FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stórferð F4x4 2011

by Logi Ragnarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Stórferð F4x4 2011

This topic contains 122 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason Hjörtur Sævar Steinason 14 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.02.2011 at 20:22 #217316
    Profile photo of Logi Ragnarsson
    Logi Ragnarsson
    Participant

    Jæja félagar. Nú er bara að vona að veðurguðirnir miskuni sig yfir okkur og sendi okkur mikinn snjó fyrir STÓRFERÐINA. Held að þetta verði spennandi fyrirkomulag þ.e. fá þá aðila sem best til þekkja á norðurlandi til að að ferðast með okkur „flatlendingunum“ norðan heiða. Blanda þessu vel saman og efla um leið tengsl milli manna í hinum ýmsu deildum. Sáum frábærar myndir í gærkvöldi á félagsfundi frá fyrstu Stórferðinni sem farin var árið 1987, mest var af 8cyl amersískum gæðavögnum sem fóru þó einungis inn í Nýjadal sem var bara nokkuð gott miðað við þann útbúnað sem þá tíðkaðist, dekkin lítil, staðsetningarbúnaður fábrotinn og ekki nema í tveimur bílum að kalla mátti. Klæðnaður ferðalanganna allt frá ballskóm og stælklæðnaði enda áttu sumir hverjir ekki von á öðru en að allt gengi vel og þeir yrðu komnir á ball í Sjallanum fyrr en varði. Ferðin í fyrra var frábær og ekki ástæða til annars en ætla að þessi verði svipuð. Skráningar hefjast á föstudag eins og fram hefur komið. Logi R.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 122 total)
← 1 2 3 4 … 7 →
  • Author
    Replies
  • 18.02.2011 at 01:05 #719110
    Profile photo of Davíð G. Diego
    Davíð G. Diego
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 12

    Er þetta ekki allt á réttri leið? Sýnist allir vera að komast í hópa og gistingu. Vona bara að Shell/Skeljungur bjóði okkur olíuna/bensínið á verði sem við verðum kátir með, og allir verði svo bara í góðum gír á leiðinni. "Sameinaðir komumst við sundraðir festumst við" Koma svo félagar og gerum þetta að S T Ó R F E R Ð !





    18.02.2011 at 11:04 #719112
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    HVERNIG ER ÞAÐ GÉTA EKKI FORMENN ÞESSA KLÚBBS FENGIÐ EITTHVAÐ SÉR VERÐ Á
    OLIU OG BENSÍNI FYRIR ÞESSA FERÐ.
    ÞETTA ER EKKERT SMÁ MAGN EF VIÐ TÖKUM ALLIR BENSÍN EÐA OLIU Á OKKAR BÍLA HJÁ SHELL.
    KV
    F.H





    18.02.2011 at 19:23 #719114
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sæll Friðrik

    Eru margir formenn í klúbbnum????

    En til upplýsinga þá er að sjálfsögðu búið að ræða við aðila vegna veðtilboðs á bensíni og olíum, málin eru eins og er á viðræðustigi en eins og í öllum öðrum ferðum okkar hefur alltaf komið til sérafsláttur fyrir félagsmenn þann tíma sem ferðin stendur. Enn er verið að vinna í mörgum lausum endum vegna ferðarinnar og menn verða að gefa okkur smá tíma til að klára þau mál. Ég veit að norðanmenn eru sveittir við símann að reyna að finna svefnpláss fyrir 130 mans. Eins og er er fastur kostnaður vegna ferðarinnar áætlaður 5.000 á mann þá er innifalið matur á Akureyri og rútuferð í golfskálan og frá honum (veit ekkert hvert verður farið með mannskapinn) einnig verður einhvað meira gert. Það sem ferðalangarnir verða að gera sjálfir er að ganga frá greiðslu á gistingu á Hrauneyjum og á Akureyri þegar búið verður að finna nægt svefnpláss fyrir mannskapinn. Læt þetta verða nóg í bili en vill minna félagsmenn á að það feer að stittast í staðfestingargreiðsluna vegna ferðarinnar. Upplýsingar verða látnar hér á netið þegar málin skýrast endanlega. En ef það eru einhverjar spurningar þá endilega látið vaða.

