This topic contains 80 replies, has 1 voice, and was last updated by ikorninn / aron berndsen 11 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.03.2013 at 13:10 #225751
Nú eru ferðalangar væntanlega að ljúka undirbúningi og gera sig klára til brottfarar á fyrsta náttstað.
Fyrstu jeppar í Jeep-genginu eru lagðir af stað í Jökulheima. Bjartmar Örn er með Depil klúbbsins um borð og hægt að fylgjast með framvindunni hjá Jeep-genginu í rauntíma á http://www.depill.is/f4x4. Allavega meðan gsm sambad er til staðar.
Hvet alla sem hafa fréttir af ferðalaginu að pósta hér inn á þráðinn.
ÓE
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.03.2013 at 13:31 #764499
[img:24o9zz0r]http://sphotos-a.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-frc1/45509_10151539701087941_123793931_n.jpg[/img:24o9zz0r]
18.03.2013 at 14:29 #764501Jeep gengið þakkar fyrir sig. Flottur túr.
Veðrið setti strik í reikninginn. Það má búast við því. Spá þýðir spá.
Það var erfið ákvörðun að skilja eftir bíla úr okkar gengi. En það urðum við að gera til að geta haldið áfram. Þeir bílar sem voru með kveikjulok og blöndung þurftu stöðuga aðhlynningu í þessu veðri. Lágarenningur, kóf og stormur.
Við vorum í sambandi við aðra ferðalanga á jöklinum. Þeir voru stopp og báðu okkur um að koma hjálparbeiðni þeirra á framfæri sem við gerðum með okkar tækjum.
18.03.2013 at 14:47 #764503Jón G. Eftir að fréttir fóru að berast af basli kíkti ég á http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=vindur og þar mátti sjá spá (reyndar mjög stutt fram í tímann), sem sýndi storm, eða allt að 18m/s á öllum sunnanverðum Vatnajökli.
Ekki það að veðurspáin skipti þanniglagað nokkru máli. Menn eiga jú alltaf að vera tilbúnir undir svona veður. Við búum jú á Íslandi
kv
Rúnar.
18.03.2013 at 23:08 #76450518.03.2013 at 23:19 #764507Þá er þessi ferð loks að baki og síðustu bílar úr Túttugenginu komu til byggða nú undir kvöld.
Ferðin var að öllu leiti frábær og allt sem að lagt var upp með gekk eftir, nema kannski þetta rok þarna undir lokin.
Mig langar sérstaklega að minnast á mótttökur Hornfirðinga sem því miður sumir misstu af. Þeir biðu eftir hópnum fyrir ofan Jöklasel með blaktandi fána deildarinnar og beindu mönnum rétta leið niður af jökli. Við jökul jaðar var svo annar hópur prúðbúin, í jakkafötum og með Pípuhatt og buðu mönnum áfram niður og að virkjunninni neðan við brekkurnar þar sem dýrindis humarsúpa og annað góðgæti beið manna. Hreint út sagt stórkostlegar móttökur.
Sama má segja um hótelið sem sá um að allt gengi upp niðri á Höfn og þeir sáu um að allir fengju að borða eins og þeim listi, jafnvel þó menn kæmu ekki í hús fyrr en undir morgun. Allur aðbúnaður og allt nákvæmlega eins og um hafði verið samið… Frábært fólk þar.
En ferðalag okkar í Túttugenginu gekk áfallalaust og vel fyrir sig alla leið á Höfn. Tveir bílar lentu í veseni og brotum í björgunartúrnum og urðu því að fara heim á sunnudegi.
Við hófum ferðina í Versölum á fimmtudegi. Á föstudegi fórum við um Vonarskarð upp á Köldukvíslarjökul, á Bárðarbungu vorum við í heiðskíru veðri og flottu. Frá Bárðarbungu fórum við niður í Gæsavötn þar sem grillað var og slakað á.
