Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð 2016 Ísafjörður
Tagged: Vestfyrðir
This topic contains 45 replies, has 15 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 8 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.01.2016 at 12:43 #935886
Skráning í stórferðina eru að hefjast hjálagt er linkur á skráningarformið: http://goo.gl/forms/9EsuWkZhZC
Eins og í fyrri ferðum er það skylirði, að minsta kosti einn aðili í bílnum sé greiddur félagi í klúbbnum. Gjaldið er það sama og í fyrra eða kr. 7.000,- Innifalið er gögn vegna ferðarinnar, matur og skemmtun á laugardagskvöldi og rútuferðir um kvöldið.
Nánari upplýsingar koma hér á netið á eftir auk þess sem farið verður yfir ferðina á félagsfundum í febrúar og í mars auk þess sem fundur verður haldinn með farastjórum um nánari ferðatilhögun.
fh. stjórnar
Sveinbjörn Halldórsson formaður.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.03.2016 at 21:59 #936881
Sæl
Nú eru flestir, ef ekki allir komnir heim eftir viðburðaríka ferð til Ísafjarðar. Það hefði alveg mátt hugsa sér veður eins og í Bingóferðinni, en það er ekki alltaf hægt að fá þannig veður. Ferðin flott, hópurinn góður, Rally Palli alveg með allt á hreinu og við mikils vísari um söguna. Fengum glennur inn á milli sem voru nýttar til hins ýtrasta.
Gaman að reyna við þessa hóla, þarna fyrir vestan
og hliðarhallinn. Já, já, já hann er alveg saga út af fyrir sig. Við á skólarútunum vorum ekki alveg þeir verstu, en djö.. var maður alveg með hjartað í brókinni.Ekki ónýtt að koma inn á gistiheimilið og taka heita sturtu áður en grillið var tekið fram. Félagsheimilið og Stjórninn flott. Líklega er maður að verða of góðu vanur og vill fá heitt hús og gott rúm til að sofa í.
Margt rétt sem Benni Magg segir hér að ofan og nú skora ég á hann ( og Tútturnar) að taka að sér undurbúning fyrir næstu Stórferð 2017.
En, takk fyrir mig og takk Vestfjarðadeild fyrir að taka svona flott á móti okkur.
Kv Friðrik
14.03.2016 at 12:45 #936970Sæl.
Það hefur margt breyst síðan 1987 þegar fyrsta stórferðin var farin. Þá einsog núna gekk á ýmsu en allir komu þeir aftur og engin þeirra dó…….bensínbragðandi samlokur í blæjuwillis áttu sinn sjarma.
Það verður erfitt fyrir Túttugengið að toppa þessa ferð. Norðurljósin skörtuðu sína fegursta um miðnæturbil í 600 fermetra pottinum með BEER þjónustu fyrir alla.
Þetta er eiginlega ekkert bratt bara mismunandi flatt en stendur vel undir nafni Vestfjarðarhálendið. Auðvitað þurfti veðrið að minna á sig og sýndi nánast allar sínar hliðar, tekur svona geðvonskukast eftir því sem sólin hækkar á lofti.
Það er nú búið að fara um allt land en hvað fyrsta sinn inn á Vestfyrði ?
Gott að hafa heimamann sem þekkir staðhætti, Palli á nú BEER skilið fyrir ómælda vinnu svo þetta mætti takast sem best.
Barði og aðrir heimamenn gerðu sitt svo þetta gæti gengið sem best en þetta með að setja vaselín á dekk aðkomumanna verður haft í huga í næstu bæjarferð ykkar !!!
Aðrir beitu símaappinu og pumpuðu í hjá þeim sem virtust ætla að drífa óþarflega mikið, gamli góði kúlulokin laaaang bestur !!!!!!
Lýst vel á að Túttugengið rífi sig uppúr sófanum og undirbúi næstu ferð að ári, panta hótel,snjó,stjórnina og veður !!!!!!!!!
Heyrði að Stjórnin stefni á að æfa upp eitt nýtt lag á hverrju ári.
Er svo ekki upplagt að mæta með nokkrar myndir á opið hús á miðvikudagskvöld, svo ekki sé minnst á allar mismikið kryddaðar sögurnar !
Nóg að sinni
kv Árni
16.03.2016 at 09:04 #937014Sælir.
Nú er krefjandi en mjög skemmtileg Stórferð á Ísafjörð er um garð gengin og menn komnir heilir heim á ný. Velflestir búnir að ná úr sér þreytu og harðsperrum eftir átökin. Þá er nú ekki úr vegi að fá að sjá á myndrænu máli hér á ljósmyndavef F4x4 hvernig menn urðu svona stirðir og þreytulegir eftir ferðina. Svo hafa menn að sjálfsögðu borðað, sungið og skemmt sér bæði standandi, sitjandi og liggjandi. 😉
Nú hefur Friðrik Halldórsson sett myndir úr ferðinni inn á ljósmyndavefinn hjá okkur. Það er frábært þegar framámenn í klúbbnum sýna gott fordæmi til að halda vefsíðunni gangandi. Þetta eru flottar myndir Friðrik og gaman að skoða þær og fylgjast með ferða-þræðinum. Fleirri koma svo með gott fordæmi og setja inn myndir.