    Eitt sem þið getið verið rólegir með er að ég fæ ekki að stýra í þessari ferð, bara að sitja í……

    Kveðja
    Sveinbjörn Halldórsson
    formennirnir í Ferðaklúbbnum 4×4





    18.02.2011 at 21:10 #719116
    Profile photo of Pétur Friðrik Þórðarson
    Pétur Friðrik Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 311

    Fyrir misskilning skráði ég Hjálparsveit sem minn hóp. Eins og sjá má á lista er ég einn í þeim hópi og er því stakur. Ef einhver hópur hefur áhuga fyrir að fá mig til liðs þá vinsamlega látið vita. Ég er á Jeep Comanche 38" með driflæsingar að framan og aftan og spil. Að öðru leyti þetta venjulega, drullutjakk, járnkarl, spotta ofl.
    Kv. Pétur s. 892 7480





    18.02.2011 at 22:15 #719118
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Pétur.

    Þú ert að upplifa í væntanlegri ferð það sama og ég bæði í miðju og hjólfaraferðinni. Það að fyrst vildi engin hafa mig samferða. Ég veit það að þú og ég erum betri ökumenn en flestir innan klúbbssins. En hvernig er fyrir þessum heilarfélagsskap komið þegar menn nenna ekki að aðstoða. Hins vegar veit ég að menn koma oft með illa undirbúin bíl eða á frábæru faratæki sem þeir kunna ekkert á. Ég tek ekki þátt vegna þess að ferðin er hjólfarakappakstur sem mörgum líkar en ekki mér. Ég bíð hinsvegar eftir ferðinni sem var frestað síðla síðasta árs. Góða ferð.

    kv. SBS





    18.02.2011 at 22:35 #719120
    Profile photo of Stefán Baldvinsson
    Stefán Baldvinsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 490

    Hvað er þetta Pétur minn , villtu ekki vera samferða Úlfinum.
    Kv. Úlfurinn.





    18.02.2011 at 23:04 #719122
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er í lagi að vera meðal úlfa meðan þeir hugsa ekki með neðri kjálkanum.

    SBS





    18.02.2011 at 23:06 #719124
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    Sveinbjörn ég biðst afsökunar átti ekki að vera móðgun.(Formaður).

    Heldur átti þetta ekki að vera skot á þig ,,,,,,,,þetta var bara uppástunga.
    kv
    F.H





    18.02.2011 at 23:42 #719126
    Profile photo of Pétur Friðrik Þórðarson
    Pétur Friðrik Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 311

    Sæll Stefán. Ekki spurning. Við höldum (úlfa)hópinn.
    Kv. Pétur





    19.02.2011 at 00:37 #719128
    Profile photo of Pétur Friðrik Þórðarson
    Pétur Friðrik Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 311

    Sæll Sigurður.
    Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni að ég sé meðal bestu bílstjóra klúbbsins. Mér hefur samt stundum tekist að gera aðra að ágætum bílstjórum. En takk samt. Það er víst að við erum sammála um að stunda ekki kappakstur í fjallaferðum. Það er heldur lítið í það varið. En að fara um hálendið á góðum degi í góðum félagsskap og njóta útsýnisins og náttúrunnar. það er í mínum huga aðalmálið.
    Kv. Pétur





    19.02.2011 at 01:37 #719130
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Tek undir það. Tökum góðan hægan rúnt eina góða helgi.

    Kv. SBS …..en áfram með Stórferðarþráðinn.





    20.02.2011 at 17:47 #719132
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sælir

    Það er ekki verið að hvetja til einhvers kappaskturs yfir hálendið, heldur að eiga góða stund saman gera einhvað sem getur komið klúbbnum og málefnum okkar á framfæri. Svona ferð á eftir að vekja athygli sérstaklega á Akureyri, en þar verður haldin sýning á bílunum. Einnig verða norðanmenn í eldlínunni og gaman fyrir okkur sunnlendinga að heymsækja þá með pompi og pragt.

