Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Stjórnlagaþing/ferðafrelsi
This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 13 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2010 at 17:24 #215962
Stjórnlagaþing/ferðafrelsi
Þar sem ferðafrelsi er farið að berast mikið af áhugaverðum svörum frá frambjóðendum til stjórnlagaþings ætla ég að reina að byrta sem allra flest hérna. Þar kemur fram æði margt fróðlegt
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.11.2010 at 13:07 #711048
Ágætu félagar í 4×4!
Ég þakka ykkur fyrirspurnina. Þegar stórt er spurt er oft erfitt um svör. Sjálf bý ég í sveit, eins og sjá má á heimilisfangi mínu og er almennt hlynnt því að almenningur fái aðgangsrétt að landinu okkar til að skoða sig um og njóta. Hins vegar, af því að ég bý í sveit, þá hef ég því miður einnig reynslu af því litla prósenti fólks sem helst ætti að halda sig heima. Nú er spurning ykkar afar vítt orðuð og ég veit ekki nákvæmlega hvað býr að baki, svo gott væri að fregna af því áður en ég tjái mig frekar um málið.
Með góðum kveðjum
Birna G. Konráðsdóttir
Einkennisnúmer 4195
24.11.2010 at 13:07 #711050Þórður Már Jónsson
til ferdafrelsiGóða kvöldið!
Ég þakka ykkur kærlega fyrir spurningarnar, þetta er brýnt mál sem taka þarf á sem fyrst og mun ég beita mér fyrir því að það verði tekið upp á stjórnlagaþingi, nái ég kjöri.
Fyrri spurningin hljóðaði svo: Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar mitt er já.
Ég tel að stjórnarskrárákvæði er tryggi umferðar- og almannarétt sé í raun nauðsynlegt, ekki síst í ljósi þess hvernig þau mál hafa þróast undanfarin ár þar sem fornum leiðum og slóðum hefur verið lokað af landeigendum þrátt fyrir ákvæði um almannarétt m.a. í náttúruverndarlögum og áður í fornum lögbókum s.s. Jónsbók og Grágás. Tel ég að umferð almennings eigi að vera heimil um þjóðlendur, þjóðgarða og ekki síður eignalönd svo fremi sem landið er ekki nýtti í hefðbundnum landbúnaði, þ.e. ræktarland. Tel ég að land sem nýtt er sem afréttir eigi að vera opið öllum óháð því hvernig menn velja að ferðast, gangandi, ríðandi eða á vélknúnu ökutæki.
Utanvegaakstur og landspjöll eiga engu að síður að vera refsiverð en ég tel að opið aðgengi og öflug fræðsla sé betri leið til náttúruverndar en boð og bönn. Við erum komin út á hála braut ef ferðafólk er orðið jafn ólöglegt á gömlum slóða og í hreinum utanvegaakstri, slíkt væri óheillaspor.
Hvað varðar nýtingu lands þá tel ég að mönnum eigi að vera frjálst að nýta landsins gæði, einkum og sér í lagi á heiðum og fjöllum þar sem nýting almennings á sér aldagamla hefð. Á það jafnt við um fuglaveiðar og berjatínslu.
Seinni spurningin hljóðaði svo: Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almenning til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar mitt er já.
Vísa ég til röksemda minna hér að ofan.
Með kærum kveðjum
Þórður Már Jónsson, veiðimaður, útivistarmaður og jeppaeigandi og frambjóðandi nr. 7594. Formaður Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu,
24.11.2010 at 15:35 #711052Sæl
Hér koma svörin:
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já, Þetta kemur vel til grein2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já. Við eigum öll Ísland. Það er ekki hægt að mynda ættjarðarást eða ætlast til að einstaklingar fórni sér fyrir
landið, ef aðeins má djást af landinu af myndum.
Elías Gíslason. 5383
24.11.2010 at 20:43 #711054Sælir félagar.
Eins og margir aðrir hef ég skoðað frambjóðendur m.t.t. skoðana þeirra til ferðafrelsis og almennra ferða um Ísland.
Ég mæli með því að þið ágætu félagar veitið Ingu Jónu Þórisdóttir (nr. 3106) atkvæði ykkar í kosningunum.Inga Jóna er menntuð í ferðamálafræðum og er hlynnt almennu ferðafrelsi, bæði á vélknúnum farartækjum sem og gangandi.
Inga Jóna skilur á milli ferðahátta og veit að gönguleiðir eru ekki þær sömu og t.d. jeppaleiðir.Bestu kveðjur,
Elli.
25.11.2010 at 12:34 #711056Sælir. Fékk svar frá Gunnari Grímssyni.
Númer: 5878[quote:2x7zpx8p]
BlessaðurÉg hef alveg misst af þessari spurningu ef ég hef fengið hana í pósti, reyndar hefur dunið á okkur frambjóðendum svo mikið póstmagn að það hálfa væri nóg. Rétt ég noti tækifærið og svari þér og sendi svo áfram, takk fyrir að benda mér á þetta.
