FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stjórnlagaþing/ferðafrelsi

by Jón G Snæland

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Stjórnlagaþing/ferðafrelsi

This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson Sveinbjörn Halldórsson 14 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.11.2010 at 17:24 #215962
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant

    Stjórnlagaþing/ferðafrelsi

    Þar sem ferðafrelsi er farið að berast mikið af áhugaverðum svörum frá frambjóðendum til stjórnlagaþings ætla ég að reina að byrta sem allra flest hérna. Þar kemur fram æði margt fróðlegt

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 72 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 22.11.2010 at 23:24 #711008
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    beinarss@landspitali.is
    til Ferðaklúbburinn, ferdafrelsi

    Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Svar: Já.

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Svar: Já.

    Mbk. Björn Einarsson læknir og heimspekinemi. 6340





    22.11.2010 at 23:25 #711010
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Hjörtur Hjartarson
    til ferdafrelsi

    Góðan dag.

    Fyrri spurningunnni svara ég játandi. Síðari spurningunni svara ég þannig að ég myndi styðja slíkt ákvæði heilshugar. Frjáls för manna um landið á að vera tryggð með lögum nú þegar, en er ekki virt.

    Kveðja,
    Hjörtur Hjartarson, frambjóðandi nr. 3 3 0 4

    http://www.dagskammtur.wordpress.com





    22.11.2010 at 23:25 #711012
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Guðjón Stefánsson
    til ferdafrelsi

    Sæll Sveinbjörn og takk fyrir góðar spurningar

    Stjórnarskráin er fyrir fólkið í landinu og gerð til þess að vernda rétt þess. Frá landnámi og í elstu lagatextum er staðfest frelsi Íslendinga til ferða um landið, eins og þekkt er í "að tjalda til einnar nætur", frjálsra ferða um fjörur og að fá að tína ber til eigin neyslu. Mér finnst sjálfsagt að við Íslendingar höldum þessum góðu góðu hefðum og vil áfram að þær verði bundndar í lög. En svörin við spurningunum eru þessi:

    1) Ég vil að stjórnarskráin sé hnitmiðuð og einföld en ég tel að ákvæði um nýtingu og ferðafrelsi eigi að vera í lögum en ekki í stjórnarskrá.
    2) Ég mun ekki beita mér sérstaklega fyrir því að ákvæði sem þetta verði sett í stjórnarskrá. Hins vegar er ég sammála þessari skoðun en mér finnst hins vegar ekki að eigi að binda hendur komandi kynslóða með því að setja hana í stjórnarskrá.

    Bestu kveðjur
    Guðjón Ingvi Stefánsson nr. 8386





    22.11.2010 at 23:25 #711014
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Axel Kolbeinsson
    til ferdafrelsi

    Sælir félagsmenn í 4×4.

    Hér eru svör mín við spurningum ykkar:

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Ég mun ekki beita mér sérstaklega gegn ákvæðum um frjálsa för fólks, en tel þau ákvæði betur eiga heima í lögum líkt og í dag.

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Nei, ekki sérstaklega.

    Með bestu kveðju
    Axel Þór Kolbeinsson
    2336





    22.11.2010 at 23:26 #711016
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Þórgnýr Thoroddsen
    til ferdafrelsi

    sýna nánari upplýsingar 22:51 (Fyrir 34 mínútum síðan)

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og
    nýtingar?

    Nei. Það er eðlilegra að það sé tilgreint í almennum lagasetningum sem geta jafnvel verið sértækar eins og raun ber vitni.
    Ferðafrelsi hefur í raun ekki verið skert hérlendis heldur einungis sá máti sem þetta ferðafrelsi á sér stað með.

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar
    verði sett í stjórnarskrá?

