Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stjórnsýslukæran loks kominn inn
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.05.2011 at 14:03 #219153
Jæja félagar nú er búið að senda inn stjórnsýslukæruna vegna Vatnajökulsþjóðgarðs.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.05.2011 at 14:42 #731121
Algjört vanhæfi í lokaundirbúningi meints einkagarðs útvalinna mun kosta skattborgarana, og félög í útivist ansi margar miljónir þegar upp verður staðið í þessu raðklúðri sem Vatnajökulsgarður er.
Næst er það endurskoðun náttúruverndarlaga, þar sem enn ver hefur verið staðið að samráði. Þar hefur samráðið verið O og er þar engu af síður mun stærra mál í gangi en leikvöllur elítugöngugarpana við Vatnajökul
31.05.2011 at 20:38 #731123Kvörtun til umboðsmanns Alþingis
Upplýsingar um þann sem ber fram kvörtun.
1. Ferðaklúbburinn 4×4, kt. 701089-1549 (og fyrir hönd aðildarfélaga), Eirhöfða 11, 110 Reykjavík.
2. Skotveiðifélag Íslands, kt. 620379-0269 (og fyrir hönd aðildarfélaga), Eirhöfða 11, 110 Reykjavík.Nafn þess aðila, stofnunar eða starfsmanns sem kvörtun beinist að.
Umhverfisráðherra, umhverfisráðuneyti, stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, svæðisráð Vatna¬jökuls-þjóð¬garðs.Umkvörtunarefni.
Kvartað er yfir því að umhverfisráðherra hafi hinn 28. febrúar 2011 staðfest stjórnunar- og verndar¬áætlun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og sú áætlun lá þá fyrir.Kvartað er yfir því að stjórn Vatnajökulsþjóðgarð og svæðisráð innan þjóðgarðsins hafi hundsað Ferðaklúbbinn 4×4 (og aðildarfélög) og Skotveiðifélag Íslands (og aðildarfélög), sem hagsmuna-aðila við vinnslu stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn.
Svæðisráð og síðan stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs vann stjórnunar- og verndaráætlun sem var lögð fyrir umhverfisráðherra og umhverfisráðuneytið til staðfestingar. Í vinnuferli stjórnar Vatnajökuls¬þjóðgarðs og svæðisráða innan hans gerðu þau félög sem hér kvarta fjölmargar og ítrekaðar athuga¬semdir um mörg atriði. Athugasemdunum var ekki sinnt hjá stjórn þjóðgarðsins. Þau félög sem hér kvarta gerðu einnig athugasemdir til umhverfis¬ráðherra. Ráðherra sinnti í engu fram komnum athugasemdum heldur staðfesti hina umdeildu stjórnunar- og verndaráætlun, þrátt fyrir að viðurkenna á sama tíma að máls¬meðferð hafi ekki verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.
Rökstuðningur fyrir kvörtun.
Í greinargerðum aðila til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og til umhverfisráðherra koma fram helstu atriði sem kvartað er yfir.Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs svaraði framkomnum athugasemdum með dreifibréfi í stað þess að svara hverjum og einum beinskeytt með tilvísun til þeirra athugasemda sem viðkomandi hafði gert. Þau félög sem hér kvarta gerðu sjálfstæðar athugasemdir og bar því að fá umfjöllun um þær.
Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er verið að setja á stofn þjóðgarð sem nær yfir um 13% landsins. Þetta er stærsti þjóðgarður í Evrópu. Þó ekki væri nema vegna stærðar þess land¬svæðis sem þjóðgarðurinn nær yfir væri full ástæða til þess að vanda eins vel til verka og nokkur kostur er á. Það hefur umhverfisráðherra ekki gert þegar hún staðfesti fyrir¬liggjandi stjórnunar- og verndar¬áætlun fyrir þjóðgarðinn.
Ráðherra skýlir sér á bak við það að haft hafi verið samráð við fulltrúa frjálsra félaga¬samtaka. Ljóst er að svokölluð frjáls félagasamtök eru samtök fólks með sérstakan áhuga á náttúrvernd. Þessi samtök eru ekki sérstaklega með útivist á stefnuskrá sinni. Þetta samráð er því alls ekki það sama og samráð við fulltrúa útivistarfélaga.
