FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stórferð, fréttaþráður.

by Logi Már Einarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð, fréttaþráður.

This topic contains 57 replies, has 24 voices, and was last updated by Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson Gunnar Ingi Arnarson 10 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.03.2015 at 20:29 #777159
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant

    Hér verða settar inn helstu frettir af stórferð eftir því sem hægt verður að nálgast þær.
    Drekar áttu eftir um 50 km í Laugfell þegar þeir misstu niður bíl í á en tókst að ná honum upp og er hann óskemmdur. Ákváðu að snúa við og stefna á Hveravelli í vitlausu veðri og eiga eftir um 25 km. Ætla að nátta þar.
    1918 eru ennþá í bænum og ætla að meta stöðuna í fyrramálið, pollrólegir.
    Fjallagengið fullt rör er á Sprengisandi að nálgast Illugaver og eru í þokkalegum veðuraðstæðum, með þeim í för eru Broskallarnir.
    Fastagengið er á Blönduósi á leið norður malbikið.
    Á malbikinu er einnig Fjallagengið en mér skilst að þeir séu dreifðir um veginn frá Borgarnesi til Akureyrar.
    Benni Magg í Túttugenginu tjáði mér svo að þeir ásamt Fúlagenginu, Kössum. Eyjapeyjum og Sterum væru að leggja af stað frá Hrauneyjum og ætluðu að vera í samfloti norður Sprengisand og keyra í nótt.
    Seinni helmingur Jeep gengisins er á leið malbikið norður, voru nálægt Staðaskála en fyrri helmingurinn var á Dalvík á leið í Sveinbjarnargerði.
    Gamla gengið og Suðulandsdeild ferðast saman og ætla að leggja af stað kringum hádegi á morgun og fara Sprengisand.
    Suðurnesjamenn eru ennþá á Suðurnesjum og ætla að meta veðuraðstæður á morgun.
    Birnan er á leið malbikið norður í félagsskap annarra malbiksfara og gengur allt að óskum.
    Ég kem svo með fréttir eftir því sem ég næ í mannskapinn. L.M.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 57 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 05.03.2015 at 20:58 #777160
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Drekarnir eiga eftir 6 km á Hveravelli. Þeir reyndu að fara norður fyrir Hofsjökul í dag og ætluðu í Laugafell. Sennilega voru þeir við Ströngukvísl þegar Pattinn hjá Árna Braga brotnaði niður í ánna. Eftir bras við að ná honum upp í bandbrjáluðu veðri var snúið við og haldið á Hveravelli. Þeir segja að færið sé frekara þungt fyrir þessa 44 tommu jeppa. :-)

     





    05.03.2015 at 21:50 #777161
    Profile photo of Pétur Hans Pétursson
    Pétur Hans Pétursson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 228

    Var að heyra í Árna í Drekum. Þeir voru að lenda í Hveravöllum núna kl 21:30. Skyggni nú um 25 til 30 metrar. Tveggja punda færi búið að vera í mest allann dag hjá þeim. Voru kátir og farnir að hugsa um grill og eitthvað til að skola ferðþreytunni niður.





    05.03.2015 at 22:12 #777162
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Var að heyra í Sveinbirni, áttu um 17 km eftir af Kvíslarveituvegi og voru í þokkalegu skyggni og ekki miklum vindi, ferðahraði um 50 km. Hann hélt að Kassarnir hefðu ekki farið frá Hrauneyjum, ætla að reyna að ná í einhvern þeirra til frekari upplýsinga.





    05.03.2015 at 22:16 #777163
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Kassarnir lögðu af stað úr Hrauneyjum um tuttugu mínútum á eftir Fúlum og öllum þeim. Stefna á Laugafell og eru í góðum aðstæðum, þokkalegt veður og færi.





    05.03.2015 at 23:52 #777164
    Profile photo of Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 62

    Skráð kl 23:50. Var að heyra í Sveinbirni og Friðrik í Fúlagenginu og eiga þeir 15 km eftir í fjórðungsöldu og gengur vel hjáþeim færið er ágætt en skyggnið er að versna og er orðið dáldið blint.





    05.03.2015 at 23:53 #777165
    Profile photo of Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 62

    Skráð kl 23:51. Var að heyra í Sveinbirni og Friðrik í Fúlagenginu og eiga þeir 15 km eftir í fjórðungsöldu og gengur vel hjáþeim færið er ágætt en skyggnið er að versna og er orðið dáldið blint.





    06.03.2015 at 08:13 #777166
    Profile photo of Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 62

    uppfært 8:05: Var að heyra í Fúlagenginu og eru þeir í gilinu við Aldeyjarfoss og búnir að vera þar í ca klukkutíma. Búið að ganga ágætlega hjá þeim í nótt fyrir utan nokkrar bilanir, brotið frammdrif, slönguvesen og einn sem missti hjólið undan. Var byrjað að sjást til sólar þegar ég talaði við þá og veðrið er búið að vera ágætt í heildina litið. En menn eru fegnir að koma í „bæinn“ og ná að hvíla sig eftir þessa törn!.

