FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stofnunin 4×4 eða áhugamannafélag

by Lárus Elíasson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Stofnunin 4×4 eða áhugamannafélag

This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 31.01.2004 at 14:11 #193618
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant

    Mér þykir hálf trist að lesa endlaust nöldur um að ekkert sé í boði fyrir minna en 38″ og að menn ættu að borga minna í félgsgjöld.

    Nær allt starf félagsins er sjálfboðaliðastarf þar er því engin þarna úti sem ber skylda til að skipuleggja fyrir þig hina eða þessa ferðina og félagsgjöldin fara jú í rekstur skrifstofu, heimasíðu, halda félagsfundi og reka skála.

    Ég vil því taka hattinn ofan fyrir JÞJ sem hóf þráðinn 31″ of uppúr… Áhugamannafélög snúast jú um að fólk tekur sig saman og gerir eitthvað skemmtilegt, það að liggja og nöldra úti einhverja aðra innan félagsins skilar ekki neinu.

    Það að einhverjir sem eru á mikið útbúnum bílum og með mikla reynslu vilji ekki hafa hvern sem er með er einfaldlega þeirra mál, ekki síst ef um er að ræða fólk sem telur það þeirra skyldu að þeir sjá um þau. Þetta er eins og að skrá sig í KR og heimta að spila með efstu deild.

    Það er einkenni góðra félaga að menn sameinast um það sem þeir eiga sameiginlegt (jeppa og ferðamennsku) en ýti því út af borði sem þeir eiga ekki sameiginlegt (31″-44″).

    Ekki gleyma að 4×4 er áhugamannafélag en ekki stofnun.

    l.

  • Creator
    Topic
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)
  • Author
    Replies
  • 31.01.2004 at 16:02 #486478
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Heyr, heyr !! alveg hjartanlega samála. Menn vilja gleyma því til hvers er stofnað. Út frá mínum bæjardyrum séð er þessi klúbbur stofnaður vegna áhuga manna á ferðalögum á snjó, þar geta menn (þar á meðal konur) kynnst öðru fólki með sama áhugamál, skipst á tækniupplýsingum, miðlað af reynslu og lært af öðrum. Skipulagt ferðir með öðrum sem það þekkir ekkert sem heitið getur en kynnast á ferðalagi sem oftast er "bara gaman" svo vitnað sé í orð Jepp á toppi Eyjafjallajökuls.

    Þegar ég fer á jökul skil ég allt eftir heima sem getur tafið för, aftursætin ef þannig ber undir. Því slær það svolítið skökku við ef ég samþykktir að taka bíl á litlum dekkjum með sem einsýnt væri að mundi hanga meira eða minna í spotta hjá manni. Skemmst er frá lýsingu formannsins að segja, þegar hann sagði frá nýliðaferð 4X4 í Jökulheima í haust. Með í för var LC DC á 35? að ég held, fínar strákur, snöggir að gera við, hvikir og skemmtilegir. En það breytti ekki því að menn gáfust upp, bundu þá aftaní 44? tröll og drógu þá nánast niður af fjallinu.

    Með þessum skrifum mínum er ég alls ekki að segja að klúbburinn sé eingöngu fyrir fólk sem á mikið breytta bíla, heldur fyrir fólk sem hefur áhuga jeppaferðum. Klúbb sem gefur fólki möguleika á að kynnast öðrum með sama áhugamál, skipuleggja (sjálft) ferðir við hæfi þeirra eigin bíla og annarra með bíla í sama þyngdarflokki.

    Það þýðir ekkert að vera að væla hérna á vefnum yfir því að aðrir nenni ekki að draga þá á fjöll, svo ég tali ekki um að draga þá niður aftur. Það er bara að mæta á fundi, tala við mann og annan, skipuleggja sínar eigin ferðir með þeim sem eru með bíla í sama þyngdarflokki og fara þangað sem þeir treysta sér. Vefurinn hefur verið notaður í þessum tilgangi með góðum árangri.

    Klúbburinn skipulagði þorrablót fyrir menn á minna breyttum bílum sem átti að fram í dag 31.01.04 í Hólaskógi, hvað skráðu sig margir uuuuuu! einn ??. Annað næstu helgi í Setrinu sem haldið er fyrir menn á mikið breyttum bílum, mér skilst að þar sé kominn biðlisti.

    Þetta er mín persónulega skoðun, ég hef verið félagi í eitt ár og haft bæði gagn og gaman af. Ég hef ekki nennt að lesa stofnskrá klúbbsins en ætti kannski að gera það.

    Kv. vals.





    31.01.2004 at 21:39 #486480
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta voru góðir pistlar hjá ykkur, ágætu félagar. Á sínum tíma, þegar fólk var að byrja að þreifa sig áfram með þessa kúnst, að aka ofan á snjónum með því að hleypa úr dekkjum, þóttu 33" dekk á sínum tíma bara fjári miklir barðar og maður þóttist bara maður með mönnum með slíkar "blöðrur" undir gamla Bronco (og ekki stóð nú á gagnrýninni hjá þeim sem fundu þessu allt til foráttu). Maður fylgdist með þessum köppum, sem ruddu brautina, Bigga Brynjólfs, Eiríki Kolbeins, Adda Hermanns, Valda rakara og síðast en ekki síst Hafþóri Ferdinands og reyndi að apa eftir þeim og það tókst nokkuð bærilega. Nú, samhliða þessu kom svo leiðsögutæknin, ég á ennþá loran-tækið mitt, sem nú er ónothæft, þar sem maður hafði ekki annað en cross-track error til að keyra á milli punkta. Nóg um það, en á þessum tíma voru menn bara að prófa sig áfram, stundum voru teknir sénsar eins og gengur, en einhvernveginn slampaðist þetta. En menn prófuðu sig áfram og reyndu að hjálpa sér sjálfir. "The frontier spirit" eins og þeir segja í ammríkunni!. Ekki gera alltaf kröfur til annarra, prófa sig áfram, en ætla sér af, treysta á sjálfan sig. Svo vil ég bara skrifa undir það sem Vals segir í sínum pósti.
    kv.





  • Author
    Replies
Viewing 2 replies - 1 through 2 (of 2 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.