1. Mér finnst hiklaust að við eigum öll að geta ferðast um Ísland án annara takmarkana en þeirra sem lúta að nátturuvernd eða nýtingarrétti eiganda.
2. Ég mun fyrst og fremst beita mér á Stjórnlagaþingi fyrir því að völdin séu hjá þjóðinni og hún eigi að geta tekið sér þau eins og hún vill. En þegar þetta mál kemur upp (sem það mun örugglega gera) þá mun ég augljóslega styðja það í samræmi við svar 1. Ef það kemur ekki upp frá öðrum þá treysti ég á að þú minnir mig á að bera það upp!
kk
gunnar [/quote:2x7zpx8p]kkv, Samúel Úlfr
25.11.2010 at 20:53 #711058Ágætu félagar.
Vil benda á frábæra konu sem er í framboði til stjórnlagaþins en hún heitir Freyja Haraldsdóttir. Freyja er númer 2303.
Freyja er mjög fötluð og í hennar mun að geta ferðast um Ísland á vélknúnum farartækjum.
Freyja hefur sagt sínar skoðanir á pressunni.is, endilega að skoða hennar áherslur.Bestu kveðjur,
Elli.
26.11.2010 at 11:25 #711060Sælt veri fólkið
Mér er nokkuð kunnugt um ákvæði Grágásar og Jónsbókar um almannarétt.
Þessi kunnugleiki minn er tilkominn vegna þess að sem sveitamaður hefur
maður staðið agndofa gagnvart þeirri áráttu borgarbúa sem kaupa sér land og
jarðir að tylla upp skilti sem stendur á EINKAVEGUR við alla slóða og vegi
sem að þeirra svæðum liggja. Jafnframt má oft sjá á girðingum tilkinningar
um að öll umferð um svæðið sé bönnuð. Ég hef sem einn af eigendum töluverðs
hluta hálendis Íslands verið þeirrar skoðunar að öllum sé frjáls aðgangur
að öllum svæðum svo fremi að menn gæti meðalhófs en það er að menn nauðgi
ekki náttúru landsins umfram það að aka þá slóða sem fyrir eru. Ég hef auk
þess tiltrú á aðsamtök eins og þau sem talin eru upp í fyrirspurninni
starfi að heilindum við að upplýsa meðlimi sína og aðra um umgegnisreglur
við náttúruna og mun í framhaldi af því halda mjög á lofti þeirra
sjónarmiðumJón Einar Haraldsson frambjóðandi nr. 2182
26.11.2010 at 11:25 #711062Ægir Björgvinson
til ferdafrelsiÁgætu 4×4 félagar, eins og kemur fram í RÚV kynningu minni vil ég þjóðnýta "ónýtt land" og það inniheldur að við þjóðin geti nýtt það okkur til framdráttar, en það getur ekki orðið öðruvísi en til útivistar, til skemmtunar eða/og náttúruskoðunar, að því leytinu myndi ég festa þetta í stjórnarskrá. Bestu kveðjur og eigið bjarta framtíð. Ægir Björgvinsson
26.11.2010 at 11:26 #711064Kæru 4×4, það gleður mig að þið hafið sýnt stjórnlagaþinginu þennan áhuga. Sem gamall stuðningsmaður 4×4 sendi ég glaður svör mín, en biðst um leið afsökunar á að þau hafi borist of seint. Vinsamlega staðfestið móttöku póstsins.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Almannaréttur byggir á fornu
Ákvæði af þessum toga hafa verið í mörgum stjórnarskrám annarra ríkja um langt skeið, s.s. þeirri finnsku og sænsku. Í stjórnarskrá USA er að finna ákvæði um almannarétt að vatni og veiðisvæðum. Það sem menn hafa óttast eru þessi mörk milli almannaréttar og eignaréttar einstaklinga, en eignaréttur er sennilega betur varinn hér á landi en í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Ákvæði um almannarétt var að finna í Jónsbók, en með nýjum lagasöfnum í gegnum tíðina virðsist vera eins og réttur almennings hafi farið forgörðum að þessu leyti. Umferðarákvæði og ákvæði um almannarétt tel ég nauðsynlegt að sé í nýrri stjórnarskrá, og tel að það sé skylda stjórnlagaþings að nálgast setningu ákvæðisins með þeim hætti að þessi sjónarmið almannaréttar og eignaréttar séu sett ásættanleg mörk þannig að réttur manna til ferðar sé tryggður.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já ég mun gera það, það er öruggt.
