Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Stjórnlagaþing/ferðafrelsi
This topic contains 72 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 13 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2010 at 17:24 #215962
Stjórnlagaþing/ferðafrelsi
Þar sem ferðafrelsi er farið að berast mikið af áhugaverðum svörum frá frambjóðendum til stjórnlagaþings ætla ég að reina að byrta sem allra flest hérna. Þar kemur fram æði margt fróðlegt
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2010 at 17:26 #710928
Kjartan Jónsson to ferdafrelsi
Góðan daginn.
1. Tvímælalaust hvað varðar rétt til ferðalaga en ég verð að setja fyrirvara við nýtingu, þyrfti að fá nákvæmari skilgreiningu á hvað þar er átt við.
2. Sama og nr. 1.
Kær kveðja
Kjartan Jónsson
9387
http://www.facebook.com/?ref=home#!/pag … 5795472952 9
http://this.is/kjartan
http://kjartanis.blog.is
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx haraldur Árnason to ferdafrelsi
Sælir.
Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já ég er einn af mörgum sem á eftir að fara vonarskarð en eins og fram kemur í framboðsgögnum er ég öryrki og hef því ekki líkamlega getu til þess að fara öðruvísi en á jeppa um þetta svæði.
Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já ef ég man rétt þá eru slík ákvæði í sænsku stjórnarskránni, og myndi ég vilja beita mér fyrir því að það yrði skoðað hvort það mætti koma fyrir slíku ákvæði í stjórnarskrá okkar. Mér finnst ótvírætt að réttur almennings til ferðalaga og nýtingar á landi verði að vera í stjórnarskrá, en þó ekki það að gengið sé gegn skynsamlegri náttúruvernd.
Ég mun virða ályktanir þjóðfundar.
Með KveðjuHarlaldur Árnason
Frambjóðandi : 9662
Blog : halliarna.blogcentral.isx
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Eyþór Jóvinsson to ferdafrelsi
Góðan dag, takk fyrir spurningarnar.1) Já, að tryggja að landið og miðin séu í þjóðareign er líklega
heitasta umræðuefnið fyrir komandi stjórnlagaþing. Ég hef talað fyrir
því að auðlindir skulu vera í þjóðareigu. Þá hef ég einnig lagt mikla
áherslu á að nýtingarréttur verði tryggður í samræmi við stærð og
verðmæti auðlindar. Það á við um fisk, vatn og umgengisrétt, svo
eitthvað sé nefnt. Með því að tryggja að landið sé land okkar allra,
er auðveldara að setja skýrar reglur um umgengi og ferðafrelsi á
landinu. Almennt ætti öllum að vera frjálst að ferðast um landið. Að
Sjálfsöðu þurfa að vera skýrar reglur um hvernig og hvar skuli ferðast
um landið, og þar eru aðkoma félagasamtaka eins og Ferðafrelsi mjög
mikilvæg. Lykilatriði er að sýna landinu virðingu og hófsemi.2) Já, ég mun beita mér fyrir því, enda er það skýr réttur okkar sem
Íslendingar að fá að ferðast um landið og njóta þeirra landgæða sem
landið bíður upp á.Frekari upplýsingar um stefnumál mín má nálgast á http://www.jovinsson.is
Með Bestu Kveðju
Eyþór Jóvinsson
http://www.jovinsson.is
20.11.2010 at 17:37 #710930Thorir Jökull Thorsteinsson to ferdafrelsi
Kæru vinir í 4×4
Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn ykkar:
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?Ég svara af hreinskilni svo:
1. Ég er fylgjandi því að almenningur eigi rétt á því að ferðast um landið og njóta þess með ábyrgð. Ég segi því JÁ með öllum almennum fyrirvörum um náttúruvernd, eignarrétt og annað það sem varðar almannahag.
2. Ég mun gera hvað ég get til að endurnýjuð stjórnarskrá hafi þessa almennu hagsmuni í heiðri. Þetta er ekki stjórnarskrármál í beinum skilningi þótt mikilvægt sé en hlýtur að falla undir liðina hér að neðan. Ekki síst NÁTTÚRUAUÐLINDIR LANDSINS Í ÞÁGU ÞJÓÐAR. Sjáið einnig liðinn um stjórnlagadómstól. Að njóta landsins og ferðast um það er ein af AUÐLINDUM OKKAR.
Þórir Jökull Þorsteinsson á Stjórnlagaþing; 5218
Áherslur:
Endurbót og endurnýjun gildandi stjórnarskrár lýðveldisins.
Skýr aðgreining löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.
Frelsi löggjafans, ráðherra af Alþingi, sjálfstæði dómstóla.
Stjórnlagadómstóli verði komið á til að hindra mistök við lagasmíð.
Stjórnarskrá verji almenning fyrir gerræði, sjálftöku og ofríki yfirvalda.
Endurmat á forsetaembættinu í ljósi reynslunnar.
Stjórnarskrá stuðli að ábyrgri og sanngjarnri valdstjórn.
Náttúruauðlindir landsins í þágu þjóðar.
Allir jafnir fyrir lögum og mannréttindi í heiðri höfð.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Örn Bárður Jónsson Félagar í Ferðafrelsi!Þið spyrjið og ég svara:Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?Stjórnarskráin á að vera stutt og hnitmiðuð og tryggja almenn réttindi fólks. Í lögum á svo að útfæra nánar anda þann sem í stjórnarskránni býr. Tryggja þarf almenningi eðlilegan aðgang að landinu með djúpri virðingu fyrir því og hinu ósnortna.
Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá
Ég mun leggja til að grundvallar mannréttindi verði tryggð. Sambúð lands og manns er flókið fyrirbrigði og þar þarf að fara að gát. Frelsi náttúruunnenda getur til að mynda ekki verið ótakmarkað. Ekkert frelsi er ótakmarkað. Frelsi er ekki bara frá einhverju .Frelsi er og verður ætíð frelsi til einhvers sem er svo skilgreint nánar. Ég tel brýnt að skilgreint verði jafnvægi milli verndar landsins og nýtingar þess. Þarna þarf að finna hinn gullna meðalveg.Með bestu óskum,
Örn Bárður Jónsson
8353
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Sigurvin Jónsson og frú Perla to ferdafrelsi
show details 2:29 PM (3 hours ago)Sælir og takk fyrir bréfið
Svarið við báðum spurningunum er já. Enda á ný stjórnarskrá að vera fyrir fólkið í landinu. Það eru sjálfsögð mannréttyndi að njóta landsins okkar enda sé þess gætt að umgangast það af virðingu eins og ég veit að þið gerið.
Með ósk gleðilegar ferðir
Sigurvin Jónsson
frambjóðandi nr.9805
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Komið þið sæl.Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að njóta ferðafrelsis upp um fjöll og firnindi svo framarlega sem náttúru landsins sé sýnd virðing og ekki unnar á henni spjöll. Ég tel það hlutverk Alþingis, en ekki stjórnlagaþings, að setja um þetta reglur og þess vegna sé ég ekki ástæðu til að binda þetta í stjórnarskrá. Að sama skapi tel ég vafasamt að binda í stjórnarskrá reglur sem hindra ferðafrelsið okkar.
Það þarf ekki að semja alla stjórnarskrána upp á nýtt og þess vegna kem ég til með að beita mér gegn hvers konar byltingu sem hefur alvarlega afleiðingar fyrir landsmenn.Ég væri alveg til í að fara í ferðalag með ykkur
Kær kveðja,
Dögg Harðardóttir 7572
20.11.2010 at 18:12 #710932Björn Vernharðsson to ferdafrelsi
Sælir félagar.
Þið spyrjið okkur frambjóðendur til stjórnlagaþings um:
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá
Það er mikilvægast við frelsið og þar á meðal ferðafrelsið að skilgreina um leið ábyrgðina og eftirlitið.
Hvernig viljið þið skilgreina hvernig skal almannrétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Hvernig viljið þið að eftirlit sé framfylgt? Hver á að kosta það og hver á að framkvæma slíkt eftirlit? Hvernig viljið þið að nýting verði skilgreind og þá um leið stjórn á því?
Það er ljóst að annað kemur ekki nema með hinu.
Kær kveðja
Björn Vernharðsson 87 93
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Sigurlaug Ragnarsdóttir to ferdafrelsi
show details 3:02 PM (2 hours ago)
Heil og sæl.
Hér koma svör við þeim tveimur spurningum sem þið lögðuð fyrir mig sem frambjóðanda til Stjórnlagaþings og svara ég þeim eftir minni bestu vitund og samvisku.
1. Já.
Ég tel það vera rétt að binda ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja almannarétt almennings að nýtingu og aðgengi að náttúru Íslands.
2. Já.
Ég mun beita mér fyrir því að ákvæði verði í stjórnarskrá sem tryggir almannrétt að ferðlögum, nýtingu og aðgengi að náttúru Íslands.
Virðingarfyllst
Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir
– frambjóðandi númer 6054
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Guðmundur R Lúðvíksson to ferdafrelsi
show details 3:05 PM (2 hours ago)
Ágætu 4×4.
Þakka ykkur fyrir áhugann og ykkar innlegg sem er mér ákaflega kært að svara.
Það vill svo til að ég hef búið í Noregi og þekki aðeins til einmitt þessara mála þar, sem
eru ákaflega áhugaverð fyrir okkur, og ég hafði einmitt einsett mér að taka upp nái ég kjöri.1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Já, ég tel rétt að í stjórnarskrá sé skýrt kveðið á um að allt land sem er fyrir undan notkun
á hefðbúnum landbúnaði eða annari starfsemi, sé í eigu þjóðarinnar.
Þótt land sé nýtt sem afréttir teljist það ekki til hefðbundinna landbúnaðar.
Ég vil líka að það sé skýrt kveðið á að allt sem er villt og náttúrulegt – vex þar eða sækir þar setu –
sé sameiginleg eign þjóðarinnar.
Hér er átt við um t.d, ber, gróður, varp, fugla og önnur villt dýr, vatn, loft og nánast allt sem ekki er
gert eða ræktað af mannavöldum, sé í eigu og nýtingu þjóðarinnar.
Að það geti engin slegið sér eignarrétt á þessa hluti, og það sé ekki hægt að framselja þá á nokkurn hátt.2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já. er svarið einnig fólÍ raun kið í svari við spurningu 1.
Ég vil ganga lengra en að tala um almannarétt. Ég vil tiltaka öll fjöll, vötn
og aðrar lendur sem ekki eru nýtt eins og áður segir.Vonandi svarar þetta einhverju, en ég læt hér fylgja markmið mín nái ég kosningu til setu á sjórnlagaþingi.
Þessar áherslur hef ég: ( Ég vil vekja einnig athygli á liðum nr. 13, 14 og 16 sem engir aðrir til framboðs hafa á sinni stefnuskrá. )
Ég vil tryggja að alþjóðlegir mannréttindasáttmálar verði virtir og tryggðir í stjórnarskránni.
… að þrískipting valds verð komið á og bundin í stjórnarskrá.