    Svona ferðir og samkomur hafa alltaf þjappað félagsmönnum saman og gert klúbbstarfið skemmtilegra, ég hvet félagsmenn eindregið til að taka þátt og njóta ferðarinnar í góðum félagsskap. Að fara að líkja ferðinni við að elta eigi hjólför alla leið norður er algjörlega út úr korti, menn mega ráða hvaða leið þeir fara og hvernig þeirra tímaplan verður.

    Friðrik ég tók Þessu ekki illa, langaði bara að gera smá at í þér (hafa allt á léttu nótunum).
    En takk fyrir að spyrja, ef menn hafa einhverjar góðar hugmyndir vegna ferðarinnar þá endilega setjið það inn á spjallið.

    Kveðja
    Sveinbjörn





    20.02.2011 at 21:48 #719134
    Profile photo of Þórður Adolfsson
    Þórður Adolfsson
    Participant
    • Umræður: 18
    • Svör: 16

    [quote="Sigurður S.":55ron9en]Tek undir það. Tökum góðan hægan rúnt eina góða helgi.

    Kv. SBS …..en áfram með Stórferðarþráðinn.[/quote:55ron9en]
    Sæll Sigurður

    Ég get alveg tekið undir að við eigum ekki að vera í einhverjum kappakstri og við eigum að aðstoða hvor aðra
    í hvívetna.Og er ekki rétt hjá mér að þegar við fórum saman á Þorrablótið þá höguðum við okkur einmitt þannig.
    Þ.e.a.s. enginn kappakstur og allir tilbúnir til aðstoðar. Sigurður ég vil endilega fá þig með í umrædd Stórferð, og fá þig til að mynda atburðina eins og þér er einum lagið. Hvernig væri að skipta um skoðun.?? Komdu með í ferðina,
    og ég og Ford liðið mun ekki klikka á að veita aðstoð ef þörf er, sem ég reyndar efast um að þurfi.
    k.kveðja Þórður





    20.02.2011 at 23:22 #719136
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Þórður og þakka þér fyrir síðast. Jú þetta var frábær og lærdómsrík ferð. Þeir sem voru með ofvirkan hægri fót urðu fljótt fastir í krapa og þurftum við þá þessir rólegu að kippa þeim upp. Það sem gerir ferð eftirmynnilega eru ólíkir characterar og passlegt hressilegt basl. Heyrðu þetta með að skipta um skoðun. Þú ert nú alveg að ná mér. Kannski ég skrifi mig á biðlistan og komi með því engin stoppar húsbílinn. Er ég að skilja þig rétt að OfurFordaGengið er að bjóða Chevy með í hópin og aðeins á 44“. Ég var búin að fá vilyrði hjá öðrum en veit ekki hvort það standi ennþá. En það yrði allavega ögrandi.

    Kv. SBS





    21.02.2011 at 15:51 #719138
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sælir

    Var að fá upplýsingar frá norðanmönnum sem voru að leita eftir gístiplássi búið er að finna 100 gistipláss og taka frá fyrir klúbbinn en félagsmenn þurfa að hringja og staðfesta plássin á sínun nöfnum. Listinn verður tekin saman og byrtur á vefnum (kanski í kvöld, ef ég næ að klára hann) sem fyrst.

    kveðja
    Sveinbjörn.

    P.s. Hvernig er með Loga ritar ætlar hann að láta formaninn yfirskrifa sig……..





    21.02.2011 at 23:13 #719140
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    [b:1lwnilsi]Sælir félagar hér er gistilistinn fyrir Akureyri.

    Þetta eru þau gistiheimili sem eru með laus gistipláss.

    Hver og einn þarf að hringja sjálfur og panta gistipláss í sínu nafni. Þegar því er lokið sendið póst á stjorn@f4x4.is svo hægt sé að uppfæra listann og hafa hann eins réttann og hægt er.[/b:1lwnilsi]

    Hér er listinn:
    [b:1lwnilsi]
    Ak-Gisting -2.herb, 4-5, staðf se
    Heimilisfang: Norðurbyggð 1d
    Sími: 659 3181[/b:1lwnilsi]
    Netfang: ak-gisting-akureyri@visir.is
    Heimasíða: blogg.visir.is/minna61/gisting-a-akureyri/[/b]

    Ak-Gisting er opin allan ársins hring. Boðið er upp á 4 herbergi með uppábúnum rúmum. Góð eldhús og baðaðstaða er fyrir gesti.
    Í gistingunni er eitt fjölskylduherbergi. Þar er uppábúið hjónarúm, klikk klakk sófi, borð og stólar. Einnig er í boði herbergi með tveimur einstaklingsrúmum, eitt herbergi með uppábúnu hjónarúmi og loks eitt einstaklingsherbergi.
    Stutt er í alla þjónustu. Tveggja mínútna gangur í Sundlaug Akureyrar og í verslun. U.þ.b. 5-7 mínútna gangur er niður í miðbæ Akureyrar.

