FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Stikuferð umhverfisnefndar 4×4 2010

by Dagur Bragason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Stikuferð umhverfisnefndar 4×4 2010

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 14 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.08.2010 at 21:11 #214221
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant

    Unirbúningur stikuferðar umhverfisnefndar 4×4 hefur gengið brösulega í ár.
    Sótt var um leyfi til að stika Breiðbak um miðjan júlí, en formlegt leyfi hefur ekki borist enn.
    Var því sótt um leyfi til að stika innan friðlands að fjallabaki og kom upp leiðin úr Dómadal um pokahrygg í Hrafntinnusker.
    Var þetta auðsótt og barst okkur eftirfarandi póstur frá Ólafi Erni UST:

    „Umhverfisstofnun þakkar umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 kærlega fyrir gott boð um að stika leiðir á Fjallabaki og vill þiggja að Ferðaklúbburinn stiki leiðina inn að Hrafntinnuskeri, þ.e. leiðina frá Vegamótum Landmannaleiðar að gatnamótum vegar sem liggur upp í Hrafntinnusker annars vegar og niður að Laufafelli hins vegar. Leiðin er 9,7 km samkvæmt korti (sjá meðfylgjandi skjal). Umrædd leið er erfið yfirferðar og samkvæmt athugun Umhverfisstofnunar hefur verið töluverð hætta á akstri utan vega á leiðinni. Því telur stofnunin að stikunin muni hafa jákvæð áhrif á öryggi ferðamanna og draga úr líkum á akstri utan vega.“

    Stikuferð Umhverisnefndar hefst því laugardaginn 4 september kl 08.00 í Select á höfða. Haldið verður þaðan í Dómadal um landveg og stikað úr Dómdalnum í Hrafntinnusker.
    Að lokinni stikun verður haldið í Dalakofan, skála Útivistar í boði Útivistar og Grillað í boði F4x4. Gist verður 1 nótt í Dalakofanum, en um 20 gistipáss eru í skálanum.
    Á sunnudegi verður valin skemtileg útsýnisleið á leið til byggða.
    Skráning er hér á vefnum og hjá umhverfisnefd hja f4x4.is og hjá Diddu s-6948862
    Taka skal fram hve margir eru í bíl, símanúmer, hvort verður gist en takmarkað gistipláss er í skálanum.
    Skráningargjald: góða skapið.
    Kvaðir: Ekki er ekið utanega og endalaust púl. :)

    kveðja Dagur umhverfisnefnd F4x4

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 28.08.2010 at 21:18 #701254
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Skráning
    Dagur Bragason s-8940095
    Farþegi: 1
    Gisting: já 1 fullorðinn og 1 barn.
    Bíll: Hálfpatti með öllum græjum.





    28.08.2010 at 21:43 #701256
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þarft og gott verk hjá umhverfisnefndinni að stika þessa leið. Vonandi flækist skiffinska hans Opinbera Geira ekki fyrir því að hægt verði að stika Breiðbak næsta ár, þar er líka full þörf á að endurnýja stikurnar sem Sigurjón Rist setti niður á sínum tíma. Flott hjá Ólafi hjá Ust að bregðast snöggt við og hagnýta vinnusemi 4×4 í þágu umhverfisins.
    Rétt að taka fram að frágangi á Dalakofanum er ekki lokið að fullu, eitthvað sem eftir er að fínpússa og syðri burstin ókláruð. Eins á eftir að græja til vatn, rafmagn og ýmis þægindi. Þó er komin bráðabirgðalausn á vatnsmálin sem byggja á því að handdæla vatni í 200 l tank úr Markarfljóti, púlvinna en ætti ekki að standa í kröftugu stikuliði umhverfisnefndar. Bara muna að opna krana sem eru ofan og neðan við dæluna og loka þeim aftur eftir að dælingu er lokið. Vatnsklósett er því virkt. Svefnrými er þannig að í rúmum er pláss fyrir 10 (5xtvíbreitt), svefnloft þar yfir tekur 6 og svo er "hanabjálkasvefnloft" þar sem allt að 10 sáttir geta komið sér fyrir. Auk þess er eitthvað af auka dýnum.
    Myndir af skálanum má sjá hér:
    http://www.utivist.is/utivist/frettir/? … _id=366742
    Kv – Skúli
    P.s. Þeir sem ekki komast í stikuferðina en vilja fara í góða vinnuferð á fjöll eru velkomnir í vinnuferðina helgina eftir stikuferðina. Og auðvitað líka þeir sem fara í stikuferðina en vilja komast aftur í Dalakofann :o)