… að tryggt sé að seta í æðstu embættum verði takmörkuð við tvö kjörtímabil, hverju sinni.
… að skerpa á og taka af allan vafa er varðar trúmál.
… að málskotsréttur forseta verði rækilega tryggður í stjórnarskránni ( enda hefur hann sannað sig svo rækilega – ég býð ekki í ef hann hefði ekki nýtt hann t.d í Icesave málinu sem þvinga átti fram á þingi ! ).
… að embætti forseta verði rækilega skilgreint.
… að öll mál þar sem forseti nýtir málskotsrétt fari beint í þjóðaratkvæði.
… að viss fjöldi atkvæðabærra manna geti kallað mál í þjóðaratkvæði.
… að auðlindir þjóðarinnar verð skýlaust í eigu hennar sjálfrar og þar komi fram algjört bann við nokkurskonar framsali .
… að í stjórnarskrá komi það skýrt fram að allir eigi jafnan rétt til náms, heilbrigðisþjónustu, samgangna, og séu jafnir gagnvart lögum landsins.
… að Ísland lýsi yfir að það verði herlaust að öllu leiti.
… að landið verði gert að einu kjördæmi og að öll greidd atkvæði hafi jafnt vægi.
…að þingmannafjöldi á þingi verði miðaður við höfðatölu hverju sinni, og að bakvið hvert þingsæti séu ca. 10.000 – 15.000 manns .
… að í stjórnarskránni sé tryggt að öll lög sem alþingi setur skuli vera svo auðskilin og yfir allan vafa hafin, og að ef sú staða komi upp að margtúlka megi lög frá þinginu í dómsmeðferð, verði lögunum aftur vísað til þingsins og ambögur þeirra löguð.
… að stjórnarskráin taki af skarið og banni kynjamun í einu og öllu er varðar m.a atvinnuþátttöku, laun, menntun eða aðra þætti er varðar fólk almennt.
.. að í stjórnaskránni skuli tryggt að á 4 til 8 ára fresti fari fram þjóðarfundur, sambærilegur og komið hefur verið á fót nú. Og að þing næstu ára á eftir, verði að nota það sem frá þjóðþingi komi sem leiðbeinandi plagga í störfum sínum fram að næsta þjóðþingi.
Ýmisleg önnur mál mun ég leggja áherslu á s.b , landareign, búseturétt, tungumál, grunnframfærslu, landbúnaðarmál,
menningarmál o.fl. sem átt getur erindi inn á svona þing sem stjórnlagaþing er.
5229
Gudmundur R Ludviksson,
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Góðan dag Frerðafrelsi,
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Já,
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já,
Vegna þess að mér finnst réttur okkar um frjálsa för um eignarlönd og þjóðlendur ein af auðlindum þjóðarinnar. Til þess að vernda náttúrminjar og ferðamannastaði tel ég að við ættum að vera með gjaldtöku sem yrði varið beint til þess að varðveit, bæta aðgengi og tryggja öryggi ferðamanna.Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Frambjóðandi til Stjórnlagaþings nr. 3623
Heimasíða á Facebook
Tel: 564 4428 / 664 2679
agusta@taktur.net
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Hans Gústafsson to ferdafrelsi
show details 3:37 PM (2 hours ago)Til Ferðaklúbbsins 4×4
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt
almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já. Þetta ákvæði fellur, að mínu mati, undir væntanlegan kafla í
stjórnarskránni um náttúruauðlindir skuli vera í þjóðareign.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til
ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já. Verði ég kosinn á stjórnlagaþingið mun ég beita mér fyrir því að sett
verði ákvæði í stjórnarskrána um eignarhald og nýtingu á
náttúrúauðlindum. Sbr. svar mitt við sp. 1. mun "ákvæði um almannarétt
almennings til ferðalaga og nýtingar" falla undir þann kafla.
Kær kveðja
Hans Gústafsson
hansg@hi.is
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Elías Pétursson to ferdafrelsi
show details 3:46 PM (2 hours ago)
Góðan dag, eftirfarandi eru svör mín við spurningum sem sendar voru af Ferðaklúbbnum 4X4….
Fyrst vil ég geta þess að þar sem ég er áhugamaður um hálendisferðir á snjósleðum, mótorhjólum og jeppum þá er ekki víst að svör mín séu alsendis hlutlaus og jafnvel möguleiki að þau endurspegli á einhvern hátt þessi áhugamál mín.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
a. Ég tel að allar auðlindir okkar eigi að vera í sameign þjóðarinnar, þar með talið sú auðlind að geta ferðast um hálendið á hvern þann hátt sem manni líkar, en að sjálfsögðu líka af ábyrgð, virðingu við eignarétt og tillitssemi við náttúru og aðra ferðalanga.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
a. Ég er ekki viss um að upptalning í stjórnarskrá þar sem vísað er í einstaka hópa sé til gagns, hvorki í þessum lið né öðrum. Stjórnarskráin á að setja okkur grunnreglur og löggjafinn á að útfæra þær. Ég er með öðrum orðum þeirrar skoðunar að ekki sé ástæða til þess að sundurliða rétt okkar til ferðalaga um hálendi Íslands eða önnur landsvæði þess. Það dugar að mínu mati að geta þess að allir þegnar landsins skuli vera jafnir fyrir lögum og hafa jafnan rétt til nýtingar auðlinda landsins í samræmi við löggjöf setta af réttkjörnum stjórnvöldum.
