This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.03.2007 at 09:21 #199908
Ágætis viðtal við formann klúbbsins í mbl. í morgun. Að halda því fram að veðurspár séu oft á tíðum ýktar held ég að sé ósanngirni og ekki alveg rétt. Benni heldur því einnig fram að innan hópa jeppaferðamanna séu aðilar sem margir hverjir séu mun betur útbúnir en flestallir ef ekki allir björgunarsveitabílar Þeir eiga að vera tilbúnir til að takast á við nánast hvað sem er. Ég get tekið undir að öflugustu jeppana má eflaust finna í einkaeign.
Hvað er átt við að takast á við hvað sem er? Tækjaflóra björgunarsveita mun fjölbreyttari en einfaldir jeppar. Mér þætti t.d. gaman að sjá samanburð á getu snjóbíls Bola frá Hjálarsveitinni í Reykjavík og bíl formannsins við erfiðar aðstæður.
Hvað gerist ef bíll veltur ofan í gil. Þá getur verið að gamall traktor sé öflugasta björgunartækið. Þá hlýtur það að vera hæfni manna til að athafna sig utandyra með réttan búnað sem skiptir sköpum þegar eitthvað gertist sem krefst þess að menn yfirgefi faratækin. Tröllatrú á tæki er varhugaverð. Þau geta alltaf bilað og þau þarf stundum að yfirgefa. Vel getur verið að blaðamaður hafi snúið út úr orðum Benna eða mistúlkað þau. En að gera lítið úr veðurfræðingum og björgunarsveitum er ekki sterkur leikur.Kv. Árni Alf.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.03.2007 at 10:05 #584356
Það er nú þannig að ég var ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr einum né neinum. Það sem ég hins vegar bennti á var að innan raða jeppamanna eru mjög vanir menn (oft líka björgunarsveitarmenn) og eru sumir hverjir á bílum sem eru mun öflugri en björgunarsveitarbílar – þessir aðilar hafa mikla reynslu til að takast á við nánast hvaða aðstæður sem er á fjöllum, og farartækin eru með þeim öflugri á landinu. (ATH Töfraorði hér eins og í greininni er "nánast", ekki allar)
Að bera saman jeppa og snjóbíl er álíka gáfulegt og að bera saman epli og appelsínu. Og auðvitað henta tæki misvel við mismunandi aðstæður.
Varðandi veðrið þá benti ég bara á það augljósa – þetta eru veðurSPÁR og ganga því miður ekki alltaf eftir, og reyndar þykir mér að í seinni tíð gangi þær sjaldnar eftir en hitt (án þess þó að ég hafi neina vísindalega mælingu) Og þessu til stuðnings benti ég á að á því svæði sem ég fór um um helgina var mun betra veður en spáð hafði verið, og þannig hefur það verið í flestum ferðum mínum í vetur (sem eru orðnar á þriðja tug).
Það kann vel að vera að einhverjir vilji túlka það sem kemur fram í greininni sem vanvirðingu gagnvart veðurfræðingum og/eða björgunarsveitarbílum… Það var ekki mín meining – Ég benti bara á staðreyndir.
Það er líka rétt hjá Árna að tækin gera ekki allt – þó svo að vissulega skipti þau máli. Það sem skiptir máli er að vera rétt útbúinn á allan hátt og þá á ég við að menn þurfi að sjálfsögðu að hafa öll nauðsynleg tæki og kunna á þau, fatnað við hæfi og til skiptana, hefðbundin sjúkragögn, verkfæri og varahluti, svefnpoka og tjald… o.s.frv. Að sjálfsögðu geta menn aldrei verið við öllu búnir, en það getur verið töluverður munur á milli útbúnaðar hjá mönnum. Síðast en ekki síst þurfa menn að hafa reynslu ! og það er það sem fjölmargir jeppamenn hafa mikið af og því eru þeir í stakk búnir til að takast á við flestar aðstæður sem upp koma (ATH flestar!! Ekki allar og því eru björgunaraðilar jafnmikilvægir og raun ber vitni).
