Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Stjórnlagaþing/ferðafrelsi
This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 13 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2010 at 17:24 #215962
Stjórnlagaþing/ferðafrelsi
Þar sem ferðafrelsi er farið að berast mikið af áhugaverðum svörum frá frambjóðendum til stjórnlagaþings ætla ég að reina að byrta sem allra flest hérna. Þar kemur fram æði margt fróðlegt
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.11.2010 at 23:04 #710968
"Kjartan T. Hjörvar"
til ferdafrelsiSæl
Þið senduð tvær spurningar til mín, hér eru svörin.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já, ég tel það nauðsynlegt. Sérstaklega í ljósi þeirrar þróunar undanfarin ár að takmarka ferðafrelsi um landið.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já, það er eitt af þeim atriðum sem ég vil beita mér fyrir.
Kveðja
Kjartan T. Hjörvar
kjartan@hjorvar.is
s. 8470529
22.11.2010 at 23:04 #710970Sæmundur Sigurðsson
til ferdafrelsiSælir ég svara þessum spurningum heiðaralega það hefði verið auðvelt að segja já en þar sem mitt atkvæði er ekki til sölu fyrir einn eða neinn þá fáið þið kannski ekki þau svör frá mér sem þið vildum fá
Svar við fyrri spurningunni
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Nei það finnst mér ekki enda erfitt í sumum tilvikum vegna eignarétta landeigenda, friðlýstra svæða og þjóðgarðaog svar við seinni spurningunni
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Ekki eins og þær upplýsingar sem ég er með núna en er opin og til í að hlusta á hugmyndir.Takk og kveðja
Sæmundur Sigurðsson kosninganúmer 2996
22.11.2010 at 23:05 #710972Sturla Már Jónsson
til ferdafrelsiSem svar spurningu ykkar:
1) Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Já2) Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: JáÍ núverandi stjórnarskrá vantar viðunandi ákvæði um náttúruvernd og auðlindir. Ég tel að þar þurfi að koma fram umgengnisréttur og skyldur okkar við landið og þar með talið þau atriði sem spurt er um. En ég tel líka að við eigum að skrifa þessa kafla með það í huga að við eigum ekki náttúruna, við höfum hana að láni og okkur ber að skila henni í betra eða sama ástandi og við tókum við henni.
Takk fyrir fyrirspurnina,
Sturla Már Jónsson
frambjóðandi nr. 9398
22.11.2010 at 23:06 #710974Sæl
takk fyrir fyrirspurnina.
Mín viðbrögð eru að mér finnst þetta svo sjálfsagt að það ætti að vera í almennum mannréttindakafla.
Hann má betrumbæta í nýrri stjórnarská.
Með góðri kveðju
Kolbrún Baldursdóttir, 4712Fyrirspurn til frambjóðenda til stjórnlagaþings
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Virðingarfyllst
—
Kolbrún Baldursdóttir
Klínískur sálfræðingur
Sími
http://www.kolbrun.ws
22.11.2010 at 23:06 #710976Jóhanna Heiðdal
til ferdafrelsiÁgæti viðtakandi
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Mér finnst rétt að það sé í lagi að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um lamannartétt almennings til ferðalaga og nýtingar landsins sem við búum á.
Almennningur á Íslandi á að geta ferðast um land sitt og leikið sér á því, án þess þó að eyðileggja landið.
Sjálfri finnst mér ómissandi að geta ferðast um og hoppað upp á fjall í smá skotveiði. Mér finnst þá einnig að það eigi að vera betur skilgreint hvar sé einkaland og hvar sé
almenningur til að draga úr óþarfa misskiling.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Ég mun styðja ákvæði um almannarétt almennings.
Virðingarfyllst
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttirframbjóðandi nr. 3425
22.11.2010 at 23:07 #710978Karl
til ferdafrelsiÍsland hlýtur að vera fyrir Íslending og það alla. Að loka af landsvæði fyrir fáeina finnst mér fásinna. Það á að gera huti aðgeingilegri og það er ekki hægt að halda fram að það sé verið að varðveita upprunan. Allt þróast og þetta einnig. Það þarf að vernda með aðgengi.
Ég tel að það þurfi að passa upp á að almenningur hafi aðgegni að landinu, og fái að ferðast um óheft, en með það í huga að passa upp á náttúruna. Þetta á heima í stjórnarskrá.
Kveðja, Karl Hjaltested
22.11.2010 at 23:08 #710980Jón Steindór
til ferdafrelsiAlmannaréttur – réttur til ferðalaga og nýtingar
Oft getur reynst vandasamt að meta hvort tiltekin regla eða réttindi séu þess eðlis að setja beri í stjórnarskrá. Eðlilegt er að vera frekar íhaldssamur í þeim efnum en að setja alla góða hluti í stjórnarskrá.