    29.08.2010 at 00:32 #701258
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Sælir félagar. Þetta líst mér vel á. Ég fór í dag uppí Hrafntinnusker í ógleymanlega fallegu veðri og sá að töluvert er af stikum á leiðinni, en þörf á að þétta þær og bæta í skörð þar sem stikur hafa brotnað. Af hverju er ekki vilji fyrir að stika alla leið fram að Laufafelli eða var það ekki nefnt. Ég kemst því miður ekki í þetta núna. Svo frétti ég að búið er að skila steininum á sinn stað í Dómadalshrauninu. Vonandi eiga þátttakendur skemmtilegan dag.Með kveðju Olgeir





    30.08.2010 at 19:43 #701260
    Profile photo of Guðmundur Geir Sigurðsson
    Guðmundur Geir Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 69

    Ég og konan mæta, er á Trooper, með öllum græjum.
    Gisting fyrir 2





    30.08.2010 at 20:13 #701262
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Það er eitt djúpt úrrennsli alveg í vegkantinum þar sem Pokahryggurinn er mjóstur. Þar þyrfti að koma stika sem er 2 metrar lágmark og reyndar vantar efni í þessa grottu sem er stórhættuleg ef laus snjór leggst yfir. Kv. Olgeir





    30.08.2010 at 20:32 #701264
    Profile photo of Sæbjörg Richardsdóttir
    Sæbjörg Richardsdóttir
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 127

    Sæl,

    Eftir að hafa spjallað lítillega við Ólaf Arnar hjá UST í dag, stendur okkur til boða að stika leiðina frá Dómadal yfir að gatnamótum Hrafntinnusker/Laufafell og þaðan bæði inn að íshellunum við Hrafntinnusker og yfir að Laufafelli. En Olgeir bennti á í pósti hér framar að þá leið væri einnig vert að stika. Við reynum að vanda til stikunnarinnar, þannig að hún komi að sem mestu gagni.
    Kveðja Didda

    Didda mætir á Dúllunni. Gisting fyrir 2-3





    31.08.2010 at 09:13 #701266
    Profile photo of Davíð G. Diego
    Davíð G. Diego
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 12

    Davíð Diego (8220891) er til í að mæta, er 1 á LC90 með flestu.





    31.08.2010 at 09:50 #701268
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Sæl öll. Þessar stikuferðir hafa verið fastur liður í hauststarfinu hjá mér á undangengnum árum og eru þetta einhverjar skemmtilegustu ferðir sem ég fer í, góðir ferðafélagar, líf og fjör og afbragðs líkamsrækt. Því miður er það svo að ég kemst ekki þetta árið og þykir mér það mjög miður að grái Mussoinn skuli ekki verða sýnilegur á myndum úr ferðinni þetta árið. Ég vil hvetja alla félaga, nýja sem gamla að skrá sig í þessa ferð, þarna er t.d. kjörinn vettvangur fyrir nýja félaga að kynnast öðrum klúbbmeðlimum og mynda tengsl sem geta leitt af sér góða ferðahópa í framtíðinni. Svo er alltaf þessi góða tilfinning sem fylgir þessum ferðum að maður sé að gera gagn og það er vissulega verið að gera gagn í þessum ferðum. Koma svo félagar, skrá sig.

    Kv. Logi Már.





    31.08.2010 at 13:07 #701270
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Og að öllu undanskrifuðu í þessum þræði, má ekki gleyma því hversu gríðarlega fallegt þetta svæði er auk þess sem fáir hafa eflaust komið í Dalakofann fyrr.

    Kv. Magnús G.





    31.08.2010 at 22:41 #701272
    Profile photo of Sæbjörg Richardsdóttir
    Sæbjörg Richardsdóttir
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 127

    Góður pistill hjá þér Logi Már, við komum til með að sakna þín (og gráa Mussosins) í haust, en ef aðstæður verða þannig, kíkir þú etv. til okkar :).
    Við sem höfum ferðast um svæðið getum tekið undir með Magnúsi/Magnum um fegurð svæðisins, mikilfengleika og fjölbreytileika þess. Dalakofinn verður spennandi viðbót við ferðina, en þar held ég að Útivist sé að eignast enn einn gullmolann í skálaseríu sinni.
    Fyrir áhugasama vil ég benda á að hægt er að skrá sig hér á spjallþræðinum og tilkynna þannig þátttöku, senda póst til Umhverfisnefndar ( [url]umhverfisnefnd@f4x4.is) eða bara hringja í mig

    Kveðja Didda
    gsm 694 8862





    01.09.2010 at 08:44 #701274
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Góðan daginn félagar.

