Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › STOLINN BILL
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2003 at 14:03 #193100
AnonymousEnn einum bil hefur verið stolið. Um er að ræða land crusier árg.88 upphækkaður á 38″ dekkjum málaður í camo litum með kastatagrind á toppnum með kösturum og leitarljosi á og tendamömmuboxi .
Bíllin stóð á bilasölu JR.
Ef menn vildu vera svo vænir að hafa augun opin og ef einhver verður var við bílin að láta þá Halldór vita í sima 8936993 eða lögregluna í rvk.Kveðja R 2760
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2003 at 15:51 #479546
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ertu ekki að grínast ég sá þennan bíl á sölunni fyrir örstuttu síðan !! hvaða hálfviti stelur risastórum camoflouge lituðum bíl á íslandi!! Þetta er svipað gáfulegt og reyna smygla fíl í gegnum tollinn!! en ég verð með augun opin á höfuðborgarsvæðinu!! Þessi bíll er nú samt líklegast inní einhverjum bílskúrnum!!
Var svissinn orðinn lélegur eða var þetta bara prufuakstur??
01.11.2003 at 23:52 #479548jahhhá það er nefnilega það ég var einmittt uppá jr í gær og var að spá aðeins í honum en þá var hann ekki á sölunni en ég efast að sá sem stal honum sé með hann á götunni hann er þá eflaust inní skúr eða útí móa en maður hefur augun opin og láttu endilega vita ef hann finnst svo maður hringi nú ekki á lögguna ef eigandi er svo að keyra bílinn…
Kveðja Davíð R-2856
02.11.2003 at 11:59 #479550
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
getur verið að bíllinn standi við hliðina ingvari helgarsyni á storu malarplani sa sona camo litaðan cruser enn það var ekkert af dotinu á þeim bíl
02.11.2003 at 13:39 #479552
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir ábendinguna en bíllin við Invgvar Helgasson er ekki bíllin sem um ræðir, enda ekki málaður í camo.
Það sást til ferða bílsins á föstudagsmorun á vesturlandsvegi áður enn komið er að afleggjara í gravarvog og gravarholt.Kveðja R-2760
02.11.2003 at 16:10 #479554Hvaða litur er þetta camo, ég er hræddur um að allir viti það ekki. Allavega hef ég ekki hugmynd??????
Þessir jeppar sem horfið hafa að undanförnu hafa verið að finnast hérna rétt við bæjardyrnar, td held ég að jeppinn hans Lúters hafi fundist við Rauðhóla og annar við Leirtjörn, svo eru líka nokkrir slóðar ofan við Grafarholtið þar sem svona helvítis hyski getur dundað sér í ró og næði við að týna úr jeppunum. Ég skal bar skreppa þangað og skoða mig um.
02.11.2003 at 16:17 #479556sælir.. þessi litur sem um ræðir er semsagt hermannalitur eða þ,a,s felulitirnir þessvegna ætti þessi bíll ekki að fara framhjá neinum…
Kveðja Davíð R-2856
02.11.2003 at 16:18 #479558
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Camo er felulitur (hermanna litur)
það er alveg ótrúlegt að það sé verið að stela svona áberandi bíl, þetta er eitt það heimskasta sem ég hef heyrt vonandi fynnst hann heill og þjófapakkið með svo að við getum sett þá í kerru og skilið þá eftir uppá jökkli og leyft þeim að labba heim !!
03.11.2003 at 12:56 #479560
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bíllin Fanst í morgun ofan við rauðavatn buið að stela dekkjum og felgum en skrufað undir felgur með 33" dekkjum,mælborði stolið og stefniljosum framan og ljosum aftan og fl.
R-2760
03.11.2003 at 13:38 #479562sæll EÞH.
Gott að bíllinn sé fundinn,
OG þú færð alla mína samúð,það er alveg andskoti hart að ekki sé hægt að vera neins staðar hultur með hlutina sína hvað þá stóran camolitaðan jeppa.finnst mér að það ætti að setja veiðleyfi á þessa menn í stað rjúpunnar.
kv JÞJ.
R-3257
03.11.2003 at 14:22 #479564
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála þessu, maður sér það hér á vefnum að þetta er stórt vandamál. Enda er maður farinn að verða varkárari en maður var. Einn hluti af vandanum eru skrárnar á þessum gömlu bílum, lyklarnir ganga á milli eins og ekkert sé sjálfsagðara og því gætu nýjar hurðaskrár verið fjárfesting sem borgi sig. Sama gildir raunar um svissinn þó þar séu eitthvað fleiri tennur sem taka.
Svo er annað sem við jeppaeigendur getum gert og það er að standa saman um að kaupa ekki þýfi. Hef sagt þetta áður en góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Ef þjófarnir geta ekki selt þýfið gerir það jeppadót minna freistandi fyrir krimmana. Að vísu örugglega í mörgum tilfellum menn sem stela jeppum til að nota hluti í sinn eigin bíl, þeir eru s.s. einnig meðal vor.
Annars fannst mér svolítið sérkennilegt að sjá menn tala hérna um að umræddur bíll sé svo áberandi af því hann er í felulitunum! Ákveðin mótsögn í því, en veit svosem hvað menn hafa í huga.
Kv – Skúli
03.11.2003 at 15:11 #479566Sælir félagar.
