Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stórviðburður í vændum…
This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2003 at 10:51 #192113
Ég ætlaði bara að senda inn línu til að undirbúa ykkur undir stórviðburð sem í vændum er. Viðburður þessi hefur farið mjög leynt, tengist þó ekkert Porsche kynningunni sem Benni var með á fundinum í gær.
Ýmsar vísbendingar hefur mátt sjá sem undanfara þessa atburðar. Ein þeirra er sú að ákveðinn aðili er algjörlega hættur að skrifa hérna á spjallið. Þessi maður hefur verið afar fylginn sér varðandi ákveðna bílategund.
Ástæðan fyrir því að hann mun ekki hafa skrifað undanfarið, mun vera sú að hann hefur verið í tegunda-afeitrun. (Stundum kallað Toyota-Afeitrun).
Afeitrunin mun reyndar hafa mistekist algjörlega, því hann smitaðist af vonlausu tilfelli.
Með von um bata
Eiríkur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2003 at 17:22 #467690
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta slær nú allt út
Ég trúi því bara ekki að það sé verið að tala um hann Björn Þorra!!! Það getur ekki verið að þessi gallharði hrísgrjónatætari sé að fara að skipta út fyrir eitthvað annað en Toyotu?Kveðja
Lada
04.02.2003 at 17:59 #467692Ástæðan fyrir þessari nýja tilfelli sem er mjög alvarleg mun hafa verið röng lyfjameðferð í afeitruninni.
(Afeitrunin var í sjálfu sér mjög eðlilegur hlutur að fara í þegar menn eru haldnir þessum kvilla).
En aftur að lyfjameðferðinni. Hann mun hafa fengið lyfið Primazol, en doktorinn fór dálkavillt, hann ætlaði að sjálfsögðu að velja Patrol.
Í lyfjabókinni segir um Primazol: Lyfið er notað gegn sýkingum af völdum baktería t.d. við bráðum eða langvinnum sýkingum…
Í lyfjabókinni segir um Patrol: Lyfið er notað til að koma viti fyrir menn sem aldrei ætla að læra af reynslunni. Með því að nota lyfið komast menn hvert sem þeir vilja hvenær sem er. Aldrei er hægt að taka of mikið af lyfinu…
Svo mörg voru þau orð…
04.02.2003 at 22:18 #467694
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú held ég að Eiríkur Félagi minn sé endanlega orðin ruglaður á þessu Patrol skrölti
Að halda að BÞV sé að skifta um tegund
Nei fyrr snjóar í helvítiEn samt er grunsamlegt hvað BÞV hefur verið flóttalegur og
þurr á manni við okkur rétttrúuðu og jafnvel forðast okkur
En ég hélt að skýringin væri þetta tal hans um hrútshornið á fundinum í gær
04.02.2003 at 23:49 #467696"Hvort finnst þér betri, Patrol eða LandCr."? "Betri"? "Mér finnst bara báðir betri". "Nei það er ekki hægt". "Jú sjáðu til, maður á alltaf að segja það sem manni finnst". "Það segir mamma mín líka"
Hvað finnst ykkur um þetta? Mikið til í því, ekki satt?
Freyr
05.02.2003 at 10:55 #467698NÚ HELD ÉG AÐ FYRRUM FORMAÐUR GETI EKKI LENGUR HALDIÐ OKKUR ANDVAKA OG VERÐI AÐ SETJA COMMENT Á ÞENNAN LINK.
BJÖRN ÞORRI HVAR ERTU???
05.02.2003 at 11:03 #467700Reyndi einu sinni að taka svona patrol pillur. Varð að hætta því strax, þoldi einfaldlega ekki ofskynjanirnar og mikilmennskutilfinninguna sem fylgdu þeim.
Kveðja
R2018
05.02.2003 at 13:46 #467702Já, ég hef heyrt að "kallinn" sé að fá nýjan Mussó, eða Rexus.
P
05.02.2003 at 14:05 #467704Með amerískum hásingum??
05.02.2003 at 14:40 #467706
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg trúi því varla að menn séu hér sí og æ að kítast um hvor komist meira patrol eða toy, td runner eða lúx. Það er frekar auðvelt eðlisfræði að sá bíll sem þrístir minna á hvern m2 sem hann stendur á hlítur að fljóta betur og ekki þarf heldur að tala um bilið sem myndast hefur milli nýlegra crusera og patrola vegna vélargallana í pattanum. Svo má alltaf bæta það sem betur má fara í kraftminni toyotunum með amerískri gleði og skemtilegheitum. Svo ég segi bara patrol HVAÐ
05.02.2003 at 15:57 #467708Pelisson þú áttar þig ekki á hvað þessi þráður fjallar um. Hann fjallar um mun merkilegri viðburð heldur en einhvern meting um bílategundir. En þú ekur líka á Toyotu, við hverju var að búast… :)))))
kv.