En útgangspunkturinn í þessu hjá mér átti að vera að sumir aðilar eru það reyndir og vel útbúnir að þeir geta vel haldið á fjöll í brjáluðu veðri – á sama hátt og björgunarsveitir eru að gera. En hins vegar eiga þeir sem ekki eru jafn reyndir eða vel útbúnir minna erindi í veður eins og var á Langjökli um helgina. Og auðvitað geta allir lent í aðstæðum sem þeir ekki ráða við, reyndir jafnt sem óreyndir og björgunaraðilar líka.
Benni
13.03.2007 at 10:37 #584358Nú er ég tilbúin til þess að leggja orð í belg þar sem þetta er lokuð umræða. Ég verð að taka undir með Árna mér finnst orð þín Benni ansi stór sérstaklega varðandi veðurspár, það er eitt hvað veðurspár segja þér sem reyndum jeppamanni en að láta það frá sér á opinberum vettvangi að veðurspár standist nú sjaldan er óábyrgt. Einnig finnst mér óábyrgt að gefa það út að þú mundir frekar kalla til þína félaga ef þú værir í vanda frekar en björgunarsveit. Ég skil að það sé það sem þú mundir gera ef þú værir fastur eða eitthvað álíka en líklega ekki ef einhver væri slasaður. Svo skil ég ekki hvar það passar inn í umræðuna að einhverjir jeppar séu öflugir en aðrir, frekar ber að hafa í huga að ekki neitt einasta verkefni sem björgunarsveitir hafa tekið að sé er óleyst vegna þess að við komumst ekki á leiðarenda. Það er ekkert sem í þessari umræðu sem gefur tilefni til þess að bera saman björgunarsveita bíla almennt og jeppa í almannaeign. Það getur ekki veið annað en stefna þessa klúbbs að félagsmenn sem aðrir eigi að stunda ábyrga ferðamennsku, hlusta og fara eftir veðurspám og annað í þeim dúr. Ég veit að björgunarsveitirnar erfa það ekki við nokkurn mann að hafa verið kallaðar út til aðstoðar en við værum ekki að standa okkur sem Slysavarnafélag ef við kæmum ekki fram eftir aðgerðir sem þessar með varnaðarorð til ferðafólks fólk hefur jú orðið úti á fjöllum.
Þær aðstoðir sem voru framkvæmdar um helgina eru eðlileg afleiðing ferðalaga á fjöllum og meðan um leit og björgun er að stefna björgunarsveitanna að ferðafólk borgi ekki fyrir þær aðgerðir og hugmyndir þess efnis kom ekki þaðan.
Friðfinnur Fr Guðmundsson
Félagi í 4×4 og í Landsstjórn björgunarsveita.
13.03.2007 at 10:42 #584360Vildi bara benda á að þetta er ekki lokuð umræða undir Innanfélagsmál heldur undir "Ferðir".
13.03.2007 at 10:48 #584362
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Páll Bergþórson fyrv. veðurstofustjóri bennti á það í grein í mbl 2001 (Hægviðri í launkofum, 10. jan 2001) að vindaspár stæðust ekki nema í þriðjungi tilfella. "Oft reynist vindhraðinn á tveimur af hverjum þremur veðurstöðvum hægari en þau neðri mörk vindsins sem eru tiltekin í spánni fyrir viðkomandi veðurhérað. Spáin stenst þá aðeins á þriðjungi veðurstöðvanna" .
Margir sem fylgst hafa með veðri hafa tekið eftir því að "vonda" veðrið lét ekki á sér kræla eða varð ekki nærri því eins vont eins og spáð var. Ég hef heyrt setningar eins og "jaa, síðast þegar ég var hérna þá var spáð miklu hvassara en varð síðan. Reiknaði bara með að þetta yrði svipað".
Magnús Jónsson veðurstofustjóri telur það vera ásættanlegt að 1/3 sé innan tilgreindra marka og 2/3 fyrir neðan (skv grein í mbl 2001).
