This topic contains 31 replies, has 11 voices, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 11 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Heilir og sælir félagar,
Það er komið að okkar árlegu stikuferð. Að þessu sinni verður hún föstudaginn 30. ágúst til sunnudags 1. sept.
Að þessu sinni verður stikað nokkurn veginn hring í kringum Heklu. Stikað verður frá syðri Fjallabak um Langvíuhraun að Dómadalsleið í Sölvahrauni. Þetta um 41 km. Svo er verið að spá í að bæta kannski við stikum á einhverjum leiðum þarna í kring, eftir hvernig gengur.
Klúbburinn býður upp á gistingu í Áfangagili fyrir alla sem taka þátt. Það verður einnig sameiginlegur kvöldmatur í Áfangagili, laugardaginn 31. ágúst.
Stikað er í samráði og samvinnu við heimamenn. Langvíuhraunið var stikuð fyrir all nokkru og er þörf á að lagfæra og bæta við, á löngum köflum leiðarinnar.
Frekari upplýsingar, hér á spjallinu innan skamms.
fh. umhverfisnefndar
Bergur Pálsson
You must be logged in to reply to this topic.