Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Stóriðjan til bjargar?
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.10.2008 at 08:41 #203046
Það hefur stundum heyrst upp á síðkastið að stóriðjan muni bjarga okkur úr yfirstandandi hremmingum, nú sé um að gera að byggja sem stærst álver í Keflavík og Húsavík, með tilheyrandi virkjunum í Skjálfandafljóti, Þjórsá, Þeistareykjum, Leirhnjúk, Gjástykki o.s.frv.
Þessi mynd sem sýnir hvernig verð á áli á heimsmarkaði hefur þróast undanfarið ætti að fá menn ofan af þeirri meinloku.
Verð á áli er nefninlega mjög sveiflukennt og það er fásinna að gefa sér að það verð sem verið hefur undanfarin misseri verði til frambúðar. Það er afskaplega slæmt að vera með öll eggin í sömu körfunni, hvort sem um er að ræða ál, banka eða þorska.-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.10.2008 at 23:24 #630898
Gert er ráð fyrir að álverin þrjú á Íslandi skili um 55 milljörðum króna til þjóðarbúsins á þessu ári. Er það um þriðjungur af heildartekjum þeirra, sem samkvæmt spám verða um 166 milljarðar króna. Þegar tekjur þjóðarbúsins eru fundnar út er horft til alls innlends kostnaðar álveranna. Felst hann einkum í raforkukaupum, launakostnaði, sköttum til ríkis og sveitarfélaga og kaupum á innlendri vöru og þjónustu.
Þessar upplýsingar er að finna í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins.
Í því kemur jafnframt fram að samtals starfa næstum 1.500 manns í álverum á Íslandi. 540 starfa hjá Ísal í Straumsvík, 477 hjá Norðuráli á Grundartanga og 450 hjá Fjarðaáli í Reyðarfirði. Alls voru 400 manns við sumarafleysingar hjá fyrirtækjunum og að þeirra mati eru um 3.100 afleidd störf af starfsemi þeirra.Með stækkun Norðuráls og tilkomu Fjarðaáls hefur álframleiðsla aukist verulega. Ofan á framleiðsluaukningu hefur heimsmarkaðsverð á áli hækkað mikið (sept. 2008). Að því samanlögðu er áætlað að álið nemi rúmum 30 prósentum af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar á þessu ári. Sé aðeins litið til vöruútflutnings er hlutdeild áls tæp 45 prósent.
Þetta eru háar tölur og ástæða fyrirspurnarinnar var einmitt að fá á einu blaði hve mikilvæg þessi starfsemi er fyrir þjóðarbúið, segir Valgerður Sverrisdóttir. Hún segir hátt hlutfall áls í vöruútflutningi ársins helgast að nokkru leyti af samdrætti í þorskveiðum sem einmitt sýni hve miklu máli álið skipti. Ég get ekki hugsað það til enda hver staðan væri ef ekki hefði verið ráðist í stórframkvæmdirnar á sínum tíma.
Valgerður segir að í ljósi efnahagsástandsins nú sé mikilvægt að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir í Helguvík og á Bakka og auka þannig erlenda fjárfestingu í landinu. Ekki síst þar sem fjárfestar hrökkluðust nýverið frá Þorlákshöfn. Ástæða þess var meðal annars sú að ríkisstjórnin virðist ekki sinna þessum málum og frekar setja fótinn fyrir dyrnar en hitt, segir Valgerður.
Heimild vísir.is
11.10.2008 at 00:24 #630900Auðvita byggjum við álver við Húsavík, þeim þarna suður í Reykjavík kemur ekkert við hvað við gerum hérna, þeir geta haldið áfram að fjargviðrast út af þessu á sínum 101 kaffihúsum, sem þeir vilja nú fjölga í vatnsmýrini, og taka burtu minn flugvöll. Sennilega bjargar þó kreppan þeim fáránlegu áformum fyrir horn. Ekki allt slæmt sem henni fylgir.
Tafla fyrir 3 mánuðu, kommon… við ætlum að hafa þetta álver í amk 50 ár !!
Kveðja úr þorpinu.
S.
11.10.2008 at 03:24 #630902Þú segir að það komi Reykvíkingum ekkert við hvað þið gerið þarna í þorpinu en í sama pósti segirðu "Minn flugvöll" sem er í okkar þorpi?
