This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 13 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.03.2011 at 21:39 #218170
Gott kvöld.
Náði rétt í þessu sambandi við Jeep gengið sem komið er inn að Versölum eftir gott gengi, byrjaðir að grilla og bjartsýnir á framhaldið. Þeir eru saman á sjö jeppum sem allir eru einhver útgáfa af Jeep nema einn sem er LC FJ40 af árgerð ’68 eða þar um bil. Dekkjastærðir frá 38″ og upp í 46″ og allt þar á milli. Virðist líta vel út með snjóalög, enginn krapi og hvítt yfir öllu og talsverður lausasnjór. Flestir annarra ferðalanga munu gista í Hrauneyjum í nótt og svo eru enn aðrir sem leggja í hann snemma í fyrramálið og ætla þeir að taka þetta í einum áfanga allt til Akureyrar.
Meira síðar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.03.2011 at 10:52 #724730
Þetta er hárrétt hjá þér Benni. Ég var í Réttartorfu og sá raunar aldrei Toyotu, bara amerískt gæðastál með afli. Jú Fordarnir voru lang fyrstir í Torfuna og næstir komu bílar með amerískar vélar…
Kveðja:
Erlingur Harðar
26.03.2011 at 11:52 #724732Sælir félagar.
Smá fréttir af Sóðum. Við fórum úr Rvk kl 13.00 á fimmtudaginn. Stefnan tekin á Sylgjufell. Mikill snjór er á leiðinni frá Vatnsfelli og inneftir. Eiginlega sá mesti snjór sem við höfum séð í mörg ár. Og færið var afar erfitt og því var gott að vera kominn á 46 tommu dekkin. Tók okkur 8 tíma að aka þessa 80 km frá Vatnsfelli og því 10 km ferðahraði per / klst. Vöknuðum snemma á föstudegi og skyggni ekki neitt…. snjóblinda af bestu/verstu gerð. Allt rann saman, himinn og jörð. Og mikill snjór gerði það að verkum að maður gerði engann greinamun á hvað var upp og hvað niður… Því var ákveðið að fara ekki Vonarskarð norður og stefnan tekin á Hágöngur. Ókum um Hágönguhraun beint yfir á stífluna og fengum skyggni um leið og við komum vestur fyrir Syðri Hágönguna. Og gaman að sjá hálft fjallið í sól og hitt hulið… Tók okkur 5 tíma, og ferðahraðinn um 5 km / klst.
Svo var bara tekið stímið noður á eftir öllum hinum. Náðum nokkrum hópum, fengum lummur og kakó í Réttartorfu (takk fyrir okkur) og lentum á Akureyri um kl 22.30. Þá var loksins grillaður kvöldmaðurinn sem átti að étast á fimmtudeginum. Held að Benzinn hafi eitt um 240 – 260 L frá Rvk í þetta verkefni.
Það má segja með sanni að þessi ferð sé búin að bjóða upp á flest hjá okkur. Langir dagar, frábært landslag (þar sem það sást) skemmtilegir ferðafélagar, gott verður, skyggni slæmt og skyggni gott, ekið óvart fram af hengju og niður í gil ca 25 m (og sloppið með það..), léttar affelganir, hliðarhalli (og einn lenti í smá brasi, tveir settir uppá húdd, hleypt meira úr að ofanverðu, haldið við bíl að neðanverðu), coarar hafa þurft að labba á undan bílum, ekið í lóló í marga klukkutíma, ekið á 80 – 100 km hraða þegar skyggnið leyfði (og þið afsakið okkur félagar, þegar við komum framúr… við vorum bara svo fegnir að geta sprett úr spori), góð gisting á Akureyri….
Sem sagt allt bara frábært. Og túrinn er bara hálfnaður. Ætlum svo á sýninguna á eftir og auðvitað í veisluna í kvöld. Slepptum stuttu jeppaferðinni áðan. Liggjum bara hér í leti. En þurfum að skipta um 2 felgubolta í Datsun.
Kv Palli
26.03.2011 at 12:16 #724734Þessir menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna í nótt .Gaman að géta filgst með þessu hér (ps Toyota er málið ;D)
26.03.2011 at 12:24 #724736JÁ ,, það verðu gaman sjá myndir af ferðini fljótlega við opið hús og menn hafa mart að seija frá hvernig gekk og lýsa því
sem fyrir bar . Það var gamann fylgjast með í nótt hvernig mönnum tóku þessa ferð með góða skapið að leiðarljósi .
Það getur verið gamann að vera sófaritari og fylgast með hvernig gengur .Eigið góðan dag strákarKV,,,, MHN
26.03.2011 at 20:44 #724738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ferðalangar eru nú í miklli matarveislu í Golfskálanum á Akureyri. Það kom [url=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/26/80_jeppar_yfir_sprengisand/:30cxviz2]frétt af ferðinni í Morgunblaðinu[/url:30cxviz2]
[img:30cxviz2]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=297353&g2_serialNumber=1[/img:30cxviz2]
Frá vinstri, Benedikt formaður Skagafjarðardeildar, Elmar formaður Eyjafjarðardeildar og Sveinbjörn formaður.