Í þessu ljósi tel ég rétt að svara tveimur spurningum ferðafrelsisnefndar sem er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, Jeppavina og fleiri aðila sem tengjast ferðalögum og útiveru.
Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Eins og fyrirspyrjendur benda á er þegar að finna ákæði um þenna rétt í gildandi lögum. Ég er tilbúinn til þess að vega og meta nauðsyn þess að binda slík ákvæði í stjórnarskrá ef rök hníga til þess að gildandi lög dugi ekki.
Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Ég tel ekki líklegt að ég muni beita mér sérstaklega fyrir slíkum ákvæðum.
—
kveðjur,
js– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON
tölvupóstur: jonsteindor@gmail.com
22.11.2010 at 23:10 #710982Björn Ingi Jónsson
til ferdafrelsisýna nánari upplýsingar 21:18 (Fyrir 1 klukkustund)
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Mér finnst eðlilegt að almenningur hafi almannarétt til ferðalaga. Það þarf að sjálfsögðu að virða náttúruna á þessum ferðalögum. Eins og spurninginn er fram sett er erfitt að átta sig á hvað átt er við með orðinu „ nýtingar “
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Eins og ég svaraði spurningu 1 þá finnst mér réttur almennings til ferðalaga eigi að vera trygður
Kveðja,
Björn Ingi Jónsson
22.11.2010 at 23:12 #710984Ásgeir Bjarnason
til ferdafrelsisýna nánari upplýsingar 20. nóv. (Fyrir 2 dögum síðan)
viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já ég get svarað báðum þssum spurningum játandiSem mikill útivistarmaður, áhugamaður um veiðar og ferðalög á íslandi þá er mér bæði ljúft og skilt fyrir komandi kynslóðir að vinna að því að ákvæði um sameign okkar á landinu og nýtingu þeirrar sameignar ásamt réttinum til að ferðast um landið verði stjórnarskrár varið.
kv, ásgeir
Ásgeir á Stjórnlagaþing
Muna númer 5504
Ásgeir G. Bjarnason
22.11.2010 at 23:12 #710986Ásgeir Baldursson
til ferdafrelsiSælir,
Ég tel að það eigi að vera í stjórnarskrá að eigi sé heimilt að hefta frelsi einstaklinga til athafna, orða eða hugsunar nema að því leyti sem óheft frelsi skerði rétt annarra til sama frelsis, eða ef almannaheill krefst þess.
Ég tel að réttur til ferðafrelsis eigi einungis að takmarkast af því að hann skerði ekki rétt annarra til hins sama t.d. með utanvegaakstri og tilheyrandi landspjöllum.Ég tel hins vegar að ekki eigi að vera tæmandi upptalning á öllu milli himins og jarðar í stjórnarskránni heldur eigi almennar reglur að ná utan um stjórnarskrárvarinn réttindi okkar. Ég tel að stjórnlagadómstóll eigi að vera starfandi til að skera úr um ágreining um réttindi og skyldur.
Ásgeir Baldursson
frambjóðandi nr. 5064
22.11.2010 at 23:17 #710988kristofer.kristins@simnet.is
til ferdafrelsiGóðan daginn, með tilvísun til spurninga ykkar, sbr hér að neðan sendi ég ykkur þennan póst.
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Umgengisréttur okkar um landið er jafngamall landnámi, ég get ekki séð ástæðu til að setja svo sjálfsagðan hlut inn í stjórnarskrá án ríks tilefnis.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: Stjórnarskráin er grunnlöggjöf, rammi utan um samfélag okkar, það er útilokað að setja inn í hana leikreglur. Það stangast á við þá sannfæringu mína að stjórnarskráin eigi að vera stutt og skýr. Augljóslega eigum við umgengnisrétt um landið og miðin þvert og endilangt með eðlilegum takmörkunum m.a. vegna hagsmuna umhverfisins á forsendum sjálfbærni. Ef í umræðum um þennan rétt kemur upp einhver vafi væri ég tilbúinn til að ræða stjórnarskrárgrein sem tæki af allan vafa um þennan fæðingarrétt okkar en hann er mun víðtækari en aðgengi að tilteknum firnindum.
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Með bestu kveðjum Kristófer Már
22.11.2010 at 23:18 #710990Jökull Guðmundsson
til ferdafrelsiEitt af þeim atriðum sem ég hef sett í mína upptalningu er eftirfarandi póstur::: Tryggja þarf þjóðareign á auðlyndum okkar til lands og sjávar, og tryggja með lögum sjálfbæra nýtingu þeirra svo við getum skilað landsins gæðum í sem bestu ástandi til þegna framtíðarinnar.
Þetta segir það sem segja þarf í Stjórnarskránni, Það er síðan hlutverk löggjafarþingsins að setja lög til að ná þessum markmiðum. Þau lög geta breyst í takt við áhuga, reynslu og ferðatækni hvers tíma.