Taktu löppina útúr munninum á þér og hreinsaðu höglin úr henni í leiðinni
11.10.2008 at 07:22 #630904Gummi,,,, í Ykkar hverra þorpi er þessi flugvöllur? Flugvöllurinn sem ég tala um er suður í Reykjavík, hjá 101 fólkinu, sem lítið sér annað við hann að gera en henda. Þetta er minn, og landsmanna allra flugvöllur.
Þeim kemur það hreinlega ekkert við þarna suður í 101 hvað gert er á norðurströndini.Þú kannnski útskýrir þetta hagla kjaftæði.
Kveðja úr danska amtinu.
S
11.10.2008 at 08:22 #630906Er okkar allra og sannalega kemur öllum við hvar flugvöllurinn er staðsettur allavega, á meðan allt ríkisbáknið og þjónusta er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Á sama hátt kemur okkur borgarbúum við hvar er virkjað og hvar álverksmiðjurnar eru staðsettar. Hvorugt þessara mála eru því einhver einkamála sérstakra hópa, enda skipta bæði álver og flugvellir þjóðarhag. En hvað varðar álver, þá eru þau ekki nein skyndilausn enda tekur allur undirbúningsprósess töluverðan tíma. Og fer ekki að skila arði fyrr en eftir nokkur ár. Auk þess er ekki hægt að nýta virkjunarframkvæmdir til þess að auka atvinnu. Það sanna dæmin. Og er aldeilist óvíst hvort það verði íslenskir aðilar sem byggi og starfi í kringum Búðarhálsvirkjun eða aðrar virkjanir. Kannski það verði bara Kínverjar eða Nígeríumenn hver veit ?. Svo er það stóra spurningin vill einhver fjármaga dæmið í meintu fjármála hryðjuverkalandinu íslandi.
Það hefur margt fróðlegt gerst að undaförnu og það er sérstaklega fróðlegt að fylgjast með því hvernig ráðamenn hafa höndlað mótlætið. Magrir hafa gargað fleiri álver, fleiri virkjanir meiri þorskóda. Og hafa nokkrir einnig nefnt það til sögunnar að afnema lög um umhverfismat. Svo gjörsamlega hefur fólk misst sig í geðshræringu. En það er einmitt á svona ögurstundum sem ráðmenn þjóðarinnar þurfa að setjast niður og hugsa næst leik, en ekki láta örvæntinguna ráða hverju skrefi. Ég held að það færi illa fyrir ráðmönnum þjóðarinnar á fjöllum í fárviðri ef þeir tækju alltaf svona illa ígrundaðar, skyndi ákvarðanir um hvert ætti að stefna hverju sinni. Það myndi sennilega bara enda í næst gili eða fram af fjallsbrún.
11.10.2008 at 09:50 #630908Gundur spyr hvor við eigum að fara að prjóna. Mitt svar er það við þurfum stöðugleika sem gefur færi fyrir fyrirtæki á borð við Actavis, Marel, Össur, CCP ásamt fjölmörgum minni fyrirtækjum að þróast.
Það hefur marg oft verið bent á það að sveiflurnar og ruðningsárhrifn sem leiða af því að vera með öll egginn í sömu körfunni, eru mjög erfiðar fyrir all þróun í atvinnustarfsemi sem byggir fyrst og fremst á hugviti og útsjónarsemi starfsmannanna.
Jónas Haralz hagfræðingur hefur ásamt mörgum öðrum bent á að það síðasta sem við þurfum nú eru fleiri stórframkvæmdir með tilheyrandi þenslu og vitleysisgangi. Peningar sem koma í gusum nýtast oft illa. Nú sitja íbúar á austurlandi uppi með 3-400 óseljanlegar íbúðir á svæðinu. Þetta mun væntanlega leiða til þess að þeir sem ekki notuðu tækifærið til að flytja burt meðan á fylliríinu stóð, sitja eftir í átthagafjötrum með eignir sem eru enn óseljanlegri en þær voru áður.
-Einar
11.10.2008 at 11:38 #630910Sælir
Einar, hvað í veröldinni fær þig til að ætla það að íbúar á Austurlandi vilji fremst af öllu flytja til Reykjavíkur.