Á Laugardegi var fulltrúi Breska heimsveldisins með mótþróa og þurfti því að leita sér bandamanna úr vestri og samdi við tvo Forda um traust band á milli. Það gekk vel og fórum við frá Gæsavötnum upp á Jökul við Kistufell og þaðan beina línu, eða þar um bil beint að skálafellsjökli. Færi á Jökli var eins og best verður á kosið og sóttist okkur ferðin því vel þar til um 10 – 15 km voru eftir. Þá hægði lítilega á okkur þar sem færið þyngdist aðeins og veðrið var hundfúlt eins og alþjóð veit nú. Skygnið var lengst af það lítið að ég sá ekki nema hálft húddið á Fordinum þegar ég var fremstur. Við ókum þó bara nokkuð viðstöðulaust eftir ferlunum og vorum komnir niður af Jökli og i Humarsúpu hjá Hornfirðingum um fimmleytið.
Við vorum svo passlega komnir niður á Hótel og farnir að galla okkur fyrir kvöldið þegar kallað var eftir aðstoð. Við fórum því aftur af stað uppeftir ásamt Hornfirðingum og snjótroðara frá ferðaþjónustunni í Jöklaseli og sóttum þá sem voru í basli. Í seinni ferðinni hafði færið batnað töluvert og veðrið tók svo að lagast meðan á björgun stóð og því gekk þetta allt ljómandi vel og vandræðalítið. Við urðum þó eins og fyrr sagði fyrir því að milligír brotnaði í einum bíl og annar braut frammdrif og sleit dempara í björgunartúrnum. Þeir komust þó báðir niður og því þurftum við ekki að geyma neina bíla á Jökli.
Eftir að farið hafði verið yfir stöðu mála og hlutirnir planaðir á Höfn á Sunnudegi héldum við til baka eftir malbikinu en nenntum því ekki lengi og áður en við komum að Klaustri beygðum við aftur til fjalla og héldum að Síðujökli og skelltum okkur upp hann og að Grímsfjalli. Þar var þá komið sama skítaveðrið og var deginum áður á Skálafellsjökli og við nenntum ekki að fara að grilla lambið í því veðri þannig að við renndum niður Tungnárjökul og í Jökulheima þar sem við grilluðum í logni undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum
Á mánudegi héldum við svo suður Breiðbak, að Eldgja, yfir á Mælifellssand og yfir Mýrdalsjökul og heim. Glampandi sól og blíða allan daginn og færi frábært.En við þökkum öllum sem komu að þessari ferð á einhvern hátt kærlega fyrir samveruna og ferðina. Þessi verður klárlega ein af þeim eftirminnilegri hjá okkur og örugglega mörgum öðrum.
Benni
19.03.2013 at 10:39 #764509Fyrstu sex bílar komnir niður af Jökli, en þeir voru sóttir í gær. Það voru Eyjahópurinn og HFH sem eru komnir niður.
Gert í umsjá 4×4 á Höfn og með aðstoð Bjarna á Snjótroðaranum. Veðrið er enþá slæmt á jöklinum og það verður reynt við hina sem eru á Skálafellsjökli seinna í vikunni.
Benni
19.03.2013 at 16:47 #764511Of Langt Gengið þakkar fyrir sig.
myndir og ferðasaga
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfu … mId=326906
Video
http://www.facebook.com/photo.php?v=10200710118665829http://www.facebook.com/photo.php?v=102 … permPage=1
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 … permPage=1
http://www.facebook.com/photo.php?v=102 … permPage=1
[img:3rlvjhfa]http://sphotos-a.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-prn1/65538_10151540646942941_1950959610_n.jpg[/img:3rlvjhfa]
[img:3rlvjhfa]http://sphotos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc7/253763_10151540649077941_50374860_n.jpg[/img:3rlvjhfa]
20.03.2013 at 18:50 #764513Bílarnir sem að voru skildir eftir á Skálafellsjökli voru allir sóttir í dag. Veðrið hafði skipt algerlega um ham og nú var logn og sól á jökli.