13.03.2007 at 10:49 #584364Þetta er svolítið viðkvæm umræða eins og svo margt. Ég held að það sem Benni segir sé allt satt og rétt í sjálfu sér. Þeir sem komnir eru með góða reynslu í ferðum geta tekist á við slæm veður, beðið af sér og baslað án þess að það sé einhver stórkostleg hætta því samfara. Reyndir menn geta auðvitað lent í því að eitthvað klikkar og þurft aðstoð og slys geta alltaf gerst hvort sem veður er gott eða slæmt. Í vondu veðri þarf ekki meira en að fatnaður sé orðinn blautur og bílar fastir eins og mér skilst að hafi gerst um helgina og það hjá vönum ferðamönnum. Þá er gott að geta haft samband og beðið björgunarsveit um að koma og redda málum og það gera sveitirnar með glöðu geði og bara kátar með verkefnið.
Það getur verið varasamt að tala þannig að það sé allt í lagi að fara af stað þó spáin sé slæm því menn þurfa að hafa reynslu og kunnáttu til þess að takast á við slíkt og svona orð mega ekki gefa þeim sem eru að byrja að ferðast þær ranghugmyndir að þetta sé allt í lagi. Skotheld kunnátta í rötun, hafa einhverja hugmynd um landslagið sem verið er að ferðast um og svo auðvitað þessi nauðsynlegi búnaður.
Hins vegar er leiðinleg þessi fjölmiðlahystería sem fer alltaf í gang í svona tilfellum og einhverjir ljósvaka- og blaðaspesíalistar sem helst eru ekki úti ef vindurinn fer yfir 10 metra og eru hrædd við snjó, blása út einhverja þvælu um að það eigi að sekta þessa vitleysinga sem hætta sínu lífi og annarra með því að fara út fyrir malbikið og eru að þvælast á svæðum þar sem ekki nýtur skjólsins af steinveggjum Smáralindar og Kringlunnar. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað fólk er að gera utandyra á veturnar þegar hægt er að vera inni. Þessi umræða kemur hreinlega alltaf upp ef fréttist af útkalli björgunarsveita, nema kannski þegar björgunarsveitir eru að hjálpa fólki á fólksbílum og lakkskóm úr snjóföl á Holtavörðuheiði. Kannski er bara eina leiðin að svara þessu bulli svona eins og Benni gerir.
Kv – Skúli
13.03.2007 at 11:19 #584366Þetta málefni býður upp á hártoganir í allar áttir, hvað má segja og hvað ekki? Líklega geta allir verið sammála um það að þegar að veðurspám kemur verða menn að þekkja sín takmörk, eru menn tilbúnir að takast á við það veður sem veðurfræðingar lesa út úr sínum gögnum?
Svo er aftur sú hlið að þrátt fyrir að menn séu færir í flestann sjó þá geta óhöppin stoppað menn eða eitthvað orðið til þess að reynsluboltar stoppa. Oft á sér líka stað ofmat á aðstæðum.. þ.e. fjölmiðlar gera meira úr hlutum en efni eru til, þ.e. oft er mikil dramatík útaf engu.
–
Öll fjölmiðlaumræða í sambandi við þetta mál þykir mér asnaleg og tekin úr samhengi og umræða um sektir eða að einstaklingar borgi sektir vegna tjóns sveitanna er alveg út í hróa. Fólk hefur hingað til staðið með sveitunum í flugeldasölu og í staðin fara björgunarsveitir og bjarga/aðstoða þá sem þess þurfa.
–
Þessi umræða var samt beint í þann veg hvort að Benni formaður hefði gert rétt eða rangt með ummælum sínum… Er það ekki bara hans mál að meta það, hann stendur væntanlega og fellur með þessu.
–
Kv. Davíð
13.03.2007 at 12:18 #584368Voðalega fer það í suma að bent sé á staðreyndir.
Það er um það bil fernt markvert sem kemur fram, og ég sagði, í greininni í mogganum:
1. Ég sagði að það væri alveg út í hött að rukka menn fyrir björgun og aðstoð.
2. Ég sagði að vanbúnir og óreyndir aðilar ættu ekki að fara af stað í aðstæðum eins og voru um helgina.
