FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stórferð – fréttir

by Óskar Erlingsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Stórferð – fréttir

This topic contains 80 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of ikorninn / aron berndsen ikorninn / aron berndsen 12 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.03.2013 at 13:10 #225751
    Profile photo of Óskar Erlingsson
    Óskar Erlingsson
    Participant

    Nú eru ferðalangar væntanlega að ljúka undirbúningi og gera sig klára til brottfarar á fyrsta náttstað.

    Fyrstu jeppar í Jeep-genginu eru lagðir af stað í Jökulheima. Bjartmar Örn er með Depil klúbbsins um borð og hægt að fylgjast með framvindunni hjá Jeep-genginu í rauntíma á http://www.depill.is/f4x4. Allavega meðan gsm sambad er til staðar.

    Hvet alla sem hafa fréttir af ferðalaginu að pósta hér inn á þráðinn.

    ÓE

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 80 total)
1 2 … 4 →
  • Author
    Replies
  • 14.03.2013 at 13:28 #764419
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég lauk ferðaundirbúningnum með því að fara í bakinu 2 tímum fyrir brottför í gær og ligg flatur heima. Því bíð ég spenntur eftir fréttum og myndum úr ferðinni….

    Kveðja, Freyr





    14.03.2013 at 15:10 #764421
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Hópurinn "jeppar" lagði af stað í gær og gisti í Þúfuvatnaskála. Þangað var bara auður vegur og ekið í 12 pundum. Varasöm úrrennsli á Kvíslarveituvegi. Á Sprengisandi er föl á öldutoppum en autt víðast hvar nema í lægðum, þar er ís. Hópurinn er nú að nálgast skálann í Gæsavötnum. Þar er harðpakkaður foksnjór í lægðum en melurinn upp úr á öllum hæðum. Á stöku stað er mýkri nýlegri snjór en það eru bara stutt og lítil höft, ennþá mikið loft í dekkjum.

    Kveðja, Freyr





    14.03.2013 at 18:19 #764423
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Sérlega skemmtilegt að sjá svona mikið í gegnum depil.
    Er ekki hægt að láta hann pósta líka mynd með staðsetningu svo hægt sé að sjá þetta sem svona "video"
    Þannig sæi maður færið líka.

    En já, það hljómar eins og það sé snjólétt á landinu öllu og allstaðar frosið og hart.





    14.03.2013 at 20:32 #764425
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Túttugengið komið af stað. … Versalir í kvöld. Nokkrir hópar komnir í Hrauneyjar. ..

    Benni





    14.03.2013 at 23:05 #764427
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Túttugengið komið í versali. Fræsingur og snjólétt.
    Sóðar komnir á Grimsfjall með brotnar fjaðrir í Jeep. .. rennifæri.
    Fleiri eru á leið uppúr. ..

    Svo eru hópar í flestum húsum a svæðinu. .. bara snilld.

    Benni





    15.03.2013 at 12:46 #764429
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Krílin og Sóðagengið eru mættir í Sigurðarskála Kverkfjöllum. Þessir hópar gistu á Grímsfjalli síðustu nótt.
    Færið á jöklinum er með besta móti, hart og slétt og útsýni til allra átta.

    ÓE





    15.03.2013 at 16:59 #764431
    Profile photo of oskar k leifsson
    oskar k leifsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 60

    Of langt gengið er skammt frá kistufelli og vantar að komast ì samband við einhvern með suðugræjur eða pinna, frammhàsing ì tveim pörtum





    15.03.2013 at 17:20 #764433
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Voru bílstjórinn og kóari ósammála um hvaða stefnu skyldi taka? Heyrði að þeir væru á leið að sækja suðu og pinna.





    15.03.2013 at 17:28 #764435
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Er vitað hvort einhver amatör sé í ferðinni með HF stöð í bílnum?





    15.03.2013 at 17:42 #764437
    Profile photo of Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 707

    Ekki var þetta hjá Hjalta er það,





    15.03.2013 at 18:59 #764439
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Skilst að þetta hafi verið 46" Land Cruiser 80.





    15.03.2013 at 19:04 #764441
    Profile photo of Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Árni Jóhannes Reyndal Bragason
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 707

    þá er þetta gamli sem Pétur Hans átti .





    15.03.2013 at 19:25 #764443
    Profile photo of Brynjar Pétursson
    Brynjar Pétursson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 92

    það passar.. bílinn hjá Hans..





    15.03.2013 at 19:29 #764445
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Heyrði aðeins í Hjalta, Formaður vor og kassarnir ætla að græja suðu og stefnan er tekin á Dreka, Krúser verður því að bíða til morguns með að komast á lappir. Þeir eru nú staddir á flæðunum og eiga um 20km eftir í Dreka.





    15.03.2013 at 20:03 #764447
    Profile photo of Þröstur Benjamín Sigurðsson
    Þröstur Benjamín Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 46

    Mikið er nú gott að vera búinn að fá steikina hérna í Sigurðarskála 😀





    16.03.2013 at 14:06 #764449
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Heyrði í Hafliða formanni rétt áðan, hans hópur fór yfir jökul og í Dreka í gær. Gekk allt vel fyrir utan brotna gormafestingu í Cherokee. Voru þessa stundina á leið upp á jökul við Kverkfjöll, en í smá stoppi þar verið var að sjóða saman gormafestingu. Það snjóaði á svæðinu í gærkvöldi þannig að færið upp jökul þyngdist aðeins frá í gær.

    Ég hef ekki heyrt í Jeep-genginu en depillinn missti gsm samband þegar hópurinn var kominn upp á Grímsfjall í gær. Depillinn náði sambandi rétt austan við skálana á Grímsfjalli en datt aftur út eftir c.a. 40Km, inn á jökli norðan Esjufjalla.

    ÓE





    16.03.2013 at 19:07 #764451
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Heyrði í Gústa á Krílinu en hann var kominn niður á Höfn. Hann sagði að aðstæður á jöklinum hefðu versnað til mikilla muna þegar nær dró Jöklasel í Skálafellsjökli. Verðið versnaði til muna og það er mikill vindur og skafrenningur á jöklinum. Mjög þungt færi fyrir 49" bílana. Mjög slæmt símasamband er á jöklinum.

    ÓE





    16.03.2013 at 20:26 #764453
    Profile photo of Gísli Gíslason
    Gísli Gíslason
    Participant
    • Umræður: 12
    • Svör: 104

    Það eru víst um 50 bílar fastir uppá jökli núna. Ég var að heyra í Hrollinum áðan og hann var kominn til byggða. Svo fékk ég hringinu um hvort að ég væri með trackið sem var notað á jöklinum. Björgunarsveitin á Seyðisfirði er að fara að senda snjóbíl uppá jökul. Og þá væntalega sveitin hérað líka.





    16.03.2013 at 20:51 #764455
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Strákar bara tengja slöngurnar og málið er dautt.

    kv. gundur





    16.03.2013 at 20:56 #764457
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Rúturnar á jökli sem stuðst er við í þessari ferð eru viðhendar. Skráin inniheldur Route ekki Track.

    ÓE





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 80 total)
1 2 … 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.