Þvílík endalaus heimska það er að halda því fram að lífið sé auðveldara og betra í Babylon.
Hvernig steik ertu eiginlega!!!!
Það eru ekki 3-400 íbúðir sem halda austurlandi í hreðjargreipum, talan var fengin með því að leggja saman allar eignir á söluskrá fasteignasananna, prófaðu það í Reykjavík.
Þökk sé álverinu fallega þá er hér næga vinnu að fá, þokkalega launaða og í nánd við fallegustu staði Íslands.
Kv, Jónsi
12.10.2008 at 08:58 #630912Það kann svo að vera að ekki þurfi að deila um það hvort það eigi að virkja eða ekki. Ef fer fram sem horfir þá verður hreinlega ekki til fjármagn til framkvæmda. Einsog kemur fram á mbl.is í dag. Lánshæfiseinkunn OR lækkuð. Matsfyrirtækið Moody’s lækkaði í dag lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur úr Aa2 í A1. Þá verður fyrirtækið áfram til skoðunar með tilliti til hugsanlegrar lækkunar.Helsta ástæða breytingarinnar á matinu er, að því er kemur fram í frétt Moody’s, versnandi ástand á íslenskum fjármálamarkaði og versnandi efnahagsástand, sem endurspeglast í lækkun á lánshæfismati ríkisins úr Aa1 í A1.Orkuveita Reykjavíkur býr því við sama lánshæfismat og íslenska ríkið eftir breytinguna í dag.
.
. Það styrkir ekki heldur stöðu okkar þegar Davíð Oddson seðlabankastjóri lýsir því yfir í ÞRÍGANG í kastljósi að við munum ekki greiða erlendar skuldir. Ég sé ekki fyrir mér að erlendar lánastofnanir verði ginkeyptar að lána okkur eftir svona ummæli, seðlabankastjóra landsins. Trúverðuleiki bankamanna, stjórnmálamnna bæði í núverandi og fyrrverandi stjórnum er nánast kominn undir frostmark erlendis. Sama á við um þotuliðið sem berst nú í bökkum einsog sést best á ástandinu í Baug í bretlandi.
12.10.2008 at 11:58 #630914Tölur sem birtar voru núna á dögunum um hlutfall atvinnugreina í útflutningstekjum voru nokkuð athyglisverðar hvað varðar að sjávarútvegurinn stendur ennþá rétt um helming teknanna þrátt fyrir samdrátt í kvóta og vöxt í álframleiðslu. En þegar menn eru að tala um aukinn kvóta og aukna álframleiðslu sem lausn á þeim vanda sem nú er eru menn aðeins á villigötum. Vandamálið snýst ekki um að útflutningstekjur séu of lágar. Eins og sérfræðingar hafa bent á standa þær stoðir traustum fótum, en vandamálið hefur snúist um skort á lánsfé og svo núna um fullkomið vantraust á íslensku fjármálakerfi með tilheyrandi afleiðingum fyrir ræfils krónuna. Að ógleymdum hrikalegum vöxtum sem eru að sliga öll venjuleg fyrirtæki. Það að ætla að leysa það vandamál með því bæta við framleiðsluna og auka á þennsluna er eins og að reyna að laga hráolíustíflu með því að gefa bílnum start.
Kv – Skúli
18.10.2008 at 08:36 #630916Ég vil benda á [b:3nv7gk4d][url=http://vefblod.visir.is/index.php?s=2479&p=63762:3nv7gk4d]grein á blaðsíðu 16 í Fréttablaðinu í dag[/url:3nv7gk4d][/b:3nv7gk4d], eftir Andra Snæ Magnason.
Þar sýnir hann fram á að það er langt innan við tíundi hluti af [i:3nv7gk4d]tekjum[/i:3nv7gk4d] Fjarðaráls sem kemur inn í landið, mest er hagnaður Alcoa og erlend aðföng. Það sem greitt er fryrir raforku fer í borga af 40 ára lánum Landsvirkjunar.-Einar
18.10.2008 at 13:12 #630918Ég hef lengi verið á móti uppbyggingu stóriðju á borð við álver og aðra málmvinnslu. Rök mín hafa verið af ýmsum toga t.d. að ekki eigi að setja öll eggin í sömu körfuna, að kynslóðir framtíðar eigi ekki að gjalda fyrir skammtímahagsmuni og að lægðin sem kemur á eftir þennslunni verði það djúp að ástæða sé til að leita annarra lausna.