En sem sagt allir komnir niður og komast því væntanlega heim áður en langt um líður. Hornafjarðardeild 4×4, Björgunarfélag Hornafjarðar og Ferðaþjónustan í Jöklaseli aðstoðuðu eigendur bíla við þetta verkefni og kunnum við í undirbúningsnefndinni þeim allra bestu þakkir fyrir…
Benni
20.03.2013 at 21:40 #764515Frábær ferð í alla staði, þó svo manni hafi aðeins seinkað á hótelið 😉 Ég og 7 ára sonur minn enduðum á því að fara sem farþegar, vorum í hóp með jeppaköllum og rottugengi.
Hér eru myndir ef fólk vill skoða:
http://www.facebook.com/media/set/?set= … 713&type=3
Takk fyrir mig !
21.03.2013 at 07:48 #764517Er nú enganvegin jafn Pro og ljósmyndarinn á undan, en hér eru nokkrar sem ég smellti af í hrauneyjum á föstudeginum og uppá jökli á föstudegi og laugardegi
[url:nssm5160]http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10200280982780257.1073741825.1624135699&type=1&l=7dfcc4b212[/url:nssm5160]
kveðja,
Óskar K
21.03.2013 at 19:14 #764519[quote="Oskar K":305n4qes]Er nú enganvegin jafn Pro og ljósmyndarinn á undan, en hér eru nokkrar sem ég smellti af í hrauneyjum á föstudeginum og uppá jökli á föstudegi og laugardegi
[url:305n4qes]http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10200280982780257.1073741825.1624135699&type=1&l=7dfcc4b212[/url:305n4qes]
kveðja,
Óskar K[/quote:305n4qes]Helvíti flottar myndir
[img:305n4qes]http://sphotos-f.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc7/c326.0.403.403/p403x403/579854_10200281017061114_420270579_n.jpg[/img:305n4qes]
22.03.2013 at 23:42 #764521jæja þá eru komnar myndir frá ÚrSérGengið hópnum.
[url:36v8n3al]http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10200853257273036.1073741826.1212356764&type=1[/url:36v8n3al]
þær eru líka hér á vefnum hjá F4x4
[url:36v8n3al]http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=327758[/url:36v8n3al]Föstudagurinn:
þá byrjuðum við í Hrauneyjum og ókum í Jökulheima þar sem við gistum, en það var fólsbíla fært svo við ákváðum að renna upp í Grímsvötn og ekki má gleima að mynnast á að pallurinn hjá Svandísi Svavars (hilux "44) losnaði svo hann var allur strappaður enda vantar þó nokkrar skrúfurnar í hana ;)[img:36v8n3al]http://sphotos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/390415_10200853436597519_1323158456_n.jpg[/img:36v8n3al] . En svo rendum við okkur aftur í jökulheima í grill og smá bjór. svo úr varð góður dagur.Laugardagurinn:
Við leggjum af stað úr Jökulheimum kl 9[img:36v8n3al]http://sphotos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/208777_10200853509079331_651375542_n.jpg[/img:36v8n3al] og vorum 2 og hálfan tíma upp í Grímsvötn[img:36v8n3al]http://sphotos-a.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/p206x206/552048_10200853557520542_745008252_n.jpg[/img:36v8n3al] svo héldum við áfram og 12 km frá grímsvötnum lendum við í vandræðum með Dodge Ram "38 en hann affelgaði[img:36v8n3al]http://sphotos-c.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc7/599752_10200853571040880_120956316_n.jpg[/img:36v8n3al] og gekk vel að laga það miðan við þetta indislega veður og ekki var gefist upp á að mynda með Go-proinn og Canoninn,[img:36v8n3al]http://sphotos-d.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-prn1/27117_10200859826117253_982752578_n.jpg[/img:36v8n3al] eingu hlíft vegna veðurs og eingar bilanir þar ;). en eftir að raminn kemst af stað þá fer Ford E250 "46 að lenda í veseni með loftþrýsting fyrir læsingar of og svo dekk,[img:36v8n3al]http://sphotos-b.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/482219_10200853612481916_995187308_n.jpg[/img:36v8n3al] og fanst einn lítill leki með hægra framdekki sem kom í veg að hægt væri að halda loftinu í dekkinu, enhann var með ný dekk. svo hann var skyldur eftir.