Órökstutt er hvernig fyrirliggjandi stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs á að minnka álag á vegi og umferðarleiðir, þegar haft er í huga að í áætluninni er gert ráð fyrir að umferð einkabíla verði takmörkuð en á sama tíma á að auka umferð fólks¬flutninga¬bifreiða. Rútur eru miklu þyngri en jeppar og eru þess vegna líklegri til að skemma vegi þótt breyttir jeppar gætu ekið sömu leiðir án þess að valda skemmdum.
Kvörtunaraðilar hafa aldrei ætlast til þess að allar umferðarleiðir verði opnar öllum eða á öllum tímum árs. Hins vegar er ætlast til þess að lokun leiða sé rökstudd. Það hefur ekki verið gert.
Rökstyðja þarf hvers vegna loka eigi tiltekinn leið, á hvaða tíma árs, fyrir hverja lokun gildi, í hvaða tilgangi, hvaða verndun fáist fram með því að loka (hvaða hagsmuni er verið að vernda með því að loka umferðarleið). Þetta hefur ekki verið gert.
Upplýsingum og ábendingum umkvörtunaraðila hefur ekki verið sinnt. Þetta er verulega ámælis-vert þar sem innan þessara félaga eru til afar viðamiklar upplýsingar um fjölmargt sem skiptir máli varðandi aðgengi að, umferð um og nýtingu á svæði innan Vatnajökuls¬þjóðgarðs.
Samráð hefur ekki verið haft við umkvörtunaraðila. Fulltrúar umkvörtunaraðila hafa ekki fengið umbeðnar upplýsingar, hafa ekki verið boðaðir til funda þrátt fyrir óskir um fá að koma að vinnslu stjórnunar- og verndaráætlunar, hafa ekki verið hafðir með í ráðum um umferðar¬leiðir og veiði þrátt fyrir að hafa miðlað upplýsingum um hvernig aðstæður voru áður en hin kærða ákvörðun var tekin.
Í greinargerð umhverfisráðherra vegna staðfestingar á verndaráætlun Vatnajökuls¬þjóðgarðs 28. febrúar 2011 kemur fram að orðið hafi verið óskum nokkurra aðila um viðtal við ráðherra. Umkvörtunaraðilar fengu ekki viðtal við ráðherra. Fulltrúar Ferða¬klúbbsins 4×4 fengu hins vegar viðtal við starfsmenn ráðuneytisins einu sinni.
Í greinargerð umhverfisráðherra 28. febrúar 2011 er fullyrt að aðkoma ráðherra að breytingum á stjórnunar- og verndaráætlun sé takmörkuð við mjög afmörkuð atriði sem talin eru upp í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nánar tiltekið ef áætlunin eða einstakir hlutar hennar fara í bága við lögin, reglugerð um þjóðgarðinn eða verndarmarkmið þjóðgarðsins. Þessu er mótmælt. Ráðherra er æðra stjórnvald og getur því samkvæmt almennum stjórnsýslureglum endursent mál til lægra setts stjórnvalds (í þessu tilviki til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs) með fyrirmælum um önnur og betri vinnubrögð. Það er ekkert í lögum sem bannar ráðherra eða bindur hendur hans að endur¬senda áætlunina og krefjast endurupptöku innan stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og gera kröfu um nánara samráð við hagsmunaaðila, meðal annars um umferðarleiðir og veiðar.
Í greinargerð umhverfisráðherra 28. febrúar 2011 kemur fram að langflestar athuga¬semdir við áætlunina hafi varðað samgöngukafla hennar. Þegar af þeirri ástæðu bar ráðherra að láta endur-vinna þann kafla, enda ljóst að fjölmargir hagsmunaaðilar telja sig hafa verið hundsaða við máls-meðferð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
Í greinargerð umhverfisráðherra 28. febrúar 2011 er því haldið fram að almennar stjórn-sýslureglur eigi ekki við um setningu stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökuls¬þjóðgarðs, meðal annars vegna þess að hún hafi ígildi reglugerðar, sé setning stjórnvalds¬fyrirmæla. Með þessum athuga¬semdum er litið fram hjá ákvæðum 3. mgr. 12. gr. laga nr. 60/2007 um Vatna-jökulsþjóðgarðs, sem mæla fyrir um að samráð skuli haft við hagsmuna¬aðila á svæðinu. Jafnframt er með þessum athuga¬semdum litið fram hjá því að auglýst var eftir athugasemdum og kallað eftir tillögum hags¬muna¬aðila, án þess að sinna þeim síðan. Þá er með þessum athugasemdum litið fram hjá því að hagsmunaaðilar eins og Ferðaklúbburinn 4×4 og Skotveiðifélag Íslands voru beinlínis hundsaðir við vinnslu stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Stjórn Vatna¬jökuls¬þjóðgarðs og umhverfisráðherra bar að hafa samráð og þeim ber að sýna fram hvernig samráð hafi verið haft við hagsmuna¬aðila eins og umkvörtunaraðila.
