Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð, fréttaþráður.
This topic contains 57 replies, has 24 voices, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 9 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.03.2015 at 20:29 #777159
Hér verða settar inn helstu frettir af stórferð eftir því sem hægt verður að nálgast þær.
Drekar áttu eftir um 50 km í Laugfell þegar þeir misstu niður bíl í á en tókst að ná honum upp og er hann óskemmdur. Ákváðu að snúa við og stefna á Hveravelli í vitlausu veðri og eiga eftir um 25 km. Ætla að nátta þar.
1918 eru ennþá í bænum og ætla að meta stöðuna í fyrramálið, pollrólegir.
Fjallagengið fullt rör er á Sprengisandi að nálgast Illugaver og eru í þokkalegum veðuraðstæðum, með þeim í för eru Broskallarnir.
Fastagengið er á Blönduósi á leið norður malbikið.
Á malbikinu er einnig Fjallagengið en mér skilst að þeir séu dreifðir um veginn frá Borgarnesi til Akureyrar.
Benni Magg í Túttugenginu tjáði mér svo að þeir ásamt Fúlagenginu, Kössum. Eyjapeyjum og Sterum væru að leggja af stað frá Hrauneyjum og ætluðu að vera í samfloti norður Sprengisand og keyra í nótt.
Seinni helmingur Jeep gengisins er á leið malbikið norður, voru nálægt Staðaskála en fyrri helmingurinn var á Dalvík á leið í Sveinbjarnargerði.
Gamla gengið og Suðulandsdeild ferðast saman og ætla að leggja af stað kringum hádegi á morgun og fara Sprengisand.
Suðurnesjamenn eru ennþá á Suðurnesjum og ætla að meta veðuraðstæður á morgun.
Birnan er á leið malbikið norður í félagsskap annarra malbiksfara og gengur allt að óskum.
Ég kem svo með fréttir eftir því sem ég næ í mannskapinn. L.M. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.03.2015 at 17:18 #777210
Það er búið að loka heiðinni, fólksbílar eru fastir þvers og kruss.
08.03.2015 at 17:20 #7772111918 hópurinn er nú á suðurleið, eru norðvestan við Hofsjökul.
Hægt er að sjá ferilinn þeirra, hvar þeir eru staddir, hraða og stefnu, hér:
http://aprs.fi/#!mt=roadmap&z=11&call=a%2FTF3WJ-9&timerange=3600&tail=3600
Þetta er ferliskráning í jeppa Jóns Ólafssonar sem er radíóamatör TF3WJ og nýtir þarna á hagnýtan hátt eina af fjölmörgum skemmtilegum græjum úr veröld radíóamatöra.
ATH, hægra megin á APRS síðunni, er hægt að stilla hver langur tími er sýndur. Ef því er breytt í 3 daga , þá sést öll ferðin hjá Jóni og félögum, nema þegar hann hefur haft slökkt á græjunni, það sést sem beinir langir leggir í ferlinum (t.d. á hluta af Öxndalsheiði og víðar) .
08.03.2015 at 17:39 #777212Fúlagengið er á svipuðum slóðum og 1918.
Fylgja Eyfirðingavegi til vesturs og nálgast Kjalveg.
Voru að fara framfyrir 10 til 15 bíla röð, mikil snjóblinda.
08.03.2015 at 22:02 #777223Fúlagengið á 5km eftir í Árbúðir og er mikill snjór og fara þeir hægt en örugglega yfir. Veðrið er ágætt núna en búnir að vera í snjókomu og skafrenning.
Eins eru margir sem eru fastir við Holtavörðuheiði og svo er spurnig hver verður á undan malbiksfólkið eða fjallafólkið?.