Vona að þetta svari spurningum ykkar.Virðingarfyllst
Elías Pétursson
fv. stjórnarmaður í LÍV og MotoMos
eða 7726 eins og vinir hans kalla hann þessa dagana 😉
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Seylan ehf. to ferdafrelsi
show details 3:21 PM (2 hours ago)
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já – og ég vil gjarnan fá leiðbeiningar reyndra manna á þssu sviði.
Hjálmtýr Heiðdal 9376
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Ágætu meðlimir Ferðafrelsis,
hér koma mín svör:
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já
Takk fyrir að vekja athygli á þessu máli.
Kveðja Auður Sigr. Kristinsdóttir – 4965
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Viktor Orri to ferdafrelsi
show details 4:33 PM (1 hour ago)Sæl(l) og takk fyrir spurningarnar,
1. Ég átta mig ekki á því í hverju það felst, bæri ríkinu þá skylda
til að ferja landsmenn um landið ef þeir svo kjósa? Auðvitað á ekki að
hindra ferðafrelsi manna (án dóms) en ég átta mig ekki alveg á því
hvaða þýðingu svona ákvæði mundi hafa, hvort það gangi lengra en að
banna takmarkanir á ferðafrelsi að ósekju. Mér þykir amk rétt að
stjórnarskrá kveði á um að ríkisvaldið megi ekki takmarka ferðafrelsi
borgarana án dóms.2. Mun beita mér fyrir ofangreindu en sé ekki ástæðu til að leggja
verknaðarskyldu á ríkisvaldið í þeim efnum umfram það.
Kv. Viktor Orri Valgarðsson
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Vignir Bjarnason to ferdafrelsi
show details 4:58 PM (1 hour ago)Sælt veri fólkið. Það er einfalt að svara þessum spurningum og geri ég það játandi í báðum tilfellum. Er sjálfur jeppagrúskari og hygg á jeppaferðalög í framtíðinni og vil að aðgengi að landinu sé gott.
Kær Kveðja Vignir Bjarnason 6505
21.11.2010 at 11:01 #710934Ólafur Árni Halldórsson to ferdafrelsi
show details 5:02 PM (17 hours ago)
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Ágæti ferðaklúbbur,
Í ljósi nýlegra laga sem hindra ferðafrelsi stórlega um landið þá hef ég fulla samúð með ykkar félagi og öðrum sem vilja ferðast um landið. Sjálfur hef ég haft mikla ánægju af því allt frá æsku og tel að það ætti að auka aðgengi almennings að landinu en ekki að hindra það eins og virðist markmið nýlegra laga um þessi mál. Aðgengi þarf að auka bæði fyrir akandi, gangandi og ríðandi umferð almennings. Við ættum öll að hafa sem greiðastan aðgang að landinu okkar og ættum að sameinast um að berjast fyrir því.
Réttur almennings til ferðalaga um Ísland
Ég verð að segja sérstaklega í ljósi nýlegra laga þá virðist þurfa að binda í stjórnarskrá rétt almennings til að ferðast um landið. Sjálfsagt er að stjórnarskrá bindi grundvallaratriði um náttúruvernd einnig. Þessu get ég barist fyrir. Þessi atriði yrðu aðeins um skýr grundvallaratriði en síðan færi annað er um málið fjallar samkvæmt lögum þar um.
Nýting lands
Þið nefnið nýtingu í samhengi við ferðalög almennings. Nýting á landi er allt annað en að hafa rétt til að ferðast um landið. Það er nokkuð sem verður nánast örugglega fjallað um í stjórnarskrá þar sem komið verður inná auðlindir og nýtingu þeirra. Landið er ein af okkar auðlindum. Þetta atriði snertir einnig það sem sagt verður í stjórnarskrá um eignarrétt þannig að málið er ekki svo einfalt sem virðist. Ef spurning ykkar er hvort ég muni berjast fyrir nýtingarrétti almennings á landi sem ferðast er um þá er svar mitt við því, nei. Ef ég hef misskilið spurninguna bið ég ykkur vinsamlega að senda aðra skýrari svo einfaldur hugur minn sé ekki að misskilja neitt.Bestu kveðjur,
Ólafu Árni Halldórsson, 5273
Frambjóðandi til stjórnlagaþings
http://www.facebook.com/home.php?#!/pag … 2642570055
http://www.kosning.is/stjornlagathing/f … dex:%C3%93
http://www.svipan.is/?p=14184
http://www.olafs.webs.com
http://www.sapan.is
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Ólafur Már Vilhjálmsson
1. Ákvæði sem þetta fellur að minni sýn á náttúru og auðlindir Íslands, sem ég mun berjast fyrir að verði innleitt í stjórnarskrá og víkur að í svari við seinni spurningu
2. Ég mun berjast fyrir því að í stjórnarskrá verði bundð ákvæði um nýtingar- og tilverurétt náttúru og auðlinda Íslands, sem tilgreinir að náttúran og auðlindirnar séu ekki einungis réttur eða eign þjóðarinnar, heldur beinlínis hluti hennar, og sem slík verði einungis nýtt í þágu beggja, og þá aðeins að tilvera og verðmæti glatist ekki til lengri tíma litið.
virðingarfyllst
Ólafur Már Vilhjálmsson
4745
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Eygló Svala Arnarsdóttir to ferdafrelsi
show details 5:18 PM (17 hours ago)
Kæra ferðafrelsisnefnd.
