Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Stjórnartíðindi
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2005 at 18:25 #195647
AnonymousÞar sem mér finnst of lítið fara fyrir fréttum af því hvað stjórnin er að bauka dag frá degi. Þá væri ekki úr vegi að fjalla aðeins um það sem er í gangi þessa vikuna.
Vefmálin voru að sjálfsögðu á dagskrá stjórnar, einsog alla aðra stjórnarfundi, og er helst að frétta af þeim vettvangi að Castorsmenn ( Helgi vefsmiður ) telur að hann verði búinn með vefinn fyrir mánaðarmót. Nú er hann rétt að ljúka myndasíðunni.
Í vefnefndinni eru Emil Borg, Óskar Erlingsson og Birgir ( Fastur )
Vefnefndin er á fullu í útlitshönnun nýja vefsins og síðan þarf að endurskrifa ýmsan fróðleik upp á nýtt þar sem margt er orðið úrelt, til þeirrar vinnu þurfa þeir aðstoð allra nefndanna og annarra sem geta lagt þeim lið. Samskipti vefnefndar og vefsmiðsins ganga nú snurðulaust eftir þrautseigju Emils á þeim vettvangi.Þorrablót ferðaklúbbsins var á dagskrá, en tap varð á þeirri uppákomu.
Að hluta til er það vegna þess að þátttakendur eru ekki látnir greiða þáttökukostnað tímanlega, þ.a.s áður en matur er pantaður. Ekki ætla ég að kryfja þetta til mergjar en tap hefur verið á of mörgum viðburðum ferðaklúbbsins að undanförnu.Litlanefndin mætti á stjórnarfund og fjallað var um næsta starfsár þeirra og Páskatúrs þeirra félaga en þeir ætla að vera í Árbúðum um Páskanna einsog fram kemur í öðrum þræði hérna á spjallinu. Árbúðanefnd og Litlanefndin hafa verið í samræðum um það að Litlanefndin muni kannski taka að sér rekstur Árbúða að vetrarlagi
Hofsjökulstúrinn var á dagskrá og fjallað var um uppgjör á þeirri ferð en það liggur ekki fyrir, fyrr en í næstu viku. En ferðin stóð undir sér.
Fjallað var um væntanlegar lagabreytinga á lögum klúbbsins, vegna einskonar landsráðs. Meira um það seinna.
Gistigjöld voru til umræðu, vegna vanskila á þeim í Árbúðum. En nokkuð margir hópar hafa ekki gert upp. Réttara væri kannski að segja að Helena og Þorgeir hafi gert upp skálagjöldin en aðrir ekki að undanförnu.
Myndbandskeppnin var á dagskrá og er stefnt að því að kynna fyrirkomulagið í næst viku á vefnum.
Snæfellsnesþjóðgarður var á dagskrá. En þar á að far að takmarka umferð vélknúna ökutækja.
Jón Ofsi Snæland
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.03.2005 at 22:11 #518640
Heldur þú ekki að ég hafi fundið 800kr sem eru merktar Árbúðir í mínum fórum og ég var svo sæll með að eiga smá aura í veskinu mínu(skeður yfirleit ekki eftir þann 8 hvers mánaðar)
En svo má líka líta þannig á það að greidd skuld sé glatað fé en á því þrífast menntaðir menn úr Háskóla svo Jón núna vona ég að þú verðir ekki Ofsalegur en ég viðurkenni sekt mína og mun auðmjúkur greiða mína skuld og óska eftir syndafyrirgefningu og handaryfirlagningu þinnar við fyrsta tækifæri
Kv Hinn bráðnadi Klaki
11.03.2005 at 23:01 #518642Skil ekki alveg grínið, reindar er ég ekki gjaldkeri Árbúðarnefnda eða Ferðaklúbbsins. heldur var ég aðeins að segja frá því sem við erum að vinna við. En til þessa að hafa þennan lið skilmerkilegri þá hafa 5 hópar gist í Árbúðum án þessa að gera upp gistigjöldin. Og það hefur verið tap á Árbúðum árum saman. Sum árin hefur ekkert komið inn af gistigjöldum fyrir skálan og hefur okkur stundum dottið í hug að losa okkur við þessa byrði. En á sama tíma hefur farið töluvert af gasi " skrítið "
11.03.2005 at 23:20 #518644Sennilega hafa allir verið að glápa á Idolið en samt fynnst mé sérkennilegt að engin komment hafi komið fram um Snæfellsjökul. Það getur þó verið að menn og konur séu almennt þreitt á þessum Umhverfismálum, þjóðgarðsmálum og virkjunarmálum og er það að sjálfsögðu skiljanlegt.