Í greinargerð umhverfisráðherra 28. febrúar 2011 er því haldið fram að lögin um Vatna-jökulsþjóð¬garðs leggi ekki þá skyldu á stjórn þjóðgarðsins að svara sérstaklega fram komnum athugasemdum eða tilkynna þeim aðilum sérstaklega hvort tekið verði tillit til athugasemda þeirra. Með þessum málflutningi er litið fram hjá almennum stjórnsýslu¬reglum og viður¬kenndum meginreglum um vandaða stjórnsýslu. Athugasemdin er greini¬lega ætluð sem rökstuðningur fyrir þau ámælisverðu vinnu¬brögð stjórnar Vatnajökuls¬þjóðgarðs að hafa aðeins haft áhuga á samráði við aðila sem sér¬stak¬lega var umhugað um náttúruvernd, en hundsa samráð við aðra hagsmunaaðila.
Um einstakar akstursleiðir innan þjóðgarðsins er í greinargerð umhverfisráðherra 28. febrúar 2011 á bls. 5 fjallað um málsmeðferð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs án þess að sett sé ofan í við stjórnina, þótt viðurkennt sé að skiljanlegt sé að aðilar sem sendu inn ítarlegar og rökstuddar athuga¬semdir skuli hafa orðið fyrir vonbrigðum að fá ekki efnislegt svar varðandi umferðar-leiðirnar, eða tækifæri til að ræða kosti og galla út frá þeim viðmiðum sem höfð voru til grund-vallar. Hér slær ráðherra úr og í. Viðurkennt er að málsmeðferðin hafi verið ámælisverð af hálfu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, en samt bregst ráðherra ekki við með neinum hætti. Ráðherra hefði átt að vísa málinu aftur til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs til að láta vinna þetta betur.
Á bls. 5-6 í greinargerð ráðherra er fjallað á yfirborðskenndan hátt um það leiðakerfi sem til er innan þjóðgarðsins. Aðeins er dregið fram það sem neikvætt er, ekkert er getið um að margar leiðir eru smalaleiðir, leiðir að vatnamælingastöðum, rannsóknarstöðum, o.fl. Viðurkennt er að Ferðaklúbburinn 4×4 hefur um árabil lagt fram mikla vinnu við að mæla og merkja vegslóða og verið í samstarfi við opinberar stofnanir við það verk. Síðan er sagt að í þeirri vinnu felist auðvitað ekki viðurkenning á því að merktir slóðar séu eðlilegar sam¬göngu¬leiðir. Með þessum athuga-semdum er verið að kasta blautri dulu í andlit hagsmunaaðila eins og Ferðaklúbbsins 4×4. Klúbburinn hefur aldrei haldið því fram að allar mældar og merktar leiðir eigi að vera opnar öllum allt árið. Því hefur hins vegar verið haldið fram að nauðsynlegt sé að mæla og merkja leiðir, meðal annars í því skyni að taka ákvarðanir um þær og eins til þess að ákvarða hvar sé um utanvega¬akstur að ræða og hvar ekki. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur um árabil talað fyrir daufum eyrum opinberra aðila þegar bent hefur verið á að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Það er meðal annars hægt að gera með því að mæla og merkja leiðir sem nú þegar eru til – og þá taka ákvarðanir um lokun leiða sem hafa verið gerðar án nokkurrar heimildar og/eða tilgangs. Með því að upplýsingar liggi fyrir um hvar núverandi leiðir eru og í hvaða ástandi þær eru, má rannsaka sem utanvegaakstur ef ný ummerki um akstur finnast utan þessara leiða.