08.03.2015 at 22:58 #7772441918 er við Gullfoss, Túttugengi, Fúlagengi og 4 úr Jeepgengi eru að koma niður Bláfellsháls. þungt færi og mikill nýr snjór á Bláfellshálsi lololo færi
09.03.2015 at 11:16 #777248Fúlagengið er komið til byggða eftir frábæra helgi komum niður af Kili eftir miðnætti í nótt. Öll ferðin var hreint út frábær. Ferðin yfir Sprengisand aðfaranótt föstudags var flott, lélegt skyggni á köflum en þess á milli stjörnubjart og Norðurljós. Föstudagurinn var rólegur bara hvílda og kósý sem endaði í svaka grillveislu. Laugardagurinn var tekinn með trompi og farið með Eyfirðingunum og öllum hópnum upp á Vaðlaheiði í frábæru veðri. Ferðin var flott og stóðu gestgjafarnir sig frábærlega. Um kvöldið var slegið upp heljarinnar veislu sem að ég held hafi tekist vel til þó að það hafi gleymst að merkja borðin fyrir gengin, sem þurftu að dreifa sér um salinn. Sunnudagurinn var mjög flottur, alltaf gaman að koma upp í Skiptárbakka og í höllina hjá Skagfirðingunum. Veitingarnar voru ekki af verri endanum vöfflur með rjóma, kleinur, kaffi og kakó alveg meiriháttar og eiga þeir sem að komu miklar þakkir skilið. Ferðin yfir til Reykjavíkur var ekki útsýnisferð og bara keyrt eftir GPS var vegurinn eltur og ekið inn á Kjöl en þar batnaði skyggnið og var stjörnubjart á köflum.
Við viljum þakka öllum sem komu í ferðina og þeim sem komu að henni fyrir frábæra helgi.
Takk fyrir okkur.
Sveinbjörn
09.03.2015 at 14:20 #777250Túttugengið kom til Reykjavíkur um kl 1 í nótt eftir stórskemmtilega helgi.
Okkar ferð hófst í grillveislu hjá hluta gengisins á Ljónstöðum á fimmtudagskvöldi. Upphaflega höfðum við ákveðið að halda þaðan í Versali og gista þar, sú ákvörðun tók þó breytingum eftir því hvernig vindar blésu og endaði með því að við ákváðum að keyra í einum rykk norður á Akureyri á aðfararnótt föstudagsins. Sú ferð gekk ljómandi vel og vorum við oftar en ekki á svipuðum slóðum og Sterar og Fúlagengið þessa nótt. Eitthvað var þó að hrekkja samferðamenn okkar og því vorum við nokkru fyrr fyrir norðan eða rétt fyrir 8 um morguninn.
Föstudagurinn var svo notaður í að hvíla sig, heimsækja vini og kunningja og síðan tókum við okkur til og mátuðum okkur á alla pöbba bæjarins um kvöldið.
Laugardagurinn var svo nýttur til ýmisa verka fram að sýningu við Hof – sumir fóru með í ferð á Vaðlaheiði, aðrir í lista- og menningarheimsóknir í sveitina að skoða málverk, vélsleða og hin ýmsu tæki og tól… Eins tókum við bíltúr um sveitina til að skoða allar þessar brekkur og dali sem reyna mætti við við gott tækifæri á sleða eða jeppa.
Við mættum svo að sjálfsögðu á jeppasýningu og svo seinna um kvöldið á mannasýningu í golfskálanum. Sú skemmtun var sérlega vel heppnuð. Maturinn frábær og skemmtiatriðin ekki síðri – Kærar þakkir fyrir frábært kvöld þar.Sunnudaginn tókum við svo snemma og vorum farin frá Akureyri uppúr 9 og tókum stefnuna beint í Skiptabakkaskála. Keyrðum þangað í sól og blíðu .. Móttökurnar þar voru ekki af verri endanum og þökkum við Skagfirðingum kærlega fyrir okkur.
Við þurftum að dvelja aðeins við Skiptabakka á meðan verið var að fylla sjálfskiptivöka á eitt tækið og á meðan lögðu nokkur gengi af stað suður eftir. Við náðum þeim svo fljótlega í töluverðu kófi og reyndar mættum einhverjum sem höfðu ákveðið að snúa við. Við ásamt 1918 genginu fórum síðan að mestu í nágrenni við Eyfirðingaveg vestur á Kjöl og heim. Veðrið var allskonar, bæði blint og blíða. Hellingur af snjó sunnan til og skemmtilegt, en á köflum þungt færi – sérstaklega fyrir þá sem eru stuttir til hnésins. Við urðum lítilega varir við Fúlagengið þegar þeir flugu fram úr okkur á meiri ferðinni – en eins og venjulega þá eru menn teknir fyrir hraðakstur – á einn eða annan hátt… og við komum langt á undan heim
Við heyrðum svo í einhverjum hluta malbiksfara sem voru einnig að nálgast bæinn um svipað leiti og við eftir að hafa hreppt mun verra veður en við að því er virðist… Oft er betri krókur en kelda .. samt greinilega ekki alltaf
En takk fyrir frábæra ferð og stórskemmtilega helgi til allra samferðamanna frá okkur í Túttugenginu
Benni
10.03.2015 at 14:01 #777267Sælir
Jeep Gengið átti frábæra stórferð að þessu sinni.