    Ég hef mikinn áhuga á því að koma með. Lít á þetta svæði sem mitt ;O) Vann við það tvö sumur að aka útlendingum um þetta svæði (92 og 93) og fór td 25 daga í röð inn í Sker í júlí 93. Eftir slíka törn fær maður auðvitað pínu leiða á starfinu ;O)

    En ég mæti á mínum fjallabíl og tek með mér einn ungling og hugsanlega einn fullvaxinn bróðir (ef hann vill koma með)

    Kv
    Palli #77 GSM 664-2103 og NMT virkar ekki ;O)





    01.09.2010 at 12:39 #701276
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Það er ekki hægt að sleppa þessarri ferð svo við ætlum að skrá okkur.

    Magnús Guðmundsson R-2136, líklega á 31" Musso
    Linda Sif 16 ára og Guðmundur Freyr næstum 14 ára óvíst með litla skottið.

    Kv. MG





    01.09.2010 at 13:18 #701278
    Profile photo of Sæbjörg Richardsdóttir
    Sæbjörg Richardsdóttir
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 127

    Sæl,
    Fyrir áhugasama vildi ég benda á að það er smá grein í Fréttablaðinu í dag 01.09.2010 um Dalakofann. Greinina má sjá í fylgiblaðinu sem heitir "ALT" og er á bls. 3.

    Kveðja Didda





    02.09.2010 at 12:57 #701280
    Profile photo of Þórður Ámundason
    Þórður Ámundason
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 238

    Það er ekki hægt að vera án þessara stikuferða…..skráði mig :)
    Kem á mínum 3/4 Pajero og verð með einn farþega :)
    Þórður Ámundason





    03.09.2010 at 22:04 #701282
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Nú er stikuferðinn í fyrramálið og allir geta komið með, en aðeins skráðir fá gistingu og grill.
    kveðja Dagur





    07.09.2010 at 13:18 #701284
    Profile photo of Sæbjörg Richardsdóttir
    Sæbjörg Richardsdóttir
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 127

    Vel tókst til með stikuferð umhverfisnefndar. Við fengum góðan og öflugan mannskap með í ferðina. en alls voru 16 manns á 7 bílum með í för. Veðrið hefur verið betra á svæðinu, en fólk lét það ekki á sig fá.
    Leiðin sem stikuð var lá frá Landmannaleið yfir pokahrygg að gatnamótum Hrafntinnuskers og Laufafells. Áfram var haldið og annarsvegar var leiðin stikuð inn að íshellum, og hinsvegar í átt að Laufafelli. Samtals voru endurstikaðir ríflega 30 km. Leiðin öll hafði áður verið stikuð, en við þéttum stikurnar með nýjum, reistum við og lagfærðum þær gömlu sem áður voru. Áætla má að notaðar hafi verið hátt í 200 nýjar stikur á leiðinni. Ég vil fyrir hönd umhverfisnefndar þakka þessum góða hópi sem stóð sig í alla staði frábærlega – skemmtilegt fólk sem gaman var að ferðast með.

    Kveðja
    Didda





    08.09.2010 at 10:23 #701286
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Ég vil þakka fyrir þetta framtak sem var orðið verulega aðkallandi. Ég fór um helgina upp að Hrafntinnuskeri og sá hvað þetta var flott hjá ykkur. Til dæmis stikur báðum megin á brúninni á Snjógilinu. Stikun getur aldrei verið nema til bóta sérstaklega fyrir ókunnuga í dimmviðri. Ég held að ekki yrði grátið þó að gamla Dyngjuleiðin væri stikuð einhverntíma,ef ekki fást leyfi á heilögum stöðum. Svo vil ég þakka honum Degi fyrir að gefa sér tíma til að koma og spila bíl kunningja okkar sem lenti í árekstri í Lambafitarhrauninu. Með kveðju. Olgeir





    08.09.2010 at 22:15 #701288
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Þakka fyrir mig og Brynhildi kóara, þetta var skemtileg ferð.
    Vaskur hópur stikara kláraði djobbið í góðum tíma þótt ég hafi brugðið mér frá til að spila bílaí sundur, eftir árekstur.
    Dalakofinn lofar góðu og væri enn betri ef hitaveitan virkaði.
    kveðja Dagur





    09.09.2010 at 00:19 #701290
    Profile photo of Þórður Ámundason
    Þórður Ámundason
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 238

    Ég vil þakka fyrir mig. Þessi ferð var mjög hressandi þótt ekki hafi veðrið verið uppá marga fiska. En engin lét það á sig fá,flott stemning í hópnum og skemmtileg skoðunarferð á sunnudeginum sem gerði þessa ferð bara góða. þetta verður árviss viðburður hjá mér. Að fara í svona vel skipulagða stikuferð er bara góður partur af tilverunni. Takk fyrir mig :)





    09.09.2010 at 00:27 #701292
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Var engin með myndadellu í hópnum? Þið vitið að myndir úr ferðum efla þáttöku í starfi klúbbsins.

    Kveðja SBS. Kem vonandi næst.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.