Á bls. 6 í greinargerð ráðherra segir að æskilegt sé að ákvörðunartaka um leiðir fari fram í samráði við helstu aðila sem hafa hagsmuna að gæta og menn gefi sér tíma til að fara yfir tillögur um einstakar leiðir, kosti þeirra og galla út frá sjónarmiðum náttúruverndar og útivistar. Í framhaldinu telur ráðuneytið rétt að stjórn þjóðgarðsins fari betur yfir sam¬göngu¬¬mál í þjóðgarðinum með hagsmunaaðilum. Samt sem áður staðfestir ráðherra áætlunina eins og hún liggur fyrir og sam¬þykkir þannig þau ámælisverðu vinnubrögð sem liggja fyrir.
Á bls. 7 í greinargerð ráðherra er enn höggvið í sama knérunn. Fram kemur að ferðafrelsi geti vart átt við það að akstur sé alls staðar leyfilegur innan marka þjóðgarðsins. Hér er enn verið að reyna að afvegaleiða lesandann um að Ferðaklúbburinn 4×4 hafi hvatt til þessa. Því fer fjarri. Eins og áður hefur komið fram hefur klúbburinn aldrei haldið því fram að allar núverandi leiðir eigi alltaf að vera opnar öllum til aksturs. Umræða hefur hins vegar ekki farið fram um það hvaða leiðir eigi að vera opnar, fyrir hverja, hvenær og í hvaða tilgangi. Það er viðurkennt í greinargerð ráðherra.
Því er haldið fram í greinargerð ráðherra að það sé ekki takmörkun á ferðafrelsi að sýna á korti hvaða leiðir megi aka og taka um leið fram að bannað sé að aka utan þeirra vega. Þvílík öfugmæli. Auðvitað felst í þessu takmörkun á því ferðafrelsi sem þjóðin hefur búið við. Með þessari takmörkun er verið að loka fjölmörgum ferðaleiðum sem hafa verið eknar um árabil, sumar um áratugabil, án þess að umræða hafi farið fram um kosti og galla hverrar og einnar út frá sjónarhóli umhverfisverndar og útivistar. Hagsmunaðilar eins og umkvörtunaraðilar hafa verið algerlega hundsaðir og þeim virðist hafa verið vísvitandi haldið frá umræðu um stjórnunar- og verndar-áætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Í umfjöllun um takmörkun á veiðum hefur ekki á nokkurn hátt verið rökstutt hvers vegna veiðar að hausti eigi að geta haft truflandi áhrif á ferðamennsku. Öllum er ljóst að almennir ferðamenn eru ekki á ferð á svæði Vatnajökulsþjóðgarðs norðan Vatnajökuls á þeim tíma sem veiðar á gæs eða hreindýrum eru leyfðar. Þá er hinn almenni ferðatími liðinn á þessu svæði. Veiðimenn trufla því alls ekki ferðamennsku, ekki frekar en þeir hafa gert um áraraðir. Lokanir veiðisvæða standast því engin rök og virðast fyrst og fremst háðar duttlungum, hugsanlega fordómum, en eru augljóslega umfangsmeiri en nauðsyn ber til. Með fyrirliggjandi stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökuls¬þjóðgarðs hefur meðalhófsregla stjórnsýslulaga og stjórnsýsluréttar verið brotin vegna þessa.
Skotveiðar eru eðlilegur þáttur í nýtingu náttúrunnar og þess vegna er ljóst að fyrirliggjandi stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs gengur lengra en nauðsyn rekur til og með áætluninni eru ákveðnir hlutar hagsmunaaðila, meðal annars veiðimenn, hindraðir í að taka þátt í eðlilegri nýtingu svæðisins. Umferð og nýting veiðimanna á svæðinu er sett fram sem neikvæð, á sama tíma og umferð og nýting t.d. göngufólks er talin jákvæð. Engin rök eru fyrir þessari mismunun.
Vegna umfjöllunar í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs um hættu á skemmdum á vegslóðum vegna umferðar veiðimanna er bent á að á þeim tíma sem veiðar eru leyfðar innan svæðis Vatnajökulsþjóðgarðs er komið frost í jörð, svo hátt uppi sem veiðimenn eru á ferð. Hætta af vegarskemmdum er þess vegna afar lítil. Umfjöllun um þessi atriði í stjórnunar- og verndar¬áætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er dæmi um hvernig ekki hefur tekist að leiðrétta rangfærslur sem hafa átt þátt í því að niðurstaða byggist á röngum upplýsingum.
