This topic contains 79 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 11 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.10.2012 at 23:10 #224660
Er komin einhver dagsetning á hana?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.03.2013 at 17:04 #759193
Verður ekki fundur fyrir ferðina þar sem menn hittast og ræða málin og þeir sem eru "tölvuheftir" geta fengið einhver viðmiðunartrökk inn á gps tækin sín og svona , það er bara vika í ferð
07.03.2013 at 23:01 #759195Síðustu helgi var Krapi ekki vandamál í Kverkfjöllum nema á flæðunum utan við Dingjujökulinn þar er mikill vatnselgur og í drögunum vestan við jökulinn , Frís kannski í vikunni enn var ekki gott um síðustu helgi . Enn mjög gott upp með Kistufelli og jökullinn fínn, Mikill snjór á Urðarhálsi.
Aftur leiðirnar frá Kv fjöllum út í Möðrudal og Brú talsvert blautar.
Mjög gott færi og fimbul snjór út hjá Snæfelli.
Kveðja Hrollur.
07.03.2013 at 23:12 #759197Sælir
Það var ekki fyrirhugaður neinn sérstakur kynningarfundur fyrir ferðina, hins vegar verðum við í Bílabúð Benna á laugardaginn kemur og munum afhenda þar límmiða á bílana og getum svarað öllum spurningum sem menn kunna að hafa.
Viðmiðunarferlar verða gefnir út á mánudagskvöld en þá verðum við búnir að fá nýjan feril niður af jökli fyrir austan sem verður tekinn næsta sunnudag…
Benni
07.03.2013 at 23:37 #759199[quote="torirg":1rc73fdp]Síðustu helgi var Krapi ekki vandamál í Kverkfjöllum nema á flæðunum utan við Dingjujökulinn þar er mikill vatnselgur og í drögunum vestan við jökulinn , Frís kannski í vikunni enn var ekki gott um síðustu helgi . Enn mjög gott upp með Kistufelli og jökullinn fínn, Mikill snjór á Urðarhálsi.
Aftur leiðirnar frá Kv fjöllum út í Möðrudal og Brú talsvert blautar.
Mjög gott færi og fimbul snjór út hjá Snæfelli.
Kveðja Hrollur.[/quote:1rc73fdp]Var að skoða LMÍ kortin og er að spá í því hvort það sé ekki fínt að fara upp á Dyngjujökul hjá Kistufelli eða af Urðarhálsi ?
08.03.2013 at 01:16 #759201Sælir
Það er flott að fara upp hja kistufelli….. Beinn og breiður vegur vestan við fellið…. Erfiðara austan við.
Siðan eru fínar leiðir ca. mitt á milli kistufells og sigurðarskála og örugglega víðar….
En ætla menn að fara að þræða utan jökuls í skála.? Bjóst fyrirfram við að flestir færu yfir jökul…
Við setjum inn einhverjar rútur til viðmiðunar á mánudag… Ef einhverjir eru að spá í einhverjar spes leiðir þá er um að gera að hafa bara samband… Við eigum ferla af ansi mörgum leiðum á og yfir jökul en þær verða ekki gefnar út, en ekkert mál að láta hvern sem er hafa ef hægt er að fara yfir varasama punkta á vikomandi leið þegar hún er send.
Benni
08.03.2013 at 12:40 #759203Jú stefnan er að þvera jökul en hver veit hvað manni dettur í hug, alltaf gaman að vita af og prófa leiðir sem maður hefur ekki farið áður. Það er náttúrulega hundleiðinlegt að keyra jökla nema í góðu veðri, miklu skemmtilegra að þræða góðar leiðir á hálendinu með tilheyrandi áskorunum eða utan í jöklum 😉
08.03.2013 at 15:33 #759205Það náttúrulega fer alveg eftir veðri hvaða leið maður fer, við sem förum í dreka tildæmis
Erum ekki að fara yfir jökul ef veður verður leiðinlegt, nógu langt þurfum við að fara, væri gott að
fá einhverja viðmiðunar ferla meðfram jöklinum ef svo færi að sú leið yrði farin
08.03.2013 at 17:22 #759207Ég skal bæta ferlum meðfram jökli inn á það sem ég set inn á sunnudagskvöld / mánudag… Annars er sú leið ekki flókin – maður fylgir bara jöklinum En það þarf að hafa augun opin þegar maður nálgast flæðurnar – þar kemur svolítið gil sem var hægt að stinga sér ofaní…
Svo verðum við í Bílabúð Benna á morgun og getum spjallað við þá sem vilja um þær leiðir sem hægt er að fara. Ég verð fram að hádegi og svo taka Rabbi og Kalli við eftir hádegi…
Afhendum líka límmiða á bílana þar og svo verðum við líka á félagsfundinum á mánudaginn og þar geta þeir sem ekki komast til Benna fengið miða.
En fyrir þá sem fara í Dreka þá finnst mér skemmtilegast að fara þvert yfir hraunið norðan Trölladyngju ef að snjór er til þess (sem að ég held að sé núna) eða yfir dyngjuna sem er líka mjög gaman – flott útsýni..
