Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð 2016 Ísafjörður
Tagged: Vestfyrðir
This topic contains 45 replies, has 15 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 8 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.01.2016 at 12:43 #935886
Skráning í stórferðina eru að hefjast hjálagt er linkur á skráningarformið: http://goo.gl/forms/9EsuWkZhZC
Eins og í fyrri ferðum er það skylirði, að minsta kosti einn aðili í bílnum sé greiddur félagi í klúbbnum. Gjaldið er það sama og í fyrra eða kr. 7.000,- Innifalið er gögn vegna ferðarinnar, matur og skemmtun á laugardagskvöldi og rútuferðir um kvöldið.
Nánari upplýsingar koma hér á netið á eftir auk þess sem farið verður yfir ferðina á félagsfundum í febrúar og í mars auk þess sem fundur verður haldinn með farastjórum um nánari ferðatilhögun.
fh. stjórnar
Sveinbjörn Halldórsson formaður.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.01.2016 at 12:45 #935887
Hjálagt í vihengi eru þær upplýsingar sem nú lyggja fyrir, endilega lesið og ef einhverjar spurningar vakna þá látið heyra í ykkur.
Viðhengi:
12.01.2016 at 16:30 #935896Sælir
Ég er spenntur fyrir ferðinni og mun skrá mig.
En ég verð að gera athugsemd við skipulagið eins og það er sett fram hér að ofan.
„Hópar eru á eigin vegum og ber að kalla eftir aðstoð þeirra aðila sem gefa sig út fyrir það þá er verið að tala um björgunarsveitir. • Haft verður samband við björgunaraðila á svæðinu og þeir beðnir um að vera í viðbragðsstöðu. • Það er ekki hægt að ætlast til að aðrir hópar sjái um að hreinsa upp bíla af leiðinni, enda FÍB með vega aðstoð. Hver hópur er sjálfbær.“
Erum við virkilega komir á þannan stað? Erum við of góðir til að eyða tíma og nokkrum olíulítrum til að hjálpa öðrum í ferðinni.
Mér finnst ekki boðlegt að F4x4 skipuleggi jeppaferð og ætlast svo til þess að sjálfboðaliðar eyði sínum tíma og fjármunum í að redda okkur.
Nær væri að Björgunarsveit 4×4 væri styrkt fyrir stórferðina með öflugum bílum og viljugum bílstjórum. Þeir hópar sem ekki komast sjálfir yfir geta þá fengið hjálp frá öðrum í ferðinni. En umfram allt á hópurinn að hjálpast að og koma sér á áfangastað.
Ef að Landsbjörg rukkaði 100 þús fyrir útkallið þá væri þetta ekki sett upp svona.
Sýnum smá samhug og sjálfvirðingu og hjálpum náunganaum sem er með okkur í skipulagðri ferð. Ég er tilbúinn að leggja fram minn bíl og mína aðstoð í björgunarsveit 4×4 ef hennar er þörf.
Mín skoðun.
Kristján Finnur
12.01.2016 at 17:37 #935899Sælir
Ég er sammála Kristjáni. Finnst óheppilegt að við séum að benda á FÍB og björgunarsveitir í skipulagðri stórferð okkar.
12.01.2016 at 17:52 #935900Sammála Kristjáni, hélt einmitt að hálft gamanið væri að redda veseni á fjöllum
Held við yrðum nú ekki vinsæll hópur ef þetta væri almennt viðhorf manna.
12.01.2016 at 17:53 #935901Sæll Kristján Finnur.