Ég hef verið að setja hér á vefsíðuna tengla frá Youtube og þess háttar gagnabönkum til að gera þau videó aðgengilegri sem félagsmenn eiga þar. Ég sé það á talningu hjá mér að þau eru mikið skoðuð af þeim sem koma hingað á vefinn.
Hins vegar er allt efni sem sett er inn á Facebook læst þar inni og ekki hægt að deila því hingað með sama hætti og ég hef verið að gera hér með videoin. Þetta efni á FaceBook mun því gleimast, tínast og glatast sem minningar og heimildir um starf klúbbsins.
Nú verða menn að söðla um og setja hér inn myndir líka. Ef menn eru búnir að raða myndunum í möppu til að setja þær inn á FaceBook er minnsta málið að skella þeim hér inn líka. Muna bara að skrá sig inn. 😉
Kv. SBS.
16.03.2016 at 14:18 #937016Já mér skilst að þetta hafi verið vel heppnað – Túttugengið átti þarna fulltrúa á 5 bílum ( er það ekki ca 25 % ) og létu þeir mjög vel af pöbbunum á Ísafirði og skemmtuninni allri …
Það ræður víst enginn við veðrið – en blíða hefði vafalítið gert góða ferð enn betri.
En Árni – ég held að það verði seint hægt að kenna Túttugengið við sófann – enda líklega fáir hópar sem ferðst meira – en síðasta áratuginn eða svo er vandfundin vetrarhelgi þar sem einhver hluti hópsins var ekki á fjöllum … En látum það nú liggja milli hluta.
Varðandi að skipuleggja næstu ferð – þá er það örugglega auðsótt og ég skal nefna það í hópinn – En ég hélt nú samt að menn væru ekkert endilega að leggja í að fá okkur í Skipulagningu aftur ….
Við höfum nefnilega gert þetta áður og þá urðu þónokkrir götujeppamenn illa fyrir barðinu á eigin undirbúningsleysi
En ég, Skúli Skúlason og Óskar Erlingsson skipulögðum einmitt „Í hjólför Aldamótanna“ túrinn sem var léttur og þægilegur. Svo sá Túttugengið um 30 ára afmælisferðina sem var fullorðins.
Benni
18.03.2016 at 10:16 #937027Sæl.
Nú er Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 2016 á Vestfirði lokið. Í ferðina komu um 35 bílar sem var töluvert undir væntingum okkar sem stóðum að ferðinni. Um 60 bílar voru skráðir en töluverð afföll urðu, sum voru vegna veikinda, önnur vegna veðurútlits. En veðrið var ekki að hrella okkur jeppamennina sem fórum í þessa ferð sem var alveg ótrúlega skemmtileg í alla staði og verður okkur sem fórum í hana ógleymanleg.
Ferðalýsing er þannig: Fimmtudagurinn 10. mars (afmælisdagur klúbbsins): Lagt var af stað frá Shellstöðinni Vesturlandsvegi og ekið í átt til Vestfjarða. Fyrsta stopp var í Búðardal en þar var tekið kaffistopp og framhaldið ákveðið. Ákveðið var að fara Þorskafjarðarheiðina því það var töluvert bjart yfir. Að sjálfsögðu var stoppað í Bjarkarlundi og fákunum gefið að drekka, auk þess sem Læðan var skoðuð og mynduð. Akstur yfir Þorskafjarðarheiðina tók um klukkustund en þá komum við inn á Steingrímsfjarðarheiðina og tókum strauið inn á Hótel Reykjanes. Þar áttum við flotta stund í 600 fm. heitum potti þar sem Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta og menn glímdu við að finna út nöfnin á stjörnumerkjunum.
Föstudaginn 11. mars var ræs kl. 8:00 og var þá haldinn fundur með öllum hópnum. Veður var sæmilegt en það gekk á með dimmum éljum en birti vel upp á milli. Ákveðið var að skella sér upp Hestakleyfina og aka yfir Eyrarfjall og koma niður í botn Mjóafjarðar. Þaðan var ekið inn í Djúpmannabúð og stoppað og skoðað. Ekið var síðan til Ísafjarðar en þá var veður orðið bjart og góð fjallasýn þannig að ákveðið var að fara uppá Breiðdalsheiðina, seinnipartinn eða um kl. 18:00. Gekk það eftir og fengu menn að spreyta sig við erfiðar brekkur og mikinn púðursnjó. Komið var aftur til Ísafjarðar um kl. 20:00 en þá tóku Fúlagengið, Sterar og Jeppgengið sig til við heljarinnar grillveislu. Var ekkert mál að finna skafl út á bílaplaninu og þar voru Lambalærin grilluð að hætti jeppamanna inn í miðri íbúðarbygggð (nágrönnunum þótti þetta mjög skrýtið).