Eiki
05.02.2003 at 17:54 #467710Svo bregðast krosstré sem önnur……
Ég barasta trúi þessu ekki. Hvar ertu BÞV? Viltu gjöra svo vel og svara fyrir þetta! Hvurnig á ég að geta gert grín að þér þegar þú ætlar að fá þér …Mu..Mu…Mus.. nei, get ekki borið þetta fram. Þetta er ekki jeppi "for god’s sake"!! Hinn var þó skárri (já, ég segi það!).
Fjallakveðja,
Soffía og "sushí-ið"
05.02.2003 at 21:13 #467712Ég var nú bara með pínu grín þarna áðan með Mussóinn….!
Get nú sagt ykkur það eftir að við vorum í Ameríkunni í okt sl. þá fann drengurinn þetta líka svaka "verkfæri" og hefur ekki haldið vatni síðan. Ég veit sem hans félagi að erfitt verður fyrir hann (eftir allt bullið í honum um ameríska dótið..) að láta sjá sig í björtu á gripnum. En auðvitað er líka hægt að fara í lítaaðgerð og láta breyta sér bara hressilega eins og bílnum. Verst að það er ekki hægt hjá á þessu verkstæði, því þar er hann öll kvöld. Einnig væri hægt fyrir hann að ganga í Samfylkinguna, því það má skipta um skoðun jafn oft og skipt er um framdrif á Barbý. Já þvílikur munur er sá nýji kemur á götuna…., ..Úff… "Pæliðiíði" hvað hann verður erfiður á spjallinu, kominn með grænakortið og allt…..
Kv
Palli
19.02.2003 at 00:42 #467714Sælir félagar.
Gaman hvað þessi pæling er búin að valda mörgum hugarangri… Ég hef ekki getað staðfest neitt hingað til, en nú get ég sagt ykkur að ég skrapp í Heklu í dag og gekk frá kaupum á nýjum Mitsubishi Pajero. Bíllinn er kominn í breytingu og til stendur að koma honum á "38 hjól.
Þetta er nokkur ákvörðun fyrir mann eins og mig sem hef ekki ekið öðru en Toyota síðan 1990 og líkað vel! (kom einhversstaðar fram áður…:) Það er því ekki að undra að sumir hafi rekið upp stór augu…
Ég hef fyrir löngu velt því upp hér á spjallinu af hverju enginn hafi sett svona bíl á "38 hjól, en sumir hafa haldið því fram að ekki sé hægt að nota drifbúnaðinn í þessum bíl til að setja undir hann "38 hjól, af því að bíllinn er ekki á hásingu að aftan. Sjálfur hef ég haldið hinu gagnstæða fram, með hliðsjón af reynslu minni af sjálfstæðri fjöðrun á Barbí, sem ég tel vera einn helsta styrk þeirra bíla (aksturseiginleikar og drifgeta).
Ég skoðaði einnig nýja 120 bílinn með það í huga að setja hann á "44 hjól (frúin var heit fyrir því!), en ég hef einnig haldið því fram á spjallinu að menn eigi að prófa svoleiðis ´"dúndurbreytingu", en þetta varð niðurstaðan núna.
Þessi bíll er aðeins þyngri (og rúmbetri) en LC 90 en samt léttari en nýji 120 bíllinn. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig gengur að fá græjuna til að drífa…
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2003 at 01:43 #467716Sæll Björn Þorri
Ég vill óska þér til hamingju með nýja bílinn.
En guð minn hvar á ég að byrja???
Ég ásamt öllum hinum í Toyota fjöldskyldunni á Nýbílaveginum
eigum eftir að sakna þess sárt að sjá ekki ÞORRA merkið
fyrir neðan Toyotu merkið.Við horfðum agndofa á þennan pistil þinn og enginn okkar gat sagt orð í langan tíma. Vonbrigðin mátti sjá á hverju andliti.
Enginn okkar hafði hugmynd af þessari hugmynd þinni að breyta nýja LC bílnum í 44"
Þú ert mikill hugsuður,góður tæknimaður,og umfram allt frábær bílstjóri. því hefði það verið virkilega gaman að
fá þig í lið með tæknimönnum okkar að smíða svona græju fyrir þig.
En það er alltaf gott að vera vitur eftirá það á við báða
aðila í þessu tilviki held ég.