Athyglisvert er að fylgjast með umræðu um frumvarp til náttúruverndarlaga, sem nú fer fram. Í þeirri umræðu gagnrýna skógræktarfélög í landinu umhverfisráðherra harðlega og halda því bæði fram að samráð hafi ekki verið haft við þau og að þau hafi verið höfð að leiksoppi við undirbúning frumvarps til náttúruverndarlaga. Þetta er gagnrýni af svipuðum toga og umkvörtunaraðilar halda fram vegna undirbúnings og setningar stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Gagnrýni skógræktarfélaga vegna vinnslu frum¬varps til náttúrverndarlaga bendir til þess að vinnu¬lag í umhverfisráðuneytinu og stofnunum þess sé vísvitandi haft með þessum ámælisverða og löglausa hætti.
Hefur áður verið kvartað yfir þeim ákvörðunum eða annarri háttsemi sem lýst er hér að framan?
Nei.Hefur kvörtunarefnið verið lagt fyrir dómstóla?
Nei.Skrá yfir skjöl og önnur gögn sem fylgja kvörtun.
1. Tillaga stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs til umhverfisráðherra að Stjórnunar- og verndar-áætlun Vatnajökuls¬þjóð¬garðs 8. september 2010.
2. Greinargerð umhverfisráðherra um staðfestingu Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökuls¬þjóðgarðs 28. febrúar 2011.
3. Greinargerð Ferðaklúbbsins 4×4 til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs 23. júní 2010.
4. Athugasemdir Ferðaklúbbsins til umhverfisráðherra 5. október 2010.
5. Athugasemdir Eyjafjarðardeildar F4x4 til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs 20. júní 2010.
6. Athugasemdir Skotveiðifélags Reykjavíkur til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs 18. júní 2010.
7. Greinargerð Þórhalls Borgarssonar, formanns Skotveiðifélags Austurlands.
8. athugasemdir Samút, samtaka útivistarfélaga, til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs 21. júní 2010.
9. Ályktun Skotveiðifélags Íslands 15. mars 2010.
10. Ályktun Skotveiðifélags Austurlands 6. apríl 2010.
11. Athugasemdir Skotveiðifélags Íslands til svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 13. apríl 2010.
12. Athugasemdir Skotveiðifélags Íslands til umhverfisráðherra 28. febrúar 2011.
13. Ályktun aðalfundar Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum 26. febrúar 2011.Reykjavík, 23. maí 2011,
______________________________ ______________________________
f.h. Ferðaklúbbsins 4×4,
Sveinbjörn Halldórsson, formaður f.h. Skotveiðifélags Íslands,
Elvar Árni Lund, formaður
31.05.2011 at 21:14 #731125Þetta er vandað og flott skjal !
Hvernig er svo framvindan? Nú hefur þetta verið lagt til Umbosðmanns Alþingis eða hvað? Og hvað svo?
kv. Óli
01.06.2011 at 21:32 #731127http://www.dv.is/frettir/2011/6/1/jeppa … althingis/
Umfjöllun á DV fréttir af þessu voru einnig á Bylgju fréttunum.
01.06.2011 at 21:40 #731129[quote="Ofsi":3949mx8h]http://www.dv.is/frettir/2011/6/1/jeppamenn-og-veidimenn-kvarta-til-umbodsmanns-althingis/
Umfjöllun á DV fréttir af þessu voru einnig á Bylgju fréttunum.[/quote:3949mx8h]Enda tók ég mér það bessaleyfi að senda skjalið á Mbl – Visi – Ruv – Dv.
Eru allflestir þessara miðla komnir með frétt um þetta í dag.
Mbk Siggi M
01.06.2011 at 22:05 #731131Við höfum greinilega verið nokkrir í því að dreifa þessu. Hver á annars þessu flottu mynd af Pálsfjalli. ég átti myndina af Hnýflunum í Vonarskarði, þarna vorum við að bíða eftir nokkrum Pat-rollum. Minnir að Hlynur hafi verið að tefja
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.