This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Dagskrá stjórnarfundar
8. maí 2007 kl 18.00Fyrsti fundur nýrrar stjórnar sem skipa
Agnes Karen Sigurðardóttir
Jón G Snæland
Barbara Ósk Ólafsdóttir
Þorgeir Egilsson
Tryggvi R Jónsson
Óskar Erlingsson
Eyþór GuðnasonDagskrá.
1 Verkarskipting stjórnarmanna.
Ritari verður Jón G Snæland
Gjaldkeri verður Barbara Ósk Ólafsdóttir
Félagsfundir ( má mánudagsfundir ( Tryggvi og Þorgeir ).
Tengiliðir við nefndir
1 Vefnefnd Óskar Erlingsson
2 Umhverfisnefnd Jón G Snæland
3 Skálanefnd Eyþór Guðnason
4 Hjálparsveit Þorgeir Egilsson
5 Litlanefnd Barbara Ósk Ólafsdóttir
6 Ritnefnd Eyþór Guðnason
8 Nýadalsnefnd Eyþór Guðnason
9 Tækninefnd Óskar Erlingsson
10 Húsnæðisnefnd Agnes K Sigurðardóttir
11 Árbúðarnefnd Þorgeir Egilsson
12 Skemmtinefnd Agnes K Sigurðardóttir
13 Fjarskiptanefnd Tryggvi R Jónsson2 Fundur með nefndamönnum Fundur með nefndarmönnum var ákveðið að halda, þriðjudaginn 15 maí, kl 20:00 í Mörkinni 6 efri hæð.
3 Atburðardagskrá klúbbsins. Farið var í gegnu sumar og vetrardagskrá. Og verður dagskráin kynnt fljótlega.
4 Almennur félagsfundur í júní verður í höndum Tryggva og Þorgeirs.
5 Opið hús á fimmtudögum.
Agnes hefur þegar útbúið listann yfir umsjónarmenn opinna hús, út starfsárið. Og verður hann kynntur á f4x4.is
6 Starfsleyfi fyrir Setrið:
Sækja þarf um starfs leyfi fyrir Setrið.
Kostnaður vegna umsóknar er 7000 kr og síðan 14000 kr á ári að viðhalda því. Til þess að fá starfsleyfi, fer fram úttekt á Setrinu. En Setrið verður að standast kröfur tryggingarfélaga. 7 Sumarhátíð
Sumarhátíð 20-22 júlí verður haldin að þessu sinni í nágrenni við Vík í Mýrdal, og munu jeppamenn ( 3 á flugi ) í Vík ásamt fleirum sjá um undirbúning hennar að þessu sinni.
8 Indriðastaðir
Ákveðið var að halda fund á ný með deildum og nefndum að Indriðastöðum í Skorradal 7 september. Agnes sér um að panta.
12 Önnur mál
Ferlunarmál: Ágætis gangur hefur verið í ferlunarmálum og eru komnir 1530 ferlar í sumarferla safnið sem eru að magni um 15000 kílómetrar.
Undirbúningur er hafinn að ferlun í sumar í samvinnu við LMÍ.
T,d er í undirbúningi æfingaferð í lok mánaðarins.
Samút:
Jón G Snæland kom með tillögu um það að Þorsteinn I Víglundsson væri stjórnkjörinn varamaður Jón G Snæland í stjórn Samút. Stjórnin var öll sammála þessari tilhögun.
Jón fór einnig lítillega yfir stöðu Samút og hvernig skipan fulltrúa í Vatnajökulsþjóðgarð verði háttað.
Ferðaklúbburinn 4×4 25 ára:
Ákveðið var að setja saman afmælisnefnd. Barbara Ósk, gaf kost á sér í slíka nefnd. Jón Snæland sagðist geta lagt henni lið ( vantar fólk í afmælisnefnd ).
Ýmsar hugmyndir komu fram um afmælisárið. Barbar stakk upp á því að haldinn væri sýning í Vetrargarðinum og þar sem megin þemað vari að rifja upp árdaga klúbbsin allt fram á daginn í dag. Síðan mætti halda stórferð klúbbsin helgina eftir, eða 10 mars og reyna að tvinna þessa atburði saman.
Vetrarslútt Litlunefndar:Fundarritari Jón G Snæland
You must be logged in to reply to this topic.