3. Ég sagði að innan raða jeppamanna væru mjög reyndir aðilar á bílum sem væru öflugri en flestir ef ekki allir björgunarsveitabílar og gætu vel tekist á við aðstæður eins og um helgina
4. Ég benti á að veðurspár væru SPÁR og hefðu ekki alltaf gengið eftir eins og í minni ferð um helgina. Og veðurfræðingarnir hamra alltaf á því sama – bara spár en ekki heilagur sannleikur.
Fyrstu tvö atriðin virðast menn ekkert hafa út á að setja – En hin tvö, sem þó eru bara upptalning á staðreyndum, virðast sumir ekki þola að sé talað um.
Er það þannig í þessu að maður verður að mýkja staðreyndir og fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut ? Að mínu mati skipta staðreyndir máli og það er ekkert að því að horfast í augu við þær.
Að lokum vil ég að það sé alveg á hreinu að ég er ekki að sýna neinum vanvirðingu og allra sýst björgunaraðilum. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeirra óeigingjarna starfi og hef meira að segja í tvígang þurft að leita eftir þeirra aðstoð á fjöllum. Í báðum tilfellum var ég ekki nógu vel búinn til að ráða við aðstæður og hef lært af því og búið mig betur. Ég get samt vel átt eftir að lenda aftur í aðstæðum sem ég ekki ræð við og þá þykir mér gott að vita af bæði góðum félögum og öflugum björgunaraðilum til að leita til – Og komi til þess þá met ég það eftir aðstæðum í hvorn ég hringi.
Benni
13.03.2007 at 12:40 #584370Mér þykir mjög vafasamt að biðja björgunarsveitir um aðstoð, sama hve mikil eða lítil þörfin er.
Aðstoð veldur ævinlega það miklu fjaðrafoki í samfélaginu og mikillar niðurlægingar fyrir þann sem þyggur hjálp að manni algjörlega ofbýður.
Það sem verra er að oft kemur þessi umræða frá björgunarsveitar mönnum sjálfum.
Menn gleyma því oft að þeir sem eru að leggja það á sig að vera í björgunarsveit, eru í raun einnig að uppfylla áhugamál sitt, þ.a.s. að ferðast um landið og lenda í smá ævintýrum, á tækjum og tólum frá björgunarsveitum.
Þessir menn sem eru í björgnunarsveitum bíða oft á tíðum í ofvæni eftir útkalli til að geta farið út að gera oftast eitthvað skemmtilegt, enda eru menn í þessu af algjörlega fúsum og frjálsum vilja.
Annars er ég algjörlega sammála Benna með það sem eftir hinum var haft.
Kv. Atli E.
13.03.2007 at 12:42 #584372Eðli málsins vegna þá var haft samband við okkur í nefndinni vegna veðurspár sem virtist ekki vera til þess fallin að fara með okkar hóp á fjöll,og lá ég yfir spánnum á fimmtud og föstudagsmorgun,og til að segja bara eins og er þá var veðrið nánast nákvæmlega eins og spáð var,en það gleymist oft að stórir jöklar geta verið með sálfstætt veðurkerfi sem hegðar sér á annann hátt og getur því sett strik í reikningin nokkuð óvænt.
Reynsla jeppamanna sumra hverra er slík að það er nánast alveg sama hvað hendir þeir finna ráð sem duga eins er með björgunarsveitirnar innann þeirra raða eru líka þessir ómetanlegu einstaklingar og merkilegt nokk þá eru oft sömu einstaklingar í 4×4 og björgunarsveitum.
Ég get því tekið undir með Benna að mörgu leiti,en bendi líka á að stundum mætti orða hlutina öðruvísi þó sama meining sé á ferðinni,eins mætti benda á að kringum áramótin kom fram á spjallinu mjög eindregin og ákveðin stuðningur við bjsv og held ég við flestir í klúbbnum séum dyggir og harðir stuðningsmenn bjsv okkar.
En má ekki um leið benda á að um helgina mátti segja að flestir skálar á Kili og nærfjöllum voru nánast fullir af jeppafólki sem var alla helgina að gera það sem okkur finnst svo skemmtilegt,og fór svo heim án nokkura vandræða.
