Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð 2016 Ísafjörður
Tagged: Vestfyrðir
This topic contains 45 replies, has 15 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 8 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.01.2016 at 12:43 #935886
Skráning í stórferðina eru að hefjast hjálagt er linkur á skráningarformið: http://goo.gl/forms/9EsuWkZhZC
Eins og í fyrri ferðum er það skylirði, að minsta kosti einn aðili í bílnum sé greiddur félagi í klúbbnum. Gjaldið er það sama og í fyrra eða kr. 7.000,- Innifalið er gögn vegna ferðarinnar, matur og skemmtun á laugardagskvöldi og rútuferðir um kvöldið.
Nánari upplýsingar koma hér á netið á eftir auk þess sem farið verður yfir ferðina á félagsfundum í febrúar og í mars auk þess sem fundur verður haldinn með farastjórum um nánari ferðatilhögun.
fh. stjórnar
Sveinbjörn Halldórsson formaður.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.02.2016 at 11:08 #936556
Sælir
Nú er undirbúningur á fullu fyrir Vestfjarðaferð 12-15 mars.
Búið er að panta opnun á gamal heimavistarskólanum að Reykjanesi og hugmyndin að þeir sem vilja geti gist þar aðfaranótt föstudags. Þar er boðið upp á stærsta heita pott á Íslandi, en laugin þar á sér ekki hliðstæðu varðandi hita. Menn verið að fara úr bænum eftir hentugleika en reiknað er með að hópur fari af stað kl 12,00. þeir sem vilja reyna við Þorskafjarðarheiði en aðrir geta farið inn á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði.
Á laugardag er síðan ekið inn á Ísafjörð og er þar hægt að velja um tvær leiðir. Önnur jeppaleið yfir Hestahleif undir leiðsögn, en hin að fara hefðbundna akstursleið.
Laugardagur er síðan létt jeppaferð um svæðið umhverfist Ísafjörð en það ræðst allt af veðri og snjóalögum. Þeir sem ekki vilja fara að jeppast geta notið sín á skíðum.
Síðan ætlum við að stilla bílum okkar upp til sýnis á Orkustöðinni.
Um kvöldið er síðan uppskeruhátíð ferðarinnar sem haldin er í Hnífsdal
Sunnudagur er síðan heimferðardagur að eigin vali, og þá er að nefna að Þorskafjarðarheiði er mikið léttari til suðurs.
Vert er að benda á að í raun er þessi ferð fyrir alla félagsmenn. Tæknilega séð þurfa menn ekki að vera á breyttum jeppa til að komast til Ísafjarðar. Hér er því kærkomið tækifæri fyrir marga að taka þátt í Stórferð sem ekki hafa komist hingað til.
Meðfylgjandi er kynning sem Páll Halldór Halldórsson hefur gert um ferðina, en hann er einn af leiðangursstjórum ferðarinnar. Þar meðal annars listar hann upp mögulegar leiðir til að skoða, ef veður leyfir.
Kv
Friðrik
18.02.2016 at 11:49 #936558sæl
Meðfylgjandi eru upplýsingar um þá sem skráðir eru hópstjórar ásamt gengjanöfnum
Gengi Nafn hópstjóra bíltegund
Sóðar Páll Halldór Halldórsson Sprinter
Þvottabirnir Aron Berndsen Ford F 250
Túttugengið Benedikt Magnússon Ford F350
H – Karlar Heiðar Jónsson Patrol
Sterar Guðmundur Sigurðsson Toyota LC-80
Jeep Gengið Gunnar Ingi Arnarson Jeep CJ Ultimate
Júllarnir Jón Júlíus Hafsteinsson Toyota Tacoma
Fúlagengið Friðrik Halldórsson Ford E350kv
Friðrik
20.02.2016 at 17:04 #936603Sælir
Nú er undirbúningur á fullu fyrir Vestfjarðaferð 10-13 mars.
Búið er að panta opnun á gamal heimavistarskólanum að Reykjanesi og hugmyndin að þeir sem vilja geti gist þar aðfaranótt föstudags. Þar er boðið upp á stærsta heita pott á Íslandi, en laugin þar á sér ekki hliðstæðu varðandi hita. Menn verið að fara úr bænum eftir hentugleika en reiknað er með að hópur fari af stað kl 12,00. þeir sem vilja reyna við Þorskafjarðarheiði en aðrir geta farið inn á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði.