Ferðin hófst á glæruðum þjóðvegsakstri norður og ákváðu veðurguðirnir að refsa okkur fyrir það og feikja tveimur af okkar gengi útaf veginum en allt í góðu þar með smá bónus snjóakstri. Ferðin norður gekk vel að öðru leiti og allir mættir í Sveinbjarnargerði um kvöldið og jákvæður og skemmtilegur verti þar tók vel á móti okkur.
Föstudagurinn var skipulagður og ákveðið var að fara inn í Flateyjardal. Þar voru tækin prufuð og hestarnir notaðir en sæmilega var af snjó þar. Fjallagengið var þar einnig og áttum við góðan dag þar sem endaði í all hressilegri rigningu.
Föstudagskvöldið var tekið með Rib eye og Bernaise eldað á staðnum og nóg af kjöti á mann. Enda langur laugardagur framundan.
Þegar að laugardegi kom tók Skeljungur við okkur með bros á vör og mikilli þjónustulund og þar hittust menn áður en förinni var heitið á Vaðlaheiði þar sem leikdagur var skipulagður af Eyfirðingum. Þangað var farið og mikið var notaf af eldsneyti sem leiddi oft til krampa í kinnum manna útaf miklu brosi.
Bílasýningin á Hofi tók við og voru allir jálkarnir stilltir upp og þvílík fegurð hefur sjaldan sést norðan heiða. Eyfirðingar böðuðu okkur í kleinum þar sem fáir mættu í Réttartorfu eins og áætlað var í upphafi. Eftir það lá leiðin í hof þar sem dýrkaður er hinn heilagi AMC mótor.
Restin af deginum fór í að skrúfa upp einn Grand á coilover gormunum og myndaðist þar 5 bjóra skuld hjá eigandanum eftir að fimm vaskir menn tóku sig til og skrúfuðu hann upp á planinu í Sveinbjarnargerði með fagmanns vinnubrögðum.
Kvöldið hófst síðan með samsöng í rútunni á leið í Golfskálann þar sem veisla tók við og Stjórnin lék á alls oddi það kvöldið. Maturinn góður og skemmtunin enn betri.
Á sunnudeginum vöknuðu menn mis glærir og morgunmaturinn beið okkar eins og á besta hóteli. Eftir það var ekið á Varmahlíð þar sem pulsur og bensíndælur fengu að finna fyrir okkur. Skiptabakkaskáli var síðan spenntur að fá okkur og Skagfirðingar tóku vel á móti okkur með vöfflur – kleinur – kaffi og rjóma. Þaðan var ferðin áætluð upp á kjöl og yfir.
Veðrið tók ekki vel á okkur og voru sumir ekki ákveðnir í að halda áfram og snéru við. Við vorum þó fjórir sem ákváðum að freysta gæfunnar og héldum áfram yfir kjöl. Þar hittum við hin skrýtnustu gengi á ferð. Fyrsta gengið var eldgamalt eða frá 1918 að mér skilst. Næst gengi var svo fúlt að varla mátti ræða við þá menn og þriðja gengið var nú frekar dónalegt með tútturnar útum allt. Ferðin yfir kjöl var með blindu, snjókomu, þæfingi, sól, logn, heiðskýru og öllu því er Ísland hafði upp á að bjóða. Nóg var af snjó og margir skaflar tóku á móti okkur. Erfitt var að sjá þegar maður ruddi veginn þa sem lausamjöllinn fyllti húddið, ljósin og rúðuna þannig að skyggni var nær ekkert. Áfram gekk þetta og niður af Kili komum við um miðnætti. Eyðslan frá Varmahlíð að Geysi var um 90 lítrar á 8 gata eyðsluhákunum okkar.
Restin af genginu sem fór þjóðveginn átti ekki dagana sæla því Holtavörðuheiðin var lokuð og ákveðið var að keyra nesið til að komast heim. Þeirra heimkomutími var rétt á undan okkur. Allir þó glaðir og ánægðir með helgina.
Takk fyrir okkur Eyfirðinga og Skagfirðingar.
