This topic contains 80 replies, has 1 voice, and was last updated by ikorninn / aron berndsen 11 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.03.2013 at 13:10 #225751
Nú eru ferðalangar væntanlega að ljúka undirbúningi og gera sig klára til brottfarar á fyrsta náttstað.
Fyrstu jeppar í Jeep-genginu eru lagðir af stað í Jökulheima. Bjartmar Örn er með Depil klúbbsins um borð og hægt að fylgjast með framvindunni hjá Jeep-genginu í rauntíma á http://www.depill.is/f4x4. Allavega meðan gsm sambad er til staðar.
Hvet alla sem hafa fréttir af ferðalaginu að pósta hér inn á þráðinn.
ÓE
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.03.2013 at 14:29 #764539
Sælir
Þetta er þekkt vandamál hjá mönnum sem hafa ekkert spáð í hvernig á að nota tækin.
Það eru ansi mörg ár síðan það varð ofaná að nota WGS84 hér á landi – önnur vörpun var þá lögð til hliðar. En það kemur hins vegar ekkert á óvart að stór hópur, sérstaklega yngri jeppamanna hafi ekki spáð í þessu.
Þetta getur skipt máli í kortagrunnum og ferlum, uppgefnum punktum og mörgu öðru…
Kannski klúbburinn þurfi að halda námskeið í þessu – það færi vel á því. Rikki í Garmin væri örugglega til í slíka kennslu.
Hvað landsbjörg varðar þá getur varla verið vandamál fyrir stjórnstöðvar þeirra að taka við hnitum á hvaða formati sem er og umreikna í það sem þeim hentar – trú ekki öðru en að slík kunnátta og forrit séu staðalbúnaður í stjórnstöðvum.
26.03.2013 at 15:58 #764541[quote="hmm":3vaqjfqm]Sælir
…
Kannski klúbburinn þurfi að halda námskeið í þessu – það færi vel á því. Rikki í Garmin væri örugglega til í slíka kennslu.Hvað landsbjörg varðar þá getur varla verið vandamál fyrir stjórnstöðvar þeirra að taka við hnitum á hvaða formati sem er og umreikna í það sem þeim hentar – trú ekki öðru en að slík kunnátta og forrit séu staðalbúnaður í stjórnstöðvum.[/quote:3vaqjfqm]
Fín hugmynd með námskeið, en hvað landsbjörgu varðar þá geta menn auðvitað reiknað fram og til baka, en það er bara öruggara, þægilegra og fljótlegra fyrir alla ef menn notuðu sömu skilgreiningu á lengd og breidd.
26.03.2013 at 16:05 #764543Langar bara að endurtaka það sem ég póstaði áðan:
"Þú ert einnig að kalla eftir staðli um "kvöðrun" á tækjum, og hann er einfaldlega svona:
Datum = WGS84,
Format á punktum = DD MM.MMM (gráður mínutur.mínutubrot)."Það er ekkert meira um þetta að ræða, nema menn vilji náttúrulega fara taka upp breskt einingakerfi á ný
kv
Rúnar.
26.03.2013 at 22:03 #764545Nei það kunna sjálfsagt fæstir 100% á tækin sín. En að geta gefið upp stefnu í gráðum er nú bara lágmarkskunnátta. Góð hugmynd að halda námskeið á gps tækin með Rikka og jafnvel í samstarfi við slysavarnaskóla landsbjargar að halda námskeið í rötun.
27.03.2013 at 21:17 #764547WGS 84 er málið og svo hdd.mm.mmm. Hjá yngra fólki er stundum eitthvað annað format og þá ekki neitt eitt sérstakt frekar en annað. Hinsvegar er algengara hjá þeim sem eldri eru að þau séu stillt á Hjörsey 55 þar sem það var venjan fyrir slatta áum síðan, þ.e.a.s. að því gefnu að menn séu með annað en wgs 84 sem nær allir notast við.
