This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Valdimar Aðalsteinsson 11 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Hópur á vegum austurlandsdeildar tók þátt í Stórferðinni suður yfir jökul. Á föstudagskvöldið var farið í Snæfell og gist þar. Farið að stað þaðan um kl 8 á laugardagsmorgun. Þegar upp á jökul kom minnkaði skyggnið til muna, þannig að ekkert markvert var að sjá. Var haldið suður yfir í 11 bíla halarófu. Þegar halla tók suður af jökli versanði veðrið til muna og skyggnið varð ekkert og færið þyngdist. Vorum við um 5 klst að fara síðustu 20 km og var brugið áþað ráð að festa drifminnsta bílinn aftan í reynsluboltana á Hrolli. Eftir það sóttist okkur ferðin sæmilega og vorum við komnir í Hótel Höfn um 5 leytið á jafnmörgum bílum og lagt var af stað á, á undan meirihluta ferðalangana. Þess má geta að um 12 stiga frost og mikil vindkæling var á jöklinum.
You must be logged in to reply to this topic.