This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Var að lesa frétt á BBC.co.uk þar sem sagt er frá „tracking device“ sem er upprunnið í Ástralíu. Þetta tæki var víst upphaflega hannað til að fylgjast með krókódílum (Húsavík hvað?) en hefur verið þróað síðar og m.a. hafa fyrirtæki í Ástralíu notað það til að fylgjast með farartækjum sínum, svo sem sendibílum og þess háttar. Kolabretinn er að velta fyrir sér að „monitora“ krakkagrislingana sína með þessu tæki. En það er líka bent á að þetta geti komið sér vel til að hafa uppi á stolnum bílum. Þetta útheimtir svipað kerfi og farsímanet, þ.e.a.s. það byggir á landstöðvum, ekki gerfihnattastaðsetningu, sem þýðir að sögn Tjallanna að byggð og byggingar hafi minni áhrif á kerfið. Manni skilst að tæki og fyrirtæki heiti QuikTrak. Gætu ekki íslensku símafyrirtækin farið að bjóða svona þjónustu?
tæknikveðja
ólsarinn
You must be logged in to reply to this topic.