Til þess að Stjórnarskráin geti orðið þegnum landsins haldreipi fram í tímann, þá þarf hún að hafa annan takt en tíðarandinn og síbreytileg pólitík. Tregari til breytinga, en alls ekki óbreytanleg.
22.11.2010 at 23:19 #710992Gísli Tryggvason
til Ferðaklúbburinn, ferdafrelsiTakk fyrir það, Ferðafrelsi(snefnd), fyrir gott tækifæri.
Svör mín eru hér:
Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Já.
Röksemdir: Til viðbótar við ágæt rök Ferðafrelsisnefndar í aðdraganda spurninganna, sem ég tek undir, hallast ég að því að stjórnarskrárbinding ákvæðis um almannarétt sé nauðsynleg í ljósi þess að slíkt ákvæði í náttúruverndarlögum – og áður í okkar fornu lögbókum, Grágás og Jónsbók – hefur ekki verið virt í raun af hálfu sumra landeigenda og því hefur lagaákvæðið ekki verið nægilega virkt í framkvæmd. Það að setja slíkt ákvæði í æðri lög – stjórnarskrána – er til þess fallið að laga þetta – almenningi í hag.
Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: Já.
Röksemdir: Ég vil gjarnan beita mér fyrir slíku ákvæði um almannarétt og í tengslum við það tryggja að slík ferðalög og nýting spilli ekki landi og landgæðum, sbr. m.a. hugmyndir mínar um umhverfisákvæði sem þessu tengist – en um það skrifaði ég einmitt fyrsta pistilinn á Eyjuna sem ég hef skrifað um stjórnarskrá og stjórnlög síðustu 5 vikur; sjá hér. http://blog.eyjan.is/gislit/2010/10/15/ … -kr-virdi/
Kær kveðja,
Gísli Tryggvason – frambjóðandi til stjórnlagaþings nr. 3249 –
22.11.2010 at 23:19 #710994Varðandi fyrir spurn ykkar,
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til
ferðalaga og nýtingar?Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hingað til velt þessu fyrir mér, en þegar
að er gáð finnst mér að jafræði verði að ríkja á þessu sviði og er þvi hlynntur
þvi að þetta ákvæði fari í stjórnarskrá.2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til
ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?Nái ég kjöri er ég tilbúinn að beita mér fyrir þessu af þeirri einföldu ástæðu
að mér finnst hér um jafnræðismál að ræða, og með öllu ólíðandi að réttur
ákveðinna aðila sem hafa bæði haft atvinnu af þvi að sýna landið, og leyft sér
að njóta hálendisins hér sé tekinn af þeim vegna þess að þeir nota farartæki
til þess að komast á fjöll, sem fyrrum hjálparsveitar maður er ég á þvi að það
að fá að nota farartæki til þess að skoða landið getur einfaldlega einnig verið
mikið öryggisatriði. Að ekki sé talað um það að þeir sem ekki geta gengið yfir
urð og grjót eiga einnig rétt á því að fá að njóta fegurðar landsins.með Kveðju
Steinar Immanúel Sörensssos stjórnlagaþingsnúmer 7561
22.11.2010 at 23:20 #710996Birgir Loftsson
til Ferðaklúbburinn, ferdafrelsiSælir og takk fyrir fyrirspurn ykkar. Það er gott hjá ykkur að vekja athygli á þessu atriði. Ég velti því fyrir mér, þegar ég var í sagnfræðinámi mínu, hver átti hálendið á miðöldum. Mér sýnist að enginn hafi átt það, enda hafði enginn sérstakan áhuga á að eignast það. Ekki einu sinni konungsvaldið hafði áhuga á því, þannig að það var í raun almenningur, einskinsmanns land, öllum til gagns og ráðstöfunnar. Þannig á það vera áfram að mínu mati . Allt land sem er í ríkiseigu er almenningur. Svo að ég svari spurningum ykkar beint: Já, það má binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar og ég er til í að setja þetta ákvæði inn í stjórnarskránna. Ég hef einnig talað um nýtingu náttúruauðlinda í skrifum mínum og hnígja þau rök í sömu átt og ég er að tala um hérna. Sjá hlekkinn: http://www.dv.is/stjornlagathing/birgir-loftsson/
Hins vegar verður að vernda landið og tryggja að það sé ekki eyðilagt og það á að ríkja skýrar reglur um umgengni. Við erum bara með landið að láni og berum skylda að skila því í heilu lagi til baka.
Kv. Birgir Loftsson, nr. 3557
22.11.2010 at 23:21 #710998Svavar Kjarrval
til ferdafrelsiHæ.
