This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 16 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ágætis viðtal við formann klúbbsins í mbl. í morgun. Að halda því fram að veðurspár séu oft á tíðum ýktar held ég að sé ósanngirni og ekki alveg rétt. Benni heldur því einnig fram að innan hópa jeppaferðamanna séu aðilar sem margir hverjir séu mun betur útbúnir en flestallir ef ekki allir björgunarsveitabílar Þeir eiga að vera tilbúnir til að takast á við nánast hvað sem er. Ég get tekið undir að öflugustu jeppana má eflaust finna í einkaeign.
Hvað er átt við að takast á við hvað sem er? Tækjaflóra björgunarsveita mun fjölbreyttari en einfaldir jeppar. Mér þætti t.d. gaman að sjá samanburð á getu snjóbíls Bola frá Hjálarsveitinni í Reykjavík og bíl formannsins við erfiðar aðstæður.
Hvað gerist ef bíll veltur ofan í gil. Þá getur verið að gamall traktor sé öflugasta björgunartækið. Þá hlýtur það að vera hæfni manna til að athafna sig utandyra með réttan búnað sem skiptir sköpum þegar eitthvað gertist sem krefst þess að menn yfirgefi faratækin. Tröllatrú á tæki er varhugaverð. Þau geta alltaf bilað og þau þarf stundum að yfirgefa. Vel getur verið að blaðamaður hafi snúið út úr orðum Benna eða mistúlkað þau. En að gera lítið úr veðurfræðingum og björgunarsveitum er ekki sterkur leikur.Kv. Árni Alf.
You must be logged in to reply to this topic.