FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stórferð á Mývatn 2012

by Óskar Erlingsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Stórferð á Mývatn 2012

This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Brynjar Pétursson Brynjar Pétursson 13 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.02.2012 at 18:37 #222375
    Profile photo of Óskar Erlingsson
    Óskar Erlingsson
    Participant

    Það er margt um að vera á Mývatni helgina 23 – 25. mars og margir í leit að gistiplássi, en möguleiki er auka gisti framboðið.

    Hótel Gígur Mývatni er alla jafna lokað yfir vetrar mánuðina. Hótelið verður opnað fyrir þátttakendur í Stórferðinni 2012, að því gefnu að náist að minnsta kosti 20 manns í gistingu. Á Hótel Gíg eru í boði 67 rúmpláss. (1 þriggja manna herbergi-28 tveggja manna herbergi og 8 eins manns herbergi). Hótelið er vel staðsett. http://www.keahotels.is/is/Hotel-Gigur

    Þeir sem vilja nýta sér þetta er bent á að skrá sig sem fyrst hjá móttöku í síma 460-2000

    ÓE

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 76 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 22.03.2012 at 12:33 #750607
    Profile photo of Jakob Á. Jóhannsson
    Jakob Á. Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 117

    Hvað eru margir skráðir i þessa stórferð á Mývatn get hvergi fundið neitt um það upp á að taka á móti ykkur i ströngukvisl
    Kv Jakob form Húnvetningadeildar





    22.03.2012 at 12:41 #750609
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    [quote="Jakob Huni":363khvb4]Hvað eru margir skráðir i þessa stórferð á Mývatn get hvergi fundið neitt um það upp á að taka á móti ykkur i ströngukvisl
    Kv Jakob form Húnvetningadeildar[/quote:363khvb4]

    https://old.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285





    22.03.2012 at 12:48 #750611
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    [quote="Jakob Huni":2ct5b7o8]Hvað eru margir skráðir i þessa stórferð á Mývatn get hvergi fundið neitt um það upp á að taka á móti ykkur i ströngukvisl
    Kv Jakob form Húnvetningadeildar[/quote:2ct5b7o8]

    Þetta er hægt að sjá á síðunni [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285:2ct5b7o8]Skráning í Ferðir[/url:2ct5b7o8] (hægra megin) og eins með þær ferðir sem eru í gangi hverju sinni.

    kv.
    Bragi -semekkiágúmmígalla





    23.03.2012 at 14:18 #750613
    Profile photo of Jón G. Bergsson
    Jón G. Bergsson
    Participant
    • Umræður: 93
    • Svör: 484

    Var að heyra í Árna bró. Þeir eiga um 9 km eftir inn í Nýjadal. Skyggni er lítið en þó vongóðir um að það sé að lagast. Tími fer í að þræða fram hjá kröpum. Norðanmenn komu í Gæsavötn í gærkvöldi um Bárðardal. Taka á stöðuna á málum í Nýjadal og ákveða með framhaldið.





    23.03.2012 at 16:55 #750615
    Profile photo of Jón G. Bergsson
    Jón G. Bergsson
    Participant
    • Umræður: 93
    • Svör: 484

    Heyrði aftur í Árna, stefna í Bárðardal, skyggni orðið lítið eftir sólskynið í Nýjadal, nokkuð blautt. Þokkalega gekk að komast yfir ána í Nýjadal en hún er byrjuð að bólgna upp.





    23.03.2012 at 18:21 #750617
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Sælir

    Er eitthvað að frétta fyrir okkur sófariddarana sem ekki komust?

    kv
    Friðrik





    23.03.2012 at 21:05 #750619
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Sæl öll. Sit hér í minni ágætu Musso bifreið á fullri ferð niður Bárðardalinn. Ferðin hefur gengið vel, veit að Jeep gengið er ekki komið niður, Hafliði og félagar eiga ekki langt eftir en eru að fara um svæði sem er erfitt vegna krapa og gæti það tafið för þeirra. Drekar, Broskallar, toyota gengið og einhverjir fleiri stefna hraðbyri í gistipláss og bauk. Eyjapeyjar stefna til fjalla aftur til að gera við bilaðan bíl. Held að þetta sé svona það helsta í bili.
    Með Broskallakveðju. Logi Már.