    Kv. Halldór





    06.03.2015 at 08:44 #777167
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Túttugengið kom á Akureyri rétt fyrir 8… ferðin gekk vandræðalítið í þolanlegu veðri og góðu færi. .. komum niður Bárðardal.

    Mannskapurinn kominn í koju og verður þar eitthvað fram eftir degi

    Benni





    06.03.2015 at 09:17 #777168
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Rétt að taka fram að það voru ekki bílar úr Fúlagenginu sem voru í þessum bilunum og vandræðum. Þetta voru bílar úr öðrum gengjum og/eða utan gengja sem Fúlagengið var að aðstoða, enda hjálpsamir og öflungir menn.





    06.03.2015 at 11:02 #777169
    Profile photo of Jóhann G. Hauksson
    Jóhann G. Hauksson
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 549

    Sælir

    Félagar í Eyjafjarðardeild eru núna í Réttatorfu og bjóða uppá nýbakaðar kleinur og kaffi handa þeim sem það vilja.Þeir hafa ekki orðið varir við neina sunnanmenn en halda í vonina um að einhverjir komi við í dag.

    Kv.

    Eyjafjarðardeild 4×4





    06.03.2015 at 11:16 #777170
    Profile photo of Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 62

    Uppfært kl 11:05. Jón Ólafsson „1918“ ásamt 6 eða 7 bílum eru í Þrengslunum og eru í veseni þar vegna veðurs og ófærðar almennings en eru að komast út úr þeim.  Borskarlarnir og Fjallagengið fullt rör eru á 7 bílum og búnir að vera 3 tíma á leiðinni frá Illugaveri að Svartá í brjáluðu verðri. Það slitnaði viftureim í Patrol og búnir að vera að vinna í honum en hann verður líklegst skilinn eftir.

    En eins og Snorri Ingimarsson sagði þá voru það ekki Fúlagengið sem var í bilunum og veseni heldur gengi sem voru í samfloti með þeim.





    06.03.2015 at 12:31 #777172
    Profile photo of Reynir Johannesson
    Reynir Johannesson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 6

    Af hverju er ekki sagt frá hverjir voru í vandræðum





    06.03.2015 at 13:09 #777174
    Profile photo of Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 62

    <span style=“color: #303438; font-family: ‘Open Sans’, serif; font-size: 12px; line-height: 19.2000007629395px;“>Skráð 13:00. Borskarlarnir og Fjallagengið voru rétt í þessu að  komast yfir svartá og er mjög slæmt skygni hjá þeim. 1918 voru að koma í Hrauneyjar og ætla bíða þar og sjá til hvernig veðrið þróast og taka ákvörðun út frá því hvort haldið verði áfram, Það er leiðinleg færð hjá þeim mikil hálka og blautur snjór.</span>





    06.03.2015 at 15:33 #777175
    Profile photo of Jón G. Bergsson
    Jón G. Bergsson
    Participant
    • Umræður: 93
    • Svör: 484

    Þessi kom áfésið fyrir 16 mín

    Viðhengi:
    1. jepppp




    06.03.2015 at 16:35 #777177
    Profile photo of Ólafur Ágúst Pálsson
    Ólafur Ágúst Pálsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 61

    já þessi ford sem myndin er af  hér fyrrir ofan er

    Enn af Túttunum og var komin á Akureyri milli 7 og 8 í morgun.

     





    06.03.2015 at 17:22 #777178
    Profile photo of Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 62

    Skilaboð frá Sterum. Þeir fóru Sprengisandsleið og gekk allt eins og í sögu hjá þeim, ekkert bileri eða vesen að þeirra hálfu og stóðu allir sig eins og hetjur og að vera samferða Fúlagenginu var gulls ígildi (nánast orðrétt frá Gústa). Eru komnir í góðan félagsskap á Akureyri og líður vel.





    06.03.2015 at 17:25 #777179
    Profile photo of Helgi Vilberg Jóhannsson
    Helgi Vilberg Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 13

    Er ekkert að frétta hvernig gengur í dag.





    06.03.2015 at 17:38 #777180
    Profile photo of Helgi Vilberg Jóhannsson
    Helgi Vilberg Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 13

    hvar er gamla gengið núna?





    06.03.2015 at 17:45 #777181
    Profile photo of Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Halldór Freyr Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 62

    Skráð 17:40: 1918 eru komnir norður fyrir hágöngur og eru éljahrýðir að ganga yfir þá öðru hvoru en var byrjað að létta til. Suðurlandsdeildin er rétt á eftir 1918. Broskarlarnir og Fjalla gengið fult rör eiga  15 km í nýjadal.





    06.03.2015 at 17:59 #777182
    Profile photo of Helgi Vilberg Jóhannsson
    Helgi Vilberg Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 13

    Var að heira í Jóa í Gamlagenginu þeir eru komnir í samflot með Brosköllum og Suðurlandsdeild og gengur vel.

     





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 57 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.