This topic contains 57 replies, has 24 voices, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 9 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Hér verða settar inn helstu frettir af stórferð eftir því sem hægt verður að nálgast þær.
Drekar áttu eftir um 50 km í Laugfell þegar þeir misstu niður bíl í á en tókst að ná honum upp og er hann óskemmdur. Ákváðu að snúa við og stefna á Hveravelli í vitlausu veðri og eiga eftir um 25 km. Ætla að nátta þar.
1918 eru ennþá í bænum og ætla að meta stöðuna í fyrramálið, pollrólegir.
Fjallagengið fullt rör er á Sprengisandi að nálgast Illugaver og eru í þokkalegum veðuraðstæðum, með þeim í för eru Broskallarnir.
Fastagengið er á Blönduósi á leið norður malbikið.
Á malbikinu er einnig Fjallagengið en mér skilst að þeir séu dreifðir um veginn frá Borgarnesi til Akureyrar.
Benni Magg í Túttugenginu tjáði mér svo að þeir ásamt Fúlagenginu, Kössum. Eyjapeyjum og Sterum væru að leggja af stað frá Hrauneyjum og ætluðu að vera í samfloti norður Sprengisand og keyra í nótt.
Seinni helmingur Jeep gengisins er á leið malbikið norður, voru nálægt Staðaskála en fyrri helmingurinn var á Dalvík á leið í Sveinbjarnargerði.
Gamla gengið og Suðulandsdeild ferðast saman og ætla að leggja af stað kringum hádegi á morgun og fara Sprengisand.
Suðurnesjamenn eru ennþá á Suðurnesjum og ætla að meta veðuraðstæður á morgun.
Birnan er á leið malbikið norður í félagsskap annarra malbiksfara og gengur allt að óskum.
Ég kem svo með fréttir eftir því sem ég næ í mannskapinn. L.M.
You must be logged in to reply to this topic.