This topic contains 79 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 11 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.10.2012 at 23:10 #224660
Er komin einhver dagsetning á hana?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.10.2012 at 23:48 #759073
Eða einhverjar aðrar ferðir í vetur, eins og Nýliðaferðina
16.10.2012 at 13:01 #759075Sælir.
Það verður farinn nýliðaferð um miðjan november.
Það verður farið fljótlega að auglýsa hana, þannig að það er bara að filgast með.
Kv. S.B.
20.10.2012 at 11:42 #759077Engin stóraferð!!! er f4x4 að leggja upp laupana 😉
20.10.2012 at 14:29 #759079Ég myndi nú ekki fara alveg á límingunum þó ekki séu komnar upp auglýsingar fyrir stórferðina. Hún hefur verið undanfarið og engin lát á því. 😉
Í atburðardagatalinu hér á síðunni má sjá að Stórferðin er áætluð þann 15-17 mars.
21.10.2012 at 12:04 #759081Hehehe.. Takk fyrir þær uplllýsingar Ulfr Ég fattaði ekki atburðardagatalið.
03.01.2013 at 18:42 #759083Er búið að negla niður dagsetningu?
Svona fyrir þá sem þurfa að redda sér fríi…….
04.01.2013 at 18:04 #75908515-17 mars, þ.e. föstudag-sunnudag. Geri samt ráð fyrir að menn fari áleiðis (Hrauneyjar og nágrenni) 14. mars eftir vinnu.
Túttugengið sér um að skipuleggja ferðina og voru með kynningu á ferðinni á síðasta félagsfundi.
Kveðja,
Hafliði
05.01.2013 at 10:46 #759087Sælir.
Komst ekki á síðasta félagsfund og sá kynninguna því ekki, er hún til á tölvutæku formi sem hægt væri að setja inn á þráðinn til upplýsingar?
Logi Ragnarsson
R-143
07.01.2013 at 22:13 #759089Auglýsing komin á vefinn…
Ef einhverjar fyrirspurninr eru þá er um að gera að setja þær hér og við reynum að svara fljótt og örugglega.
Benni
09.01.2013 at 22:01 #759091Hljómar mjög vel allt saman. Jeep gengið er allavega spennt fyrir ferðalaginu og eru þegar 12 -14 bílar búnir að melda sig eða 3500 – 4000 hp….step on it
Logi R.
R-143
10.01.2013 at 01:06 #759093Glæsilegt Logi…
Ég veit að Sóðarnir eru klárir…
Heimsgir eru farnir að huxa…
Óþverrafélagið er varla til lengur.. en hver veit…Túttugengið er að sjálfsögðu klárt.. Og af því að þú nefnir hestöfl þá eru skráðir þar þrír Fordar (1700 hp og 3300 Nm ) … Og svo eitthvað af patrolum Toyotum og dóti sem telur lítið…
Benni
05.02.2013 at 14:27 #759095Er ekki að vænta nánari lýsingar á stóruferðinni. verð og annað. Erum hópur að austan sem erum að spá í að fara í Snæfell og þaðan inn á jökul . Núna er 5 feb og skráning opnast kl 21 í kvöld
05.02.2013 at 15:23 #759097Túttugengið var með fína kynningu á félagsfundi í gær, örugglega ekkert mál fyrir þá að setja þá kynningu hér á vefinn.
Þetta stóð á einni glærunni:
<strong>Hagnýt atriði
</strong>
[list=]Landsbjörg verður upplýst um ferðaáætlun
Reynt verður að fá umsjónarmenn skála á svæðið til að tryggja góðan frágang, annars mun Túttugengið skipa aðila til að bera ábyrg á frágangi skálanna
Kostnaður ferðar 12.000,-kr, hrauneyjar ekki innifaldar í verði
Lágmarks krafa eru örugg fjarskiptatæki
Gert er ráð fyrir að menn ferðist almennt á sinni ábyrgð
Skráning mun hefjast þriðjudaginn 5 feb kl 21:00 á vef 4×4
Aðgengilegt verður á vef 4×4 blað með almennum upplýsingum
[/list]Kveðja,
Hafliði.
05.02.2013 at 16:30 #759099Sælir.
Endilega drífa kynninguna inn á vefinn til að félagsmenn allra deilda hafi jafnan aðgang að upplýsingum henni viðkomandi.
Logi
R-148
05.02.2013 at 17:31 #759101hvar er kynningin um Stórferðina ?
05.02.2013 at 18:27 #759103Skráningar í stórferð 2013 hefjast í Kvöld kl 21:00
Fyrirkomulag ferðarinnar er það sama og hefur áður verið kynnt í fréttum og á fundum
Sjá nánar hér:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=443
Og Hér:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=443
Og hér:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=313
Ferðatilhögun og nánari upplýsingar í viðhangandi kynningu sem að flutt var á félagsfundi í gær.
Viðhengið – PDF skjal:
https://old.f4x4.is/attachments/1855_St%C3%B … 3_rev5.pdf
05.02.2013 at 20:46 #759105Frábært að heyra að það sé áhugi fyrir Austan og voanandi að sem flestar deildir sendi hóp.
VIð erum líka með aðgang að Drekagili ef einhverjir Norðan eða austanmenn vilja taka fyrstu nóttina þar…
Benni
05.02.2013 at 22:02 #759107Skráningin komin á fullt…
Snilldar viðbrögð og á fyrsta klukkutímanum voru 73 skráðir í ferðina á 40 bílum….
05.02.2013 at 22:29 #759109hvernig er það með þessa hópa.
við erum 2menn á hilux 38"
og sennilega
2 menn á 44" LCkomumst við í einhvern hóp eða verður einhver hittingur með það seinna??
Ingvi Reynir Berndsen
s.6630000
05.02.2013 at 23:15 #759111Sæll
Fyrirkomulag ferðarinnar er þannig að menn ferðast saman í hóp sem að er sjálfstæður og á eigin ábyrgð. Það er engin eiginleg fararstjórn í svona ferð – engir undan- eða eftirfarar líkt og í nýliða- eða litlunefndarferðum hjá klúbbnum.
Þar sem að leiðin sem að fyrir liggur er krefjandi og ef veður eða færi er okkur óhagstætt gæti hún beinlínis orðið mjög erfið. Hóparnir þurfa því að vera a.m.k 3 – 4 bíla að okkar mati (2 er ekki hópur) til að vera nokkuð safe með að bjarga sér.
Þeir sem eru stakir núna verða því að reyna að hópa sig saman eða koma sér inn í skráðan hóp til að vera gjaldgengir í ferðina.
Svo minni ég á að það er undir hverjum hóp komið að meta hvort bílar eru nægjanlega vel búnir í svona ferð. En alger lágmarksbúnaður í hverjum bíl er GPS tæki og öruggt fjarskiptatæki (HF, VHF, Tetra, eða gervihnattasími – önnur eru ekki örugg á þessari leið) Og að sjálfsögðu kunnátta í að nota tækin.
Benedikt
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.