En þá tekur Dodge Raminn um á að affelga aftur og þá var varadekkið sem ventillinn hafði skemst á tekið og reint að nota og var settur nýr ventill með kúbeini og látum,[img:36v8n3al]http://sphotos-g.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc7/483727_10200853616122007_840566359_n.jpg[/img:36v8n3al] og inn í Ford E250 vegna veðurs en ekkert virtist virka.
En þetta var skemtilega mikið rugl á þessum 3 km kafla þars sem hamast var við reddingar í sex klst.Svo loks komumst við af stað eftir að tekið er ákvörðun um að skilja Dodge Ram og Ford E250 eftir, og þá gekk allt vel en rólega og track-ið sumað í botn svo hægt væri að elta track-ið og farðegi fylgdist eftir hraða bílsins upp á að ekki væri spólað sig fastan.
þá er nær björgunarsveitin í okkur og meinar okkur að halda áfram og segir okkur að fara til baka, og gekk heimleiðinn bara velvið þökku fyrir okkur og þú er verið að vinna á fullu í video-inu ú ferðinni, hér er videoin frá 2011 en tvær útgáfur gerði ég ein styttri og hin lengri
(short version 6m 29s) [vimeo]<iframe src="http://player.vimeo.com/video/35036395" width="500" height="281" frameborder="0" webkitAllowFullScreen mozallowfullscreen allowFullScreen></iframe>[/vimeo]
(full version 17m 53s) [vimeo]<iframe src="http://player.vimeo.com/video/21948960" width="500" height="281" frameborder="0" webkitAllowFullScreen mozallowfullscreen allowFullScreen></iframe>[/vimeo]
23.03.2013 at 13:38 #764523Flott ferðasaga og myndir Aron…
Þetta hér finnst mér hins vegar alveg stórkostlegt og ástæða til að ræða sérstaklega ef satt er:
[b:3v8mjl6i]"þá er nær björgunarsveitin í okkur og meinar okkur að halda áfram og segir okkur að fara til baka,"[/b:3v8mjl6i]
Eru björgunarsveitir virkelga farnar að skipta sér af frjálsri ferðamennsku hér á landi og farnar að vera með fjarstýrða umferðarstjórnun á hálendinu – Þeir geta vissulega ráðlagt mönnum að halda ekki eitthvað vegna aðstæðna og er það vel…
En að mönnum sé meinað að fara afturábak eða áfram af björgunarsveit finnst mér vægast sagt með ólíkindum ef satt er – framtíðin í íslenskri ferðamennsku er sannarlega svört ef rétt er – og þá ekki bara vegna Svandísar og forræðishyggju hennar heldur vegna forræðishyggju sem nær langt út yfir allt velsæmi.Benni
25.03.2013 at 09:20 #764525[quote="hmm":bl9729c6]Eru björgunarsveitir virkelga farnar að skipta sér af frjálsri ferðamennsku hér á landi og farnar að vera með fjarstýrða umferðarstjórnun á hálendinu – Þeir geta vissulega ráðlagt mönnum að halda ekki eitthvað vegna aðstæðna og er það vel…
En að mönnum sé meinað að fara afturábak eða áfram af björgunarsveit finnst mér vægast sagt með ólíkindum ef satt er – framtíðin í íslenskri ferðamennsku er sannarlega svört ef rétt er – og þá ekki bara vegna Svandísar og forræðishyggju hennar heldur vegna forræðishyggju sem nær langt út yfir allt velsæmi.Benni[/quote:bl9729c6]
Látum okkur sjá…
Það voru nokkrir 38-tommu jeppar í hópnum og nokkru neðar á jöklinum voru 49-tommu trukkar í veseni vegna erfiðs færis. Það hefur vonandi ekki þurft mikinn sannfæringarkraft til að snúa hópnum við.
