This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið .
Eftir að hafa lesið þessa grein hér neðan við , og náð andanum eftir að hafa svelgst hroðalega á ný uppáheltu morgunkaffinu , sá ég mig knúinn til að einhenda þessari grein hér inn og fá álit félaga í klúbbnum á henni.
Allavega er ég gáttaður á þessari framsetningu og hvernig tveir gjörsamlega óskildir málaflokkar eru spyrtir saman á einstaklega klaufalegann hátt .Allir eru líklega sammála um að draga úr mengun á öllum sviðum .
Þetta er að mínu mati afleit nálgun á mikilvægum málaflokki og veigið að ákveðnum hópi í þeim efnum . Þetta getur ekki talist sæmandi stjórnmálamanni að láta svona nokkuð frá sér fara .Nauðsynlegt að bílaflotinn mengi minna
stjórnmál „Ef við eigum að ná líklegum skuldbindingum okkar við að minnka losun til 2020 þurfum við að skipta yfir í sparneytnari bíla.
stjórnmál „Ef við eigum að ná líklegum skuldbindingum okkar við að minnka losun til 2020 þurfum við að skipta yfir í sparneytnari bíla.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í erindi sem hún flutti á Jafnréttisdögum í Háskóla Íslands liðinni viku. Svandís flutti ræðu sína á táknmáli.Í máli sínu fléttaði hún saman umhverfis- og jafnréttismálum. Benti hún á að íslendingar ættu útblástursfrekasta bílaflota Evrópu. Kvaðst hún ekki vilja gera lítið úr því að víða þyrftu menn stóra og öfluga bíla til að komast leiðar sinnar. Ekki heldur ætlaði hún að halda því fram, sem oft væri gantast með, að stórir bílar væru einhvers konar uppbót eða framlenging á sjálfsmynd eiganda síns, sem oftast væri karlkyns.
„En ég vil samt velta þeirri spurningu upp hvort bílaflotinn væri kannski aðeins loftslagsvænni ef konur fengju meira ráðið um bílakaup. Við þurfum ekki ofurjeppa til að kaupa í matinn í borginni og við þurfum ekki bensínhák í daglegum ferðum í vinnu eða skóla,“ sagði Svandís.
Vitnaði hún til niðurstöðu sérfræðinganefndar um að engin ein aðgerð væri jafn hagkvæm og að skipta hraðar yfir í sparneytnari bíla. Skoraði hún svo á fólk að skoða sparneytnasta kostinn næst þegar það skipti um bíl eða keypti bíl í fyrsta sinn. – bþs
You must be logged in to reply to this topic.