    [b:1lwnilsi]Álfaíbúð-kannski
    Álfaíbúð
    Möðruvallastræti 5
    600 Akureyri
    Sími: 8659429 eða 8462692[/b:1lwnilsi]
    Netfang: info@innrikraftur.is
    Heimasiða: http://www.innrikraftur.is/is/page/orlofsibud
    Álfaíbúð er vönduð íbúð í hjarta Akureyrar í rólegu íbúðahverfi með fallegu útsýni yfir Pollinn. Íbúðin er vel útbúin og er með nettengingu, þvottaaðstöðu, glæsilegum garði, verönd, grilli og heitum potti. Leikvöllur, Sundlaugin, Lystigarðurinn, veitingahús, matvöruverslun, leikhúsið og Hof eru allt í næsta nágrenni. Tilvalin gisting fyrir fjölskyldur, vinahópa, skíðafólk, íþróttafólk og listunnendur.

    [b:1lwnilsi]
    Gistiheimili Akureyrar 2x2ja manna
    Hafnarstræti 104
    Sími: 462 5600
    Fax: 462 5601[/b:1lwnilsi]
    Netfang: hotelakureyri@hotelakureyri.is
    Heimasíða: http://www.hotelakureyri.is
    Gistiheimili með 19 herbergjum, morgunmatur til staðar. Staðsett í göngugötunni.

    [b:1lwnilsi]Gistiheimilið Brekkusel 3x2ja manna
    Heimilisfang: Byggðavegur 97
    Sími: 895 1260
    Fax: 462 3660[/b:1lwnilsi]
    Netfang: info@brekkusel.is
    Heimasíða: http://www.brekkusel.is
    Gistiheimilið Brekkusel er opið allan ársins hring. Boðið er upp á uppábúin rúm og svefnpokagistingu. Gistiheimilið er nýlega uppgert, með níu herbergi og eitt studio herbergi (með eldunaraðstöðu). Þrjú herbergi erum með baðherbergi og sjö með sameiginlegt baðherbergi. Góð eldhúsaðstaða.

    [b:1lwnilsi]
    Gistiheimilið Gula villan 2x1m 3x2m 2x4m 1x3m
    stækkunarmöguleikar
    Heimilisfang: Þingvallastræti 14 og Brekkugötu 8
    Sími: 896 8464[/b:1lwnilsi]
    Netfang: gulavillan@nett.is
    Heimasíða: http://www.gulavillan.is
    Gistiheimilið er í Þingvallastræti 14 og Brekkugötu 8 og er opið allt árið. Gistiheimilið er með 19 herbergi alls. Boðið er upp á uppbúin rúm og svefnpokapláss, eldunaraðstöðu og morgunmat (skv. samkomulagi).

    [b:1lwnilsi]Gistiheimilið Súlur, 20 manns (8herb,1×1 4×2,1×4-5,1×3-4)
    Heimilisfang: Þórunnarstræti 93 og Klettastíg 6
    Sími: 461 1160 / 863 1400
    Netfang: sulur@islandia.is[/b:1lwnilsi]
    Gistiheimilið Súlur, Þórunnarstræti 93 er opið allt árið. Boðin er gisting í 1-4 manna herbergjum með aðgang að eldhúsi. Sjónvarp er á öllum herbergjum og þráðlaus nettenging. Stutt í alla helstu þjónustu, menningarstofnanir og afþreyingu. Þvottaaðstaða er fyrir alla gesti.
    Gistiheimilið Súlur, Klettastíg 6 er opið frá 1. júní til 15. ágúst. Í Klettastíg eru þrjár sjálfstæðar einingar, hver með fjórum herbergjum, tveimur snyrtingum, sameiginlegri eldunaraðstöðu og setustofu m/sjónvarpi. Í hverri einingu eru rúm fyrir 9-10 manns sem hentar vel fyrir litla hópa. Gott aðgengi fyrir fatlaða. Þvottaaðstaða er fyrir alla gesti.
    Móttaka allra gesta er í Þórunnarstræti 93.