Á laugardag er síðan ekið inn á Ísafjörð og er þar hægt að velja um tvær leiðir. Önnur jeppaleið yfir Hestahleif undir leiðsögn, en hin að fara hefðbundna akstursleið.
Laugardagur er síðan létt jeppaferð um svæðið umhverfist Ísafjörð en það ræðst allt af veðri og snjóalögum. Þeir sem ekki vilja fara að jeppast geta notið sín á skíðum.Síðan ætlum við að stilla bílum okkar upp til sýnis á Orkustöðinni.
Um kvöldið er síðan uppskeruhátíð ferðarinnar sem haldin er í Hnífsdal
Sunnudagur er síðan heimferðardagur að eigin vali, og þá er að nefna að Þorskafjarðarheiði er mikið léttari til suðurs.Vert er að benda á að í raun er þessi ferð fyrir alla félagsmenn. Tæknilega séð þurfa menn ekki að vera á breyttum jeppa til að komast til Ísafjarðar. Hér er því kærkomið tækifæri fyrir marga að taka þátt í Stórferð sem ekki hafa komist hingað til.
Meðfylgjandi er kynning sem Páll Halldór Halldórsson hefur gert um ferðina, en hann er einn af leiðangursstjórum ferðarinnar. Þar meðal annars listar hann upp mögulegar leiðir til að skoða, ef veður leyfir.
Kv
Friðrik
20.02.2016 at 17:12 #936605Eftirfarandir hópar eru skráðir í ferðina og þetta eru hópstjórar þeirra.
Nafn hóps………….. Hópstjóri………………………………á hvaða bíl er hann
Sóðar………………….Páll Halldór Halldórsson……….. Sprinter
Þvottabirnir……… Aron Berndsen……………………….. Ford F 250
Túttugengið….. Benedikt Magnússon……………… Ford F350
H – Karlar……. Heiðar Jónsson……………………… Patrol
Sterar…………. Guðmundur Sigurðsson………… Toyota LC-80
Jeep gengið….. Gunnar Ingi Arnarson……………… Jeep CJ Ultimate
Júllarnir………. Jón Júlíus Hafsteinsson………………. Toyota Tacoma
Fúlagengið…… Friðrik Halldórsson………………… Ford E350
22.02.2016 at 09:07 #936608Sæl.
Sá að eitthvað að þráðum er ekki hér inn i þannig að ég set inn aftur upplýsignarnar um greiðslufyrirkomulagvegna ferðarinnar reikn uppl. 133-26-14444 kt. 701089-1549 kostnaður er 7.000,- og þarf að greiðast ekki seinna en á félagasfundinum 7. mars sem er mánudagur. Þeir sem eiga eftir að skrá sig geta farið hér inn og skráð sig http://goo.gl/forms/9EsuWkZhZC.
Kveðja
Sveinbjörn
29.02.2016 at 16:49 #936668Fundur í dag kl. 20:00 í Síðumúlanum vegna Stórferðarinnar. Mögulegt verður að greiða í ferðina í kvöld fundurinn verður ca 1 klukkustund…..
Förum yfir plan og fleirra,
Kveðja
Sveinbjörn
02.03.2016 at 09:27 #936721Dagskrá Stórferðar (í hnotskurn)
Fimmtudagurinn 10. mars lagt af stað frá Selectstöðinni Vesturlandsvegi kl. 12:00 og haldið vestur.
Leiðaval er frjálst en samkvæmt upplýsingum er stór hópur sem ætlar upp Þorskafjarðarheiðina og þaðan niður að Hótel Reykjanesi. Þar verður gist á fimmtudagnóttinni.
Föstudaginn 11. mars er ræs kl. 7:30 og verður staðan tekin um leiðaval um daginn. Allt fer eftir skyggni og aðstæðum. Ef veður verður gott er stefnan tekinn upp Hestakleyfið, inn að Glámu og þaðan að Sjónfríði. Leiðaval til baka er ekki orðið klárt en vonir standa til að hægt verði að fara góðan hring á hálendinu og enda á Ísafirði.