Bílar félagsmanna eru flestir vel búnnir og fólkið vant þessum aðstæðum og búnaður batnar með hverju árinu sem líður,eins fjölgar þeim sem gera þetta sport að sínu.
En slys gera sjaldnast boð á undan sér og aðstæður breytast sérlega á jökli og þá er gott vita af bjsv og geta kallað þær út ef þarf,en þá er líka gott að vita af þaulreyndum félögum sem koma um leið og hringt er í þá,vitna ég þar í krapaferð litlunefndar þar sem Ársæll2 hafði í nægu að snúast eins einn stjórnarmaður 4×4 sem kom til okkar til aðstoðar.
Ég hef aldrei heyrt Björgunarsveitarmenn tala um að rukka þennann eða hinn eftir bjarganir og vona að svo verði aldrei.
Veðurspá er akkurat það sem nafnið segir "spá"um hvernig hæð eða lægð muni haga sér og þær hafa batnað mikið frá árum áður,en ég held að veðurfræðingar væru fyrstir til að segja að allar spár geti bruggðist vegna ýmisa óvissuþátta sem eru þeim fylgjandi.
Þannig að ég held að ég geti tekið undir flest það sem Benni setur fram
Kv Klakinn
13.03.2007 at 12:55 #584374Mig langar að benda á nokkrar setningar/ orð Björgunasveitarmanns og hef ég orðrétt eftir honum. "Ef aldrei væri neitt að gera hjá okkur þá væri enginn í sveitunum"
"Það er ekkert gaman að vera inn á stöð og bóna"
"Það er okkur sönn ánæja að koma jeppa mönnum til aðstoðar á fjöllum, því þetta er jú einnig okkar áhugamál."Mér finnst þessi neikvæða umræða heldur koma frá fjölmiðlafólki sérstaklega þegar þeir setja hana í æsifrétta stíl sérstaklega þegar er gúrkutíð heldur en björgunarfólki sjálfu.
Kv
Pétur
13.03.2007 at 13:12 #584376að leggja af stað í vont veður er ekkert endilega vitleysa spárnar virðast breytast dag frá degi ég held að fólk sé betur undirbúið ef það leggur af stað í vont veður þetta er mín skoðun og hef sára litla reynslu í fjallasporti en ég hef valið að ferðast með mjög reyndu fólki eins og síðustu helgi með benna og félögum í setrið þetta fólk tekur engar áhættur
13.03.2007 at 15:29 #584378Nafni ! það er eitt sem ég vill að þú hafir í huga sér í lagi þegar sót er að kalinum hægri vinstri.
Við félagar í 4×4 erum heilt yfir mjög ánægð með þitt starf og tel ég að ég tali fyrir okkur flest í þessu tilfelli. Þótt við séum ekki öll sammála altaf þýðir það ekki að við séum á móti þér við erum jú öll í sama liði bara stundum með ólíkar skoðannir og veistu það er í lagi og það er líka í lagi að fólk komi þeim á framfæri.
13.03.2007 at 18:25 #584380En get ekki annað sagt að FÁRANLEGT björgunarsveitir séu að eyða milljónum í að bjarga mönnum sem klárlega eru vanbúnir og oftar en ekki allsekki í neinni hættu. Gátu bara ekki látið vita af sér útaf því þeir áttu ekki fjarskiptabúnað eða þegar menn eru villtir útaf gps leysi. Gps tæki kostar 10-15þús(göngutæki), talstöð 30þús, dekk til að koma sér í vandræði 100-250þús. Er þeirrar skoðunar að klárlega eigi að láta menn borga ef að þeir eru ekki með lágmarksbúnað bara koma á einhverri reglugerð (gps-talstöð/sími,og eflaust fatnað).
Það þarf ekkert að ræða þetta meira ef þú hefur efni á jeppa og dekkjum þá hefur efni á því að græja þig með þessum lágmarksbúnaði. Menn vaða útí hvaða vitleysu sem er því þeir vita að þeim verður bjargað frítt og einsog menn vita þá eru björgunaraðgerðir ekki hættulausar fyrir þá sem stunda þær, væri ekki sárt að vita til þess að einhver björgunarsveitarmaður færist útaf því að þú gast ekki hringt og látið vita af þér.