Laugardaginn 12. mars var ræs kl. 7:00 og var haldið út í Hnífsdal þar sem Vesturlandsdeildin með Barða í farabroddi tók á móti okkur og var mæting þar kl. 8:55 ekki seinna. Veður var milt og örlítill rigningarsuddi í byggð. Ekið var frá Hnífsdal út til Bolungarvíkur og ekið inn Syðstadalsveg og inn í Syðstadal. Þar hittum við fyrir nokkuð ójafnt flatlendi sem vísaði fullhratt upp. Þarna fengu menn heldur betur að spreyta sig í brekkuklifri og endaði það svo að aðeins tveir bílar óku upp en aðrir úr Jeep gegninu þurftu smá aðstoð við efsta faratálmann en snjórinn þjappaðist mjög vel og varð mjög háll þannig að ekki var mikið grip að fá. Aðrir slógu undan og héldu sem leið lá út á Bolungarvík og fóru inn Skálavíkur afleggjarann og reyndu við Tungudalinn við Bolungarvík. Langt komumst við til að reyna við Glámuheiðina en svo fór að afföll urðu á nokkrum bílum, brotnir öxlar, leguvandamál og eldur sem varð til þess að við snérum við og ákváðum að fara frekar í Skálavík. Það gekk eftir og varð það svo að þrír bílar fóru niður í Skálavík og höfðu þar smá stopp. Áleiðini til baka hittum við svo loks fyrir Túttugengið sem þeysti niður í Skálavík. Veðrið var í raun alveg ótrúlega gott þennan dag, sól og logn þannig að ekkert var hægt að kvarta. Um kl. 14:00 var bílasýning á plani Orkunar sem er staðsett inn á Skeiði á Ísafirði. Þá var skollið á rok og rigning þannig að menn ákváðu að halda frekar heim á gististaði og leggja sig og græja fyrir kvöldið.
Kl. 18:40 mætti rútan á planið hjá bensínstöðinni og var síðan haldið inn að Hótel Ísafirði og Tútturnar teknar uppí. Ekið var þá sem leið lá út í Hnífsdal en veislan fór fram í Félagsheimilinu Hnífsdal. Þar var Vestfjarðadeildin með Vestjarðarvíkiningin í farabroddi búin að dubba salinn í sparibúning og verið að setja líka þessa dýrindins máltíð á borð. Maturinn var alveg frábær og má þar sérstaklega nefna Saltfiskinn að öllu öðru ólöstuðu. Skemmtiatriði voru í boði Stjórnarinnar sem tók nokkur lög og svo tóku þeir þau aftur. Gleðskapnum lauk síðan kl. 10:30 en þá kom rútan og fór með okkur inn á Ísafjörð. Hópurinn hittist síðan aftur á pöbbnum Húsinu (minnir mig) og var þar mjög glatt á hjalla. Flestir slógu þó af um miðnætti og fóru til síns heima, þar sem veðurspá morgundagsins var mjög slæm seinni partinn og menn vildu ná heim áður en veðrið skylli á.
Sunnudagurinn 13. mars hófst hjá okkur með eggi og beikoni sem Guðmundur Sigurðsson var búin að elda fyrir kl. 8:00 um morguninn (held að hann hafi byrjar kl. 7:00). Okkar hópur var ferðbúin um 8:00 leitið þannig að haft var samband við H-karlana sem staddir voru í Bolungarvík og þeim tilkynnt að brottför sem átti að vera kl. 9:00 yrði flýtt um hálftíma. Okkar hópur lagði síðan af stað kl. 9:40 frá Orkustöðinni Ísafirði. Ferðin heim gekk nokkuð vel hjá mínum hópi en við lentum í ýmsum veðrum, rigningu, snjóstormum og alveg ótrúlegu roki allt að 27 metrum á sec. undir Hafnarfjallinu (þá var maður stressaður á stórum Econoliner). En af öðrum hópum var í flestum tilfellum allt gott að frétta en H-karlarnir lenntu í vandræðum með snjóblásara á Steingrímsfjarðarheiðinni. Ég held að síðustu bílar frá Ísafirði hafi komið til Reykjavíkur um 22:00 á sunnudeginum. En eins og með góðan endir þá komust allir ferðalangar heilir til baka, það er fyrir mestu.
Að lokum langar mig að þakka öllum sem þátt tóku í ferðini fyrir frábæra og meiriháttar ferð, hún verður mér ógleymanleg. Nú getur maður sagt: Við fórum og við kláruðum Vestfirðina að vetri til DONE…
Að öðrum ólöstuðum langar mig sérstaklega að þakka leiðsögn Páls Hálldórs (Rally Palla) en hann gjörþekkir þetta svæði enda ók hann flutningarbílum í mörg ár á þessari leið. Við fengur margar sögur og ekki skemmdi að hann þekkti hvert einasta fjall og hverja einustu þúfu á svæðinu og sagði okkur frá staðháttum ásamt mörgum skemmtilegum sögum.
Vestfjarðardeildin með Vestfjarðarvíkingnum, honum Barða Önundarsyni í fararbroddi eiga miklar þakkir skildar fyrir allan undirbúning og móttökur á Ísafirði, það er klárt mál að ferðin hefði ekki heppnast svona vel án þeirra aðstoðar og leiðarvals.
Takk fyrir mig.
Sveinbjörn Halldórsson
Formaður Ferðaklúbbsins 4×4
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.