En engu að síður var Skúli formaður var á fundi vestur í Ólafsvik þar sem fjallað var um árekstra ólíkra hópa á jöklinum, jeppa, vélsleða og göngufólks. Og nú á að setja hömlur á ferðafrelsi jeppamanna á jöklinum, og kannski annara einnig en útfærslan er þó óljós. en niðurstaðan verður "skert ferðafrelsi". Nú er spurningin hvernig við bregðumst við þessu, við þekkjum þegar copy-paste aðferðina í Þjóðgarðsmálum, fáum við þá akstursbann á Sólheimajökul og Skálafellsjökul í framhaldinu. Hluti af þessu vandamáli á Snæfellsjökli er endalaust væl í Tryggja hjá Snjófelli sem vill sitja einn að jöklinum. Sem er nánast óskiljanlegt því hann hefur haft endalaus tækifæri til þess að byggja upp fyrirtækið en ekki nýtt þau tækifæri og hefur verið að tapa kúnnum til annara vegna sinnuleysis við kúnnana.
Við skulum því vona að atvinnumálafulltrúi Vesturlands leggi okkur lið því það er gott fyrir annan túrisma á svæðinu að missa bæði vélsleðamenn og jeppamenn. og bl bl bl bl Jón Snæland
11.03.2005 at 23:22 #518646Ég var bara að halda þessum pistli lifandi því hann er góður og jafnframt að benda á að þeir sem skulda hafi alla möguleika á að gera hreint fyrir sínum dyrum og þótti best að ganga á undann með góðu fordæmi og viðurkenna mína synd
Klakinn
Ps en skrýtið með gsaið ættli það sé sjáfseyðandi náttúrugas???????
11.03.2005 at 23:39 #518648Sæll Klaki, það er skki skrítið þó þú bráðni hratt mér verður svo heitt í hamsi þegar ég hugsa um þessi þjóðgarðsmál, slóðamál og annan ófögnuð. Þar sem hópur lappadinglara ráðskast með okkur án þess að hafa hunds vit á málunum. Ég hef nú nöldrað yfir þessu hlutum í all nokkurn tíma fyrir daufum eyrum. sem sennilega kemur til af því að fólk veit ekki sannleikan um þessi mál eða þá það trúir því ekki að að frelsi okkar skerðist hratt og örugglega.
Til þess að útskýra þetta á einfaldan hátt. Þá var slóðanefnd Ferðaklúbbsins eina frjálsa og óháða félagið sem starfaði með landmælingum í slóðaverkefninu. Ok því héldum við að við værum í nokkuð góðum málum og við fengjum að koma að þessum málum í framtíðinni. EN.En En Umhverfismálaráðuneytið hélt fund í janúar um slóðamál og að sjálfsögðu gleymdu þeir að boða okkur en þeir boðuðu fjöldan allan´af jólasveinum sem hafa ekki hunsvit á málunum og hafa aldrei unnið við það í sjálfboðavinnu að stika leiðir, gps mæla of ferla eða annað slíkt og vil ég fullyrða að margir sem þarna voru hafa ekkert vit á hálendismálum. þarna voru t.d 4 eða 5 fulltrúar tryggingafélaga, hverskonar skrípaleikur er það, eiga þeir ættingja í ráðuneytinu eða hvað.
Næg leiðindi í bíli
Jón Snæland
12.03.2005 at 00:06 #518650Rétt hjá þér Jón
Það hefur verið mikið rætt og ritað um árekstra milli vélknúinna ökutækja og gangandi á jöklinum og sitt sýnist hverjum og kannski eru menn þreyttir á þessari einhæfu umræðu um jeppa og ferðasölumenn á jökul sem með vélknúnum ökutækjum (Jarðýtum og snjótroðurum)eru jafnvel að skemma á einu ári meira en jeppar á 10 árum og í því felst hættan og ýtnir ferðasölumenn komast upp með að fá lokanir í gegn sem oftar en ekki eru öllum almennum ferðalöngum til ama og fjárhagslegs tjóns fyrir sveitarfélagið og ekki síst það að ef bann er komið einu sinni er ekki svo létt að fá því aflétt.
