This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years ago.
-
Topic
-
Umhverfismál á Alþingi
14 fundur á alþingi 3/11 2005.
Nokkuð merkileg umræða átti sér stað umræðu um ( upplýsingarrétt um umhverfismál ). Þar kom Kolbrún Halldórsdóttir inn á samskipti frjálsra félagasamtaka og umhverfisráðuneytisins. Hélt Kolbrún því fram að þau væru lítil eða enginn.
Sigríður Anna þórðardóttir hélt því hinsvegar fram að þau væru mikil og góð. ( reyndar ekkert ég kannast við ). Þessi umræða þróaðist út á þá braut, að nefnd voru sérstök dæmi um samskipti. Og var utanvegarakstur sérstaklega nefndur til sögunar. Varð maður því dálítið hissa að sá málaflokkur væri sérstaklega notaður sem dæm, um góð samskiptii. Nú hafa flest félagasamtök unnið minna í þessum málum, en 4×4 á síðastliðnum misserum, allavega hvað ég þekki til og er málið því okkur mjög skylt. Önnur félög sem komið hafa að þessum málum eru t.d Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem gerðu ágætis bækling með styrk ýmissa félaga og þar á meðal styrk frá 4×4. Annað samstarf sem 4×4 voru í var samstarfsverkefni við VÍK vélhjólaíþróttaklúbbinn. En þar var á ferðinni skiltagerð. Sem sett voru upp víðsvegar við innganginn á hálendisleiðir.
Nú koma þessar umræður á vef alþingis næstu dag og verður ræða umhverfisráðherra, þá krufinn orð fyrir orð og hún rukkuð um stóru orðinn.
You must be logged in to reply to this topic.