Laugardaginn 12. mars. Ræs kl. 8:00 Hittingur kl. 8:30 (staðsetning ekki alveg ákveðin, en Barði formaður vestfjarðardeildar var búinn að bjóða okkur til sín í kaffisopa). Farið verður af stað í stuttan en góðan túr inn á hálendið margir staðir eru tilgreindir ma . að fara út á Göltinn, Skálavík eða tekið túrista túr um sveitirnar. Allt fer þetta eftir skyggni og veðri, en klárt mála að við gerum eitthvað skemmtilegt.
Bílasýning verður á planinu við ÓB bensínstöðina (rétt hjá Bónus, inn í firðinum) kl. 14:00 – 16:00 en eftir það fara menn heim og gera sig kláran fyrir skemmtunina um kvöldið.
Kl. 19:00 er samkoma í Félagsheimilinu í Hnífsdal en rútuferðir verða þangað frá Ísafirði. Þar verður slegið upp heljarinnar veislu með glæsilegum matseðli og skemmtiatriðum. Í boði verður grillað lamb, kalkúnn, svínakjöt og saltfiskur auk meðlætis. Skemmtiatriði verða að hætti Stjórnarinnar í formi fjöldasöngs og ef menn vilja fá að syngja einsöng er bara að panta. Gleðin mun standa til miðnættis en þá líkur gleðinni og menn fá rútuferð til Ísafjarðar.
Sunnudagurinn 13. mars hér verður blásið til heimferðar og geta menn valið hvenær þeir vilja leggja af stað. Ekkert hefur enn verið ákveðið en þessi dagur er frekar óskrifaður. Margar leiðir koma til greina sem gætu verið mjög skemmtilegar til heimferðar. Allt verður skoða á laugardeginum.
Allt leiðaval mun fara eftir veðri og þá sérstaklega eftir skyggni. Vestfjarðardeildin er að vinn að undirbúningi fyrir komu okkar og verða leiðir skoðaðar og lagfærðar (ef um hliðarhalla er að ræða) því ekki verður teflt í neina hættur með hópinn. Eins og alltaf í ferðum sem þessum ráða menn sínu leiðarvali, en heimamenn munu verða með í ferðinni og aðstoða okkur með leiðaval og sína okkur hvar best er að fara.
Í dag eru komnir yfir 50 bílar og verður skráningu lokað eftir mánudagfundinn 7. mars 2
09.03.2016 at 22:28 #936819Sæl
Nú styttist í Stórferðina og margir að undirbúa sig ( eða allavega nokkrir).
Það lítur út fyrir að við verðum aðeins um 45 manns sem förum í ferðina, sem er langt frá því sem þekkst hefur í svona ferðum. Ástæðan er að mestu leyti tengt afleiddri veðurspá. Við sem förum ætlum okkur bara að takast á við það og eiga góðan tíma á Vestfjörðum.
Farið verður af stað milli 12,00 og 13,00 af Select og tekin stefnan vestur. Stefnum á að reyna við Þorskafjarðaheiði en tökum ákvarðanir þegar nær dregur. það getur vel verið að nægt verkefni verði að komast í Reykanes þjóðveginn, en þar endum við á fimmtudagskvöld.
Þetta er bara áskorun og við verðum að taka á því lið fyrir lið.
kv
Friðrik
ps.
Eini vandinn er að það var búið að panta mat fyrir 150 manns. Líklega þýðir þetta að við sem förum, komumst ekki til baka fyrr en allur matur er búinn, sem líklega er um miðja næstu viku.
09.03.2016 at 23:40 #936820Við vissum að það yrði blautttttttttttt en sundlaugar alla leiðina var víst ekki planið. En þetta er bara þurrt miðað við tvöþúsund vatnaferðina hérna forðum.
Þetta er jú bara veðurSPÁ svo tökum sólgleraugum með og líka kannski sjóhattinn !!!!
Svo getum við boðið kvennfélaginu að borða með okkur í Hnífsdal, held þær heiti Blautar í Báruni, svo maturinn klárast örugglega. Gætum líka haft hann fyrir Þorramat á næsta ári.
