég ekki um, en Aron Árnason hjá Jeppaþjónustunni er að klára málið á mjög smekklegan hátt sýnist mér, bara á síðustu dögum/vikum. Tek annars undir með þér, vonandi förum við "á túr saman" áður en yfir lýkur.
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2003 at 22:59 #467748Mikið jafnaðargeð hefur þessi maður, held að hann hafi það af Skaganum…
Já þetta er orðið ágætt af góðlátlegu gríni, það verður bara gaman að sjá þig á nýju græjunni þegar þar að kemur. Vonandi verður Pæjan klár fyrir afmæliskaffið í Setrinu, þá getum við tekið upp þráðinn…
Kveðja,
Eiki
19.02.2003 at 23:05 #467750Jæja, BVÞ til hamingju með nýja [url=http://spanish.about.com/library/weekly/aa072301b.htm:8duu760n]"rúnkarann"[/url:8duu760n]. Það er alltaf gaman að sjá menn læknast af Togoýta vírusnum Þessi bíll hjá þér á örugglega eftir að drífa helling, alveg svaðalega hátt undir kúlurnar í þessum græjum, annað en í Togoýta bíbíogblaka framfjöðruninni.
Ég mæli með einkanúmerinu/nafninu "RÚNKI" á græjuna
Kv.
Bjarni G.
p.s. ég er reyndar líka kominn á rúnkara, talsvert eldri að vísu… keypti svoleiðis handa konunni svo hún kæmist út í búð og soleis enda er það það sem þessir hrísgrjónabrennarar eru góðir í 😉
20.02.2003 at 00:40 #467752Sælir félagar.
Ég er einmitt að spá í að nota nýju græjuna eins og Barbí, þ.e. 85% á tjörunni og 15% á fjöllum. Þessvegna hugnast mér ekki að fara á "44 hjól, enda eru flesir sem ég þekki með "aukabíl" til að nota á tjöruna með svoleiðis hjólum.
Kúlurnar…??? Það eru engar kúlur…
Vonandi ertu sannspár um að græjan drífi, ég náði hins vegar ekki pointinu með þræðinum sem þú sendir, en það er önnur saga.
Ferðakveðja,
BÞV
20.02.2003 at 02:51 #467754"Report: Mitsubishi had to rename its Pajero automobile because the word is a vulgar term for a [b:2tpfheep]masturbating[/b:2tpfheep] man.
Comment: This story is true, although there was no blunder involved because the car was marketed under a different name from the beginning. In Spanish-speaking countries, this model has been sold as the Montero."Þetta er bara snilld.
Til hamingju með vagninn BÞV
20.02.2003 at 12:39 #467756Það hljóta að vera drifkúlur í þessum bíl eins og öðrum bílum, einhvers staðar seturðu drifhlutföllin og læsingarnar Kúlurnar eru bara ekki "komnar niður" eins og hjá fullþroska bílum…
Ef síðan sem linkurinn vísaði á er skoðuð sést textinn sem er í póstinum frá Stebba. En í stuttu máli þá er Pajero (borið fram: pahero) slanguryrpi í spænsku sem þýðir "sá sem stundar sjálfsfróun".
En enn og aftur til hamingju með bílinn þetta verður án efa frábært snjótæki, alveg glæsilegur bíll.
Kv.
Bjarni G.
20.02.2003 at 14:58 #467758Sælir félagar.
Ég var að fá þýðingu á þessu frá félaga mínum sem er sleipur í spænskunni. Þetta ku þýða "sjálfsfróun". Það er reyndar stórkostlegt og rökrétt nafn á græjuna, eða hvað…??? "FRÓUN" væri kannski rétt einkanúmer…
Vonandi verður nýja daman þó ekki það krefjandi að maður missi úr ….. á hverju horni… :))
Ferðakveðja,
BÞV
20.02.2003 at 18:46 #467760
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll BÞV og til hamingju bílinn.
Af hverju færðu þér ekki einkanúmerið JÚDAS þar sem að þú ert að svíkjast undan Toyota merkinu.
Ekki ílla meint, það verður mjög gaman að fylgjast með þessu verkefni.
Kveðja Jón
06.03.2003 at 19:46 #467762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Óska þér alls hins besta með bílinn, það sem kemur úr höndonum á Aron virkar alveg sama hvað það er.
Fjalla kveðjur
17.03.2003 at 21:42 #467764Sælir félagar.
Takk abv, bíllinn lofar mjög góðu og vinnubrögðin við breytingarnar eru að sjálfsögðu til fyrirmyndar, enda ekki von á öðru úr þeirri átt eins og þú bendir á.
En…, sjaldan er ein báran stök…
Það er ekki útlit fyrir að maður fái lengi að vera flottastur…
Heyrst hefur að í undirbúningi sé að fyrsti Pajeroinn verði settur á "44 hjól! Hlynur, þá má nu fuglene fara að vare sig…
Ferðakveðja,
BÞV
18.03.2003 at 22:36 #467766
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú alltaf gaman af mönnum sem eru alltaf að prófa og reyna eitthvað nýtt. En BÞV hvernig líkar þér pajeroinn á 38". Skemmtilegri en cruiserinn sem þú áttir. Það er eiginlega ekkert færi búið að vera til að prófa. Og hvernig finnst þér að vera á grindarlausum bíl???
Ferðakveðja
Jónas
19.03.2003 at 21:58 #467768Sæll Jónas.
Í stuttu máli er ég í sjöunda himni með græjuna. Hún fjaðrar, kraftar og skiptir sé afburðavel. Það sem mér virðist í fljótheitum að þessi bíll hafi helst fram yfir LC 90 er meira pláss og meira comfort, meiri kraftur og betri fjöðrun.
Að vísu hef ég ekki farið mikið meira út fyrir veg en í 1000 bíla ferðinni (fór þá upp á Skjaldbreið) en þá var þetta prófað nokkuð vel.
Það sem mér finnst síðra í þessum bíl er heldur meira vélar-og veghljóð en LC 90 (að vísu er heldur hrárri gangur í þessum common rail vélum almennt en það er ekki svoleiðis vél í gamla mínum). Nú svo er ég enn að finna út úr stýringu á t.d. þurrkum, miðstöð og ljósum, eftir að hafa verið fastur í Toyota tökkum sl. 13 ár…
Vonandi verður ferðafært fyrir krapa um 4ra ferða helgina, en þá er stefnt að því að taka alvöru túr og reyna á græjuna. Verið er að smíða aukatank og hlutföllunum þarf ég einnig að koma í áður.
Með ferðakveðju,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.