Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stilltur Koni
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorsteinn Svavar McKinstry 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.06.2006 at 09:11 #198124
AnonymousVar að velta fyrir mér hvort einhver ykkar spekinganna geti frætt mig aðeins um þetta stillanlega í Koni dempurum.
Ég er með 33″ Terrano, og ætla að hafa demparana lítið eitt stífari en orgínal dempara.
Veit einhver ykkar hvaða stillingu ég skuli nota á þessum dempurum?
Er hægt að breyta stillingunni á einfaldan hátt eftir að þeir eru komnir í?Takk fyrir hjálpina!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.06.2006 at 13:49 #554992
þessa dempara stillirðu með því að þrykkja þeim alveg saman og snúa, réttsælis til að stífa en rangsælis til að slaka. Illmögulegt nema að taka þá úr.
Kv Hjalti
21.06.2006 at 14:05 #554994Sæll
mér þykir líklegt að þú finnir mikinn mun á orginal dempurunum og svo koni, þótt þeir séu stilltir í mýksta.
Koni demparana mína er hægt að skrúfa í 7 hringi, og þegar ég hef stillt mína hef ég yfirleitt alltaf skrúfað þá alveg út í mýkstu stöðu og talið svo hálfhringi inn þar til ég er sáttur við stífnina.
einn og hálfur hringur er t.d. mjög fínt að aftan fyrir mig á stutta krúser. Farðu varlega í að skrúfa þá saman, það munar ótrúlega miklu á einum hring…. byrjaðu rólega og það er ekkert mál að stilla þessa dempara yfirleitt þegar þeir eru komnir í, bara losa að neðan og reka alveg saman til að skrúfa.
ég hugsa að þú rífir og slítir allar festingar ef þú herðir þá í botn
þessir demarar eru gríðarlega skemmtilegir.
22.06.2006 at 00:43 #554996þá datt mér hug að nota hann til fyrirspurna. Er einhver galli á því að nota olíu dempara að aftan á Patrol ´94 á 35"? Ég þarf að lengja þá eða gera einhverjar aðrar tilfæringar á þeim sem eru núna (orginal) og þá er spurning hvað best sé að fá sér eða gera?
Bkv. Magnús G.
22.06.2006 at 12:12 #554998ef þú ert með breyttann patrol eða ert að breyta mundi ég fara út í koni olíu þeir eru skemmtilegir og hægt að gera við þá ég er sjálfur með koni Gas hjá mér 4Runner 38" og ekki er hægt að gera við þá svo ég er að keyra þá bara út svo ég geti keypt mér Koni Olíu fyrir næsta vetur. Koni eru dýrir ég ætla ekki að ljúga að þér en þeir eru góðir (annars var demparaþráður hér um daginn um hvað væri best held að flestir hafa talað um koni getur leitað að þeim þræði) en koni er gæddur því að hægt er að gera við þá og í viðgerð er hægt að "adjusta" þá alveg að þínum þörfum skilst mér. getur talað við hvað hann heitir aftur sérfréðing um koni hjá bílanaust og hann gefur þér 411 á allt um koni. Vona að þetta hjálpi eitthvað
Davíð Karl og runnerinn R-2856
22.06.2006 at 20:51 #555000Mér hefur líka verið sagt af mér fróðari mönnum að gasið henti yfirhöfuð ekki eins vel í jeppa og olían. Ástæðan, sem mér finnst hljóma mjög líklega, er að við miklar hreyfingar, t.d. á malarvegi, hitnar gasið og þenst út. Við það verða dempararnir víst ansi stífir og leiðilegir.
EE.
22.06.2006 at 21:11 #555002Ég er búinn að vera með OME gasdempara að aftan hjá mér í nokkur ár, og er mjög ánægður með þá. Þegar eg verslaði þá voru þeir meira en helmingi ódýrari en Koni demparar, og hafa staðið vel fyrir sínu. Þeir fóru undir með HD gormum og hafa ráðið mjög vel við þessa gorma í öllum aðstæðum.
Hlynur
22.06.2006 at 23:19 #555004Sælir allir. Ég hef reyndar opnað munnin áður hér á spjallborðinu vegna demparaumræðu m.a. og langar að draga fram örfá atriði.