    Nei. Stjórnarskráin kveður á um frelsi einstaklingsins. Stjórnarskrár eru almennt eins lítið sértækar og hægt er. Þesslags klausa er sértæk og myndi kalla á ósköpin öll af öðrum sértækum greinum. Sjá fyrra svarið. Í raun myndi ég bókstaflega beita mér gegn því.

    b.kv.
    Þórgnýr Thoroddsen





    22.11.2010 at 23:27 #711018
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Gísli Már Gíslason
    til ferdafrelsi

    Ágæti viðtakandi.

    Ég fékk fyrirspurn frá Jón G. Snæland um hvort ákvæði um ferðafrelsi ætti að vera í stjórnaskránni og þegar ég hafði svarað henni setti hann á fésbókarsíðu sína yfirlýsingu: Viðvörun http://www.kosning.is/stjornlagathing/f … ur/nr/4327 Gísli Már Gíslason sérlegur óvinur ferðafrelsis og meintur formaður í ráðgjafanefnd um Þjórsárver bíður sig fram til stjórnalagaþings.

    Spurning Jóns G. Snælands var eftirfarandi: Hver er afstaða því til jafnræðis til ferðamennsku á íslandi og lýðræðislegra ákvarðana um málefni hálendisins. 3500 manns bíða spennt eftir svörum þínum [orðrétt frá Jóni, stafsetningarvillur eru hans).

    Svar mitt var: Ferðamál og aðgengi að miðhálendi Íslands er ekki stjórnarskrármál og því óþarfi að setja það i tengil við Stjórnlagaþingið. Jafnrétti til ferðamennsku eru bundin í almannarétti náttúruverndarlaganna og í örðum lögum og ég vei ekki til þess að umferðaréttur sé takmarkaður hjá gangandi vegfarendum og í mjög litlum mæli hjá ríðandi fólki. Akstur utan vega er bannaður og vona ég að svo verði áfram og í friðlöndum ræðst það af aðstæðum hvort akstur eigi að leyfa það sama á við um flug yfir slíkum stöðum, t.d. í Þjórsárverum er óheimilt að fljúga undir 1000 fetum á varp og álegutíma heiðargæsar.

    Hvernig hann kemst að þeirri niðurstöðu að ég sé sérlegur óvinur ferðafrelsis skil ég ekki og hef ég skrifað honum þess vegna og hann hefur ekki sýnt þá kurteisi að svara því. Ég benti honum á að ég ER formaður Þjórsárveranefndar, en ekki „meintur formaður“, hvað svo sem það þýðir.Akstur utan vega er bannaður og vonandi verður svo áfram og á friðlöndum ræðst það af aðstæðum hvort akstur eigi að leyfa og það sama á við um flug yfir slíkum stöðum, t.d. í Þjórsárverum er óheimilt að fljúga undir 1000 fetum á varp- og álegutíma heiðargæsar.

    Spurning ykkar er markvissari:

    Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?

    Svar:

    1) Eins og kemur fram í stefnu minni sem birt er á vef Stjórnlagaþingsins á að vera tryggt í stjórnarskrá að náttúruauðlindir eigi að vera í almanna eign og nýttar á sjálfbæran hátt með náttúruvernd að leiðarljósi. Þá á því einnig við um ferðir um landið. Aftur á móti á að vera í lögum (t.d. náttúruverndarlögum) og auglýsingum friðlanda hvernig ferðamáta á að vera háttað.

    2) Eins og kemur fram að ofan stefni ég að því að ákvæði um eignarhald náttúruauðlinda og nýtingu þeirra eigi að vera í stjórnarskrá samanber svar að ofan.

    Kv. Gísli Már Gíslason

    frambjóðandi 4327





    22.11.2010 at 23:30 #711020
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Þá eru svör allra sem hafa svarað kominn inn.

    Það má segja að þessar spurningar hafa höðfðað til einhverra af frambjóðendunum.

    Ég vill fá að þakka Hjalta Magnússyni fyrir þessa frábæru hugmynd.

