This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Er það þekkt að það sé hreinlega ekki hægt að stilla inn 100 % rétt inn aftermarket lægri drif t.d. 4.56 ? Ég er búin að vera að dunda mér nokkur kvöld við að stilla pinjón í alla mögulega fjarlægð frá drifi og allt mögulegt backlash en það er útilokað að fá skurð sem er fullkomlega ásættanlegur. Sýnist að ég verði að velja úr skásta skurðinn eða fara að röfla í þeim sem seldu mér hlutföllin og fá önnur sem er líklega hæpið. Er það oftast þannig að það sé erfitt að fá réttan skurð og látin nægja sá skásti ?
Hef svo sem ekki mikla reynslu af innstillingum á lægri drifum en hef samt komið nálægt því áður. Ég stillti inn 5.71 drif í tveimur 36″ jeppum sem ég átti og keyrði ég annan bílinn 200.000 km og ennþá í lagi þegar ég seldi bíllinn og ekkert vesen. Hitt 40.000 og var í lagi þegar ég seldi bílinn. Vill vanda þetta betur því það munar tæplega 100 hestöflum á þeim bíl sem ég á núna og gömlu dísil túrbínulausu jöxlunum sem stóðu nú svo sem fyrir sínu.
You must be logged in to reply to this topic.