    24.03.2012 at 00:53 #750621
    Profile photo of Einar Sólonsson
    Einar Sólonsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 97

    Þeir eru að tínast til byggða Hafliði og fl voru kominn á þjóðveg en ekki jeep gengið Ég er ánæður með BROSKALLA gengið mitt þeir standa sig enda ekki við öðru að búast





    24.03.2012 at 14:11 #750623
    Profile photo of Stefán Baldvinsson
    Stefán Baldvinsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 490

    Já en Einar, það var komin skeifa á þá.





    24.03.2012 at 17:12 #750625
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    Við erum búnir að eiga fínan dag með Húsavíkurdeild, mjög vel tekið á móti okkur og allt til fyrirmyndar. Fengum tækifæri til að þenja mótóra og Jeep gengið leyfði okkur að sjá hvað þeirra bílar geta þotið áfram :)

    Nú eru menn að hvíla sig og undirbúa sig fyrir kvöldverð í kvöld.

    Kveðja,
    Hafliði





    24.03.2012 at 19:00 #750627
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    [quote="ulfurinn":kjkcyhed]Já en Einar, það var komin skeifa á þá.[/quote:kjkcyhed]

    Nei Sammi minn. Það brosa allir hringinn hér eftir frábæra tvo daga á fjöllum.





    24.03.2012 at 19:10 #750629
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Jeep Gengið,

    Færið fram að gæsavötnum , frekar blautt en enginn vandi að drífa, eftir gæsavötn = fallegur blámi útum allt og enginn vandræði að drífa heldur :) en við þekkjum svosum ekki annað…

    Okkur gekk fínt frá Versölum upp að víkurskarði og þaðan inn í gæsavötn þar sem krapinn var farinn að segja vel til sín í gær og gengu kafbáta lýsingar á milli manna. Besta ráðið var þó að koma sér vel fyrir og botna 8 cyl vélarnar í bílunum og fljóta yfir krapann, það gekk mjög vel, við prufuðum að fara hægt í þetta og ryðja… en hættum því fljótt þar sem bensín ráðið virkaði of vel.

    Við töfðumst vegna brotinnar stýrisstangar í Patrol sem fékk að fljóta með okkur, síðan gataði ég dekk hjá mér í grjótinu(og felgan lak aðeins) þegar nær dró mývatni og einn öxull í wagoneer sem fór að framan en annað var það ekki. Auðvitað suðum við þessa stýrisstöng saman eins og jeep genginu er einu lagið og gerðum við dekkið hjá mér og wagoneerin var kominn með nýjan öxul í gang kl 11 um morguninn daginn eftir með hraðsendingu frá RVK og felgan hjá mér soðin og tilbúnir fyrir nýjan dag.

    Frábær hópur og góð ferð norður og það náðist smá kappakstur þegar norðar dró á sléttunum þar. 5000 rpm og 6000 rpm sáust oft og brosið dó ekki af mönnum þrátt fyrir langt ferðalag eða um og yfir 300 km og 17 klst þennan daginn og meirihlutann í krapa og síðan í traktors förum á sprengisands leiðinni aðeins norðar en Gæsavötn… T.d. lenti ég í einu farinu af þessum stóru trukkum og bílinn hjá mér sökk 6 cm í snjónn með vinstri hliðinni en hin hliðin var 50 cm ofan í farinu og bíllinn hallaði ansi vel hehe. Við hættum þó að vera nálægt þessum förum og keyrðum niður að mývatni og komutíminn var um 1 leytið. Mættum Eyjamönnum á leiðinni að sækja einhvern bilaðan bíl.

    ég er reyndar orðinn sófariddari þar sem felguboltar/bremsudiskur/felgur/sprungið dekk og samblanda af þessu orsökuðu það að ég varð að snúa frá og reyndar vegna stórafmælis nú í kvöld 😉

    Frábær ferð norður og mjög góðar móttökur á hótelinu.

    myndir koma seinna

    kv
    Gunnar
    Jeep Gengið
    Wrangler v8 41" Irok.