25.03.2013 at 09:38 #76452738" bílar voru í miklum vandræðum vegna færis nema þeim mun léttari bílar.. en 49" voru það held ég aldrei, allavega átti ég ekki í neinum vandræðum með að drífa á 44" , setti aldrei í lása eða neitt allan jökulinn , vandamálin var skyggnið og frostið sem var að fara með bílana, skóf inn á inntök og blöndungar að frjósa , og í mínu tilviki inngjafarbarki að frjósa sem kom reyndar ekki að sök
25.03.2013 at 12:05 #764529Það voru engir 49" bílar eða þaðan af stærri í vnadræðum… Flestir 44" bílar keyrðu þetta vandræðalaust og hópar sem að innihéldu eingöngu 38" bíla óku líka vandræðalaust niður á Höfn og voru komnir snemma í hús… Menn eru voðalega snöggir að gleyma því að um 50 bílar fóru bara alveg sjálfir niður á höfn… aðrir 20 notuðu för eftir Troðarann sem var fenginn til aðstoðar af 4×4. 10 bílar fóru tvisvar um svæðið !
Það var eitthvað allt annað en dekkjastærð sem olli því að menn komust ekki áfram og hefur margt af því verið tíundað hér að framan og í öðrum þræði.
Það var því að mínu mati nákvæmlega engin ástæða fyrir allri þeirri móðursýki sem að gaus upp og þá aðalega hjá öllum öðrum en voru í þessari ferð eða á jöklinum sjálfum… Og í því samhengi þykir mér margt mjög gagnrýnivert og væri full ástæða til að fara gaumgæfilega yfir allan sirkusinn sem var ræstur og bullið sem var lekið í fjölmiðla – en þetta er ekki vetvangurinn til þess og ætla ég því ekki að ræða það frekar hér á opnu spjalli….
En Þannig keyrðum við algerlega vandræðalaust niðreftir eftir að fók hafði verið sótt úr biluðum bílum og höfðum ljósin á Höfn fyrir augunum – mjög flott útsýni þarna af jöklinum… Það var nú allt veðrið þarna undir lokin.
Það að fjarstýra mönnum á Jökli er í besta falli fyndið… Maður spyr sig – hvað með gönguhópinn sem var líka á Jöklinum – var hann líka sóttur og snúið við – eða vélsleðakallarinir sem voru að leika sér á svæðinu ? Eða jeppahópurinn sem var að þvælast þarna og var ekki tengdur þessari ferð, var hann líka rekinn heim ?