Takk allir sem áttu hönd í að skipuleggja þessa ferð sem heppnaðist mjög vel.
kkv
Gunnar Ingi
Hópstjóri Jeep Gengisins
11.03.2015 at 10:14 #777274Sælir
Það vantar sárlega myndir með þessu.
kv
Kristján Finnur
12.03.2015 at 20:36 #777304Við í 1918 genginu höfðum mikið gaman að þessu og fórum þetta
af gömlum vana eins og venjulega.Upphaflega ætluðum við snemma á föstudagsmorgun, en ákváðum fyrst allir voru farnir á fimmtudeginum að fara bara á föstudeginum þegar við værum búnir að sofa. Það hafðist svo að leggja af stað í brjáluðu veðri úr höfuðborginni rétt fyrir hádegi. Mesta baslið var að koma dótinu í bílinn, það var svo hvasst og mikil rigning. Björgunarsveitarbíll lokaði Hellisheiðinni, þannig að við neyddumst til að fara Þrengslin.
Í Hrauneyjum hittum við Suðurlandsdeild og Gamla gengið og vorum samferða þeim upp fyrir Kvíslárveitur. Gekk vel inn að Fjórðungsvatni á milli élja, en eftir það versnaði skyggnið þar til komið var að Íshólsvatni. Komum til Akureyrar um kl. 3:00 á laugardagsmorgunn. Sváfum af okkur jeppakeppnina á Vaðlaheiðinni á laugardagsmorgun en mættum á bílasýninguna á Hofi eftir hádegið.
Veislan um kvöldið var frábær, góður matur og skemmtinefndin stóð sig vel að
vanda og hélt uppi fjörinu fram á nótt.Sunnudagurinn tekinn óvenju snemma lagt í hann frá Akureyri kl. 9:00 í Skagafjörð og Skiptabakka þar sem Skagfirðingar töku vel á móti okkur með nýbökuðum vöfflum og rjóma.
Frá Skiptabakka var haldið til suðurs meðfram Vestari Jökulsá inná Eyfirðingaleið og inná Kjalveg suðaustan Hveravalla, þaðan suður Kjöl að Gullfossi. Komum að Gullfossi kl 23:00, meðalhraði 14 km/h.
Vorum samferða Túttugenginu og 4. bílum úr Jeep genginu mest allan tímann.
Fúlagengið sveif framúr okkur á leiðinni , en þá bilaði bíll hjá þeim og þeir drógust afturúr. Færið þyngdist á Kjalvegi, mikill nýfallinn snjór og púðurskaflar. Það var gott að vera háfættur með nógu mörg lágadrif á Bláfellshálsinum.Bestu þakkir til þeirra sem skipulögðu ferðina og þakkir til Eyfirðinga
og Skagfirðinga fyrir göðar móttökur.Kveðja
Jón Ólafsson
Hópstjóri 1918
13.03.2015 at 00:08 #77731314.03.2015 at 08:13 #777476Sælir félagar.
Við í Skagafjarðardeild 4×4 þökkum kærlega fyrir heimsóknina frábært að fá alla þessa félaga í kaffi og með því.
Það yljar manni alltaf þegar fólk er óspart að hrósa höllinni okkar og um að gera fyrir ferðafólk að nota þennan frábæra skála okkar meira.
Heimleiðin var nú frekar létt hjá okkur þó veðrið hafi ekki verið alveg upp á sitt besta enda stutt að fara.
Kv stjórn Skagafjarðardeildar.
14.03.2015 at 10:56 #777477Sælir strákar og stelpur.
Takk fyrir frábæra ferð. Það kom til tals að fresta ferðini, þá hefði það verið þessi helgi. Missum af ofurbrasi !!!!!!!!
Nú er bara að hanna næstu ferð, koma með tillögur og hugmyndir til að ræða um.kv Árni Bergs.
14.03.2015 at 11:43 #77747814.03.2015 at 11:48 #777480Búinn að reyna nokkrum sinnum að bæta við myndum, en það gengur því miður ekki.
15.03.2015 at 12:44 #777483Sælir
Þær myndir sem eru komnar inn eru flottar. Spurning hvort vefnefndin geti ekki skoðað þetta mál hjá Jóni Ólafs, hvers vegna hann getur ekki bætt við myndum.
En ég verð að segja að það er af sem áður var, varðandi myndir á þessari síðu. Þegar farið var í stórferðir fyrir nokkrum árum síðan þá ringdi inn myndum frá mönnum og virkilega gaman að renna í gegnum þær. Ég dag viku eftir stórferð er bara eitt myndaalbúm komið frá stórferðinni. Ég veit ekki hvar vandinn liggur en vona að þetta batni eitthvað.
kv
Kristján Finnur
17.03.2015 at 17:29 #777569mega ferð
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.