Kveðja, Freyr
29.03.2013 at 00:07 #764549Góðan daginn,
ég veit nú ekki hvort ég sé nógu klár um þessi Formöt og Kvöðrun eða hvað þetta nú heitir. Ég hélt að það væri ekki það sem skipti máli. Hér áður fyrr var allt mælt í tommum, þumlungum og hvað þetta nú heitir allt saman. Allir útreikningar í tommu kerfinu. 64°24´60 sek eða 64 gráður 24 mínútur og ´60 sekúndur. En í seinni tíð eru menn að reyna snúa þessum tölum í metra kerfið sem er þá 64°24,100 eða 64 gráður 24 mínútur og ,100 sekúndur. (Sem verður einnig til þess að hringurinn fer úr 360 gráðum í 400 gráður) Sem leiddi til þess að í staðinn fyrir að notaðar væru ´60 sekúndur þá fóru þeir að nota ,100 sekúndur. Og eru þá ´30 sekúndur í tommu kerfinu sama og ,50 sekúndur í metra kerfinu. ´45 sekúndur í tommu kerfinu eru ,75 sekúndur í metra kerfinu. Þú velur bara hvort kerfið tækið notar tommu eða metra kerfið, en eins og ég sagði hér áður þá er stefnan að allt kerfið fari í metra kerfið og því eðlilegast að allir séu með tækin stillt á ,100 eða metra kerfið. Ættu menn þá að geta hittst á fjöllum þó veður séu válind. Það þarf bara að setja leiðbeiningar hér á síðuna með hvernig menn stilli hjá sér tækin á metrakerfið, Man það ekki núna en þarf að ná í tækið út í bíl og sjáða þá get ég sett það hér inn. Einnig eins og einhver sagði þá eiga öll tæki að vera stilt á WGS84, en ekki Hjörsey 55. Vona að ég hefi getað komið þessu frá mér á manna máli. En auðvitað ætti klúbburinn að fá einhverja til að halda námskeið góð vísa er ekki of oft kveðin.Kveðja [url=http://www.jakinn.is/skrar/aaaaaaaaaaaaaaaa-20100276.JPG:2xvsz6ah][color=#0000FF:2xvsz6ah]Hjörtur[/color:2xvsz6ah][/url:2xvsz6ah] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/2010_0331gos-30-mars0073.JPG:2xvsz6ah][color=#0000FF:2xvsz6ah]JAKINN[/color:2xvsz6ah][/url:2xvsz6ah].is
29.03.2013 at 10:29 #764551Hér er smámisskilningur í gangi. Það að brot úr mínútu séu gefin upp í hundraðshlutum fremur en sextugustupörtum verður ekki til þess að hringur verði 400 gráður. Gráðurnar í honum eru ennþá 360 í siglingafræðinni og verða það áfram amk til næstu jóla og sennilega út okkar tíð og jafnvel lengur.
30.03.2013 at 00:05 #764553Sæll Valdur,
ég tel ekki vera neinn misskilning hjá mér ef það er það sem þú átt við. Ég segi… (Sem verður einnig til þess að hringurinn fer úr 360 gráðum í 400 gráður) og er ég þá að meina að ef metra kerfið nær fram að ganga mun hringurinn verða 400 gráður. Jafnframt segi ég… Sem leiddi til þess að í staðinn fyrir að notaðar væru ´60 sekúndur þá fóru þeir að nota ,100 sekúndur. Finnst ég ekki tala m það að hringurinn verði 400 gráður. Kannski það hafi misskilist eitthvað en átti helst ekki að gera það.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
30.03.2013 at 09:49 #764555Já, ég sé núna hvað þú áttir við. Hitt er svo annað að seint munu menn taka upp 400 gráðu hring í siglingafræði. Þann dag sem Bretar taka upp hægri umferð gæti það komið til mála. Hvottveggja mun þó stranda á kostnaðinum sem verður gífurlegur og ávinningur lítill, en þó sennilega meiri af hægri umferð í Oxfordstræti.
31.03.2013 at 02:48 #764557Góðan daginn Valdur,
ég er nú ekki sá fróðasti um þessi mál en þú talar um Siglingafræði. Ég veit ekki betur enn að þeir séu að nota 400° hring í fluginu, og einnig veit ég ekki betur en að það sé kallað Siglingafræði það sem þeir nota. Svo talar þú um að "ávinningur sé lítill" en ég held að hann sé miklu meiri en við gerum okkur grein fyrir, vegna þess að allt kerfið sem bygðist áður fyrr upp á tommu kerfinu er að þróast í metra kerfið. Meira að segja Kaninn er að þróast mikið í metra kerfið og hélt ég að hann væri stæðsti aðilinn í tomu kerfinu.
Ég veit reyndar ekkert um þessi mál, allt byggt á hyggjuviti frekar en raunverulegri þekkingu.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
31.03.2013 at 09:06 #764559Áhugaverð umræða hér.