Þetta verður bara fjör, verkefni til að leysa, kannski þarf svifnökkva !!!!!
kv Árni
10.03.2016 at 10:08 #936821Já sæll veðrið í morgun tók hraustlega á móti okkur grenjandi rigning og rok, í útvarpinu var varað við ofsaveðri og fullt af lokunum, já setti bara niður ein aukaföt í viðbót og bætti við auka lopapeysu. Ferðin verður farinn enda eru jeppamenn að leggja af stað en ekki sportbílaklúbburinn hann verður eftir heima. Hittingur er kl. 12:00 upp á Shellstöðinni og lagt verður af stað kl. 13:00 ca. Farinn verður hefðbundin leið þ.e. þjóðvegurinn og ætlum að kýkja upp á Þorskafjarðarheiðina fá okkur semsagt smá basl. Bara að prufa. Skilst að það verði nánast allur hópurinn sem fer af stað í hádeginu. Aðrir sem hafa áhuga á að mæta í veisluna á laugardaginn endileg hringið í okkur eða sendið póst á stjorn@f4x4.is og látið okkur vita við eigum smá afgang eftir af matnum. Meira síðar verð að drífa mig að klára að setja í bílinn.
Ferðakveðjur frá stjórn
Sveinbjörn Halldórsson
10.03.2016 at 16:14 #936822Sælir
Var að heyra frá Sveinbirni og voru þeir að koma frá Búðardal í flottu veðri, logn sól og blíða. Getur ekki verið betra.
10.03.2016 at 16:15 #936823Sælir
Var að heyra frá Sveinbirni og voru þeir að koma frá Búðardal í flottu veðri, logn sól og blíðu. Getur ekki verið betra.
10.03.2016 at 16:21 #93682410.03.2016 at 16:57 #93682710.03.2016 at 22:35 #93683111.03.2016 at 09:36 #936836Sælir.
Friðrik Halldórsson og Rúnar Sigurjónsson voru í sambandi um átta leitið í morgun Þar sem stórferðarmenn voru staddir í Reykjavesi við Ísafjarðardjúp. Þangað voru allir komnir nema Túttugengið. Það var skýað enn ágætis veður. Reiknað var með að birti upp úr hádegi. Hópurinn áætlar að leggja í hann um níu leitið og stefna á Hestakleyf.
Kv. SBS
11.03.2016 at 10:48 #93683710:46
Var að tala við Sveinbjörn og voru þeir að koma yfir Hestakleifina, Eyrafjall og voru að koma niður í mjóafjörð og eru að detta í kaffiboð þar. Gengur á með hríðum en fengu gott skyggni inn á milli.
11.03.2016 at 14:33 #936838Túttugengið gisti í sumarbústað skammt frá Króksfjarðarnesi og lagði í morgun upp á hálendið frá Þröskuldum, ferðin gekk vel framan af og veðrið bærilegt. Síðast þegar ég heyrði í þeim voru þau að reyna að komast yfir Reiphólsfjöll og gekk heldur hægt…
11.03.2016 at 15:09 #936839Ég var að heyra í þeim Túttum sem eru þarna á ferðinni og þau ákváðu á endanum að snúa til baka og fara niður á Steingrímsfjarðarheiði og svo malbikið áfram. Færið var þannig að það hefði þurft að fara í snjóakkeri og spilvinnu til að klára þessar brekkur. Það hefði svo lítin tilgang haft þar sem að engin örugg leið var niður í hinn endann…
Þó þessi ferð sé rétt hafinn er statistikin áhugaverð – flestir verða búnir að keyra um 460 km og þar af um 30 á snjó. Því miður eru veðurguðirnir ansi óvægnir núna og ekki víst hvað getur orðið úr ferðamennsku það sem eftir er helgar og því líkur á að liggja muni hátt í 1000 km ferð með max 50 – 60 km á snjó.
En ég er samt alveg klár á að það verður gaman hjá þeim sem komust (ég ætlaði að vera í ferðinni en ligg veikur heima)…
Hins vegar hljóta ferðaskipuleggjendur framtíðarinnar að draga lærdóm af þessu, veður og færð er óútreiknanlegt – fyrir vestan jafnt sem annarsstaðar, og því hljóta menn að horfa til þess að stærsta og öflugasta ferð klúbbsins sé farin þar sem sem minnst þarf að keyra á malbiki og er sem mest miðsvæðist … Miðhálendið góður kostur eins og ég hef stundum minnst á
Benni
13.03.2016 at 16:24 #936868Sælir
Hefur enginn heyrt fréttir frá mönnum í stórferðinni.
kv
KFS
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.