13.03.2007 at 18:44 #584382Benni segir eftirfarandi.
Varðandi veðrið þá benti ég bara á það augljósa – þetta eru veðurSPÁR og ganga því miður ekki alltaf eftir, og reyndar þykir mér að í seinni tíð gangi þær sjaldnar eftir en hitt (án þess þó að ég hafi neina vísindalega mælingu) Og þessu til stuðnings benti ég á að á því svæði sem ég fór um um helgina var mun betra veður en spáð hafði verið, og þannig hefur það verið í flestum ferðum mínum í vetur (sem eru orðnar á þriðja tug).Þessi hugsunarháttur hefur komið mörgum manninum í vanda.
Þeas. taka ekki mark á veðurspá vegna þess að þeir telja sig vita betur.Það er nú líka þannig með veðurspána að hún getur mildast helling en einnig versnað til muna. Enda bara spá eins og maðurinn sagði.
Menn sem halda til fjalla þrátt fyrir slæma spá og sitja svo fastir í bílnum loppnir og kaldir eiga að mínu mati að borga þann kostnað sem til fellur við það að sækja þá.
Ef ég verð bensínlaus á Kilinum á þá að sækja mig mér að kostnaðarlausu ?
Bara vegna þess að mig langaði svo að láta á það reyna hvort mér tækist að hundskast yfir á 1/4 af tank ?
Sennilega ekki.
13.03.2007 at 19:37 #584384Mér finnst okkur vanta að vita meira um þennan hóp á Langjökli. Hvernig voru þeir útbúnir, hvaða leiðsögutæki, fjarskiptatæki osfr.
Á heildina litið finnst mér menn heldur fljótir að gefast upp og kalla á björgunarsveit þegar í rauninni ekkert amar að nema að það er vont veður sem þarf að bíða af sér. Það á ekki endilega við um síðustu helgi, dæmin eru fjölmörg undanfarin ár. Menn hafa jafnvel kallað á björguarsveit vegna affelgunar, er það ekki það sem kalla má dæmigert 101 lið?
Ég hef alltaf litið svo á að björgurarsveitir séu til staðar fyrir okkur þegar eitthvað er að, t.d. við slys, óhöpp eða veikindi á fjöllum. Tilvist þeirra veitir mikið öryggi en mér finnst heldur mikið að kalla á þá fyrir vont veður sem menn "nenna" ekki að bíða af sér í smá vosbúð.
Ég veit fjölmörg dæmi þess að fjallaferðamenn hafi kallað til aðstoð frá félögum og vinum til að þurfa ekki að ræsa út björgunarsveit. Það er ávallt stór hópur jeppamanna og -kvenna tilbúin að taka þátt í slíku, þetta er nokkurskonar samtrygging fjallaferðamanna. Við þurfum að gæta þess að ofnota" ekki björgunarsveitirnar, raunveruleg útköll þeirra eru alveg nægilega mörg.
Ég tek undir orð Benna formanns um að vel búnir ferðamenn geta vel höndlað erfiðar aðstæður á fjöllum og ekkert að því að menn haldi á fjöll í slæmri verðurspá, EF menn eru tilbúnir að halda volkið út. Þeir sem ekki eru tilbúnir í t.d. að hafast við í bíl yfir nótt eiga ekki erindi á fjöll nema í góðri veðurspá.
Ég bendi á að fjallaferðafólk hefur á undanförnum 20-30 árum breytt miðhálendinu að vetri úr lífshættulegri eyðimörk, sem menn hættu sér helst ekki innná, í leikvöll sem er á valdi "venjulegs" fólks að nýta sér. Hvernig gerðist þetta? Jú með því að hafa hálendið opið og leyfa mönnum að spreyta sig. Þannig þróaðist ferðatæknin og þekking til að takast á við íslenska hálendið að vetri varð almenn.