Ástæðan fyrir því af hverju menn eru að brasa við að skipta sekúndunum niður í hundraðshluta í stað þess að hafa þær einfaldlega bara 60 eins og við erum öll vön er ekki flókin. Ef þú ert að vinna með pappírskort þá er mun þægilegra að finna rétta staðsetningu með reglustikunni (eða reglustrikunni).Það sem eina sem skiptir máli hér er að ALLIR NOTI SAMA FORMAT. Allt annað er aukaatriði. Það sem ég hefði viljað að yrði gert er að það hér á forsíðuna yrði ritað stórum stöfum. 4×4 klúbburinn notar er Deg, Min.
Gleðilega páska.
31.03.2013 at 13:25 #764561Já Hjörtur. Nú vill svo til að ég hef bæði flugpróf og skipstjórnarréttindi. Þar af leiðandi veit ég dálítið um siglingafræði. Og mér er kunnugt um það að í siglingafræðinni nota menn 360 gráðu hring og að miðbaugur er 0. breiddargráða og norðurpóllinn 90. gráða. Þá veit ég líka að ráðhúsið í Reykjavík er á 64°08’46 N og 21°56’33 V. Númer flugbrautanna á Reykjavíkurflugvelli, 01/19, 31/13 og 06/24, tákna stefnu þeirra í gráðum. Þessar tölur miðast allar við 360°hring og mér vitanlega verður ekki breyting á því í náinni framtíð. Þess má líka geta að tímatalsreikningur og gráðufjöldi í hring tengjast tommukerfinu ekkert og eru miklu eldri en skilgreining á tommu. Það að gráður í hring eru 360 stafar sennilega af því að dagar ársins eru uþb. 360. Lengd enskrar tommu var hinsvegar skilgreind sem lengd þriggja byggkorna samtals, eða breidd þumalfingurs fullorðins karlmanns.
En vitaskuld veit ég ekki allt og kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Samt hef ég ekki verulega trú á því.
02.04.2013 at 11:00 #764563Datumið Hjörsey55 er það sem er notað á gömlu landmælingarkortunum. Það á ekkert erindi inn í GPS tæki, nema þá rétt á meðan staðsetning af slíku korti er slegin inn í tækið, en það er eitthvað sem enginn gerir í dag (og sennilega fáir kunna). Einnig er ekki ólíklegt að staðsetningar í GPS bókinni grænu sé á þessu Datumi, fyrir þá sem eru nógu gamlir til að muna eftir henni
Mismunurinn á sömu hnitum í hjörsey55 og WGS84 eru nokkir tugir metra, eða nógu mikill til að maður getur lent í að finna ekki skála eða bíl á viðkomandi hnitum (been there, done that).WGS84 er staðallinn í dag.
kv
Rúnar.
04.04.2013 at 23:48 #764565Góðan daginn Valdur,
ætlaði aö svara þér fyrr en sökum anna þá bæði gaf ég mér ekki tíma og gleymdi þessu en ég verð að bæta aðeins við.
Það er gott að þú ert svona vel að þér í siglingafræði, gráðufjölda í hring, staðsetningu miðbaugs, norðurpóls, ráðhússins og númer flugbrauta. En ég skil ekki hvernig allar þessar tölur út frá staðsetnigu þessara staða, númer flugbrauta meðal annars miðast allar út frá 360°hring. Eins verð ég að leiðrétta þig með að þú segir að "tímatalsreikningur og gráðufjöldi tengist tommukerfinu ekkert" . Það vill nú þannig til að þegar menn voru að finna upp kerfið á sínum tíma til að reikna út stjörnufræðina og staðsetja allt í okkar heimi ákváðu þeir að nota 360° í hring. Nú vill nú svo til að allar þessa tölur ganga upp í hvora aðra, tomma eða þumlungur er 2.54 cm, fet sem er 12 þumlungar eða 33.48cm, faðmur sem er 1,852 m eða 6 fet og svo sjómílan sem er 1852 metrar. Nú hver gráða í breidd er 60 mínútur og hver breiddar mínúta er 60 sekúndur. Sjómílan samsvarar nokkurn veginn 1 mínútu breiddar á yfirborði jarðar. Breiddarmínútan er um 1843 m við miðbaug en 1862 m við heimskaut. Hún er tengd stærð jarðar og er skilgreind sem ein hornmínúta af miðbaug jarðar.
Allt eru þetta mælieiningar sem reiknast í hvora aðra, og segðu mér ekki ja alla vega ekki í björtu að 360° miðist út frá dagafjölda í ári.
Varðandi 400° í hring þá voru þeir í fluginu hér áður að reyna koma því inn í kerfið hjá sér og hélt ég þess vegna að þeim hefði tekist það og væru þess vegna þar 400°í hring eða eins og það er kallað 400 nýgráður.