    25.03.2012 at 20:04 #750631
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    Kominn í byggð. Ég vil þakka bæði Húsvíkingum og Húnvetningum fyrir höfðinglegar móttökur. Túrinn í gær var virkilega skemmtilegur, nú er ég miklu fróðari um Þingeyjarsýslu, og ég tala nú ekki um muninn á pulsu og pylsu, við fengum grillaðar pylsur í Þeystareykjaskála, ekki grillaðar pulsur.

    Súpan hjá Húnvetningum var mjög góð og fór vel í maga.

    Takk fyrir mig,
    Kveðja,
    Hafliði





    25.03.2012 at 21:55 #750633
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Fóru einhverjir Langjökul heim?





    25.03.2012 at 23:28 #750635
    Profile photo of Frank Höybye Christensen
    Frank Höybye Christensen
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 112

    Þetta var snildar ferð í alla staði, frábærir ferðafélagar og höfðingjalegar móttökur.
    Takk fyrir okkur 😀
    Kveðja Frank og Ásrún





    26.03.2012 at 02:20 #750637
    Profile photo of Hjalti Sigurðsson
    Hjalti Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 29
    • Svör: 185

    [quote="hagalin":3iac1pp2]Fóru einhverjir Langjökul heim?[/quote:3iac1pp2]
    Við (Drekar) tókum 3 daga á þetta og fórum Kjalveg heim. Þar var töluverður krapi og var þetta c.a. 1 festa á bíl . Vorum komnir niður á malbik um miðnætti





    26.03.2012 at 05:12 #750639
    Profile photo of Ingi Ragnarsson
    Ingi Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 280

    Maður bíður spenntur eftir myndum, fyrst maður komst ekki með…





    26.03.2012 at 09:07 #750641
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Ég og frúin viljum þakka kærlega fyrir okkur fyrir frábæra ferð í alla staði. Alltaf gaman og koma norður. Flottur túr í Boði norðanmanna á laugardeginum og virkilega gaman að hafa svona leiðsögn um svæðið.
    Takk fyrir okkur.

    Hagalín og Edda Ósk.

    P.S. Einn farinn að telja niður fyrir næstu ferð…..





    26.03.2012 at 20:45 #750643
    Profile photo of Pétur Hans Pétursson
    Pétur Hans Pétursson
    Participant
    • Umræður: 25
    • Svör: 228

    Takk fyrir ferðina. Þetta var frábær ferð og allt vel skipulagt af hálfu F4x4 og og ekki síst norðanmanna sem tóku á móti okkur á einstakan hátt.

    Kv
    Pétur Hans ( Dreki)





    26.03.2012 at 21:13 #750645
    Profile photo of Bjartmar Ö. Arnarson
    Bjartmar Ö. Arnarson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 71

    Meirihluti Jeep gengisins kom í bæinn í dag. Mánudag.

    Við hófum ferðina á fimtudag í Versölum og ókum þaðan á föstudag norður Kvíslarveitur og austur að Hágöngum. Lélegt skyggni framan af en þokkalegt færi. Þegar nálgaðist Vonarskarð fór að létta til gerði hið besta veður.

    Við misstum niður bíl í læk við Svarthöfða en Kaldahvísl var opin og auðfær. Þaðan var stefnan tekin á Hnífla í einstöku útsýni yfir Bárabungu og nærliggjandi tinda.

    Komum við í Gæsavötnum í síminnkandi snjó. Þar fréttum við að Dyngjufjalladalur væri dæmdur ófær og tókum við stefnuna á vað á Skjálfanda. Þaðan beina línu í Sandbúðir. Heldur jókst snjórinn þarna og var hægt að spretta úr spori í frábæru skyggni.

    Á sprengisandi bognaði togstöng í læk og litlu síðan brotnaði öxull í nokkuð háum skörum í litlum læk. Tafði þetta nokkuð för en tögstöngin var rétt og soðin og við skiluðum okkur niður á Mývatn rétt um miðnætti.

    Mjög skemmtilegur og fræðandi laugardagur með Húsvíkingum og kvöldverður í Skjólbrekku.

    Við ákváðum að fara Sprengisand suður á sunnudag í góðu veðri framan af. Fór að hvessa síðdegis með rigningu og krapa. Gekk vandræðalaust í Versali þar sem eldaðar voru stórsteikur að hætti Jeeppa manna og síðan stuttur dagur í dag heim á leið.

    Takk fyrir okkur.
    Bjartmar





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 76 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.