Takk fyrir flott innlegg. Það sem lyggur þarna á bak við er að menn geri sér grein fyrir því að þeir eru eins og alltaf, að ferðast á eigin ábyrgð. Þú velur þér ferðafélaga eins og venjulega og getur í raun ekki vaðið af stað og reiknað með að aðrir sem þátt taka séu stand by til að redda þér. Auðvita er alltaf sú regla að enginn er skilinn eftir það gerir enginn heilvita jeppamaður. En reglan er sú að hver hópur á að vera algjörlega sjálfbjarga og vel græjaður til að takast á við verkefni eins og í Stórferð. Menn vilja alltaf gleyma að Stórferðin er erfið og ekki alveg á færi allra, þá er ég að tala um bílstjóra og farþega. Oft hefur það komið upp í ferðum að menn hafa skellt sér í Stórferðina á bíl sem í raun hefur ekkert í hana að gera og jafnvel verið einir eða með börn í bílunum. Auðvita er leiðinlegt ef aðili skemmir ferðina fyrir öðrum með því að nota gömlu aðferðinna blessaður þetta reddast allt saman. Með þessum reglum erum við að sýna að fólk verður að axla sína ábyrgð sjálft, ekki vona að aðrir reddi þeim. Varðandi björgunarsveitirnar þá er mjög gott að þær viti af okkur sérstaklega ef slys verður og bjarga þarf mannslífum. Bílunum er alltaf hægt að bjarga seinna. Þetta eru flottar athugasemdir og vert að skoða. Það er ekki endilega allt rétt sem sett er fram og má alltaf skoða betur. En því miður höfum við birta reynslu af Stórferðunum þar sem aðilar hafa lennt í að stórskemma eða eyðileggja bílana sína í björgunaraðgerðum og sitja sjálfir uppi með tjónið. Ég er til í að fara yfir þetta mál betur á næsta félagsfundi sem verður 1. febrúar næstkomansi.
Kveðja
Sveinbjörn
12.01.2016 at 22:52 #935952Sæl.
Stjórn hefur farið yfir málið og munum við lagfæra glærurnar þar sem meining okkar kemst ekki rétt til skila í glærunum. Ný kynning verður sett inn á morgun. Takk fyrir góða ábendingu, endilega látið vita ef það er eitthvað sem þarf að útskýra.
13.01.2016 at 11:02 #936056Sæl. Hér er lagfærður upplýsingalisti vona að við séum að koma rétt frá okkur upplýsingunum. Ef ekki þá eru allar ábendingar og spurningar vel þegnar.
Viðhengi:
13.01.2016 at 15:58 #936064Sæll
Gott mál að þessu hafi verið breytt, ánægður með það.
Ég er fæddur og uppalinn við Gilsfjörðinn og þekki ágætlega til á svæðinu, því finnst mér leiðarvalið vera full mikill malbiksakstur. Var ekkert skoðað að fara upp á Glámu eða Drangajökul, gista jafnvel eina nótt á Reykjanesi. Steingrímsfjarðarheiði er alltaf mokuð og Þorskafjarðarheiði er yfirleitt létt og löðurmannleg
Skv. Vegagerðamönnum á vestfjörðum verður Hrafnseyrarheiði ekki mokuð fyrr en í apríl og þeir segja að mikill hliðarhalli á heiðinni geri það næstum útilokað að keyra hana á jeppum í miklum snjó. Sú leið er því ekki líkleg til vinsælda.
Verður ekki gefið upp hvaða leið er áætlað að fara frá Ísafirði?
kv
KFS
13.01.2016 at 16:50 #936065Sælir.
Það er allt opið ennþá. menn hafa ekki þorað að gefa út neina leiðir fyrr en nær dregur. En það er vel inni að fara frá Þorskafjarðarheiðinni og koma niður nálægt Búðardal.