Já, það er gott að bíllinn fannst þó… en helvíti er þetta ömurlegt! Það er rétt hjá Skúla að ef enginn væri markaðurinn fyrir "jappaþýfi" þá væntanlega sæu þessir ógæfumenn engan tilgang í því að stela því. Takið eftir því að þjófar eru einungis að stela hlutum sem hægt er að koma í verð áfram.
Ef einhver er að bjóða ykkur hluti sem eru falir á "óeðlilega" lágu verði, hugsið þá aðeins áður en þið stökkvið á það, "…ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það ekki satt…".
Brigðaréttur er hugtak í lögfræði sem vísar til heimildar þess sem stolið hefur verið frá, til að taka hlutinn sinn aftur hvar og hvenær sem er, jafnvel þótt sá sem hlutinn hefur þá, hafi sannarlega keypt hann (t.d. af þjófnum aða síðari "eiganda"). Sá sem er vændur um það að hafa þýfi í sinni vörslu, á þann möguleika að sýna fram á löglegt afsal frá þeim sem hann keypti af. Góð regla er að spyrja seljendur notaðra hluta um afsal/kvittun frá fyrri eiganda. Ef það liggur ekki fyrir, þá ættu menn að vara sig, a.m.k. ef þeir þekkja ekki til seljandans.
Ferðakveðja,
BÞV
03.11.2003 at 17:35 #479568Það er alveg greinilegt að þetta er einhver sem er að "safna" sér í jeppa, það stelur enginn mælaborði bara upp á grín. Vertu vakandi yfir svona bílum á 38", kannski finnur þú mælaborðið og dekkin.
Eftir að það var farið inn í bílinn minn um daginn þá skipti ég um allar skrár, merkti alla aukahluti sem hægt er að stela af bílnum og tók af þeim myndir. Ég mæli með því að menn geri þetta til að aðvelda það að þekkja dótið sitt aftur ef því verður stolið.
R-2170.
03.11.2003 at 18:44 #479570
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það mætti til dæmis skrifa símanúmer,bílnúmer eða fangamark í stafina á hliðum eða í munstrið á dekkjum
yrði auðvelt að rekja förin ef td væri skornir stafir í munstrið og erfitt að má þá af nema fletta sólanum af
03.11.2003 at 19:13 #479572
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ÞAÐ MA TD BYRJA Á AÐ ÞEGAR DEKKIN ERU SETT Á FELGURNAR AÐ MERKJA HVORTSEM ER MEÐ ÞRYKKI STÖFUM EÐA GÓÐUM TUSS NAFNIÐ Á EIGANDA DEKKJANA OG TEGUN BÍLSSINS SEM ÞAU EIGA AÐ VERA Á, ÉG VEIT SAMT EKKI HVERNIG VIÐ LEYSUM ÞETTA MEÐ MÆLABORÐIN
03.11.2003 at 19:16 #479574
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
OG OKKUR HINUM TIL FRÓÐLEIKS HVERNIG VORU FELGURNAR OG HVAÐA TEGUND AF DEKKJUM OG HVERSU SLITIN MAR VERÐUR MEÐ AUGUN OPIN
03.11.2003 at 23:23 #479576
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ja þýfiskaup segið þið,eru menn alveg vissir um að þetta séu ekki bara jeppakallar sem ekki hafa efni á viðkomandi hlutum.
04.11.2003 at 08:24 #479578Sælir strákar
Hvernig væri að athuga með hópafslátt á höfuðrofum og ísetningu hjá einhverju verstæði. Það er hægt að láta þá rjúfa bara strauminn til startara þannig töluvert erfiðara verður að gangsetja bílana. Hægt er að hafa þá þar sem ekki ber mikið á þeim en auðvelt verði fyrir eigandann að nota hann.
Ég talaði við Radíóþjónustu Bjarna og þar kostaði um 7500 kr að setja svona rofa í húddið en það var eitthvað dýrara að leiða hann inn í bíl. Ég held að þetta sé raunhæf og ódýr lausn. Allavega þurfa þessir andskotar þá að stela úr bílnum á stæðinu heima hjá manni, en ekki einhverstaðar í ró og næði.
kv
Hvati
04.11.2003 at 09:28 #479580
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hefur þú nokkuð kannað hvort einhver hefur komið til Jamils upp á Rauðavatni eða annnara Partasala og athugað með viðkomandi varahluti. Það hlýtur að vekja eftirtekt þegar menn þurfa að kaupa mælaborð í bíl.
04.11.2003 at 11:54 #479582Sæli.
Er ekki hægt að búa til einhvern búnað sem er settur í bíla sem virkar þannig að hann sé beintengdur við lögreglustöð eða síma eiganda og gefur þá boð um að innbrot sé í gangi.Ég er ekki að tala um venjulega þjófavörn,þar sem hún er ekki alltaf nógu góð.
Nú ef þessi búnaðu væri of dýr til að kaupa þá væri kannski hægt að leigja hann sérstaklega ef bílar eru á bílasölum.
Gæti þessi búnaður ekki virkað svipað og neyðarhnappur sem fólk ber á sér.
kveðja
JÞJ.
04.11.2003 at 12:09 #479584Það er ekki mikið mál að tengja GSM síma við tölvu. Gamlir Nokia 5110 símar henta t.d. vel í svona. Það má forrita tölvuna til að senda eigandanum SMS í hvert sinn sem bíllinn er ræstur, hurð opnuð o.s.frv. Hér er komin enn ein ástæða til að hafa [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=936#5535:3rihlk6o]tölvu í bílnum[/url:3rihlk6o]
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.