Einhver spurði um nafn demparasnillingsins í Bílanaust. Hann heitir Bjarni og hefur oft aðstoðað mig við að breyta og gera við dempara.
Stillingarnar á dempurunum eru að miklu leiti hugsaðar til að mæta sliti en eru einnig góðar til að fínstilla aksturseiginleika bílsins. má oft ná úr þeim slæmum töktum eins og mikilli yfir- eða undirstýringu með því að stilla demparana eftir ákveðinni reglu. Hafi menn sett mikið stýfari gorma undir t.d. vegna þarfar á aukinni burðargetu t.d. vegna spils og svo frv. þarf að sjálfsögðu oft að auka dempunarkraftinn með því að stilla demparan stífari. þannig að hann vinni betur á móti í kröftugu sundurslagi.
Demparar mýkjast þegar þeir hitna. Þá hitnar olían í þeim og hún verður þunnfljótandi og veitir um leið minna viðnám á ferð sinni í gegnum ventlana ýmist í botnventli í bi-tube eða twin-tube dempurum eða og í stimpilventlum og framhjáhlaupsgöngum. Góðir "olíudemparar" eru twin-tube þ.e.a.s. hafa innri slíf og olíuforðan utanum hana. þannig eru einnig sumir gasdemparar. En flestir nútíma gasdemparar eru monotube þ.e.a.s. húsið er jafnframt slífin sem stimpillinn rennur í.
Ég myndi segja að fyrir jeppamenn sem eru að böglast og brölta í ísskörum og urð þá hljóti það að vera kostur að hafa twin-tube dempara og jafnvel enn praktískara að hafa þá viðgeranlega. Þá koma fáir aðrir til greina en KONI. Ég hef sjálfur dældað dempara á ferðum mínum um fjallvegi og kemur það ekki að sök í twin-tube dempurum. En mono-tube dempari sem dældast er í flestum tilfellum ónýtur. Þó með þeirri undantekningu að þeir þola að dældast neðst á gashólfinu og rykhettu að sjálfsögðu. Gasdempari á ekki að stífna við það að hitna. Tilgangurinn með gasinu er eingöngu sá að halda olíunni undir þrýstingi til að hækka suðumark hennar. Hliðstætt við t.d. kælikerfi í bílum sem er haft lokað og hækkar þá suðumark vatnsins oft í 118°C meðan þrýstingur helst. Ef hins vegar dempararnir eru í turrettum eða inní gormum vel varðir fyrir grjóti og þh. þarf engar áhyggjur að hafa hvort demparinn er af mono- eða twin-tube gerð vegna utanaðkomandi hluta sem gætu rekist í og skemmt.
Við hjá Tomcat á Íslandi erum búnir að vera með KONI undir öllum okkar bílum áfallalaust. Þetta eru breyttir framdemparar úr Patrol en þeir eru 2 cm styttri en original framdempari úr Defender. Við notum sama dempara allan hringinn vegna þess að bílarnir eru jafn þungir í hvert hjól. við erum með mýkri gorma að aftan en stillum demparana 15-30% stífari að aftan til að geta yfirstýrt með afli á stýrðan máta. Þ.e.a.s. ef kreppa þarf beyju í miðri beyju er einfaldlega aukin inngjöfin og töfin sem stífara sundurslagið gefur eykur yfirstýringuna. Við þurfum reyndar að skifta út öllum afturdempurum og fá okkur gas dempara vegna ofhitunarvandamáls að aftan. Ofhitun þýðir minkandi dempunarkraftur og þar hentar gasdemparinn sem lausn. Ætli að það verði þá ekki bráðlega til sölu 6-10 stk KONI framdemparar í Patrol á góðu verði að sjálfsögðu.
Það yrði líklegast til að æra óstöðugan að mæra KONI eitthvað frekar hér. Það þekkja þeir sem reynt hafa að menn sætta sig ekki við neitt annað sem einu sinni hafa reynt KONI.
Kveðja
Steini
Þorsteinn Svavar McKinstry
E.S:
Getum útvegað áhugasömum LandRover eigendum Deflex fjöðrunarfóðringar sem gjörbreyta aksturseiginleikum til hins betra og eru ódýrari en gúmídótið.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.