[size=85:30cxviz2]Sir[/size:30cxviz2] ÓE
[size=85:30cxviz2][i:30cxviz2]ps. Hvar ætli hæstvirtur Sveinbjörn hafi fengið þessi gleraugu, …hmm[/i:30cxviz2][/size:30cxviz2]
27.03.2011 at 10:25 #724740Fréttir , Menn eru að taka sig til og eiga hittast kl 12 í varmahlíð og kemur þá hver fer veginn eða kjöl og hvað margir bílar eru í lamansleisi
mun ég seija frá hverni gengur eftir kl 1 ,kv,,,, MHN
27.03.2011 at 10:35 #724742flott Nafni, þú stendur vaktina.
Kv. MG
27.03.2011 at 13:36 #724744Frétt , engar enþá , það hefur bara náðst í Broskalla og þeir eru að hleipa úr ,
K,,,, MHN
27.03.2011 at 15:27 #724746Það sem er að frétt Fort og Sóðar eru að nálgast Hveravelli og eia í mestu vændræðum við að hemja bensínlöppina færið er ofgott , Birnan er við svipað vandamál að stríða , eiga í vandræðum við að tolla á veginnum . Sumir fréttu að þessum vandræðum þarn væri ekkert gerast svo þeir fara veg 1 til baka . 777 eru með stefnuna á Kjöl , það hefur ekki náðst í pappakassa þeir hljóta vera utanvegar við að ýta bílnum upp og úlfar eru ekki vissir á hvaða leið þeir eru á . Broskallar eru með frosið bross allan hringinn , Fúlagengið er í fílu vegna einn bílinn reykir svo mikið , meira á eftir
Kv,,,, MHN
27.03.2011 at 16:35 #724748Talaði við FORMANNINN fyrir c.a. klukkutíma. Var þá nýfarinn frá Skiptabakkaskála og var stefnan tekin á Kjalveg. Kjötsúpan var alveg súper hjá skagfirðingunum sem fylgdu sunnlendingunum á amk 10 bílum inn að skála. Sveinbirni fannst ekki annað að heyra en menn værum almennt séð mjög ánægðir með túrinn sem búinn er að vera ansi fjölbreyttur með blandi af keyrslu og skemmtun. Veislan í gærkvöldi lukkaðist afar vel og stemmingin góð meðal gesta. Nú er bara að ljúka síðasta áfanga ferðalagsins og vona að hann gangi eins vel og ferðalagið hefur almennt gengið. Skildist að langflestir hefðu tekið þá ákvörðun að keyra fremur yfir Kjöl en fara malbilkið enda um að gera að teygja eins vel úr ferðalagi á fjöllum og mögulegt er í stað þess að slíta dekkjunum á malbikinu,,,,hvet þá sem heyra í öðrum hópum að setja texta inn á vefsíðuna enda alltaf gaman að fylgjast með fyrir þá sem heima sátu….meira síðar
27.03.2011 at 16:53 #724750Náði á Rúnar í Skálnefndinni, voru komnir talsvert suður fyrir Hveravelli og sóttist ferðin bærilega en þó ekkert meira en það akkúrat þegar samtalið átti sér stað, skyggnið að lagast en það hafði verið fremur dapurt síðustu klukkutímana. Heyrði einnig í Reyni/Stínu sem voru í samfloti með Jeep genginu, voru að læðast yfir Blöndu sem gekk bara vel. Fremur slæmt skyggni en þó batnandi frá því sem verið hafði….meira síðar
27.03.2011 at 17:34 #724752Fréttir . úlfar eru eru að nálgast Þverbrekku og Broskallar eru komnir og 777 + Jeep G er komnir á kjalveg , færið er aðeins birjað þíngast Ford er að nálgast malbik og eru með Jakkan í spotta Fúlagengið er rétt á eftir þeim en Sóðar eru komnir á malbik og eru að pumpa í . Eikvað óhapp var við Hveravelli eikver Patrol í basli , veit ekki hver það er , annas eru menn bara sáttir við færðina þúngt á köplum ( Meira eftir smá stund )
kv,,, MHN
27.03.2011 at 18:07 #724754Mera var að heira í Toyota og hann sagði að það væru bílar úr Ljósa G með þeim og síma lausa pappakassar eru líka með þeim og eru á kjalvegi + Áferð er á vegi 1 með laskaða bíla + einkverjir aðrir bílar sem eru í svipuðu ástandi . Patrolinn fór niður í krappa annað er ekki vitað hann er ekki í okkar hópum . Þeim gengur vell sem eru á kjalvegi en úlfarnir finna ekki kjalveginn og eru síðastir , þeir eru að skoða kortinn betur gá hvort vegurinn hefur verið færður til . Það má búast við þurfa vaka eftir þeim
kv,,,, MHN
27.03.2011 at 18:32 #724756Veislu fréttir. ég var fá þær upplýsingar ad það væri pantadur matur fyrir 300 manns og hefðu átt ad duga þar sem þetta var vel útlátið en þegar sunnan menn komu voru þetta eins og gráðugir úlfar. Og var allt borðað sem tönn festir og var talað um það í eldhúsinu að það þurfti varla ad vaska upp diskana svo heinir vory þeir.Menn höfðu dansað uppi á borðum hefði þetta verið vel myndað og skjalfest.Talað var um hefði mannskapurinn verid 5 tonn þegar þeir komu en færu til baka sem 6 tonn.Höfðu menn klæmst vid annara manna konur sem sumir hefðu tekið óstyrkt upp hvort ad menn hefðu handalögmál er ósagt.Annars hefði veislan farið þokkalega fram miða við suma sunnlendina sem fóru mikin.