    Kveðja
    Sveinbjörn





    23.11.2010 at 13:37 #711022
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sveinbjörn Fjölnir Pétursson
    til ferdafrelsi

    Ágæti viðtakandi

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og
    nýtingar? Já það finnst mér.

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar
    verði sett í stjórnarskrá? Já það mun ég gera.

    Kær kveðja.

    Sveinbjörn Fjölnir Pétursson
    # 4723-frambjóðandi til Stjórnlagaþings





    23.11.2010 at 13:38 #711024
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    sa1070@simnet.is
    til ferdafrelsi

    Sælir:

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? JÁ

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? JÁ

    Virðingarfyllst:
    Sigurður Aðalsteinsson 5582





    23.11.2010 at 13:39 #711026
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    ga@islaw.is
    til ferdafrelsi

    Kæri viðtakandi.

    Vísa til fyrirspurnar þinnar.

    Svar mitt við fyrirspurninni er að ég vil að svofellt ákvæði verði sett í stjónarskrána:

    "Vernda skal náttúru landsins og auðlindir þess svo ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu.
    Landsmönnum öllum skal tryggður réttur til eðlilegrar nýtingar landsins til útivistar.
    Nánar skal fjalla um rétt þennan í lögum.

    Svar mitt er því:
    Já,
    Já.

    Með kveðju,
    Guðmundur Ágústsson hrl.





    23.11.2010 at 15:49 #711028
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Jonas Tryggvason
    til ferdafrelsi

    Heiðraða Ferðafrelsi,

    Kærar þakkir fyrir spurningarnar, og sjá hér að neðan svör mín í rauðum texta:

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?

    [b:36ru2ctg]
    Ég er fylgismaður þess að almenningur hafi rétt til að ferðast um landið, njóta náttúru þess með ábyrgum hætti. Náttúra Íslands og umhverfi eru viðkvæm, því eru fræðsla og upplýsingar til almennings og ferðamanna mjög mikilvægt mál. Ykkar góðu samtök eiga þakkir skilið fyrir það mikla og góða starf í því að stuðla að auknum ferðum um landið og ábyrgri umgengni.[/b:36ru2ctg]

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá

    [b:36ru2ctg]Ég mun styðja það að ákvæði um almannarétt þar með ferðafrelsi og náttúrunýtingu verði sett inní stjórnarskrána. Um leið þarf að geta um ábyrgðina sem fellst í umgengni við náttúru landsins.
    [/b:36ru2ctg]

    Kærar kveðjur,

    Jonas Tryggvason

    frambjóðandi til stjórnlagaþings
    Kosninganúmer 4129





    23.11.2010 at 15:51 #711030
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Hótel Djúpavík
    til ferdafrelsi

    Ágætu félagar í Ferðafrelsi.

    Þar sem þau mál sem afgreidd voru á Þjóðfundinum 6.nóvember sl. verða notuð sem undirstaða undir vinnu stjórnlagaþings þegar það hefur störf í febrúar, geri ég fastlega ráð fyrir að þetta mál verði eitt þeirra sem rætt verða og tekin um einhver ákvörðun. Hvort það falli að því að fara inn í stjórnarskrá, eða ekki.

    1. Þar sem ég bý nánast úti í náttúrunni get ég ekki annað en óskað öllum landsmönnum þess að þeir hafi góðan aðgang að náttúrunni og þurfi ekki að lifa við höft hvað það varðar. En við vitum náttúrlega öll að við landsmenn erum því miður mjög misjafnlega vakandi fyrir því hve viðkvæm íslensk náttúra er, og dæmin sanna svo ekki verður um villst að hér þarf að fara að með gát.
    Hvort það verður talið rétt að setja ákvæði um ferðafrelsi inn í stjórnarskránna, mun koma í ljós þegar þingið tekur á þessu máli,….þingmenn/konur munu væntanlega komast að sameiginlegri niðurstöðu hvað þetta varðar.