    [b:1lwnilsi]Gistihúsið Hrafninn 2x2manna
    Brekkugötu 4
    600 Akureyri
    Sími: 661 9050
    Netfang: info@akureyriguesthouse.is[/b:1lwnilsi]
    Heimasíða: http://www.hrafninn.is
    Gistihúsið er staðsett á besta stað í miðbæ Akureyrar, aðeins steinsnar frá fjölda þjónustufyrirtækja, svo sem ýmis konar verslunum, matsölustöðum, skemmtistöðum og kvikmyndahúsum.
    Gistiheimilið er með 5 tveggjamannaherbergjum og einu einsmanns. Öll herbergin eru mjög vel búin með sérbaðherbergi, heilsurúmum, 21" sjónvarpi og þráðlausri internet tengingu. Einnig fylgir herbergjunum aðstaða til að útbúa eigin morgunverð.

    [b:1lwnilsi]Heimagisting Stapi-10 manns
    Stapi-Gisting
    Stapasíðu 12
    603 Akureyri
    Sími 691-5520
    Tölvupóstur gudrun@stapigisting.is
    Heimasíða http://www.stapigisting.is [/b:1lwnilsi]
    Stapi – Gisting býður uppá gistingu í 2ja herbergja rúmgóðri íbúð á fjölskylduvænum stað í þorpinu á Akureyri. Gæludýr eru velkomin.
    Í íbúðinni er eldhús með borðbúnaði fyrir 12 manns, – baðherbergi með sturtu – gott vaskahús með þvottavél – gangur þar sem staðsett er borðtölva með internet tengingu og ágætt pláss fyrir aukadýnur – eitt svefnherbergi með hjónarúmi og barna ferðarúm með góðri dýnu – Stofa með svefnsófa fyrir tvo, borðstofuborð og 6 stólar. Tvær dýnur fyrir fullorðna fylgja og hægt er að fá aukadýnur gegn gjaldi ef fleiri en 6 manns gista í íbúðinni. Íbúðin er að miklu leyti nýuppgerð. Stór og góður garður er við húsið.
    Innifalið í gistingu er sængurfatnaður, rúmföt og handklæði.
    Morgunmatur er í boði án þjónustu.

    [b:1lwnilsi]Hótel íbúðir 12manns, 2 íbúðir
    Heimilisfang: Geislagata 10
    Sími: 892 9838
    Netfang: hotelibudir@hotelibudir.is
    Heimasíða: http://www.hotelibudir.is[/b:1lwnilsi]
    Hótel íbúðir eru staðsettar í miðbæ Akureyrar á besta stað. Þær eru aðeins steinsnar frá fjölda þjónustufyrirtækja svo sem ýmiskonar verslana, matsölustaða, skemmtistaða og kvikmyndahúsa. Í hótelinu eru fimm snyrtilegar íbúðir sem hver um sig er fullbúin húsgögnum og sjónvarpi. þær eru í þrem stærðum, ein 2 herbergja, tvær 3 herbergja og tvær 4 herbergja. Í hverri íbúð er fullkomin eldunaraðstaða með öllum eldhúsáhöldum, bakaraofni, örbylgjuofni o.fl.