Eftir komu metrakerfisins var reynt að finna eitthvert hlutfall milli eldri eininga í fet-punda kerfinu, t.d. að fet sé 12 tommur og faðmur 6 fet, en hlutfallstölurnar eru innbyrðis ólíkar. Við notum metrakerfið hér á landi.Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
05.04.2013 at 15:18 #764567Já, sæll. Nú er svosem óþarfi að fara að rífast um þessi mál. Þó er ég þannig gerður að ég vil gjarnan hafa það sem sannara reynist. Þess vegna get ég útskýrt fyrir þér hvernig staðsetning ráðhússins tengist 360° hring. Hnitakerfi siglingafræðinnar byggist á því að í ferð hringinn í kringum jörðina séu 360°. Þeim er skipt í minni einingar þannig að miðbaugur jarðar er á 0° breiddargráðu og pólarnir á 90°gráðu vegna þess að leiðin frá miðbaug og að pól er fjórðungur af leiðinni kringum jörðina og eins og kunnugt er verða 90×4=360. Þetta er kallað breidd og er notað þegar ferðast er í norður eða suður. Hefði nú verið upp tekinn 400°hringur væri póllinn á 100°. Nú, þegar ferðast er til austurs eða vesturs er 360°hringnum skipt í 2×180 gráður og þar er 0°miðuð við tiltekið hús í London. Sé nú farið frá því húsi til vesturs og haldið áfram í beina stefnu þar til komið er að því úr austri hefur viðkomandi ferðast 360°samtals. Því hefur maður sem staddur er á tröppum ráðhússins ferðast rúmar 64°frá miðbaug til norðurs og tæpar 22°frá London til vesturs.
Það er svo rétt að sjómíla er skilgreind sem ein breiddarmínúta eða 1852 metrar en sú tala gengur ekki upp í tommukerfinu vegna þess að ein sjómíla er 6077 fet. Má um þetta t.d. sjá á þessari síðu: http://en.wikipedia.org/wiki/Nautical_mile Þá er það rétt að ein tomma er 2,54 sm og að eitt fet er 12 tommur. En 12×2,54 er ekki 33,48 heldur 30,48. Af því leiðir að faðmur, sem er 6 fet, er ekki 1,852 metrar heldur 1,829 metrar sem ekki gengur svo upp í sjómílunni sem er, eins og áður er fram komið, 1852 metrar. Um skilgreiningu á enskri tommu má svo lesa hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Inch. Þess má svo líka geta að nákvæm stöðlun á tommunni var ekki gerð fyrr en 1959 en þá hafði sjómílan verið til lengi og þó í mismunandi lengd eftir löndum og ekkert þeirra lét tommur ganga upp í henni. Þess má líka geta að upphafleg skilgreining á metra var 1 tíumilljónasti hluti af vegalengdinni frá miðbaug norður á pól, en þegar menn eignuðust nákvæmari mælitæki dugði sú skilgreining ekki því ekki er alveg sama hvar menn eru staddir þegar mælt er. Um skilgreiningu á metra má svo lesa hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Metre Jæja. Er þá ekki sæmilega ljóst að tommukerfið gengur ekki upp í siglingafræðikerfinu nema með verulegum tilfæringum?
Nú; númer flugbrautanna í Reykjavík. Hvert númer táknar segulstefnu brautarinnar í gráðum áttavitans, sem eru eins og kunnugt er 360, og er þá einu núlli sleppt. Þannig er sk. norður- suður braut kölluð 01 ef lent er til norðurs því þá verður aðflugið í stefnuna 10 gráður. Sé nú vindurinn úr hinni áttinni og menn lendi á braut 19 er aðflugið, eða svosem flugtakið eftir atvikum, tekið í stefnuna 190 gráður.
Hvað snertir svo það að einhver sjái ekki eitthvað í björtu er svo skemmtilegur brandari. Ef menn lesa sér til um hvers vegna gráðurnar í hring eru 360 en ekki einhver önnur tala má sjá að margir telja að uppruna þeirra megi finna í dagafjölda ársins. Þessu hafa miklu gáfaðri menn en ég haldið fram. Aðrir telja að þar sem tímatalskerfi Babýloníumanna byggðist á 60 einingum hafi 6×60 verið þægileg tala. Í henni ganga t.d. miklu fleiri tölur upp en í 100 eða 400. Má um þetta lesa hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Degree_(angle) og http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3719
Lifðu svo heill.
