Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stór Ford
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Oddur Grétarsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.01.2009 at 14:32 #203570
Vitiði eitthvað um þennan bíl..
Mér sýnist þessi dekk vera mun stærri en 54″…..
Sá hann upp á höfða fyrir 3 mín.
hvað er málið, hvar endar þetta
kv
Gunnar Ingi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.01.2009 at 14:37 #638060
Er þetta ekki sá sem var við n1 básinn á f4x4 sýningunni og er á 54 tommu bogger.
16.01.2009 at 14:50 #638062Er ekki næsta skref að setja bara stuðarana og ljósabúnað á hásingarnar?
En þetta er sniðugt ef þú átt Ferrari, 54tommu jeppi virkar sem bílskýli fyrir Ferraríinn.
-haffi
16.01.2009 at 14:57 #638064Var ekki álíka mikið starað á þá fyrstu sem voru á 35 tommunum? Ekki er minn þó merkilegur í dag 😉 Þarf þetta eitthvað að enda?Minn væri 54 tommur ef ég hefði efni á því. Bara þróun og hún er af hinu góða skilst mér á öpunum frændum okkar 😀
16.01.2009 at 15:07 #638066Þetta er nýr 2008 Ford 350 sem að Jeppaþjónustan Breytir var að setja á 54" og unimog hásingar og má segja að þetta sé einn með öllu.
kveðja Sæmi
16.01.2009 at 15:38 #638068mér finnst þetta vera orðið svakalegt að þessi tæki megi aka um í umferðinni.
Ég ek um á 80lc óbreittum og flokkuðust þeir einusinni undir frekar stóra bíla ég mætti raminum sem er á "54 eða hvað það nú er og ég hugsaði bara um það efað ethvað skeði hjá öðrum okkar og við skillum saman ég hefði verið eins og smá helvítis hundaþúfa fyrir þessi helvítis flikki og hvað þá yaris og svipað afsakið orðbragðið.
Mér finst að það ætti að banna allan akstur á stærri dekkjum á vegum en "46-"49 hámark hitt getur verið utan vegar Púnktur mín skoðun á þessum flikkjum
16.01.2009 at 15:40 #638070jamm þetta er 54" 2008 Ford – er að fara með honum í túr um helgina og hlakkar rosalega til að sjá hvernig þetta virkar. Bílinn minn er nánast óstöðvandi á 49" en ég held að það sé ekkert sem stoppar þennan.
Benni
P.S.
Auðunn – eigum við þá ekki líka að banna gámaflutningabíla, vörubíla og allt annað en Ríkisjeppann á max 38" dekkjum ???
Þessi bíll er fullkomlega löglegur í umferðinni og er ekki hættulegri smærri bílum en t.d. Strætó.
16.01.2009 at 16:29 #638072afhverju ekki þá bara að flitja inn eitt stikki bigg fút trukk frá usa ég held að stærðar munur sé orðin minni á þeim og "54 risonum.
p.s það eru meiri líkur á því að "54 tröll fari yrir venjulegan bil heldur en trukkarnir kasta þér útaf en hver segir svo að mér finnist í lagi þessi þúnga flutningur á vegum úti mér finst að þeir eigi að fara framm á sjónum þar er nóg pláss en við viljum fá vörurnar straks hér út á landi eins og þið í höfuðgorginni.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
16.01.2009 at 16:51 #638074Mér finnst þú ekki vera alvöru jeppadellukall 😛
Mér finnst þessi Ford æði !!
16.01.2009 at 17:13 #638076BigFoot væri ekki löglegur á götunum hér – þessi er það hins vegar og uppfyllir allar öryggiskröfur.
Það eru orginal Unimog bílar hér á götunum á þessari dekkjastærð – það eru líka tveggja drifa rútur og vörubílar sem eru á svipaðri dekkjastærð og jafnhátt undir þá…. Bönnum þá…
Reyndar var ég að skoða LC60 sem er búinn að vera á götunni síðan 1988 – hann er á 44" og ekki mikið lægra undir hann en þennan – Bönnum hann…
Það er nákvæmlega svona rakalaus þvættingur um að þessir bílar séu svo og svo miklu hættulegri en aðrir í umferðinni sem að við þurfum að drepa niður um leið og hann kemur upp. Þetta hljómar eins og eitthvað sem maður ætti von á frá andstæðingum jeppa og jeppabreytinga en ekki frá félagsmönnum hér.
Það er nú einfaldlega þannig að innan raða embættismanna hér á landi eru aðilar sem myndu gjarnan vilja setja reglur sem útrýmdu öllu stærra en 35" af götunni – um að gera að dæla vatni á myllu þeirra hér á spjallinu með því að jeppamenn séu sjálfir að koma á stað svona þvælu um að fullkomlega löglegir jeppar séu hættulegir í umferðinni…. Eða hvað….
Benedikt Magnússon
P.S.
Það eru til skýrslur sem sýna fram á að breyttir jeppar eru hættuminni en aðrir í umferðinni – ég legg til að menn lesi þær áður en þeir fara að skella svona þvælu fram.
16.01.2009 at 17:17 #638078Þetta er nátturulega alveg hrikalega ljótt.. Þetta er svona svipað og súkka fox á 44" dekkjum, dana hásingum og með nýrri rellu. Ætli þeir myndu ekki drífa svipað mikið..
En gaman að því þegar menn hafa efni á að gera svona, skapar atvinnu fyrir þá sem smíða þetta..