Kveðja/Regards,
Gísli Kr. Björnsson
lögfræðingur
26.11.2010 at 11:27 #711066Raggi Brúsi
Sælt veri fólkið
Guðmar Ragnar Stefánsson (#2985) heiti ég og er meðlimur í Austurlandsdeild 4×4 með númerið U-194. Ég er búinn að vera meðlimur í fjöldamörg ár og líkar félagsskapurinn vel. Ég tel að afar mikilvægt er að sett verði í stjórnaskránna ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar. Ég sé t.d. fyrir mér grein sem gæti hljóðað á þennan veg (í norsku og sænsku stjórnaskránni er ákvæði um þetta, í þeirri þýsku má eingöngu hamla ferðafrelsi manna þegar um t.d. hættu á útbreiðslu faraldar er að ræða): frjálst skal vera hverjum manni að ferðast um landið á merktum slóðum og jörðum/löndum sem ekki eru í einkaeign. Einnig skal hverjum manni vera frjálst að ferðast á sama svæði og er lýst hér framar að vetrarlagi á frosnu landi og/eða hjardni og tryggt sé að engin landsspjöll verði. Ferðamátinn innifelur öll hugsanleg ökutæki.Þetta er eitt af fjórum málum sem ég mun beita mér fyrir af fullum þunga.
PS: Sveinbjörn: varðandi símtalið okkar þar sem ég sagði þér frá fundinum okkar, þá tók ég hann allan upp á videó og var það greinilegt að sá sem mestan metnað hafði fyrir þessu var undirritaður þó að ég segi sjálfur frá.
kv. Raggi á Brú
27.11.2010 at 00:51 #711068Enn eitt svar…..
Kjartan Ragnarsson
til ferdafrelsiSendi á vitlaust netfang, svona er það bara stundum.
Kveðja, Kjartan– – – – – – – – – Áframsent skeyti – – – – – – – – – –
Frá: Kjartan Ragnarsson <kjartan.thor.ragnarsson@gmail.com>
Dagsetning: 21. nóvember 2010 23:46
Titill: Svar við fyrirspurn til frambjóðenda
Til: ferdafrelsi@4×4.isRéttarvernd almannaréttar er á stefnuskrá minni sbr. 27. lið og er það mér og öðrum þeim sem vilja tryggja frjálsa för um landið og nýtingu landsgæða mikið hagsmunamál. Hef bent á það að almannaréttur er afgangsstærð í réttarkerfinu og stjórnvöld geta skv. núverandi skipan laga þrengt þann rétt og einfaldlega afnumið með öllu án þess að lagasetning komi til. Tók því sérstaklega á þessu atriði og er brýn þörf á að koma þessu málefni á framfæri til sem flestra. Því er svarið hiklaust já við að tryggja réttarvernd almannaréttar að því marki að þessum rétti yrði aðeins breytt með lögum. Í ljósi annarra tillagna minna um beint lýðræði rétt þar sem m.a. er lagt til að þjóðin geti beitt neitunarvaldi gagnvart öllum nýjum lögum frá Alþingi og þar með hindrað að þessi réttur yrði þrengdur með lögum án fullnægjandi raka og hagsmuna þjóðarinnar allrar. Sjá hér 27.lið stefnuskrár minnar:
Réttarvernd almannaréttar
27. Almannarétti verði veitt réttarvernd að íslenskum lögum. Réttarvernd almannaréttar fæli það í sér að almenningi yrði veitt aðild að dómsmálum og öllum stjórnvaldsákvörðunum er varða almannarétt og hvers kyns takmarkanir á honum. Til hagræðingar yrði aðild almennings bundin við frjáls félagasamtök sem hafa hagsmuni af þessum málum, s.s. útivistarfélög og skotveiðifélög.
Til skýringar að þá felur almannaréttur í sér tiltekin takmörkuð réttindi almennings til nýtingar landsgæða og athafna utan eignarlanda t.d. veiðar á villtum dýrum, söfnun jurta og frjálsra ferða um landið. Nú er unnt að takmarka þennan rétt með einhliða stjórnvaldsákvörðunum. Almenningur getur ekki haldið uppi neinum vörnum fyrir dómstólum í þeim málum sökum aðildaskorts. Almannaréttur yrði þó eftir sem áður háður takmörkunum löggjafans og unnt að auka hann eða takmarka með lögum.Kær kveðja,
Kjartan Þór Ragnarsson frambjóðandi til stjórnlagaþings. Nr. 6802
27.11.2010 at 17:49 #711070Ágætu ferðamenn
Ég hef verið fylgjandi því frá unga aldri að landsmenn geti óhindrað ferðast um landið sitt, hvort sem það er gangandi, ríðandi eða akandi svo fremi sem það er gert af virðingu fyrir náttúrunni sem ég efast ekki um að þið félagar í 4×4 gerið.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Já alveg tvímælalaust.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já, ég mun gera það.
Með þökk fyrir fyrirspurnina.Þorsteinn V Sigurðsson
frambjóðandi # 2798
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.