This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Mér þykir hálf trist að lesa endlaust nöldur um að ekkert sé í boði fyrir minna en 38″ og að menn ættu að borga minna í félgsgjöld.
Nær allt starf félagsins er sjálfboðaliðastarf þar er því engin þarna úti sem ber skylda til að skipuleggja fyrir þig hina eða þessa ferðina og félagsgjöldin fara jú í rekstur skrifstofu, heimasíðu, halda félagsfundi og reka skála.
Ég vil því taka hattinn ofan fyrir JÞJ sem hóf þráðinn 31″ of uppúr… Áhugamannafélög snúast jú um að fólk tekur sig saman og gerir eitthvað skemmtilegt, það að liggja og nöldra úti einhverja aðra innan félagsins skilar ekki neinu.
Það að einhverjir sem eru á mikið útbúnum bílum og með mikla reynslu vilji ekki hafa hvern sem er með er einfaldlega þeirra mál, ekki síst ef um er að ræða fólk sem telur það þeirra skyldu að þeir sjá um þau. Þetta er eins og að skrá sig í KR og heimta að spila með efstu deild.
Það er einkenni góðra félaga að menn sameinast um það sem þeir eiga sameiginlegt (jeppa og ferðamennsku) en ýti því út af borði sem þeir eiga ekki sameiginlegt (31″-44″).
Ekki gleyma að 4×4 er áhugamannafélag en ekki stofnun.
l.
You must be logged in to reply to this topic.