    [b:1lwnilsi]Íbúðagisting Akureyri íbúð 7 manns laus, senda póst, 45þ helgin, ekki búið að bóka
    Íbúðagisting Akureyri
    Hamratúni
    600 Akureyri
    Sími: 892-6515
    Netfang: info@ibudagisting.is, hamratun@gmail.com[/b:1lwnilsi]
    Heimasíða: http://www.ibudagisting.is
    Bjartar, rúmgóðar og vel útbúnar íbúðir með fallegu útsýni yfir golfvöll Golfklúbbs Akureyrar og upp í Hlíðarfjall. Íbúðirnar eru staðsettar í rólegu íbúðahverfi, hver með sinn sérinngang og gistirými fyrir 7 fullorðna. Þrjú svefnherbergi með uppábúnum rúmum, baðherbergi með þvottaaðstöðu, gasgrill, þráðlaus nettenging og handklæði fyrir gesti. Matvöruverslun og leikvellir í næsta nágrenni. Góður kostur fyrir frí með fjölskyldu eða vinum. Tilvalin gisting fyrir golfara og skíðafólk.
    Íbúðirnar eru reyklausar og gæludýr eru ekki leyfð.
    Íbúðagisting Hafnarstræti 6manns

    [b:1lwnilsi]
    Ibudir.is
    Hafnarstræti 81
    IS – Akureyri
    Tel: 6953366
    Email: info@ibudir.is
    Website: http://www.ibudir.is[/b:1lwnilsi]
    Nýleg 38 ferm. Stúdíó íbúð í miðbæ Akureyrar, rétt hjá Bautanum og 10-11 verslun sem opin er allan sólarhringinn. Íbúðin er á 3ju hæð með svalir og útsýni út á Pollinn. Íbúðin hentar best fyrir hjón en til staðar er einnig svefnsófi hentugur fyrir börn. Öll eldunaraðstaða er fyrir hendi , sjónvarp og internet. Rúmföt og handklæði afhent eftir óskum. Frábær kostur fyrir skíðafólk sem vill líka upplifa miðbæinn.

    [b:1lwnilsi]Stórholt – farfuglaheimili ekki laus sem stendur
    Heimilisfang: Stórholt 1
    Sími: 462 3657 / 894 4299
    Fax: 461 2549[/b:1lwnilsi]
    Netfang: akureyri@hostel.is
    Heimasíða: http://www.akureyrihostel.com
    Farfuglaheimilið á Akureyri er miðsvæðis og liggur þar að auki við þjóðveg númer 1. Stutt er í fjölda þjónustufyrirtækja, verslanir, matsölustaði og söfn Í farfuglaheimilinu eru 1-4 manna vel búin herbergi, uppbúin rúm, svefnpokaaðstaða, fullkomin eldunaraðstaða, rúmgóð setustofa með sjónvarpi, þvottavél og þurrkari. Auk þess er þar að finna frábæra útiaðstöðu með grilli.

    [b:1lwnilsi]Gistiheimilið Akurinn
    Brekkugötu 27a
    600 Akureyri
    Sími 461-2500[/b:1lwnilsi]

    Hér eru laus
    6 herbergi sem eru 2 manna
    og tvö 5 manna herbergi

    Eða svefnpláss fyrir 28 manns….
    AkurInn er með opið allan ársins hring. Staðsetningin er rétt við miðbæinn, í göngufæri við sundlaugina, veitinga- og skemmtistaði. Sjö herbergi eins- til fjögurra manna með uppábúnum rúmum. Hægt er að fá morgunverð.

    [b:1lwnilsi]Nú er bara að taka upp símann og hringja og panta herbergi, allir þessir staðir eru með herbergin frátekinn í stuttan tíma, þannig að endilega hringið og pantið[/b:1lwnilsi]





    22.02.2011 at 11:43 #719142
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    Hef pláss fyrir 1 Kóara en hann þarf að vermda aftursætið í pattanum(nóg pláss).
    Einnig þarf hann ekki að hafa áhyggjur af svefnplássi því eg redda því frítt.
    áhugasamir hafið samband í síma 820 8801
    kv Friðrik.





    22.02.2011 at 12:03 #719144
    Profile photo of Stefán Baldvinsson
    Stefán Baldvinsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 490

    Heirðu Frikki minn, ef þú færð of mikið framboð af Kóurum máttu alveg vísa einum á mig.
    En sá fær frammsætið og líka fría gistingu. Sími.–893-0754 og 5571454.
    Kv.S.B.





    22.02.2011 at 20:16 #719146
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    Geri það :))
    kv
    F.H





    23.02.2011 at 14:57 #719148
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Hvernig er með menn hafa þeir athugað með gistingu á Akureyri???





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 122 total)
← 1 2 3 4 … 7 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.