Ég er ekki góður í leiðarveali á þessu svæði þar sem ég hef sjálfur lítið ferðast þarna. Allar upplýsingar eru vel þegnar og þurfa að skoðast. Ástæðan fyrir því að Vestfirðirnir eru valdir eru vegna þess að þangað förum við yfirleitt ekki nema þegar ferðir hafa verið á Drangjökul og þá yfirleitt í kringum sumardaginn fyrsta. Ein af ástæðum þess að Ísafjörður er valinn er vegna gistingar. Við reiknum alltaf með svipuðum fjölda í ferðirnar eða um 200 manns, auk þess að í þessa ferð geta menn komið án þess að vera endilega á fjallabílum, þ.e ef þeir hafa áhuga á að hitta félagana á föstudagskvöldi og ég tala nú ekki um laugardagskvöldið. Þessi ferð er mikil nýbreyttni og má frekar líkja við Landsmót en Stórfeð. Á síðustu árum höfum við farið til Akureyrar, Skagafjarðar, Egilstaða og á Mývatn. Hugmynd vaknaði af ferð i kringum Kirkjubæjarklaustur eða Vestfirði. Vestfirðirnir hafa alltaf heillað svo við ákváðum að reyna þetta. Auðvita er þetta mikill akstur á þjóðvegi en ég er nokkuð viss um að það verður ekki malbikað alla leiðina vestur, og gott er ef við yfir höfuð komumst vestur vegna veðurs eða snjóalaga. Fólk hefur nú hlegið af svoleiðis bröndurum en við verðum að muna ferðina í fyrra þar sem bílar byrjuðu að lenda í vandræðum á Holtavörðuheiðinni og Öxnadalsheiðin var lokuð. Þeir sem fóru malbikið síðan heim lentu í þvílíku basli á Holtavörðuheiðinni (nema þeir sem biðu í Staðarskála). Veður á þessum tíma geta verið erfið og við verðum að gera okkur grein fyrir því að fara frá A til B getur tekið vel á.
kv.
Sveinbjörn
14.01.2016 at 09:45 #936071Gott mál. Ég er sammála því að það getur verið mikið ferðalag að fara á Ísafjörð ef veður er slæmt.
Ég hugsa samt að margir vilji hafa meiri áskorun í stórferð, en eins og þið bendið réttilega á getur hver hópur valið sé leið sem hentar þeim og því þurfa hóparnir þá bara að velja sér leiðir sem heilla.
Bestu kveðjur
Kristján Finnur
14.01.2016 at 10:03 #936072Úff … Enn ein láglendisferðin … En ok, bara af því að þið eruð svo skemmtileg þá komum við með ..
kveðja – Túttugengið
18.01.2016 at 01:09 #936126Góðan daginn,
ég finn hvergi dagsetningu á þessari ferð !!!
Ef að einhver sé að spökulera þá er gott að hún það er að segja DAGSETNINGIN sé einhvers staðar !! Er það ekki ???Kveðja Hjörtur og JAKINN
18.01.2016 at 08:10 #936129Ferðin er 10-13 mars skv. viðburðadagatalinu.
29.01.2016 at 08:27 #936280Hver er staðan í skráningu, hvað eru margir skráðir?
02.02.2016 at 00:04 #93633003.02.2016 at 22:33 #93637009.02.2016 at 09:13 #93643315.02.2016 at 19:51 #936523Hér kemur fyrsti nafnalistinn í Stórferðina. Skráning stendur enn yfir og enn er nægt pláss í ferðina. Skráið ykkur þó þið séuð ekki með hóp. Hér kemur listinn:
