This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Unirbúningur stikuferðar umhverfisnefndar 4×4 hefur gengið brösulega í ár.
Sótt var um leyfi til að stika Breiðbak um miðjan júlí, en formlegt leyfi hefur ekki borist enn.
Var því sótt um leyfi til að stika innan friðlands að fjallabaki og kom upp leiðin úr Dómadal um pokahrygg í Hrafntinnusker.
Var þetta auðsótt og barst okkur eftirfarandi póstur frá Ólafi Erni UST:„Umhverfisstofnun þakkar umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 kærlega fyrir gott boð um að stika leiðir á Fjallabaki og vill þiggja að Ferðaklúbburinn stiki leiðina inn að Hrafntinnuskeri, þ.e. leiðina frá Vegamótum Landmannaleiðar að gatnamótum vegar sem liggur upp í Hrafntinnusker annars vegar og niður að Laufafelli hins vegar. Leiðin er 9,7 km samkvæmt korti (sjá meðfylgjandi skjal). Umrædd leið er erfið yfirferðar og samkvæmt athugun Umhverfisstofnunar hefur verið töluverð hætta á akstri utan vega á leiðinni. Því telur stofnunin að stikunin muni hafa jákvæð áhrif á öryggi ferðamanna og draga úr líkum á akstri utan vega.“
Stikuferð Umhverisnefndar hefst því laugardaginn 4 september kl 08.00 í Select á höfða. Haldið verður þaðan í Dómadal um landveg og stikað úr Dómdalnum í Hrafntinnusker.
Að lokinni stikun verður haldið í Dalakofan, skála Útivistar í boði Útivistar og Grillað í boði F4x4. Gist verður 1 nótt í Dalakofanum, en um 20 gistipáss eru í skálanum.
Á sunnudegi verður valin skemtileg útsýnisleið á leið til byggða.
Skráning er hér á vefnum og hjá umhverfisnefd hja f4x4.is og hjá Diddu s-6948862
Taka skal fram hve margir eru í bíl, símanúmer, hvort verður gist en takmarkað gistipláss er í skálanum.
Skráningargjald: góða skapið.
Kvaðir: Ekki er ekið utanega og endalaust púl.
kveðja Dagur umhverfisnefnd F4x4
You must be logged in to reply to this topic.