This topic contains 25 replies, has 12 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 10 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið. Það líður að hinni árlegu stikuferð sem farin verður núna um næstu helgi. Núna er tækifærið fyrir þá sem langar að taka fyrstu skrefin í að ferðast í hóp í meira en dagsferð að slá tvær flugur í einu höggi, annarsvegar að komast í góða ferð með skemmtilegu fólki og hins vegar að láta gott af sér leiða í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir utanvegaakstur með þvi að stika þá slóða sem aka má um á hálendinu. Ég fór sjálfur í mína fyrstu stikuferð árið 2007 og kynntist þar mörgu góðu fólki sem ég hef haldið kynni við síðan og lærði margt um ferðamennsku á hálendinu í þeirri ferð. Og þar sem ég hef verið svo illa fyrirkallaður síðustu þrjú haust að komast ekki með í þessar ferðir þá ætlum við „Gráni“ nú að leggja land undir fót og slóða undir dekk og reyna að gera eitthvað gagn þetta haustið. Vænti ég þess umhverfisnefndin fari að koma með ferðaplan fyrir þessa ferð innan tíðar. Vonast svo eftir að sjá fullt af góðu fólki í ferðinni. L.M.
You must be logged in to reply to this topic.