Þú ert ekki vanur að fara troðnar slóðir vilt stundum troða þær sjálfur eins og margir hafa séð þig gera á LC 90 með
góðum árangri.En þessi slóð sem þú ert að fara að troða núna verður erfið viðureignar og ekki orð um það meir!Gangi þér vel með þennan bíl.
P.S
Hvenær fáum við svo að sjá afraksturinn?Með Toyota kveðjum Lúther
19.02.2003 at 06:13 #467718Var reyndar búinn að frétta þetta með BÞV og Pajeroinn, en trúði satt að segja ekki fyrr en ég las játningu hans hér ofar á þræðinum. Ekki hefur maðurinn gert þetta ókeypis, Hekla hlýtur að taka þátt í breytingunni? Annars er það nú þannig, að þótt þetta geti gengið í höndunum á flinkum bílstjórum eins og BÞV, þá er ekki þar með sagt að venjulegur fúskari geti keyrt á svona, þessi drifbúnaður hentar ekki í okkar snjóaðstæður, þótt eitthvert sérstyrkt afbrigði af honum geti unnið Paris-Dakar rallið.
19.02.2003 at 07:45 #467720Ég hef ekki skoðað þessa bíla, en mér skilst að bíllinn sé með sjálfstæða fjöðrun og unibody. Hvernig ætla menn að hækka bílinn?
Ég setti einu sinni MMC L-300, á 35" hjól. Ég hækkaði hann um rúma 5 sentimetra en sú aðferð sem ég notaði hefði ekki gengið á Pajero eða Trooper.Í USA hefur mönnum tekist að [url=http://www.consumersunion.org/products/2001mitpr.htm:2x3c78lf]velta[/url:2x3c78lf]
óbreyttum svona bílum á sléttu malbiki.
19.02.2003 at 09:12 #467722Sælir félagar.
Já mikil leynd hefur verið yfir þessu hjá BÞV og gott til þess að vita að enn er hægt að bjarga villuráfandi mönnum frá glötun…. (nei bara að grínast).. Til lukku með bílinn vinur.. EIK vinur hans spyr hvernig ætla menn að breyta þessum bíl…? Ég hef engar áhyggjur af því… Aron Árnason verður ekki lengi að studera það og síðan framkvæma… EIK nefnir að Kaninn hafi velt svona bíl…, ég bara spyr, hvað hafa þessir snillingar í Ameríkunni ekki gert ? tókst þeim það, ég á ekki orð…..
P
19.02.2003 at 10:29 #467724Sælir.
Hvernig væri að kalla nýju kærustuna Sindy… fyrst maður er búinn að slíta samvistum við Barbí… Aðrar tillögur vel þegnar (það þarf samt nauðsynlega að vera kvenmansnafn).
Ég þakka annars hólið sem mér finnst ég nú ekki alveg verðskulda, þar sem ég hef í sjálfu sér farið nokkuð hefðbundnar leiðið við útfærslu á mínum bílum hingað til (með smá afbrigðum þó).
Bíllinn verður hækkaður 80 mm. á "boddýi", þ.e. settur verður 80 mm. biti milli boddýs/grindar og hjólabúnaðar, en einnig verður 2ja-3ja cm. lyft á gormum. "Hjólabúnaður að aftan verður færður aftur um 12 cm.
Já já, eflaust er hægt að velta svona bílum eins og öðrum, ég átti nú ekki von á öðru…
Lúther, ég fullyrði ekki neitt fyrirfram um það hvort þetta muni virka, en áskorunin er einmitt sú, að þetta hefur aldrei verið gert áður, þ.e. að setja "38 undir bíl með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum (a.m.k. ekki svo ég viti). Ef ég fíla ekki græjuna eða dríf ekki rassgat, þá rata ég aftur á Nýbýlaveginn… Bestu kveðjur þangað!
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2003 at 10:51 #467726
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er aldeilis að menn á þessu spjalli eru með öll nöfn Barbífjölskyldunnar á hreinu! :o)
19.02.2003 at 11:00 #467728Það er ekki rétt. Það er búið að setja allskonar dekk unir Hummerinn. Ég fékk einusinni það vekefni að prufa svoleiðis græju á 38". Í stuttu máli þá var ég í spotta um allt hálendið heila páskahelgi ýmist aftaní Toyotu eða Patrol… það var hrikaleg reynsla.. var með lambhúshettu langt fram á sumar, en læknaðist alveg af ameríska draumnum. Það eru ekki bara framklafarnir sem eru að þvælast fyrir…líka þeir aftari nefnilega, og svo er þessi sjálfstæða fjöðrun ekki nægilega slaglöng. Allavega ekki í Hummer.. en til hamingju samt.. það verður gaman að sjá þetta á fjöllunum.
kveðja
Pétur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.