Benni
25.03.2013 at 20:33 #764531Þetta var bara þrusugóð ferð. Og túttugengið á mikinn heiður skilinn fyrir skipulagningu og ekki sýst fyrir að fræsa upp aftur um nóttina. Ég á mínum 38" lc lenti ekki í teljandi vandræðum (var með næga olíu og mat til sólarhrings dvalar). Mest kom mér á óvart vankunnátta manna á gps tækin sín og hræðsla sem virtist kræla á. Það er að mínu mati ekki hættulegt að dvelja í jeppa yfir nótt. Þó svo að hann sé ekki í gangi og frost 20*c. Hún Vilborg myndi sennilega kalla okkur aumingja fyrir að mikla það fyrir okkur. En grundvallaratriði í 3-4 daga ferð er að mínu mati að vera með góðan búnað, svefnpoka og föt, eiga eldsneyti sem endist 12-18 tíma í hægagangi og vera vel nestaður. Auðvitað geta komið upp aðstæður þar sem eldsneytisnotkun verður meiri en gert var ráð fyrir, en það er engin afsökun til fyrir því að fara vanbúinn á fjöll. S.s ekki með nóg nesti og ekki hlýjan búnað. Ég fyrir enn, og coarinn sem er kærastan mín skemmtum okkur þrælvel og lærðum margt. Takk fyrir æðislegan túr
26.03.2013 at 12:58 #764533Held að þetta hafi ekki endilega verið vankunnátta á gps tæki, margir voru að lenda í því að vera með tækin rangt stillt miðað við hina, það vantar að hafa einhvern staðal sem menn koma sér saman um að nota bara hvernig tækin eru kvörðuð, hvort það eru mínútur eða sekúndur eða hvað það er, margir sem nota tækin bara eins og þau koma default og spá ekki í öðru, svo eru menn að gefa upp staðsetningar á sig og það getur munað kílómetra þessvegna á staðsetningu
eins og hefur verið sagt hér í öðrum þræði, þá þurfa F4x4 og Landsbjörg og fleiri félög að koma sér saman um hvaða kvörðun menn nota og gefa það út , svo menn séu ekki að gefa upp rangar staðsetningar eða stimpla inn rangar staðsetningar í tækið sitt og svo finnast þeir kannski eftir einhvern tíma einhverja hundruð metra frá þeirri staðsetningu sem þeir töldu sig vera á
26.03.2013 at 13:19 #764535Fyrirgefðu mér Kjartan, en það sem þú lýsir hér að ofan myndi kalla hreina vanþekkingu á GPS/rötun, og ekkert annað.
Það er ekki nóg að kunna á alla takkana á tækinu ef menn eru ekki með grundvallaratriðin í rötun á hreinu. Það er heldur ekki nóg að vera með rötunina á hreinu ef maður kann ekki á helstu takkana á GPS tækinuÞú ert einnig að kalla eftir staðli um "kvöðrun" á tækjum, og hann er einfaldlega svona:
Datum = WGS84,
Format á punktum = DD MM.MMM (gráður mínutur.mínutubrot).kv
Rúnar.
26.03.2013 at 13:48 #764537það er ekkert bara einfaldlega svona.. tækin koma mismunandi stillt frá framleiðanda, fæstir sem pæla eitthvað í hvernig þetta er stillt , það þarf að gefa út einhverja stillingu sem allir geta stillt tækin sín á, ég get alveg keyrt og ratað eftir tækinu hjá mér. þó ég hafi ekki vitað um format á punktunum sem aðrir voru að nota , enda kemur það bara upp þegar menn þurfa vera gefa staðsetningu sína, bæði tækin mín voru stillt á sekúndur , ég hafði ekkert átt við þær stillingar og búin að fara í helling af ferðum með þessum tækjum og aldrei hefur þetta skipt neinu máli fyrr en nú þegar maður gaf upp staðsetningu , sem var reyndar ekki tengt þessum vandræðum þarna á jöklinum heldur á öðrum stað á jöklinum þegar 2 úr hópnum okkar fóru til að aðstoða annan hóp við að sjóða eitthvað í einum bíl, og þeir þurftu að finna okkur aftur, gaf upp staðsetningu en þeir enduðu einhverjum nokkur hundruð metra frá okkur , þá reyndi annar í hópnum að gefa upp staðsetningu og hans tæki var líka stillt á sek
held það séu ekki margir sem eru að ferðast um hálendið sem eru með virkni gps alveg upp á 100% og þekkja muninn á þessum mínútum og sekundum og því því menn einfaldlega þurfa þess ekki, nóg að vita bara hvernig tækið á að vera stillt og þá getur maður keyrt eftir ferlum og gefið upp staðsetningu sína þannig að aðrir skilji hvar maður er staddur ef maður lendir í vandræðum eða maður þurfi að gefa upp staðsetningu sína af einhverjum öðrum ástæðum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.