Benni
08.03.2013 at 18:19 #759209er hægt að mæta með gps og setja in ferlinn eða sendið þið þá á email
08.03.2013 at 18:28 #759211[quote="hmm":3th6hav5]Ég skal bæta ferlum meðfram jökli inn á það sem ég set inn á sunnudagskvöld / mánudag… Annars er sú leið ekki flókin – maður fylgir bara jöklinum En það þarf að hafa augun opin þegar maður nálgast flæðurnar – þar kemur svolítið gil sem var hægt að stinga sér ofaní…
Svo verðum við í Bílabúð Benna á morgun og getum spjallað við þá sem vilja um þær leiðir sem hægt er að fara. Ég verð fram að hádegi og svo taka Rabbi og Kalli við eftir hádegi…
Afhendum líka límmiða á bílana þar og svo verðum við líka á félagsfundinum á mánudaginn og þar geta þeir sem ekki komast til Benna fengið miða.
En fyrir þá sem fara í Dreka þá finnst mér skemmtilegast að fara þvert yfir hraunið norðan Trölladyngju ef að snjór er til þess (sem að ég held að sé núna) eða yfir dyngjuna sem er líka mjög gaman – flott útsýni..
Benni[/quote:3th6hav5]
Nei leiðin er kannski ekki flókin, en stundum sést bara ekki jökulinn eða neitt yfir höfuð
09.03.2013 at 00:04 #759213hmm… Ef þú sérð ekki jökulinn á þessu svæði stopparðu hvort sem er – þetta er ekki svæði sem menn keyra blindir – nema þekkja þeim mun betur til…
En Ég er að vinna upp einhverja ferla – allt að koma
09.03.2013 at 10:08 #759215Sæll Hmm
Seturðu inn ferla alveg frá Hrauneyjum ?
09.03.2013 at 15:21 #759217Sæll Þröstur – ég get látið þá ná alveg þangað.
Það ætti þó ekki að þurfa þar sem menn verða að fylgja vegi að mestu á Sprengisands/Jökulheimasvæðinu vegna snjóleysis.
Annars var ég að heyra í ferðalöngum sem að eru á ferð norðan jökuls þessa stundina. Færi mjög gott en mætti vera meiri snjór – þurfa meira eða minna að fylgja vegi að Skjálfandafljóti en eftir það bætir í. Allt beinfrosið og hvergi fyrirstaða vegna krapa…
Spáin flott framundan…
Kverkfjöll: http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B … /long.html
Gæsavötn: http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B … /long.html
Grímsvötn: http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0 … /long.html
Skálafellsjökull: http://www.yr.no/place/Iceland/Austurla … /long.html
Höfn: http://www.yr.no/place/Iceland/Austurla … /long.html
Athugið að við getum enþá bætt 2 – 3 hópum við ef áhugi er fyrir. EIgum laust pláss í Dreka og hugsanlega nokkur pláss í Sigurðarskála.
Benni
09.03.2013 at 22:09 #759219Stefnir allt í flotta veðurspá 😀
09.03.2013 at 22:12 #759221[quote="hmm":3pw4b6pm]Sæll Þröstur – ég get látið þá ná alveg þangað.
Benni[/quote:3pw4b6pm]
já það væri fínt að hafa þetta allavega hjá sér ef það er ekki mikil fyrihöfn Benni ?
13.03.2013 at 11:33 #759223Jæja þá fer þetta nú að bresta á og allir vonandi klárir
Enda veðurspáin ekki af verri endanum … http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/ Frost, sól og logn á Jökli…
Þetta kemur þó ekkert á óvart þar sem þetta er alltaf svona þegar Túttugengið skipuleggur ferð á fjöll
En annars er hægt að bæta nokkrum bílum í ferðina ef menn komast í einhvern hóp eða koma sem hópur. Eigum skálapláss í bæði Jökulheimum, Sigurðarskála og Dreka….
Benni
13.03.2013 at 19:37 #759225Eru menn að lenda í vandræðum með að setja inn Trökkin hjá sér? ég gat sett in rúturnar, en ferlarnir fara ekki inn
koma bara upp villuboð, veit um 2-3 sem eru búnir að fara í Garmin búðina til að fá þetta innsett hjá sér útaf villu
ég fæ bara villu upp í mapsource þegar ég reyni að senda ferlana
13.03.2013 at 22:04 #759227Hér er límiðin sem mun ver á okkar bílum í hópnum ÚrSérGengið
[img:1udcak9w]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=326777&g2_serialNumber=2[/img:1udcak9w]
13.03.2013 at 23:17 #759229Eitthvað heyrði ég um vesen með ferlana – þetta flaug þó vandræðalaust inn í mín þrjú tæki.
Gæti virkað hjá mönnum að vista ferlana sem version 2 í stað version 3 áður en þetta er sett inn. Ég þurfti þess þó ekki. Ef það virkar ekki þá er bara að senda þá einn í einu og sleppa þeim sem er hrekkjóttur… Teikna hann svo bara aftur eða breyta í Route og setja inn svoleiðis.
Þeir sem nota enroute þurfa allavega að vista þetta niður á version 2 til að setja inn.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.