Takk fyrir sýndan áhuga á stjórnlagaþinginu og gott framtak. Mín svör eru eftirfarandi:
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Mér finnst þetta athyglisverður punktur sem ég hafði ekki velt fyrir mér áður og tel rétt að hann verði ræddur á stjórnlagaþingi í tengslum við umræður um náttúruvernd og nýtingu náttúru og auðlinda. Ferðafrelsi um óspillta náttúru er eitt af einkennum Íslands, sem gerir landið vinsælt bæði meðan innlendra og erlendra ferðamanna, og rétt er að skerða það frelsi ekki nema nauðsynlegt sé vegna náttúruverndarsjónarmiða, þ.e. náttúran er viðkvæm og verður að haldast að mestu óspillt til þess að hún glati ekki gildi sínu.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Ég mun beita mér fyrir ákvæði um náttúruvernd og um að náttúruauðlindir séu í þjóðareigu og finnst rétt að almannaréttur til ferðalaga og nýtingar náttúru sé ræddur í því samhengi og að sá réttur verði tekinn til greina, hvort sem það verði í sérákvæði eða í tengslum við hin tvö.
Kær kveðja,
Eygló Svala Arnarsdóttir #3854.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
gulli orri to ferdafrelsi
show details 5:54 PM (16 hours ago)
Góðan dag og takk fyrir ábendinguna
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? já klárlega, mér þykir það sjálfsagður hlutur að almenningur fái að nota landið eins og gert hefur verið undanfarna áratugi hvort sem það ferðast á hestum, bílum eða gangandi. Þó ég sé hlyntur umhverfisvernd og því að menn gangi sómasamlega um náttúruna þá á ekki að loka fyrir það að almenningur geti ferðast um hálendið, já og landið allt.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? já það mun ég gera eftir þessa góðu ábendingu.
Bestu kveðjur
Guðlaugur Orri Gíslason 7803
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Soffía Sigurðardóttir to ferdafrelsi
show details 6:06 PM (16 hours ago)
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? JÁ.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? JÁ.
Almannaréttur er grundvallarregla. Þar á meðal er rétturinn til að ferðast um landið og nýta það.
Öllum rétti fylgja líka skyldur. Þannig getur þurft að stýra bæði umferð um land og nýtingu þess.
Umferðarstýring er bæði til að veita greiðan aðgang og til að vernda umhverfi fyrir óþarfa eða skaðlegum átroðningi.
Nýtingarstýring er bæð til að jafna aðgang og til að vernda náttúru fyrir ofnýtingu.
Sjálfbær nýting, virðing fyrir umhverfi og jafnræði í veitingu aðgangs og nýtingar, eru þau grunngildi sem stýring skal byggjast á.
Takmörkun á almannarétti skal vera efnislega rökstudd og falla innan þeirra grunngilda.
Almannaréttur getur líka takmarkast af einkaeignarrétti, á sama tíma og einkaeignarréttur getur ekki hindrað eðlilegan almannarétt.
Sumsé dálítið snúið, en hægt að leysa, ef vilji er fyrir hendi.
Vísa annars í það sem ég hef skrifað á vefsíðum um m.a. umferðarmál á hálendinu og hið umdeilda Vonarskarð.
Þar tel ég almannarétt til ferðalaga með sínum hætti vera grundvallaratriði, en takmörkun umferðar eiga rétt á sér með ákvörðun um legu og fjölda slóða, þar sem verndunar náttúru sé gætt. Einn slóði í gegnum Vonarskarð, án botnlanga inn í Snapadal, finnst mér uppfylla þau skilyrði og því tel ég lokun hans ekki réttmætan.
Sjá annars: http://blog.eyjan.is/fia/2010/05/21/vonarskard/ og http://blog.eyjan.is/fia/2010/10/04/ann … -jeppum-2/ og smá fróðleik um þetta svæði á:
http://blog.eyjan.is/fia/2010/08/19/eit … ellsjokli/
Soffía Sigurðardóttir
frambjóðandi til stjórnlagaþings
# 9178
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Ólafur Jakobsson to ferdafrelsi
show details 6:19 PM (16 hours ago)
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Það finnst mér fyllilega koma til greina. Ég er hlyntur því að menn megi fara með sjó og vötnum og um óbyggt land með því skilyrði að þeir fari með friði og spilli ekki hagsmunum eða náttúru. Hvort það á að binda í stjórnarskrá þarf ég að hugsa betur.2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Ég mun beita mér fyrir því að stjórnarskráin tryggi eðlilegt jafnvægi milli einkaeignarréttar og almannahagsmuna.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Sigurjón Árnason to ferdafrelsi
1. Já mér finnst rétt að réttur almennings til ferðalaga og nýtingar á
sýnu eigin landi sé bundið í stjórnarskrá
2. Já, tvímælalaust
Kær kveðja
Sigurjón Árnason frambjóðandi 8056
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Sigrún Kapitóla to ferdafrelsi
show details 6:59 PM (15 hours ago)
Góðan dag.
Ég þakka fyrir spurningarnar og hér koma svör mín við þeim ( með rauðum lit)
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Já ég tel það með tilliti til núgildandi laga
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já ég mun gera það.
Virðingarfyllst,
Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir Nr. 2688 til Stjórnlagaþings
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
lydur arnason to ferdafrelsi
Svar við báðum þessum spurningum er já.
Kveðja,
Lýður Árnason, frambjóðandi nr. 3876 til stjórnlagaþings.
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Indro Candi to ferdafrelsi1. Já
2. Kannski, en vil fá að taka þátt í umræðu á Stjórnlagaþingi fyrst.
Þetta mál er mér mjög hugleikið þar sem ég ferðast sjálfur mikið um landið, gangandi og á jeppa. Mér finnst tækifærin sem bjóðast til ferðalaga á Íslandi, og frjálst aðgengi landsmanna stórkostleg forréttindi. Ég get hinsvegar ekki gefið gefið afdráttarlaust loforð við spurningu 2. Ég vil klárlega að þetta sé rætt á stjórnlagaþingi. En, eins og með öll önnur mál, vil heyra með- og mótrök áður en ég endanlega mynda afstöðu mína. Umræða um aðgengi verður að eiga sig stað samhliða umræðu um umhverfisvernd, sjálfbæra þróun og nýtingu auðlinda.