Svör:
1)
Ég get ekki tekið afstöðu til slíks ákvæðis án þess að vita nánar hvernig það yrði útfært. Ég mun þó ekki styðja tillögur sem ganga gegn ferðafrelsisákvæði 4. mgr. 66. gr. núverandi stjórnarskrár.2)
Komi upp vel rökstuddar tillögur um þetta málefni á stjórnlagaþingi mun ég ekki standa á móti þeim. Hvort ég muni eiga frumkvæðið að slíkri tillögu veit ég ekki.Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar@kjarrval.is)
22.11.2010 at 23:22 #711000Tryggvi M Thordarson
til ferdafrelsi, FerðaklúbburinnSveinbjörn,
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?Ég býst við því að fyrirspurnin sé til komin vegna tillagna stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um aðgengi að þjóðgarðinum og því svara ég þessu aðeins almennara en spurningarnar hljóða:
Ég tel að það eigi að vera í stjórnarskránni að auðlindir landsins séu og verði í eigu þjóðarinnar. Þá tel ég að það eigi að vera þar ákvæði sem tryggir okkur óskoruð yfirráð yfir þeim og framsal með einum eða örðum hætti óheimilt.
Það ætti að koma ákvæði þess efnis að náttúra landsins eigi skilið að við hlúum að henni og nýtum hana á sjálfbæran hátt svo komandi kynslóðir, okkar afkomendur, geti einnig notið hennar. Aðgengi að náttúrunni á að vera í samræmi við það og þá á að vera sama hvort átt er við gangandi, akandi, ríðandi, skríðandi eða hvernig sem er. Verði þeir sem fara um landið uppvísir að því að ganga á náttúru þess og eða spilla henni á að refsa þeim.
Lokun á hluta lands, lands sem farið hefur verið um í langan tíma, er úr takti við sjálfbæra notkun á landinu.
Ég vona að þetta svari fyrirspurn þinni á fullnægjandi máta.
Með bestu kveðju
Tryggvi M. Þórðarson #7121
22.11.2010 at 23:22 #711002Guðjón Sigurbjartsson
til Ferðaklúbburinn, ferdafrelsiGóðan daginn
Þakka fyrir að fá að tjá mig við ykkar góð klúbb.
Svörin við spurningum ykkar er hér á eftir.1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Ég skil og styð ósk almennings um rétt til ferðalaga um landið sitt, sem liggur að baki þessari spurningu. Ég mun beita mér fyrir því að fjallað verði um þetta mál og því fundinn staður í stjórnarskrá ef um það næst samstaða og það þykir þess eðlis að það eigi heima í góðri stjórnarskrá. Ef ekki þarf það vafalaust að vera í lögum. Um það er ég ekki alveg dómbær á þessu stigi, en ég mun setja mig vel inn í að mál.2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: Svarið við þessarri spurningu er sambærilegt og við spurningu 1. Ég styð að almenningur hafi rétt til að umgangast landið sitt og nýta það að vissu marki. Það á að búa svo um hnútanna að landeigendur geti ekki takmarkað eðlilegan umgengnisrétt, og verði að haga landnýtingu þannig að gert sé ráð fyrir eðlilegri umferð almennings um landið.Gangi ykkur allt í haginn.
Guðjón Sigurbjartsson #7473.
22.11.2010 at 23:23 #711004Friðrik Hansen Guðmundsson
til Ferðaklúbburinn, ferdafrelsiSæl þið hjá Ferðaklúbbnum 4×4
Svör mín eru eftirfarandi:
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Já, það er full ástæða til þess.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já.
Með kveðju
Friðrik Hansen Guðmundsson
Frambjóðandi á Stjórnlagaþing nr. 9156
22.11.2010 at 23:23 #711006Alfa Eymars
til Ferðaklúbburinn, ferdafrelsiÁgæti ferðaklúbbur 4×4.
Hér koma svörin mín við spurningunum ykkar.
1.
Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Ferðafrelsi er hluti af einstaklingsfrelsi og á því að vera bundið í stjórnarskrá. Ferðalög og nýting lands og náttúru tengist svo auðlindum þjóðarinnar og það er eindregin skoðun mín að “almenningur”, hálendi, þjóðgarðar og annað land sem telst almenningur -eða gönguleiðir/ökuleiðir að “almenningi” (þó svo þurfi að fara í gegnum einkaland) verði skilgreint sem ein af auðlindum þjóðarinnar og því í almannaeign. Aðgangir, ferðalög og skynsamleg nýting fólks á afréttum og almenningslandi megi ekki hindra nema nauðsyn beri til -og þá af þar til bærum yfirvöldum ásamt rökstuðningi (svo sem tímabundið vegna fuglavarps, eða ónýtur vegur, flóð, eldgos, jarðhræringar o.þ.h.).
2.
Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já, þetta er grundvallaratriði í stjórnarskrá.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.