This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Kristján Kristjáns 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Frá því að ég gekk í klúbbinn og fór að fylgjast með stöfum hans hefur sitjandi stjórn ávallt sætt gagnrýni, verðskuldaðri og óverðskuldaðri. Oft hefur þó jaðrað við beinar árásir og stjórnin eða einstaka stjórnarmenn sakaðir um að vera ekki að vinna sína vinnu sem stjórnarmeðlimir eða beinlínis vera að vinna að eigin hagsmunum á kostnað klúbbsins. Ýmsir þræðir hafa verið stofnaðir þar sem gefið er í skyn að stjórnin sé með allt niður um sig og geri ekkert rétt. Væri ekki einfaldara að senda viðkomandi tölvupóst og fá svör og ef menn sætta sig ekki við þau þá birta þau á spjallinu. Stjórnin er kosin til ákveðins tíma og á að vera dæmd af verkum sínum í lok stjórnarsetu hvers og eins en ekki fyrirfram.
You must be logged in to reply to this topic.