Indro Indriði Candi, 3964
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Guðmundur Gíslason to ferdafrelsi
show details 8:06 PM (14 hours ago)
Ágætu 4×4 félagar.
Held að það liggi í hlutarins eðli að ekki verður í stjórnarskrá svona mál sérstaklega.
Ég mun að sjálfsögðu vilja fjalla um allar sameiginlegar eigur þjóðarinna,
þar með talin þjóðgarða,lögsögu,kalda vatnið, heita vatnið,hreint loft,olíu ef hún finnst og svo framvegis.
Umgengi og nýting er hin vegar verk ríkisstjórna og ráðherra.
Hinsvegar tel ég að allir sem vilja eigi að geta nýtt sér þjóðgarða landssins. Menn verða bara að ganga vel um,”einfalt og gott mál”.
Bestu ferða kveðjur.
Guðmundur Gíslason kosninganr.-7792-
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Friðrik Þór Guðmundsson to ferdafrelsi
show details 8:17 PM (14 hours ago)1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar; Já, að því leyti að samfara verndarákvæðum er lúta að náttúru- og umhverfisvernd komi ákvæði sem virðir frelsi þegnanna til að ferðast um náttúru landsins henni að skaðlausu.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar; Ég mun beita mér fyrir því að í Stjórnarskrá verði ekki árekstur milli annars vegar ákvæða um vernd og samfélagslega ábyrgð og hins vegar ákvæða um frelsi.Friðrik Þór Guðmundsson
nr. 7814
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Guðmundur Vignir Óskarsson to ferdafrelsi
show details 9:12 PM (13 hours ago)
Svar við spurningu 1. Já
Svar við spurningu 2. Já
Kveðja
Guðmundur Vignir Óskarsson
Frambjóðandi 7 9 13
Heimasíða http://www.gudmundurvignir.is
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Svana Karlsdóttir to ferdafrelsi
show details 9:40 PM (13 hours ago)
Komið þið sæl.
Ég skal með ánægju svara þessum spurningum..
Svar við spurningu 1 og 2 er svo hljóðandi= Að sjálfsögðu er ég fylgjandi ákvæði í stjórnaskrá sem tryggja ágóða almennings af auðlindum landsins þar af meðal óspiltri nátturu þess, hins vegar verður að setja lög sem til d´mis takmarka það að menn leiki sér blindfullir inn á öræfum í milljóna jeppum sínum og ekki hvað síst ef byssan er með í för.Bestu kveðjur Reynir Antonsson.
nettfang reynirh@internet.is
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Hjalti Hugason to ferdafrelsi
show details 10:24 AM (32 minutes ago)
Komið þið sæl.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Á þessu stigi er óljóst hvert form stjórnarksrárinnar verður. Því get ég ekki sagt um hvort rétt væri að hafa sérákvæði um þetta atriði. Ég er hins vegar útivitarmaður, náttúrunnandi og jeppaeigandi og hef þráfaldlega fundið illa fyrir því að almannaréttur er hér mjög takmarkaður og þau ákvæði sem um hann gilda heftandi. Ég vil því útvíkkaðan almannarétt í lögum og á stjórnarskrárvörðum grunni.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Ég mun taka fullan þátt í að búa betur um almannaréttinn þar sem ferðafrelsi og nýtingarráttur verður vegin á móti verndun umhverfis og sjálfbærni. Ég tel útivistarfólk öflugustu varnarsveit náttúrunnar. Hagsmunir okkar og hennar fara saman.
M.g. kv. Hjalti Hugason 7132
22.11.2010 at 13:54 #710936Sæl,
Nákvæmlega það sem þið biðjið um á kannski ekki rétt á sér í stjórnaskrá, en ég við beita mér m.a. fyrir tveimur hugtökum sem eru eftirfarandi.
a. Valdmörk stjórnvalds (ríkisins) gagnvart einstaklingum. Þannig er t.d. kveðið á um rétt einstaklingsins til að haga sínu lífi án órökstuddra takmarkana hin opinbera.
b. Skilgreining eignarhalds og afnotaréttar
a. Almannaeign (þ.m.t. þjóðlendur) s.s. á náttúru auðlindum
b. Séreign (einkaeign) s.s. jörðum og lóðum. Þó hlynntur upptöku hugtaka úr þýskri og danskri stjórnaskrá um að einkaeign fylgi ávallt samfélagsleg ábyrgð. Dæmi er kvöð til um að smala.
c. Afnotaréttur s.s. á afréttum fiskimiðum og fl.Ef þið berið þetta saman við spurningarnar ykkar:
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Þá má glöggt sjá báðir þessir liðir væru leystir með ákvæðunum hér ofar, þar sem a segir að hið opinbera mætti ekki takmarka frelsi einstaklingsins að ástæðulausu og b gefur möguleika á skilgreiningu á ferðafrelsi (og takmörkun þess) bæði fyrir þjóðlendur, einkaland og land með skilgreindum afnotaréttiMbk.
