This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafþór Atli Hallmundsson 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Hvernig stendur á því að Pajeroinn minn er að hegða sér algerlega fáránlega? Þannig er mál með vexti að það fóru að loga „aðvörunar“ljós í mælaborðinu fyrir nokkrum vikum síðan: Hleðsluljós, smurljósið (smurkannan) og vélarljósið. Ekki hef ég samt keyrt hann mikið eftir að þetta fór að koma (þetta kom og fór óreglulega fyrst, en varð síðan viðvarandi) og svo núna síðustu vikurnar hef ég haft bílinn í stæði og sett hann í gang af og til. Rafgeymirinn var reyndar farinn að slappast þannig að ég setti hann í hleðslu og hann tók vel við henni, og mældist 12,4 volt ekki tengdur við hleðslutælið, og dugði svo í gær til að starta bílnum. En þá mældist hleðslan hvorki meira né minna en 15,4 volt með vélina í gangi!!!!!
Svo drap ég á bílnum og ætlaði að reyna að starta honum aftur en þá var bara allt rafmagn úti og ekkert gerðist. Ekki einu sinni rafmagn í samlæsingar eða útvarpið.
Svo ákvað ég að prófa að starta honum áðan og það var eins og við mannin mælt; hann hrökk í gang en þegar átti að starta honum aftur þá gerðist ekki neitt, aftur.
Hvað er að hrjá gamla riðjálkinn, veit það einhver?
Haffi
You must be logged in to reply to this topic.