Ferðasölumenn sem með sífeldum kvörtunum og bréfaskriftum til ráðherra eru ekki að hugsa um náttúruvernd eða almannahag heldur sína eigin buddu og afkomu og því miður er sumum þeirra slétt sama um náttúruna sjálfa og aðra sem eru með afkomu sína háða gestum og gangandi og selja okkur almenning pulsur og kók+bensín/diesel.
Og það er einmitt kjarni málsins því ef það tekst að loka einu svæði er mikið auðveldara að loka öðrum og þar reynir á okkur sem erum í þessu félagi.
Það hlýtur að vera okkar markmið að geta ferðast um okkar eigið land eins og gert hefur verið frá landnámi og finna milliveg þannig að þeir sem hafa afkomu sína byggða á ferðamensku og hinn frjálsi förumaður geti notið náttúru okkar í sátt og samlyndi en því miður eru einstefnujálkar sem einskis svífast og nota öll brögð til að ná markmiðum sínum búnnir að koma ár sinni svo vel fyrir borð með áróðri og pressu á valdamenn að það er við rammann reip að draga og þá komum við að okkar eigin forystusauðum hversu fastir þeir eru fyrir og ákveðnir í andófi sínu og þar finnst mér stjórn hafa staðið sig vel en það vantar að virkja betur félagsmenn sem sumir hverjir eru ansi vel tengdir í stjórnmálaflokkanna,nýta þeirra tengsli betur og þrýsta fastar á um að gæta okkar hagsmuna
Núna er ég ekki að setja út á stjórn 4×4 því eftir því sem ég best veit er hún einhuga um að standa vörð um hagsmuni okkar og endalaus fundarseta með misjafnlega upplýstu fólki og í sjálfboðavinnu á tíma sem flestum okkar langar mest til að vera heima með fjölskyldu og vinum er slítandi og ergjandi fyrir alla sem að koma og ekki síst ef þeir sem verið er að vinna fyrir láta sig litlu varða fórnarkostnað fulltrúa sinna svo þetta er ekki svo létt dæmi að fást við en samt með öflugri upplýsingarmiðlun og áróðri svipuðum pistli þínum Jón eigum við kanske von um að komast í þá stöðu að halda í horfinu það væri 100% árangur miðað við þann gengdarlausa og oft á tíðum ósvífna áróður sem svo kallaðir umhverfisverndarsinnar sem ansi margir læra sína frasa á kaffihúsum borgarinnar ásamt því að hafa óheftann aðgang að fjölmiðlum gætu að óbreyttu komið til leiðar
Kv Klakinn
12.03.2005 at 00:18 #518652Manni dettur oft í hug að það séu á ferðinni listar um það hverjir megi mæta á svona fundi og hverjir ekki því stundum þegar maður les um það hverjir hafa verið á slíkum samráðsfundum þá tekur það jafnvel kjaftforasta mann cirka 120 mín að koma up orði samanber uppbyggður vegur í Þórsmörk sem ekki einu sinni sveitarstjórn vissi af 50ml kr framkv sem framhjá öllum fór og svo eiga önnur sveitarfél í stökustu vandræðum með að fá gert við holur í hringv 1
Er það nokkur furða að þú sért Ofsareiður þegar rætt er um þessi málKlakinn
12.03.2005 at 02:39 #518654Þessi póstur ofsa er eiginlega fjölþráðungur.
Fyrst vil ég segja að eðlilegast er að fundargerðir stjórnar séu aðgengilegar á vefnum í heild sinni svo ekki komi til einkaframtaks á borð við þetta. Ekki svo að skilja að mér finnist það slæmt, þetta er flott. Ég mun ræða þetta í minni deild hvort slíkt sé ekki eðlilegt þar þó vissulega sé kannski annar bragur á.
Snæfellsjökull já. Sennilega var það ekki lengra síðan en ár að menn ræddu hann hér. Niðurstaðan var í stórum dráttum að meðan "þessi" vörður var þarna væri allt í lagi svo ekki væri ástæða til að óttast neitt. Svo er greinilega ekki lengur eða hvað? Hvað hefur breyst? (beint til stjórnar). Þessi jökull er samt náttúrulega bara smá þúfa, en samt fordæmi. Nú er vatnajökull og nágrenni vinsæll í umræðu meðal þjóðgarðssinna og held ég að 4×4, og í raun allir sem unna ferðalögum í núverandi mynd, megi halda vöku sinni svo svæðin verði ekki "úthlutuð" einhverjum vildarvinum.
