This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég hef verið að ferðast í bílum sem hafa verið með orginal sæti og get ég ekki dæmt um gæði sætanna en eitt get ég sagt. Ég hef verið með bíl undir höndum í láni sem hefur verið með Ranco sæti og verð ég að segja fyrir mitt leyti að þar er mikill munur á. Þessa stóla er hægt að fá í mismunandi breiddu og eflaust hægt að fara í dýrari kantinn ef menn vilja en ég vel að fara milliveginn. Þessi sæti sem ég sat á í þessum bíl var með góðan stuðning við lærin og við síðuna sem gerði það að verkum að þó bíllinn væri að gjökta þá hreyfðist ég lítið. Það eru eflaust til fleiri framleiðendur sem framleiða svipaða sæti og Ranco og með sömu gæði en hef ekki kynnt mér hvað þeir kosta. Það er nú þannig að við erum að kaupa ýmsan búnað utaná bílana okkar til þess að sjá betur og drífa betur, en oft gleymist að það þarf líka að huga að sætinu sem við sitjum á. Þegar upp er staðið er meiri nýting á sætinu heldur en ljósum o öðrum búnaði sem er notaður endrum og eins.Menn mættu huga að því að fá sér betri sæti sem gera það að verkum að maður er ekki eins þreyttur þegar maður stígur út úr bílnum. Læt ég fylgja með mynd af svipuðu sæti og var í bílnum sem ég var með undir höndum. Mér finnst að menn ættu að athuga þetta eða kynna sér þennan mun sem getur legið í sætunum sem við sitjum í. (Í minni hestakerru er ekki spurning að sætinu verður skipt út við fyrsta tækifæri svo maður tollir í því þegar ég fer af stað.( Ég mæli með sætum sem eru bæði með tau og leður saman frekar en bara leður. )
Sum af þessum sætum eru með stilanleg bak og síðustuðning og við mjaðnir .
KV… MHN
You must be logged in to reply to this topic.