Líklega vegur þó dýpst í þessari skoðun minni hvað mér þykir vænt um náttúruna og hvað mig dreymir um að geta montað mig af henni við túrista. Að ógleymdri óbeit minni á landsbyggðarfólki, að því er virðist, því það að vera ekki sáttur við virkjanir og álver er jú skýr afstaða gegn landsbyggðinni.
–
Nú, í kjölfar þess að olíuverð fór í hæðstu hæðir ekki alls fyrir löngu fór ég að hugsa hversu lengi álrisarnir væru tilbúnir að flytja súrálið sitt frá S-Ameríku og Eyjahafi til Íslands og aftur ál frá Íslandi til vinnslu erlendis m.v. olíukostnað. Kannski sjá þeir fyrir að sú lækkun sem nú hefur orðið á olíu sé viðvarandi og því sé ekkert mál að leggja í þessa olíubrennslu. Kannski seljum við raforkuna á svona hlægilegu verði að olíuverð skipti þá engu máli. Þá spyr ég mig ef að olíuverð fer upp aftur er þá nokkur hagkvæmni í því að halda úti álframleiðslu úti í n-atlandshafi? Ef að olíuverð hefur ekkert að segja, erum við þá ekki að selja raforkuna allt of ódýrt?
Er okkar glæsta þjóð á hausnum þess vegna?
–
Það yljaði mér um hjartarætur í upphafi hrunsins um daginn þegar að Geir eða einhver vinur hans sagði m.a. "ferðaþjónustan hefur aldrei staðið sterkari en nú".
–
Hvenær ætli við lærum á hugtakið "að leita nýrra leiða?"
18.10.2008 at 17:19 #630920Það á ekki að byggja fleiri álver. Það eru nú þegar komið nóg af þessum álversframkvæmdum. Hvers vegna er ekki hugsað um að það sé hægt að koma af stað iðnaðarstarfsemi sem mengar ekki eins mikið en skila samt fjármangi í þjóðarbúið. Álver bjargar ekki öllu. Í dag er álverð að falla og ef við treistum alfarið á ál til útfluttnings þá förum við hratt á hausinn þegar áliðnaðurinn hrynur. Það var verksmiðja sem var spá að setja á fót í þorlákshöfn en þar sem ríkið gat ekki trygt nægt rafmagn þá fór hún úr landi. Það var iðnaður sem var umhverfisvænn og hefði getað skila góðum tekjum inn í landið.
Á Húsavík á að rísa álver ég vona að umhverfismatið verði það neikvætt að það tefji framkvæmdir eða þeim verði hætt. Hvernig ætla Húsvíkingar að réttlæta það að á sama tíma og þeir vilja ólmir fá mengandi álver vilja þeir líka byggja upp heilsutengda ferðaþjónustu. Þetta tvent á ekki saman. Ég er ekki ílla við Húsvíkinga þótt ég vilji ekki álver á Húsavík. Mín ætt er að hluta til á Húsavík og hef ég miklar taugar til Húsavíkur.
Skoðum fleiri mögleika ekki hugsa bara um álver það er margt annað að hægt að gera til atvinnusköpunar á landsbyggðinni.
18.10.2008 at 20:24 #630922Lásuð þið grein Andra Snæs Magnasonar í dag? Þótt ég hafi nú ekki verið neinn sérstakur aðdáandi þessa manns, þá verð ég að viðurkenna að margt í þessari grein vakti athygli mína og stenst röksemdafærsla hans í mörgum atriðum býsna vel. Til dæmis um þær ívilnanir, sem Alcan voru veittar með gjöld vegna lóðar ofl., hvernig skattlagningu arðs er hátta og að maður tali nú ekki um raforkuverðið. En mesta athygli mína vakti þó skilgreining ASM á því hvaða vikt útflutningsverðmæti verksmiðjunnar hefur í raun í íslensku samfélagi. Hvað það er í raun lítill hluti, sem fer til samfélagsins hér á landi. Það er ekki að undra þótt svona arðránsfyrirtæki séu tilbúin til að koma hingað og setja upp fabrikkur sínar ef "samningar" sem íslensk stjórnvöld gera eru með þessum hætti. Verstur andskotinn að íslenskur almenningur trúir frekar reyksprengjum stjórnvalda en sannleikanum.