    2. Ef það verður niðurstaða stjórnlagaþingsins að þessu máli beri að koma inn sem ákvæði í stjórnarskrá, mun ég styðja þá niðurstöðu og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að sú stjórnarskrárgrein yrði eins góð og mögulegt verður, bæði landsmönnum og Íslandi sjálfu til heilla.

    Bestu baráttukveðjur,

    Eva –2754–

    Eva Sigurbjörnsdóttir





    23.11.2010 at 20:29 #711032
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Ágætu félagar.

    Vegna framangreindra athugasemda Gísla Más Gíslasonar vil ég biðja ykkur að rýna í hans ummæli sem opinber eru.
    Tek undir með Ofsa að skoða hvort hann eigi nokkurt erindi fyrir okkar hönd á stjórnlagaþing.

    Kveðja
    Elli.





    23.11.2010 at 21:16 #711034
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Félagar munið!

    Enga umhverfisfasista á stjórnlagaþing.

    kveðja,
    Elli.





    24.11.2010 at 08:29 #711036
    Profile photo of Bjarni Ingibergsson
    Bjarni Ingibergsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 60

    Það er margt merkilegt sem kemur fram í þessum svörum og auðséð að margir hafa núverandi þingmenn sem fyrirmynd… bulla bara út í eitt en svara engu. Við höfum ekkert að gera við þannig fólk, það er nóg af því fyrir.
    Við höfum líka ekkert að gera við þá sem hafa lýst því yfir að við eigum að ganga í ESB því verða líklega öll dekk stærri en 35" bönnuð. Og líklega þarf sérstakt leyfi til að fara af þjóðvegi 1.
    Þeir eru þó nokkuð margir sem alls ekki koma til greina. Enn á ég eftir að ákveða hverja ég kýs þ.e.a.s. ef ég kýs…!





    24.11.2010 at 12:25 #711038
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    tower
    til ‘frett, ‘pressan, ‘ritstjorn, ‘reykjavik, ferdafrelsi

    Sæl öll,
    Takk fyrir áhugann sem þið sýnið með þessari fyrirspurn. Ég er fylgjandi því að í grunnlögum verði fjallað um rétt allra til þess að ferðast um landið og nýta sér það sem náttúran gefur. Hugsanleg fyrirmynd gæti verið í sænsku grunnlögunum sem tryggja þennan rétt allra hvort sem land er í þjóðareign eða einkaeign. Hér er tengill með smá fróðleik um þetta. http://www.lrf.se/Upplevelser/Ridning-o … igt-lagen/
    Um seinni spurninguna get ég bara sagt að ég mun beita mér fyrir þeim málefnum sem ég tel mikilvæg og sem mér finnst eigi að vera í grunnlögum okkar. þetta er eitt þeirra.
    bestu lýðræðiskveðjur,
    Pétur Kristjánsson auðkenndur. 6714





    24.11.2010 at 12:28 #711040
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sælir Sveinbjörn og Jón Snæland

    Ég greinilega sendi svar mitt við spurningum ykkar á venjulega netfangið hjá klúbbnum.
    Sá að mitt svar var ekki komið á síðuna hjá ykkur.
    Bestu kveðjur, Birna Kristbjörg Björnsdóttir
    Ágætu félagar í Ferðaklúbbnum 4×4.

    Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir spurningarnar. Ég las lögin og las og las 3. grein laganna til að hafa nú allt á hreinu þegar ég svarði spurningum ykkar. Orðið „almannaréttur“ kemur hvergi fram í 3. grein laganna sem þið vísið til. Það gildir annað um III kafla laganna og er allt annað mál. Bréf ykkar, sent í fjöldasendingu á marga aðila hefði eflaust sparað tíma hjá mörgum hefði það verið betur unnið og rétt vitnað í lögin, í III kafla laganna eru til dæmis 12. til 27. greinar laganna. Athugið að það er ekki fjallað um nýtingarrétt í neinni grein í III kafla laganna.