Bílstjóri Kóvari Gengi Bíltegund Dekk Fjöldi bíla Fjöldi Jón Þóroddur Jónsson ? Patrol 44 1 Samtals: 1 1 Einar H. Jónsson Jónas Jónasson H – karlar Jeep Wrangler 38 2 Gunnar Herbertsson H – karlar Landcruiser 38 1 Pétur Oddgeirsson 1 H – Karlar Explorer 44 2 Þorsteinn Þorsteinsson H – Karlar Lc 80 44 1 Heiðar Jónsson Viðar Heiðarsson, Jóhann G Heiðarsson H – Karlar Patrol 44 2 Arnbjörn Ólafsson Kristófer O Guðmundsson H – Karlar Patrol 44 2 Sveinn Logi Guðmansson 1 H – Karlar Patrol 44 2 Snæbjörn Sveinsson Ingibjörg Þórðardóttir H – Karlar Lancruser 100 46 2 Samtals: 8 14 Oddgeir Gylfason xxx Jeep Gengið Jeep CJ-7 38 2 Þórarinn Þórarinsson xxx Jeep Gengið Jeep Cherokee XJ 41 2 Reynir Áslaugsson Ingvar Þór Reynisson Jeep Gengið Jeep Grand Cherokee WJ 42 2 Rikarður Pétursson Steinn Ágúst Steinsson Jeep Gengið Jeep 44 2 Logi Ragnarsson xxx Jeep Gengið Jeep Wagoneer 44 2 Reynir Jónsson Kristín Sigurðardóttir Jeep Gengið Jeep Wrangler Rubicon LJ 44 2 Björn Breiðfjörð Kristþórsson Begga H Jeep Gengið Jeep Wrangler Rubicon LJ 44 2 Andrés Magnússon xxx Jeep Gengið Toyota FJ40 1968 44 2 Guðmundur Jónsson Sæmundur Jónsson Jeep Gengið Jeep Cherokee XJ 46 2 Gunnar Ingi Arnarson xx Jeep Gengið Jeep CJ Ultimate 46 2 Höskuldur Örn Arnarson xxx Jeep Gengið Jeep Grand Cherokee 46 2 Samtals: 11 22 Jón Óskar Valdimarsson Kristín Röver Júllarnir Toyota Lc 90 38 2 Sigurður Trausti Þorgrímsson Andri Freyr Sigurðsson Júllarnir Toyota Tacoma 44 2 Jón Júlíus Hafsteinsson Robert Wayne Love Júllarnir Toyota Tacoma 44 2 Samtals: 3 6 Viðar Hjalmtysson Mariana Hernandez NN LC 90 38 2 Samtals: 1 2 Hjálmar Kristmannsson Kristmann Hjálmarsson Sóðar Toyota Landcruiser 42 2 Páll Halldór Róbert Sóðar Sprinter 46 2 Samtals: 2 4 Halldór Frank Heiða Ármannsdóttir Sterar Toyota 80 38 2 Kristján Gunnarsson Sterar Toyota Landcruiser 120 42 1 Ágúst Birgisson Sigríður Sterar Nissan Patrol 44 2 Guðmundur Sigurðsson Sterar Toyota LC-80 44 1 Samtals: 4 6 Ólafur Ágúst Pálsson Anna Þ Bachmann Túttugengið Land Rover Defender 44 2 Gísli Gíslason Anna Björg Haukdal Túttugengið Nissan Patrol 44 2 Þorsteinn Björnsson Sóley Karlsdóttir Túttugengið Patrol 44 2 Karl Rútsson Jóna Pálína Grímsdóttir Túttugengið Toyota 4Runner 44 2 Eyþór Þórðarson Helga Björk Georgsdóttir Túttugengið Ford F 350 49 2 Benedikt Magnússon Sigrún Magnea Gunnarsdóttir Túttugengið Ford F350 49 2 Samtals: 6 12 Aron berndsen Ingvar berndsen, ingvi reynir Þvottabirnir Ford f250 46 3 Samtals: 1 3 Samtals allir: 37 70
16.02.2016 at 22:36 #936533Jæja félagar, þetta smá kemur. Komnir 37´bílar og bætist í. Hefði viljað komast í þessa ferð sjálfur en hef ekki tök á því. Ég hef fulla trú á því að þetta komi til með að verða skemmtileg ferð og brjóta upp hefðina í þessum ferðum. Það er fullt að snjó fyrir vestan og ekki vantar leiksvæðin og stutt að fara í þau, allt við bæjardyrnar. Þetta verður stuð. Kv. L.M.
17.02.2016 at 23:55 #936544Sælir. Hver segir að það þurfi breyttan jeppa til að komast í ferðina. Eins og er á að fara til Ísafjarðar þar verur gert margt skemmtilegt og farið í stuttar ferðir. Spurning hver hefur ekki gaman af því að fara í smá ferðalag með góðum félögu og taka þátt í góðri skemmtun í félagsheimilinu í Hnífsdal. Það er örugglega gaman að koma á Vestfirðina að vetri til og sjá hvernig þeir líta þá út. Engin nauðsin að fara upp á hálendið það er hægt að far í aðra mjög skemmtilega bíltúra. Það þarf ekki að fara sömu leið það má fara þjóðveginn með SVR eða hvað sem fólk vill. Hugmyndin af þessari ferð er meira eins og Landsmót hittast og hafa góðar stundir saman.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.