Þrátt fyrir mína skoðun þá vona ég að eigandinn sé stoltur af tækinu sínu og að bílinn þjóni sínum tilgangi.. Hvort sem það er til að drífa mest á fjöllum, betra útsýni í umferðinni eða til að eigandinn öðlist meira sjálfsöryggi..Kv Pétur
16.01.2009 at 17:31 #638080þetta er flottur bíll. en tilhvers að vera að væla yfir þessu. við sem förum ekki útfyrir strætó leiðir eigum bara að vera nægjusöm og taka strætó. Og leifa hinum að njóta þess sem vilja. ef menn vilja fara á vörubílum á fjöll. þá meiga þeir það bara.
afhverju ætlið þið að vera fúlir út í þessa bíla frekar en unimogana og hina vörubílana sem hafa verið í umferðinni í mörg mörg ár.
kv. Bæring
16.01.2009 at 17:40 #638082Ég ætla að byrja á að óska eiganda þessa glæsilega bíls til hamingju með hann. Auðvitað vildi maður gjarnan eiga svona, en maður hefur bara ekki efni á því. Það er hinsvegar déskoti barnalegt að láta öfundina hlaupa með sig í gönur þrátt fyrir það. Bíll af þessari gerð er ekkert hættulegri en venjulegur flutningabíll, síður en svo. Spurningin er með þessa bíla eins og alla aðra, að allt veltur þetta á hvort ökumaðurinn er starfi sínu vaxinn. Við í okkar félagi eigum frekar að leggja áherslu á að fræða hvert annað til að gera okkur að betri ökumönnum, fremur en að vera með nagg út í eigendur bíla, sem okkur langar til að eiga en getum ekki.
kv.
16.01.2009 at 17:51 #638084ég ætlaði nú ekki að særa neina hérna en hvað er orðið um jeppamenskuna þegar maður er komin á stærðir sem komast allt og maður bara keirir beint af augum ég hélt að aðal fúttið væri að festa sig öðruhvoru og þessháttar og ég vorkenni þessum mönnum EF þeir mindu festa sig það þirfti meira en einn stóran bíl til að draga það þeirfti jarðítu af stærstu gerð sorry.
p.s við meigum ekki heldur hvort sem við erum jeppa menn/konur aða þingmenn hugsa þannig að við getum ekki haft skoðanir um okkar félagsskap hvort sem skoðunin er góð eða skæm !!!!!!!! Bílarnir eru flottir á þessum dekkjum!!!!
16.01.2009 at 18:07 #638086Stoppiði nú aðeins og skoðið söguna.
Nákvæmlega sama umræða kom upp þegar 35" dekkin komu.
Svo kom 38 tomman og þá var hún of stór, myndi brjóta allt og bramla, en 35 í lagi.
Svo kom 40". Þá var það of stórt en 38 " í lagi.
Þá komu 44". Allt í einu var 40" í lagi en 44" of stórt.
Þá þegar fóru að heyrast raddir um að þetta væri ekkert gaman lengur þegar menn kæmust allt. Þvílík skammsýni, svona eftirá að hyggja.
Ca 15 ár liðu og 44" þótti mjög á mörkunum allan tímann, menn voru á köflum alveg að fara á límingunum yfir þessu.Þá komu loks 49" dekk og síðan hefur 44" þótt bara hæfileg fyrir litlu karlana.
Nú er komin 54" og sami söngurinn byrjar, bara einni tröppu ofar.Hvernig væri nú að lyfta sér uppúr hjólförunum og sjá þetta allt í jákvæðu samhengi.
Þróunin er engan vegin stoppuð sem betur fer.
Þetta er bara gaman.Snorri
R16
16.01.2009 at 18:13 #638088Sko mér er slétt sama hvað aðrir seigja, ég er hreinlega grænn af öfnd og hananú. Ef ég ætti aura þá ætti ég svo græju með HRIKALEGA háum dóta stuðli.
Til hamingjumeð flottan bíl og gangi ykkur vel í prufutúrnum
Væri til í að koma með, en auraleysið er veldur olíuleysi á jeppanum …..Palli olíulausi
16.01.2009 at 18:26 #638090
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Reffilegur bíll. Og eigandinn má vera stoltur af honum. En Auðunn, af hvaða krummaskuði ert þú ? Ert þú í þunglyndiskasti af myrkri og öfund? Af stafsetningunni að dæma ertu ekki kominn með hár á punginn. Niðurdrepandi greinar um áhugamál okkar skaltu vera með annarsstaðar eða bara sleppa.
Með kveðju,
Bjarni Kristinn ánægður fisksalabílaeigandi.
16.01.2009 at 19:02 #638092Verður gaman að heyra sögur og sjá myndir úr prufutúrnum. Vona að þið finnið krapa og skemmtilegheit til að glíma við þannig að virknin komi almennilega í ljós.
Mér finnst að við eigum að banna Yaris á götunum, þeir eru stórhættulegir þeim sem ferðast á þríhjólum.
Kv – Skúli
16.01.2009 at 20:21 #638094Við Eyfellingar köllum svona bíla "landbúnaðartæki" einsog gamli Landróverinn en þeir voru notaðir til að keira böggunum heim af Skógasandi. Þessir hljóta að draga talsvert meira en gamli róverinn, verst hvað pallurinn tekur fáa rúllubagga, miðað við hestaflafjölda.hehe
16.01.2009 at 21:48 #638096Þar sem þessi bifreið er af Ford gerð, þá tel ég allar líkur á því að hún verði biluð áður en húm kemst í snjó.
Góðar stundir
16.01.2009 at 22:00 #638098óþarfi að ráðast á manninn Bjarni, gagnrýndu frekar skoðanir hans. En varðandi þennan bíl, þá blóðlangar mig í svona en veskið er bara þvímiður ekki svona djúpt hjá mér.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.