    Það hefði verið æskilegra að fá nánari skilgreiningu frá ykkur á því hvað átt er við með orðinu „nýtingarrétti“. Ég vil því óska eftir því að þið sendið mér ykkar skilgreiningu á þessu og mun þá svara því.

    Ég gef mér það í þessum svörum mínum að þið eigið með spurningum ykkar við, eins og fram kemur í texta bréfs ykkar „óbyggðar landsins“.

    1. a.) Finnst mér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga ? Já. Ég vil að almenningur hafi frjálsan rétt til ferðalaga um landið.

    b) Finnst mér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til nýtingar? Ég hef óskað eftir nánari skilgreiningu á hvað þið egið við, en ef átt er við með orðinu „nýtingarrétt“ að fara í berjamó þá ætti það að vera sjálfsagt í óbyggðum, en ef átt er við land í einkaeigu þá er nú jafn sjálfsagt að æskja leyfis. Ef átt er við annarskonar nýtingarétt þá endilega sendið mér dæmi og ég skal svara.

    2. a) Mun ég beita mér fyrir því að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga verði sett í stjórnarskrá? Já, ég tel þörf á því.

    b) Mun ég beita mér fyrir því að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
    Endilega sendið mér nákvæmlega hvað þið eigið við.

    Bestu kveðjur, bíð eftir bréfi frá ykkur með skilgreiningu á orðinu nýtingarréttur.

    —

    Bestu kveðjur
    Birna Kristbjörg Björnsdóttir 4184
    http://birnakristbjorg.123.is/blog/
    http://www.facebook.com/profile.php?id=100001654244372
    http://www.facebook.com/pages/Birnu-Kri … 7906375756





    24.11.2010 at 12:28 #711042
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Eiríkur Mörk Valsson
    til ferdafrelsi

    Góðan dag

    1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?

    Meðal auðlinda okkar er landið og við verðum að fá að njóta þeirrar auðlindar, "almannréttur til nýtingar" á að vera útgangspunkturinn. Grunnhugsun sem ég vil fá inn í stjórnarskrána, í "auðlindakaflann", og get því svarað spurningunni játandi um leið og ég minni á að í stjórnarskránni eiga að vera grundvallarreglur og ekki ítarleg útfærsla á einstökum sviðum.

    2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?

    Vísa til svars við fyrri spurningu. Ég mun beita mér fyrir að því að í stjórnarskránni verði fjallað um auðlindir okkar, þar með talið landið frá fjöru og upp á firnindi. Já, ég mun beita mér fyrir því að við fáum frelsi til að nýta þessa auðlind, auðvitað með tilliti til sjálfbærni og náttúruverndar og annarra "almannahagsmuna".

    Kveðja,
    Eiríkur Mörk Valsson – 2974





    24.11.2010 at 12:30 #711044
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Kristín Elfa Guðnadóttir
    til ferdafrelsi

    From: Kristín Elfa Guðnadóttir
    Sent: 21. nóvember 2010 10:52
    To: ferdafrelsi@4×4.is
    Subject: Svar frá frambjóðanda, Kristínu Elfu Guðnadóttur

    Sæl öll,

    ég styð þetta og það er mér hjartans mál enda byrjaði ég að ferðast um öræfin þegar ég var sjö ára og er mikil ferðakona. Ég vil að einn kafli í stjórnarskrá sé tileinkaður náttúrunni og sambandi okkar við hana, þar með er talinn almannaréttur.

    Með góðri kveðju,

    Kristín Elfa Guðnadóttir.

    Valnúmer: 6934





    24.11.2010 at 12:34 #711046
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Án efa eitt af þeim málum sem rædd verða á stjórnlagaþingi. Í augum flestra Íslendinga er réttur almennings til að ferðast um landið tekinn sem sjálfsagður. Ég held að almenningur á íslandi muni aldrei sætta sig við annað en að mega ferðast um land sitt eins og verið hefur f´ra alda öðli

    Kveðja
    Katrín Fjelsted





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 72 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.