Og létu hátt og hváðust vera bestir og hefðu skorað á menn að koma á jökul við gott færi.Og sýna getu sína og hæfni hversu snilldar takta þeir hefðu að geyma.(Meira vildi þessi heimildar maður ekki hafa eftir sig sem er ekki gefið upp hér).kv…….MHN
27.03.2011 at 19:21 #724758Fréttir . Jæja Þá eru allir komnir á malbik nema úlfarnir þeir eru búnir að finna kjalveg og eru keira á 95 km hraða enda eru allir hinir búnir að slétta veginn svo þar eru engvir skaplar eftir handa þeim til festa bílana í , sumir keira greitt svo þeir verð ekki bensílausir á leiðini í bæjinn
svo þeir ættu að ná að vera komnir fyrir miðnæti , svo að menn gætu ekki sagt þeir væru að slóra í háttinn. ( Hér með læt ég af frétta mensku af þessari ferð) . Takk fyrir mig .KV,,,,, MHN
27.03.2011 at 20:53 #724760Nú erum við í Fúlagenginu komnir i bæinn eftir rösklega og áfallalausa ferð frá Skiptabakka suður á Eyfirðingaleið, vestur hana og suður Kjöl. Tókum hefðbundna leið að mestu leyti nema við skruppum uppá Fremri Skútann og horfðum þá ofan á Fordgengið í hlaðinu á Árbúðum. Færið var skemmtilegt og skyggni var ýmist dimm þoka eða bjart og sól.
Við viljum þakka norðanmönnum sértaklega fyrir frábærar móttökur og skemmtilega samveru.
Lummurnar í Réttartorfu og kjötsúpan í Skiptabakka voru höfðinglega framreiddar og gaman á sjá þessa frábæru skála.
27.03.2011 at 23:09 #724762Viðbót af fréttum ,það var smá vesinn á Strút G en það er komið í lag og eru komnir á malbikk, 3 af þeim fóru í Setrið sem eru Fririk H og Kristján E ,Kristján Þ , og gista þar í nótt og eru komnir þangað . Svo að allir hafa látið vita af sér sem er ara gott mál
kv,,,,, MHN
28.03.2011 at 00:44 #724764Góða kvöldið
Birnurnar lentu í bænum kl 21:30 og héldu hver til síns heima.
Ferðin var virkilega skemmtileg og viljum við Birna þakka fyrir okkur þær höfðinglegu móttökur sem voru bæði í Réttartorfu og Skiptabakka og þakka öllum ferðafélugunum og öllum sem við hittum á leið okkar um hálendið fyrir viðkynninguna og vonandi hittast síðar á fjöllum eða annarsstaðar.Kv Jói og Birna á Pæjunni.
28.03.2011 at 10:07 #724766Sælir félagar.
Við Sóðarnir vorum í Rvk um kl 19:30 í gær. Allir bílar heilir, allir menn ánægðir með ferðina fínu. Fengum súpu hjá félögum okkar í Skagafjarðardeild og fengum auðvitað mikla veislu í Golfskálanum á Akureyri. Takk fyrir það allt saman og sérstaklega var gaman að hitta þá norðlendinga sem mættu í veisluna. Þar stóð uppúr kona að nafni Halla Jensdóttir.
Kv
Palli
28.03.2011 at 11:30 #724768Sælir félagar.
Hjá okkur úlfum gekk ferðin vel eins og til var stofnað. Bilun og affelgun töfðu för um nokkra klst. og svo tókum við smáúturdúr þegar við komum á slóðir þar sem unnt var að taka klárana til kostanna. Fregnritari hefði eflaust viljað vera með í þeirri skemmtun. Ímyndunaralfið flytur fjöll. Gott til að vita að menn eru ekki mjög jarðbundnir í skáldskap sínum.
Ég þakka félögum okkar fyrir norðan fyrir móttökurnar. Og súpan á Skiptabakka var þvílíkt hnossgæti. Er hægt að fá uppskriftina?
Úlfarnir voru svo komnir í bæinn tímanlega fyrir svefninn. Hefðum gjarna viljað hafa ljósmyndunarstoppin ennþá fleiri og lengri en drifum okkur niður því maður tekur víst ekki landslagsmyndir í náttmyrkri.
Meðal annarra orða; kappakstur er góður fyrir þá sem hafa áhuga fyrir honum og verði þeim að góðu. Við hinir viljum fara hægar yfir og leggja meiri áherslu á að njóta útsýnis og útiveru. Allir ferðast á sínum eigin forsendum og eiga að njóta þess.
Með bestu þökk
Pétur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.