05.04.2013 at 19:51 #764569Jæja Valdur,
þett er sennilega allt rétt hjá þér og ætla ég ekki að þrátt meira. En einu sinni var ég á námskeiði í siglingafræði og hélt kennarinn því fram að kerfið byggðist upp á þessu kerfi þ.e.a.s. tommu kerfinu og sagði að þessar einingar gengju allar uppp í hvor aðra, við sannreindum það ekki. Og að stjörnufræðin hefði verið byggð í þessu kerfi. En það eru mörg ár síðan og viðkomandi maður getur ekki svarað fyrir það í dag. Ég get því ekki rökrætt þetta við þig nánar. Ég bara trúði því blákalt og er í raun ekki tilbúinn til að kasta því bara sí svona, en rökfærsla þín er trúverðug og ætla ég þess vegna að lifa heill og óska þér þess sama.
Hinns vegar í árdaga má ætla að menn hafi eingöngu notast við þumlunga, fet, faðma þegar enginn var pappírinn og tölur fyrir þessar einingar ekki alveg á hreinu.
Kveðja Hjörtur og JAKINN
05.04.2013 at 23:05 #764571Daginn
Maður á greinilega markt eftir ólært í sambandi við útreikning á tommum og metrum og ég held að það sé ástæða til að þakka Valda fyrir gríðarlega skemmtilega lesningum um þetta málefni.
En aftur í raunveruleikann, Benni talar um að Landsbjörgu finnist ekkert mál að taka við hniti í hvaða formati sem er og það er hárrétt en þar á bæ eins og annarsstaðar getur vandamálið legið í að vita ekki í hvaða formati talan er. Þar liggur hundurinn grafinn í kúnni. Þetta er s.s. vandamál sem menn hafa glímt við í gegnum tíðina að sumir nota sekúndur og aðrir þúsundastahluta úr mínútu en núna er vandamálið að enn aðrir nota gráður og hundraðshluta úr gráðu og þúsundastahluta úr hundraðshluta úr gráðu og ef þú fengir uppgefinn pungt =65°38 337 þá er orðinn gríðarlegur munur á um hvaða format er að ræða. Nýjasta vandamálið er að GPS kerfi í GSM símum, sem flestir hafa, gefa pungtana upp í dd,dd,ddd en ekki dd.mm,mmm eins og flestir nota í dag. Þetta er fólkið sem hringir eftir aðstoð grunlaust um hvar það er og les upp staðsetningartölur úr fínu lófatölvunni sinni án þess að hafa hugmynd um fyrir hvað þær standa.
Vandamálið er sumsé ekki tæknilegs eðlis heldur félagslegs, eða þannig.
Í dag eru göngumenn að byrja að nota UTC kerfið (minnir mig að heiti) og það er allt í lagi. Það gengur upp í metrakerfi og er sjálfsagt ágætt til síns brúks. Kallar á að þeir sem þurfa að fá upp gefna staðsetningu til að nálgast einhvern þarf að kunna skil á þessu og geta stillt tækið sitt eftir því formati sem pungturinn er gefinn upp í. En vandamálið verður alltaf að það sé hægt að ruglast á mörgum mismunandi formötum og jafnvel engin leið að lesa út hvort er verið að nota.
Svarið við þessu er einfalt (allavega þegar maður skrifar það) fræðsla.
Kv Jón Garðar
28.04.2013 at 22:33 #764573Þá er loks búið að klára videoinn úr ferðinni hjá [b:2rkvspn3]Úrsérgengið[/b:2rkvspn3] svo vonandi getið þið notið þeirra
[url:2rkvspn3]https://vimeo.com/64984994[/url:2rkvspn3]
[url:2rkvspn3]https://vimeo.com/64977347[/url:2rkvspn3]
[url:2rkvspn3]https://vimeo.com/64966069[/url:2rkvspn3]vegna einhvers á virkar ekki vimeo kóðinn
[vimeo]https://vimeo.com/64984994[/vimeo]
[vimeo]https://vimeo.com/64977347[/vimeo]
[vimeo]https://vimeo.com/64966069[/vimeo]
29.04.2013 at 00:07 #764575Flott video hjá þér Aron, gaman að sjá menn brasa svolítið í vondu veðri á jökli.
kv Hilmar
29.04.2013 at 00:12 #764577[quote="HÖS":2h5rcdod]Flott video hjá þér Aron, gaman að sjá menn brasa svolítið í vondu veðri á jökli.
kv Hilmar[/quote:2h5rcdod]
Já það var kalt, einhver sagði mér að það hefði verið 35 metrar/sec og -23 en gaman var þetta
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.