Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Stilla inn hlutföll
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurþór Þórsson 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.10.2009 at 02:31 #207521
Mig vantar einhvern til að setja 5.29 hlutföll í hilux 05, Köglarnir eru komnir úr..
Ásgeir S: 770-3322
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.10.2009 at 09:53 #662868
Jeppaþjónustan Breytir ehf. Stórhöfða 35, 110 Reykjavík Sími: 567 7722. Algerir snillingar.
19.10.2009 at 12:11 #662870Vitið þið hvað þeir taka fyrir það????
Kv Villi
19.10.2009 at 12:36 #662872Ef maður vildi nú æfa sig sjálfur á einhverjum garminum hvaða græjur þarf til? Geri mér grein fyrir að þetta þarf allt að vera mjög nákvæmt.
Kv. Hjalli
19.10.2009 at 12:54 #662874þú þarft málningu og pensil, málar á kambinn svo þú sjáir hvar pinjóninn er að taka, og stillir þer til það er rétt
19.10.2009 at 15:00 #662876http://www.richmondgear.com/01instructions.html
http://www.gearinstalls.com/tucson1.htm
það hlýtur líka að þurfa að stilla endaslag og slíkt .. en það er gert með skífum ( millilegg )
Kv. Kalli
19.10.2009 at 15:03 #662878Já og nei… Ef þú ætlar að gera þetta sjálfur er ýmislegt sem þú þarft að hafa í huga:
Þú þarft helst að vera með klukku til að geta mælt backlashið milli kambs og pinjóns. 0.12mm algengt en 0,1-0,2 allt í lagi á þessu drifi. Þú þarft oft að prófa þig áfram með skinnuþykkt undir stóru pinjónslegunni (nota nýju leguna við innstillingu ef þú ætlar að skipta um hana) og þá er gott að slípa innan úr gömlu litlu pinjónslegunni sem er nær drifskaptinu því hún þarf stundum að fara á og af nokkrum sinnum, eftir hvað þú ert lengi að ná inn réttum skurði.
En svo þegar þú ert kominn með rétta ákomu á kambinn (neðan við miðja tönn fyrir breyttan bíl án þess þó að sleppa út af tönninni) þá ertu kominn með rétta skinnuþykkt undir leguna og þá þarftu að taka þetta aftur í sundur, setja nýjann krumphólk og litlu leguna á pinjóninn ásamt nýrri pakkdós, herða pinnjóninn þar til hann verður aðeins stífur í og þá setja keisinguna með kamb niður í köggulinn og passa að stilla inn sama backlash og rétta leguherslu þar líka.Annars er mjög gott fyrir óvana menn að fara með þetta á verkstæði (mæli þá með Stáli og Stönsum, Jeppaþjónustunni hjá Agnari í Garðabæ eða Jeppaþjónustunni Breyti Stórhöfða) því röng innstilling getur skemmt fyrir þér nýtt hlutfall á skömmum tíma, og þessu hlutföll hafa ekkert lækkað í verði síðustu misseri.
Kv. Sigurþór
19.10.2009 at 22:54 #662880Ég stillti þetta sjálfur í 4runner hjá mér með 5/71 hlutfalli. Fann góðar útskýringarmyndir og leiðbeiningar um hvernig þetta er gert, man því miður ekki hvar. Var miklu minna mál en ég bjóst við. Alls ekki vera hræddur við að prófa. Það kostar jú alveg helling að láta gera þetta fyrir sig. Ef maður vandar sig bara þá þarf engar áhyggjur að hafa.
20.10.2009 at 11:59 #662882Er að fara í sama pakka nánast. En hvað með verkfæri til þessarna?
Kv. Hjalli
20.10.2009 at 13:06 #662884Átaksskaft og toppur á pinjónsrónna (30mm minnir mig) ég vill nota loftlykil á boltana fyrir kambinn, og líma þá í, 17mm toppur og skrall á boltana sem halda keisingunni, lítill meitill og hamar fyrir splittin á boltana, 12mm lykill fyrir splittin sem koma ofan á legubakka keisingarinnar. Afdráttarkló eða sambærilegt fyrir stóru pinjónsleguna, þægilegast er að nota vökvapressu á hana og gott skrúfstykki. Stilliklukka fyrir backlash-ið.
Þegar pinjóninn er endanlega hertur í með krumphólk og alles finnst mér best að herða drifskaftsflansinn í skrúfstykkið (með drifhúsið þá laust um pinjóninn) og herða þannig pinjónsrónna með góðu skafti þar til það verður aðeins þétt að snúa pinjóninum í.
Ath. að gott er að tékka á herslunni á þessari ró svona eins og fyrir veturinn því hún losnar alltaf smám saman þegar pinjónslegurnar slitna og krumphólkurinn gefur eftir.
Ef þið eruð með loflása er góð regla að skipta O-hringjunum sem þétta loftið inn á drifið út þegar skipt er um hlutfall.Kv. Sigurþór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.