12.03.2005 at 08:38 #518656Fundargerð
Þessi pistill er eingöngu ætlaður til þess að félagsmenn viti hvað er verið að fjalla um og hef ég verið fylgjandi því að fundargerðir stjórnar séu birta, eða megin mál þeirra.Roverinn spyr hvað hafi gerst, ég get ekki séð að neytt hafi gerst annað en það sem menn voru sammála um að gæti gerst hérna á spjallinu þegar til þjóðgarðsins var stofna.
Þá töldu menn að þetta yrði í lagi svo lengi sem ekki kæmi annar þjóðgarðsvörður.
Þjóðgarðsvörðurinn kom í þessu tilefni á mánudagsfund til okkar og róaði menn niður, en þeir sem þekkja reglugerð þjóðgarðsins vita að þær eru óþarflega strangar. Á þessum fundi man ég að mönnum þótti við BÞV óþarflega leiðinlegir við þjóðgarðsvörðinn þar sem hún var að gefa í skyn við okkur að hún ætlaði ekki að fara stíft eftir reglugerðinni.
Þá benti Björn Þorri henni á þá staðreynd að reglur væru til þess að fara eftir þeim. Það þótti þjóðgarðsverðin hinsvegar ekki nauðsinlegt. Þegar hún fór af fundinum þá sátu jeppamenn eftir með bros á vör og töldu að þarna ættu þeir bandamann, sem vissulega hefur verið rétt á þeim tíma.
Síðan hafa hlutirnir breyst þarna fyrir vestan, gæti verið að umferð hafi aukist og samfara því hafa göngumenn horfið á braut. Hvort það sé gott eða slæmt læt ég liggja á milli hluta. Annað sem hefur verið okkur óhagstætt og því miður ekki til framdráttar. Það er utanvega akstur með Jökulhálsslóðanum, þar hafa jeppamenn sneitt framhjá sköflum á veginum eða þá ekið af slóðanum á snjólausu inn að jökli.
Á þessum Ólafsvíkur fundi þar sem Skúli formaður átti að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og reina að forða okkur frá akstursbanni, þá var staða hans strax veikt þegar þessum utanvegarakstri er veifað.
Snjófellsmenn hafa auðvita átt sinn þátt í þessari neikvæðu umfjöllum um jeppamen en þeir hafa átt í sífellum erjum við þá undanfarinn misseri. Hef ég stungið upp því við Tryggva hvort hann hefði ekki getað sett upp smá upplýsingarskilti eða leiðbeiningar fyrir jeppafólk, til þess að það viti hvar það megi aka. Því það er nú þannig þegar komið er að aðstöðu Snjófells þá eru hjólför um allt bæði eftir vélsleða og jeppa og menn vita ekkert hvert þeir eiga að fara. Trygga finnst það vera ofverk sitt að setja upp leiðbeiningar og vill heldur rífast og skammast í jeppamönnum enda á hann jökulinn skuldlausan.
Nú seinni misserum hefur hallað undan fæti hjá þessu fyrirtæki og hefur því Snjófell viljað koma á fjórhjólaleigu og nýta að mér skilst Jökulhálsinn til þeirrar starfsemi, þætti mér það skjóta skökku við í þessari umræðu ef það væri leift.Samút
Má segja að þessi séu einn pakki, þar að segja slóðamál, þjóðgarðsmál ofl. Er því ekki úr vegi að fjalla lítillega um Samút, samtök útivistafélaga. Eðlilegt væri að beita þeim samtökum í svona málum. En um reglugerð Skaftafellsþjóðgarð var fjallað hjá Samút því samtökin hafa lagalegan rétt til þess að vera umsagnaraðili.
Gerðu samtökin alvarlegar athugasemdir við bróðurpart þeirra reglna sem púslaðar höfðu verið saman í flýti fyrir þjóðgarðinn ( af vankunnáttu mönnum ). Í framhaldinu á því máli voru samtökin nánast algjörlega hunsuð og ráðherra hélt því fram að þessi reglugerð hafi verið samþykkt í sátti við allt alla. Mjög líklega veit hún ekki annað en svo sé og er því í góðri trú. Þess vegna er mikilvægt að formaður Samút komi mótmælum okkar á framfæri. Nú veit ég ekki hvort það hefur verið gert ( tel það þó ólíklegt ) Er það miður að formaður Samút hunsi eigin samtök sem voru þó nánast einhuga í afstöðu sinni til reglugerðarinnar um þjóðgarðinn.Það sem þarf að gerast í nánustu framtíð er það að koma sjónarmiðum okkar á framfæri við umhverfisráðherra þannig að það sé sólklárt að hún þekki afstöðu okkar. Til þessa að svo megi verð má alls ekki nota neina milliliði sérstaklega ekki formann Samút sem er flöskuháls í þessu máli.
