This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ferðaklúbburinn 4×4 Stjórnarfundur 24 maí 2007 Reykjarvík ( Úrdráttur ).
Mættir: Tryggvi, Óskar, Jón, Agnes, Barbara, Eyþór, Þorgeir
Dagskrá:
1 Samningar:
Farið var yfir ýmsar gamla samninga Ferðaklúbbsins 4×4. En ætlunin er að koma þeim á tölvutækt form og síðan í nethýsingu ( einskonar bókasafn ).2 Árbúðir:
Stjórn er ljóst að samningur Ferðaklúbbsins 4×4 og Bláskógabyggðar er í fullu gildi til 1 Júní 2008, og verður því sem bréf þess efnis á sveitarstjórn Bláskógarbyggð. Og gerðar athugasemdir við útleigu þeirra á Árbúðum til þriðja aðila.3 Tengiliðir nefnda:
Agnes fjallaði um tengilið nefnda og taldi að kannski hefði mátt hrókera tengiliðum betur, þar sem tengiliðirnir lenda kannski ekki þar sem hugur þeirra stendur til. Og er algengt að tengiliðir verði tengiliðir við þær nefndir sem þeir voru í áður, samanber Óskar við vefnefnd og Eyþór við skálanefnd.
Óskar Erling ætla að ganga í það að lagfæra og koma á stjórnarmenn póstföngum, nefnda og deilda ( meil grúbbur ).4 Umhverfismál:
Á réttum slóðum stjórn fjallaði um verkefni og mun tengiliður stjórnar koma sjónarmiðum áfram á umhverfisnefnd.Stjórn fjallaði um nýja hálendisveganefnd samgönguráðherra fráfarandi. Samút hefur þegar farið fram á að fá fulltrúa í nefndina og er lögð áhersla á að Ferðaklúbburinn 4×4 fái þann fulltrúa. Ekki er fullkomlega ljóst hlutverk nefndarinnar, þrátt fyrir starfslýsingu ráðherra. Er því lagt til að aðeins verði dregið að tilnefna fulltrúa 4×4, þar til gleggri mynd fæst af starfslaginu.
Nefnd skipuð um hlutverk og gerð hálendisvega 10.5.2007
Samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem leggja á tillögur fyrir ráðherra um hlutverk og gerð hálendisvega og slóða utan og innan friðlanda og þjóðgarða. Einnig er nefndinni falið að leggja fram hugmyndir um framtíðarþróun vegakerfis hálendisins.
Nefndin er meðal annars skipuð með hliðsjón af mikilli umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu um gerð og framtíð vega um hálendi Íslands. Nýjar hugmyndir um hálendisvegi kalla á úttekt á notagildi vega sem fyrir eru og nauðsynlegt er að heildstæð mynd af vegakerfi hálendisins liggi fyrir áður en frekari ákvarðanir eru teknar um hugsanlega uppbyggingu slíkra vega. Nefndinni er falið að fjalla um hálendisvegi og slóða sem ýmist eru skráðir í kerfi Vegagerðarinnar eða eru óskráðir og að leggja tillögur fyrir samgönguráðherra um hvar mismunandi gerðir vega verði notaðar.
Í skýrslu um umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007 til 2018 kemur fram að nauðsynlegt sé að yfirvöld móti heildarstefnu og framtíðarsýn um hálendi Íslands í því skyni að samgönguáætlun geti samræmst henni.
Formaður nefndarinnar verður Friðrik Pálsson, hótelstjóri og ferðaskipuleggjandi. Aðrir nefndarmenn eru Eymundur Runólfsson forstöðumaður, tilnefndur af Vegagerðinni, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, skipuð án tilnefningar, Magnús Hallgrímsson, tilnefndur af Landvernd, Pálmar Sigurðsson skrifstofustjóri, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar og Trausti Baldursson fagsviðsstjóri, tilnefndur af Umhverfisstofnun. Ritari nefndarinnar er Eiríkur Bjarnason, verkfræðingur í samgönguráðuneytinu.
Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en í nóvember á þessu ári til að hún nýtist við endurskoðun samgönguáætlunar 2009-2012.6 Afmælisnefnd 25 ára afmæli 2008.
Barbara Ósk hefur þegar hafið undirbúning að afmælishátíð og mun verða skipuð hátíðarnefnd. Hugmyndir afmælishátíðar verða kynntar síðar.Önnur mál
Litlanefnd. Ákveðið var að boða nefndina á fund stjórnar þriðjudaginn eftir hvítasunnu kl 18.00.
Nýidalur.
Agnes gerði gein fyrir aðdranganda aðildar okkar að uppbyggingu Nýadals.
Ekki tókst að ljúka þessum lið, en stjórnarmenn voru samsinna því að mikil vinna væri við uppbyggingu Nýadals, en skálinn gæfi þó mikla möguleika til ferðamennsku. Verður því Nýadalsmálið á dagskrá næsta stjórnarfundar.Fundi slitið kl 20.28
Ritari Jón G Snæland
You must be logged in to reply to this topic.