Lifi ferðafrelsið, berjumst gegn forsjárhyggju, ofstæki, boðum og bönnum !
Snorri
R16
13.03.2007 at 19:46 #584386Ég er sammála formanninum og þótti pistilinn góður í Mogganum. Og var stoltur af formanninum. Og ekki voru pistlar Skúla og Snorra af verri endanum. Ég segi bara takk fyrir mig.
13.03.2007 at 20:13 #584388Eins og venjulega erum við Ofsi vinur minn sammála, og ég vil líka þakka honum Skúla fyrir hans innlegg, vel orðað og skynsamlegt eins og hans er von og vísa.
Við erum held ég öll sammála um, að við eigum ekki að láta eitthvert sófalið ráða okkar ferðum og afstöðu, lið sem fer helst ekki út úr húsi ef rignir, hvað þá meira. Fólk fær ekki reynslu af því að fást við náttúruöflin og lærir ekki að lifa af í íslenskri náttúru nema með því einu að mæta henni á heimavelli. Ef við færum aldrei neitt nema þegar horfur eru á einsýnu veðri, ja, þá færum við ansi sjaldan. Björgunarsveitarmenn verða ekki færir um að leysa erfið viðfangsefni nema með æfingu, og margir þeirra hafa fengið þá æfingu í svona tómstundagamni eins og vetrarferðir á jeppum, á vélsleðum nú og á skíðum eða bara "lausfóta" eins og Fljótamenn segja, eru. Og hananú! Segi eins og Snorri verkfræðingur; Lifi ferðafrelsið!
13.03.2007 at 20:26 #584390Ég er ekki að tala um að halda sig innandyra í rigningu.
Þá skulu þeir sem eru svo vel búnir að geta tekist á við hvað sem er taka það fram áður en þeir bruna af stað á fjöll.
Þá þarf ekkert að pæla í því meir þó svo að þeir komist ekki heim af sjálfsdáðum.Svo eru líka svartir sauðir í þessu sem hugsa með sér að þetta fari ekki verr en svo að þeir verði sóttir.
13.03.2007 at 20:39 #584392Björgun
Ef ég væri í björgunarsveit þá væri ég þar til þess að brjóta upp grámyglu hversdagsleikans. Ég væri tilbúinn til þess að fara upp á fjöll til þess að hjálpa náunganum sem ætti vanda hvort sem vandinn væri stór eða smár, ég væri ekki að þiggja styrktarfé frá almenningi til þess að sitja heima og drekka kaffi upp í björgunarstöð enda held ég að flestir sem ganga í hjálparsveit séu tilbúnir að vaða eld og brennistein til að hjálpa fólki sem á í vanda.Við þurfum öll að passa okkur að vera ekki með stór orð í garð ferðafólks því að það gæti orðið til þess að viðkomandi myndi kalla of seint á hjálp og þá þyrfti ekki að binda um þau sár. Við eigum ekki að vera með upphrópanir heldur fræðslu svo að fólk læri að ferðast við þær aðstæður sem við búum við á þessu landi.
Á þessu landi er allra veðra von og við skulum njóta þess.
Kveðja Trausti Kári Hansson
13.03.2007 at 22:08 #584394Ekki gat ég séð neitt athugunarverð við fréttina í morgun. Formaðurinn svaraði nokkuð vel, þó sumir geti lagt sig fram um túlka það sem hann sagði sem stór orð. Þó að mönnum verði eitthvað á og lendi í vandræðum vegna veðurs á ekki að refsa þeim sérstaklega fyrir það. Björgunarsveitir eru að mestu reknar fyrir framlög og styrki frá almenngi og sjálfboða starfi þess góða fólks sem þar leggur fram krafta sína. Ég vill frekar halda áfram óbreyttu kerfi og halda áfram að styrkja björgunarsveitir með framlögum og flugeldakaupum og eiga svo inni greiðann ef ég kynni að lenda í vandræðum. Hef þó sem betur fer ekki þurft á þeirri þjónustu að halda ennþá, en á þó ágætan jeppa og fer í ferðir öðruhvoru.
Ingimundur Sigurmundsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.