Fyrst ráðherra vill ekki funda með Samút ?sem ég hef ekki frétt af að hafi gerst? þá er eina leiðin að senda netpóst eða skrifa um þessi mál í dagblöðin.
Það væri kannski verðugt verkefni fyrir umhverfisnefnd klúbbsins að skrifa nokkra greinar í blöðin og upplýsa almenning um stöðu mála, það gæti þá allt ein gerst að ráðherra ræki í það augun og sæi að allir eru ekki eins áttir og hún heldur. Jón Snæland
12.03.2005 at 10:29 #518658Ég varð ekki hissa þegar ég heyrði um þetta mál fyrir vestan. Það stendur í lögunum að öll umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð nema með leyfi þjóðgarðsvarðar. Fannst mér allveg ótrúlegt að það var samþykkt á sínum tíma að hafa þetta inni. Ég átti hins vegar von á að nánast allt hálendið færi undir svona lög og svo yrði akstur bannaður nema eftir ákveðnum leiðum.
Það er góður punktu að hafa fundargerðir stjórnar aðgengilegar á vefnum fyrir félaga, svo við getum aðeins fylgst með hvað stjórnin er að bauka.
Uppgjör ferða er líka eitthvað sem á að vera sýnilegt.
Og svo þessi gamla lumma með skálgjöldin, það er allveg ótrúlegt að fólk sem keyrir um á jeppum uppá margar milljónir geti ekki staðið skil á skitnum 800 kalli fyrir gistingu.
Þegar við komum í Árbúðir 21. janúar hafði enginn skrifað í gestabókina síðan Eddi kom í október og gerði skálann kláran fyrir veturinn samt var þar tómur gaskútur.
Kveðja Lella
12.03.2005 at 14:59 #518660
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil nú ekki gagnrýna störf formanns Samút hér hvað þetta varðar, en hins vegar hefur dregist óhemju lengi að fulltrúar samtakanna fái fund með umhverfisráðherra. Óskað var eftir þessum fundi fyrir jól og sú fundarbeiðni ítrekuð held ég megi segja tvisvar, en að sögn vegna anna í ráðuneytinu hefur fundur ekki fengist. Fyrr en nú því þær gleðifréttir get ég flutt að í gær kom tilkynning um að ráðherra ætlar að hitta okkur á mánudag. Á þann fund fer ég ásamt formanni Samút og fulltrúa Jöklarannsóknafélagsins. Þar munum við leggja aðaláhersluna á að fá ráðherra til að taka inn okkar tillögur um akstursbönnin í reglugerðina um Skaftafellsþjóðgarð enda var sú útfærsla þannig að öll útivistarsamtök í Samút gátu vel sætt sig við þær, en í staðin er núverandi útfærsla gjörsamlega óviðunandi fyrir okkur og sleðamenn.
Með Snæfellsjökul þá hef ég heyrt það sjónarmið hjá allnokkrum félagsmönnum að hann skipti ekki máli og megi fórna. Maður keyrir í tvo tíma eftir leiðinlegu malbiki til að keyra svo upp eina smá brekku. Það er hins vegar nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þarna. Í fyrsta lagi þá er það svo að þó svo Reykjavík sé auðvitað nafli alheimsins eins og allir vita þá búa félagsmenn okkar víðar og fyrir þá sem eru á Vesturlandi getur verið mikill missir af því að skeppa þarna í góðan sunnudagstúr. Í öðru lagi er jökullinn á margan hátt heppilegur til að byrja sinn jöklaakstur, lítið afmarkað svæði og stutt í byggð. Í þriðja lagi er einfaldlega virkilega gaman að koma þarna upp í góðu veðri. Ég held því að við eigum ekki að kæra okkur kollótta um þetta.