Lárus Elíasson – 3-4-4-7 og félagi í 4X4
________________________________________
22.11.2010 at 22:49 #710938Sæunn Þorsteinsdóttir
til ferdafrelsiÁgætu Ferðafrelsismenn og konur
Ef ég verð kosin á stjórnlagaþing þá lít ég svo á að mitt hlutverk þar sé að gæta þess að niðurstöður Þjóðfundar verði hafðar að leiðarljósi við endurskoðun á stjórnarskránni okkar.
Eins og þið vitnið til í bréfi ykkar þá er vilji Þjóðfundar skýr í þessu máli.
,,Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt."
Ég mun beita mér fyrir því að aðgengi almennings að náttúru landsins verði tryggt í stjórnarskrá. Þess vegna er svar mitt við báðum spurningum ykkar, já.
Góðar kveðjur,
Sæunn
22.11.2010 at 22:50 #710940Svanur Sigurbjornsson
til ferdafrelsiSæl ágæta nefnd 4×4 um ferðafrelsi
Hér eru svör mín:
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Já, tvímælalaust. Réttur almennings til umgengni um víðlendur er mikilvægur. Hvað "nýtingu" varðar er e.t.v. svolítið annað mál og það þarf þá að skilgreina hvað er átt við með því. Það þurfa að vera ákveðnar umgengnisreglur svo í lögum. Þó að umgengni sé tryggð er ekki þar með sagt að nýting sé sjálfsögð, nema að takmörkuðu leyti (berjatínsla og eitthvað slíkt þar sem við á).
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Já, ég mun beita mér fyrir því að skynsamlegu ákvæði um slíkt verði sett í stjórnarskrána. Þetta er mikilvægt mál í mínum huga.Bestu þakkir og kveðjur
Svanur Sigurbjörnsson (4096).
22.11.2010 at 22:51 #710942Svar frá Þorsteini
Blessuð
Þar sem að ég er mikið fyrir að fara til veiða þá finnst mér það vera í rétti mínum að fá að ferðast um allt landið hvort sem að ég fer fótgangandi eða á bíl að uppfylltu því að ég brjóti ekki lög.
Virðingarfyllst
Þorsteinn/5746
22.11.2010 at 22:52 #710944Marianna Bergsteinsdottir
til ferdafrelsiSælir
Gott að þið sýnið stjórnlagaþinginu áhuga.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Þetta er mjög mikilvægt atriði sem mér finst þess virði að skoða vel. Fólk á að geta ferðast um allt landið. En á sama tíma verður að hafa í huga að náttúra Íslands er viðkvæm. Ef ferðast er á virðingarfullan hátt, þannig að umhverfið hlýtur ekki skaða af þá er rétt að fólk geti farið þangað sem það vill. Ísland fyrir Íslendinga.
Kær kveðja Maríanna Bergsteinsdóttir
3953
22.11.2010 at 22:55 #710946Góðan daginn gott fólk.
Hér á eftir fylgja svör mín sem frambjóðanda til stjórnlagaþings við spurningum ykkar sem ég fékk í tölvupósti á dögunum.
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Já, það styð ég svo sannarlega. Ég er fatlaður og treysti á fjórhjól til að geta stundað mína útivist s.s. við veiðar og ferðalög um okkar fagra hálendi.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já, það mun ég ótvírætt gera nái ég kjöri!
Með bestu kveðju / Best regards
Jón Gunnar Benjamínsson
Chief Executive Officer
22.11.2010 at 22:56 #710948Komiði sæl
Ég heiti Hrefna Bryndís Jónsdóttir, frambjóðandi nr. #4074
Spurning nr. 1
Mér finnst athyglisbert og vel athugandi að binda í stjórnarskrá ákvæði um rétt almennings til að fara um landið og lúta þar reglum um umgengni og varðaðar leiðir.
Spurning nr 2.
Hvað nýtingu varðar þá kemur til eignarrétturinn til, en sem landsbyggðakona ver ég hann. Eignarrétturinn er einnig sterkur lagalega séð.
Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því að ákvæði um almannarétt til ferða um landið verði sett í stjórnarskrá.
b.kv.
Hrefna B. Jónsdóttir, #4074
22.11.2010 at 22:57 #7109501. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar? Ja
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Ja
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, n ferdafrelsi@f4x4.is
Virðingarfyllst
Benedikt Gardar Stefansson 6098
22.11.2010 at 22:57 #710952ragga
til ferdafrelsiSæll Sveinbjörn og takk fyrir fyrirspurnina.
Ég skal vera stuttorð í svarinu þar sem ég geri mér grein fyrir fjölda
frambjóðenda. Verandi ökuleiðsögumaður, jeppaeigandi og forfallin
áhugamanneskja um hálendi Íslands tel ég að ég sé vel til þess fallin að
taka afstöðu til spurninganna sem þú sendir mér, stutta svarið er já við
báðum spurningunum að því gefnu að umferð eða nýting valdi ekki
náttúruspjöllum. En endilega hafðu samband ef þið hafið frekari áhuga á að
leyfa mér að kynna viðhorf mín nánar.1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt
almennings til ferðalaga og nýtingar?2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til
ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?Kær kveðja,
Ragnhildur Sigurðardóttir#9893
22.11.2010 at 22:58 #710954Ágæti frambjóðandi
Ferðafrelsisnefnd er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, Jeppavina og fleiri aðila sem tengjast ferðalögum og útiveru.
Í ljósi aukinnar ferðamennsku og vaxandi samkeppni um nýtingu landsins á ýmsa lund, þá finnst mörgum landsmönnum að hætta sé á að verulega verði þrengt að frjálsri för landsmanna um óbyggðir landsins.