19.10.2008 at 08:54 #630924Nú er okkur sótsvörtum almenningi sagt sem allra minnst, til þess að skapa ekki meiri glundroða í þjóðfélaginu en orðið er. En vandamálin virðast stærri en talið var í byrjun og virðast bara vefja uppá sig. Þau verða ekki leyst með lopapeisu framleiðslu, það er alveg klárt.
. Erlendar heildarskuldir bankanna: 9.000.000.000.000 kr. (níu þús. ma.)
. Áætluð heildarábyrgð ríkisins á þeim skuldum: 8.000.000.000.000 kr.
. Mat ríkisins á heildareignum bankanna: 3 .000.000.000.000 kr.
. Áætluð ráðstöfun ríkisins á þeim eignum: Sparifjáreigendur 2 þús. ma. en aðrir kröfuhafar 1 þús. ma.
. Lántaka og ábyrgð til framtíðar: 5.000.000.000.000 kr. (8 mínus 3).Þó þessar tölur hérna að ofanverðu væru helmingi lægri værum við samt í slæmum málum. Erlendu skuldirnar eru þó ekki allt. Því einsog allir vita er frekar auðvelt að takast á við skuldasúpu ef næg er atvinnan. En því er ekki að heilsa og virðast fyrirtækin fara að falla einsog spilaborg. Hverjar verða afleiðingarnar á falli Landsbanka, Kaupþingi, Glitni, Samson, Stoðum. Og síðan hugsanlega Baugi og Nýsir væntanlega fleirum sem hafa verið á lánaspena bankana sem búið er að kippa út úr þeim. Byggingariðnaðurinn virðist vera kominn í rúst einsog sést best á því að flugvélar eru fullar af erlendum farandverkamönnum með miða one way. Ístak segir upp 200-300 manns á einu bretti.
Þessi fólksflótti og uppsagnir bankastarfsmanna og annarra fer fljótlega að fara hafa áhrif á smásöluverslun og þjónustu við banka og byggingariðnað í fleiri í tengdum geirum. Þetta hefur því áhrif á alla og enginn getur verið öruggur nema kannski ríkisstarfsmenn í vernduðu umhverfi. T,d hrannast upp skilalóði í Hafnafirði, Kópavogi og Reykjarvík sem stefnir í það að sveitarfélöginn gætu þurft að taka allt að 10 miljarða lán vegna endurgreiðslna. Sem klárlega mun hafa áhrif á þjónustustig sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðin. Það stefnir því í fjöldauppsagnir af óþekktum stærðum á síðari tímum. Því verður að sporna við með öllum mætti. T,d með því að forðast það að bjóða út verk í það stórum einingum að það þurfi að bjóða þau út á evrópska efnahagsvæðinu einsog gerðis með skólabyggingarnar sem lentu í höndunum á Lettum. Vegna þess að framkvæmdirnar rétt slefuðu miljarð. Þetta voru hrein og klár embættisafglöp sem fennir auðvita yfir í öllu rótinu.Sporna við atvinnuleysi.
Ef fjármagn fæst er auðvita hægt og nauðsinlega að halda áfram að nýta auðlindir landsins. Því ekki er einungis verið að virkja til álframleiðslu. Því margt annað hefur verið í pípunum. Álverð kemur einnig til með að hækka þegar kreppan gengur yfir.
Það þarf auðvita að passa það að íslendingar verði fremstir í röðinni þegar kemur að verklegum framkvæmdum. Auðvelt er að halda áfram framkvæmdum á þess að ganga á hálendið ef ekki er farið offari t,d með því að hafa álverið á Bakka ekki stærra en Þeistareykjarsvæðið ræðu við. Einnig með framkvæmdum í neðanverði Þjórsá og hreinlega þjóðnýta þessi tún þarna við Þjórsárbakka. Reykjarnesið á auðvita að nýta til fullnustu og þá sérstaklega Hellisheiðarsvæði. Nóg í bili.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.