This topic contains 122 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Jæja félagar. Nú er bara að vona að veðurguðirnir miskuni sig yfir okkur og sendi okkur mikinn snjó fyrir STÓRFERÐINA. Held að þetta verði spennandi fyrirkomulag þ.e. fá þá aðila sem best til þekkja á norðurlandi til að að ferðast með okkur „flatlendingunum“ norðan heiða. Blanda þessu vel saman og efla um leið tengsl milli manna í hinum ýmsu deildum. Sáum frábærar myndir í gærkvöldi á félagsfundi frá fyrstu Stórferðinni sem farin var árið 1987, mest var af 8cyl amersískum gæðavögnum sem fóru þó einungis inn í Nýjadal sem var bara nokkuð gott miðað við þann útbúnað sem þá tíðkaðist, dekkin lítil, staðsetningarbúnaður fábrotinn og ekki nema í tveimur bílum að kalla mátti. Klæðnaður ferðalanganna allt frá ballskóm og stælklæðnaði enda áttu sumir hverjir ekki von á öðru en að allt gengi vel og þeir yrðu komnir á ball í Sjallanum fyrr en varði. Ferðin í fyrra var frábær og ekki ástæða til annars en ætla að þessi verði svipuð. Skráningar hefjast á föstudag eins og fram hefur komið. Logi R.
You must be logged in to reply to this topic.