Í III grein laga um náttúruvernd (1999 nr. 44 22. Mars ) er kveðið á um almannarétt, þ.e. rétt almennings til ferðalaga og nýtingar. Ákvæði um almannarétt er reyndar að finna í fornum lagabálkum, svo sem Grágás og Jónsbók.
Ferðafrelsisnefnd hefur íhugað hvort ekki væri rétt að binda í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands rétt almennings til ferða um landið og nýtingu á svipaðan hátt og tilgreint er í lögum um náttúruvernd.
Á þjóðfundinum sem haldinn var þann 6.nóvember 2010 kom fram vilji fundarins til að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt. Jafnframt kom fram sá eindregni vilji fundarins að almannahagsmunir væru ávallt í fyrirúmi og að stjórnarskráin skyldi vera fyrir fólkið í landinu. Við teljum að skýr ákvæði um almannarétt falli vel að þessum sjónarmiðum.
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar ? Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá? Já
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Virðingarfyllst
Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir
Frambjóðandi nr. 8694
22.11.2010 at 22:59 #710956Hjörvar Pétursson
til ferdafrelsiSælt veri fólkið.
Um daginn barst mér tölvupóstur þar sem athygli mín var vakin á ákvæðum í náttúruverndarlögum (1999 nr. 44 22. mars) um rétt almennings til ferðalaga og nýtingar. Hér á eftir fylgja svör mín við þeim spurningum.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
[b:39pgd2y3] * Nei. Þriðji kafli laga um náttúruvernd finnst mér góður til síns brúks. Ákvæði um þetta finnst mér að eigi heima þar og innan almennrar löggjafar, frekar en í stjórnarskránni. Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt að almenningur hafi ferðarétt um íslenska náttúru (og nýtingarrétt að því marki sem tilgreint er í þriðja kafla náttúruverndarlaga), svo lengi sem það stangast ekki á við rétt almennings til heilnæms umhverfis, og sjálfbæra umgengni við náttúru og umhverfi með tilliti til komandi kynslóða. En rétturinn finnst mér alltaf skýlaust eiga að hvíla hjá því síðarnefnda.[/b:39pgd2y3]
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
[b:39pgd2y3] * Nei. Þetta er ekki eitt af því sem mér þykir mestu máli skipta við ritun nýrrar stjórnarskrár og mér finnst því ekki líklegt að ég myndi hafa frumkvæði að því.[/b:39pgd2y3]
Með bestu kveðju,
Hjörvar Pétursson #3502
22.11.2010 at 23:00 #710958Guðrún Helgadóttir
til ferdafrelsiGóðan daginn og takk fyrir spurningarnar. Ég er hlynnt almannarétti og sé hann sem lið í því að styrkja sameiginlegt eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. Öllum rétti skulu fylgja skyldur, frelsi hvers einstaklings takmarkast af frelsi annarra þannig að ferðafrelsi getur aldrei verið án skilyrða um náttúruvernd og þess að virða rétt fólks til einkalífs.
Með kærum kveðjum
Guðrún Helgadóttir #2721
22.11.2010 at 23:01 #710960Takk kærlega fyrir spurningarnar !
Svör mín eru:
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og
nýtingar?
Já !2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar
verði sett í stjórnarskrá?Já !
Virðingarfyllst
Anna Kolbrún Árnadóttir 3 0 7 3
22.11.2010 at 23:02 #710962kolkar@simnet.is
til ferdafrelsiSælt veri fólkið
Ég heiti Kolbrún og ber númerið 4756 í framboði til stjórnlagaþings. Ég hef bæði unnið mikið við ferðamennsku og ferðast mikið um Ísland þvert og endilangt. Einnig var ég bóndi um tíu ára skeið. Ég er mjög hlynnt því að allir hafi aðgang að landinu okkar og helstu staðirnir eiga að vera aðgengilegir fyrir alla sem hafa vilja og getu til að komast. Ég vil hins vegar ekki malbika allt og greiða öllum leið óháð getu. Ég gæti vel hugsað mér að beita mér fyrir aðgangi almennings að landinu okkar, það þarf hins vegar að vanda vel hvernig svoleiðis er orðað. Ég er mjög mótfallin skerðingu á hóflegri umferð þar sem ekki er gengið á náttúruna.
Með bestu kveðju Kolbrún #4756#
22.11.2010 at 23:02 #710964Sigurjón Jónasson
til ferdafrelsi…Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og
nýtingar?Ég er hlynntur því að landsmenn skoði landið sitt og hef sjálfur gaman af því að ferðast um landið og skoða hvern króka og kima. Það er ekki þar með sagt að rétt sé að binda í stjórnarskrá að allir hafi rétt til að ferðast á hvaða farartæki sem er, allsstaðar, alltaf (það eru alltaf einhverjir sem myndu misnota svoleiðis ákvæði). Slíkt gæti grafið undan lögum sem sporna gegn utanvegaakstri og gæti því aukið ágang á náttúru Íslands. Það er mikilvægt að við hugsum til framtíðar og höfum að leiðarljósi að skila landinu til næstu kynslóða í sama eða betra ástandi en þegar við tókum við því.
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar
verði sett í stjórnarskrá?Ég mun taka þátt í umræðum um það þegar þær koma upp og móta mér skoðun á því þegar ég hef metið kosti og galla. Skynsemin ræður
22.11.2010 at 23:03 #710966hnl@simnet.is
til ferdafrelsiGóðan daginn,
takk fyrir þetta frábæra framtak.
Ég gæti haft mörg orð um spurningar ykkar, en geri þetta einfalt að þessu sinni.1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
Svar: Já
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svar: Já
kkv. Halldór N. Lárusson #7539
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.