Ég gat hins vegar ekki séð að til stæði að banna allan akstur á jöklinum. Það verða hins vegar örugglega settar einhverjar frekari takmarkanir, bara spurning um hvernig þær verða útfærðar. Þjóðgarðsyfirvöld vilja að því ég best gat heyrt að þetta sé vettvangur fyrir hvers konar útivist og jeppar og sleðar ekki undanskildir í því. Heimamenn líta á þetta sem segul fyrir sína ferðaþjónustu og það er bara gott mál að svona þjóðgarður geti orðið til þess að byggja upp annan atvinnurekstur á landsbyggðinni en stóriðju. Það sem er verið að horfa í er að það eru allir búnir að missa áhugann á að ganga á jökulinn vegna mikillar vélaumferðar. Ég þekki þetta sjálfur því fyrir 6-7 árum gekk ég þarna upp og hét mér því þá að gera það ekki aftur. Það var reyndar aðallega vélsleðaumferðin sem truflaði mig, sá ekki nema einn jeppa í miðjum hlíðum og hafði svosem ekki af honum ama. Ferðafélagið var lengi vel með árlega göngu á jökulinn en þegar svo var komið að þátttaka í henni var komin niður í ekki neitt var því hætt. Auðvitað vildum við helst mega gera þarna hvað sem er og sömuleiðis myndu göngumenn helst vilja alla vélaumferð burt (það sjónarmið kom fram hjá einum aðila á fundinum en fékk ekki sérstakan hljómgrunn). Og svo þætti Tryggva örugglega best ef hann einn mætti aka um jökulinn og við yrðum að kaupa farmiða hjá honum upp. Ekkert athugavert við það, hver vill ekki einokunarstöðu í sínum bissness þegar grannt er skoðað. Niðurstaðan verður örugglega einhver millileið þar sem allir sætta sig við eitthvað minna en draumaveröldina. Það sem mér finnst hins vegar aðal atriði er að eitt gangi yfir alla, þar sem leyft sé að aka gildi fyrir alla og þau bönn sem eru í gangi gildi fyrir alla. Eins að útkoman taki nokkuð jafnt tillit til allra sjónarmiða. Svo þarf að skoða útfærsluna vel, hvort það eigi að gilda bönn ákveðna daga eða tímabil, hvort það séu ákveðin svæði eða hvernig þetta verði útfært.Það er hins vegar rétt sem Jón ofsi segir að það styður ekki málstað okkar að þarna hafa verið vaxandi ummerki eftir utanvegaakstur á jökulhálsinum. Annars vegar eru menn að sneiða framhjá sköflum á veginum og svo þegar snjórönd og vegur nær ekki saman hafa menn verið að keyra út fyrir veg til að komast í snjó. Svona gera alvöru jeppamenn náttúrulega ekki! Þeir sem treysta sér ekki í gegnum skaflinn á veginum hafa bara ekkert að gera á jökul og ef ekki er hægt að komst í snjó á vegi er ekkert annað að gera en sætta sig við það. Annað mál sem við megum huga að og það er að margsinnis er búið að ítreka að keyra ekki í slóðinni eftir troðarann. Hún er hugsuð til að skíða niður og ef djúp jeppaför eru í henni eða þvert yfir hana skapar það augljósa hættu. Sá sem lendir í því að koma á skíðum á fullri siglingu og flýgur á hausinn af þessum sökum er líklegur til að verða einharður stuðningsmaður þess að jeppar verði bannaðir á jöklinum, jafnvel þó hann slasist ekki. Eða ef við orðum þetta aðeins öðruvísi: Ef við viljum fá á okkur algjört bann er árangursrík leið að aka sem mest utan vega og sikksakka svo yfir troðaraförin á leinni upp, hins vegar ef við viljum fá sanngjarna útkomu úr þessu látum við slíkt vera. Nú hef ég heyrt að Snjófell eigi til að leggja slóðina þannig að óhjákvæmilegt sé að krossa hana, en þá er það einfaldlega mál enn eitt sem umferðastýring á jöklinum þarf að taka mið af.
Kv – Skúli
12.03.2005 at 19:56 #518662
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta getum við ekki látið viðgangast og legg eg til að þetta verði kært til umboðsmanns alþingis og félagar 4×4 viðhafi öflug motmæli.
ps eg hef ekki ennþá fengið giróseðilinn eftir að eg skraði mig her a netinu Kv Agnar
12.03.2005 at 23:46 #518664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll það getur tekið smá tíma að fá sendan gíróseðil.
Annars er mjög gott ef þér er farið að lengja eftir félagsnúmeri, að hafa samband við starfsmann okkar.
Hún heitir Selma og er síminn 5684444. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum milli 11 og 14.00.
kv Agnes Karen
Gjaldkeri f4x4.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.